Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
Keflavík
2
0
Breiðablik
Joey Gibbs '44 1-0
Frans Elvarsson '47 2-0
2-0 Thomas Mikkelsen '54 , misnotað víti
25.07.2021  -  19:15
HS Orku völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 10 stiga hiti, þungt yfir og stífur vindur á annað markið.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
7. Davíð Snær Jóhannsson ('59)
10. Kian Williams
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson (f)
28. Ingimundur Aron Guðnason
86. Marley Blair ('87)

Varamenn:
8. Ari Steinn Guðmundsson
9. Adam Árni Róbertsson ('59)
10. Dagur Ingi Valsson ('87)
11. Helgi Þór Jónsson
20. Christian Volesky
98. Oliver Kelaart

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Óskar Rúnarsson
Helgi Bergmann Hermannsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@haflidib Hafliði Breiðfjörð
Skýrslan: Klaufskir klaufabárðar í Keflavík
Hvað réði úrslitum?
Eftir svona sigur litla liðsins á því stóra vill maður oft gera sem mest úr afreki Keflavíkur en þó þeir hafi verið duglegir og lagt sig mikið fram þá gáfu þeir líka mikil færi á sér og það er mikið meira klúður Breiðabliks að hafa ekki skorað. Þegar ég renndi yfir leikinn í huganum á brautinni á leiðinni heim spilaðist lag klaufabráðanna í huga mér. Ekki bara markið klaufalega sem þeir fengu á sig í lok fyrri hálfleik heldur líka urmull markatækifæra sem Blikar fengu og nýttu ekki. Þú færð ekkert fyrir að skapa þér færi ef þú nýtir þau ekki líka.
Bestu leikmenn
1. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík
Virkilega góður leikur hjá Sindra í dag og þá sér í lagi í fyrri hálfleiknum þegar hann varði oft á tíðum meistaralega vel. Besti maðurinn á vellinum í dag.
2. Joey Gibbs, Keflavík
Það voru margir leikmenn Keflavíkur sem áttu skilið hrós en ég verð að gefa Gibbs þetta í dag. Markið sem hann skoraði í fyrri hálfleik kom bara því hann lagði á sig þetta extra. Það munar svo mikið um það þegar menn nenna því.
Atvikið
Stóra atvikið í leiknum er þegar Keflavík kemst yfir í lok fyrri háflleiks. Blikar höfðu verið miklu betra liðið á vellinum og ótrúlegt að þeir væru ekki löngu komnir yfir. Anton Ari Einarsson markvörður Blika tók markspyrnu, sendi nokkra metra á Viktor Örn Margeirsson sem stóð hliðina á honum og gaufaðist með boltann. Hann pældi ekkert í greddunni í Joey Gibbs sem tók af honum boltann og renndi í markið. Breiðablik er orðið þekkt fyrir að fá á sig svona mörk enda hluti af leikstílnum eins og Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari þeirra útskýrði í viðtali við mig eftir leik og sagði að í staðinn fái þeir tuga góðra sókna. Gott og vel ef menn nýta þá færin sem koma úr þeim sóknum.
Hvað þýða úrslitin?
Þessi deild er að spilast þannig að Breiðablik og Víkingur eru að elta Valsmenn á toppi deildarinnar. Valur virðist vera númeri of stórir en hin liðin verða að vera tilbúin að liggja á sníkjunni og stökkva á tækifærið þegar það gefst. Þess vegna er gríðarlega dýrt fyrir Breiðablik að tapa þremur stigum í kvöld. Fyrir Keflavík voru stigin hinsvegar heldur betur velkomin enda liðið komið í 16 stig eftir 13 umferðir með leik til góða á næstu lið gegn FH. Ef þeir myndu vinna hann færu þeir í 6. sætið. Flott tímabil hjá nýliðum.
Vondur dagur
Hvað kom fyrir Thomas Mikkelsen? Hann fékk aftur kallið í byrjunliðið í kvöld og ég hefði viljað sjá hann þakka traustið og skila af sér. Hann fékk urmul marktækifæra í leiknum en virðist vera alveg fyrirmunað að skora. Meira að segja þegar hann fékk vítaspyrnu gat hann ekki einu sinni hitt innan rammans og skaut í stöngina. Í raun er auðvelt að segja að hann hefði átt að vinna leikinn í kvöld fyrir Breiðablik á venjulegum degi.
Dómarinn - 8
Dómaratríóið, Ívar Orri Kristjánsson, Ragnar Þór Bender og Antoníus Bjarki Halldórsson áttu góðan leik í dag. Vítadómurinn virðist vera réttur og góð frammistaða heilt yfir. Þegar maður tekur varla eftir dómarateyminu eru þeir að standa sig best og þannig var það í kvöld. Ég held ég hafi eiginlega bara tekið eftir þeim þegar ég gekk inn á þá inní klefa í kvöld þegar ég var að leita að klósettinu. Afsakið það annars.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('69)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Thomas Mikkelsen
10. Árni Vilhjálmsson ('60)
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
21. Viktor Örn Margeirsson
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
10. Kristinn Steindórsson ('60)
17. Þorleifur Úlfarsson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Sölvi Snær Guðbjargarson
30. Andri Rafn Yeoman ('69)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Alex Tristan Gunnþórsson
Ásdís Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('66)

Rauð spjöld: