Víkingsvöllur
mánudagur 26. júlí 2021  kl. 19:15
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Flottar aðstæður, logn og smá blautt
Dómari: Samir Mesetovic
Maður leiksins: Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.)
Víkingur R. 2 - 0 Haukar
1-0 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('45)
2-0 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('52)
Byrjunarlið:
12. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir ('72)
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
14. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir
15. Dagbjört Ingvarsdóttir
19. Tara Jónsdóttir
22. Nadía Atladóttir (f)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('82)
25. Linzi Taylor
32. Freyja Friðþjófsdóttir

Varamenn:
3. Elíza Gígja Ómarsdóttir
8. Arnhildur Ingvarsdóttir
11. Elma Rún Sigurðardóttir
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('72)
18. Þórhanna Inga Ómarsdóttir
27. Ólöf Hildur Tómasdóttir

Liðstjórn:
Elísa Sól Oddgeirsdóttir
John Henry Andrews (Þ)
Sigdís Eva Bárðardóttir
Telma Sif Búadóttir

Gul spjöld:
Tara Jónsdóttir ('90)

Rauð spjöld:
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Víkingskonur spiluðu betur í dag og uppskáru sanngjarnan sigur fyrir vikið. Voru yfir í allri baráttu, skoruðu tvö mörk sem dugði til sigurs en hefðu getað skorað fleiri. Haukar voru kraftmeiri fyrstu 10 mínútur leiksins en Víkingskonur unnu sig inn í leikinn, tóku yfir hann og gáfu aldrei eftir.
Bestu leikmenn
1. Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.)
Hulda var lífleg í dag, sérstaklega fram á við. Skoraði mark sem kom Víking yfir rétt fyrir hálfleik, sem gaf þeim mikið fyrir seinni hálfleikinn. Hún átti svo hornspyrnuna sem annað mark Víkinga kom upp úr.
2. Kristín Erna Sigurlásdóttir (Víkingur R.)
Tekur mjög mikið til sín fram á við sem skapar meira pláss fyrir leikmennina í kringum hana. Hún skoraði annað mark Víkings í leiknum og var nálægt því að bæta við öðru þegar hún átti skalla í slá og niður. Það eru nokkrar sem gera tilkall hérna, t.d. Nadía, Unnbjörg og Dagný. Varnarlínan var mjög stöðug og lokaði á allt sem Haukar reyndu að gera fram á við.
Atvikið
Fyrsta mark Víkings. Kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks, rétt áður en Samir flautaði til hálfleiks. Fyrri hálfleikurinn var búinn að vera fremur rólegur og ekki mikið um opin færi en þetta mark virtist gefa Víkingskonum mikinn kraft út í seinni hálfleikinn.
Hvað þýða úrslitin?
Með sigrinum tekur Víkingur 4. sætið af Haukum og Haukar fara niður í 5. sætið. Einu stigi munar á liðunum, Víkingur með 16 og Haukar 15.
Vondur dagur
Engin ein sem á þetta skilið, ég ætla að setja þetta á Haukaliðið bara. Þær áttu ekki sinn besta dag og það vantaði einhvern neista í þær.
Dómarinn - 8
Ekki hægt að kvarta.
Byrjunarlið:
1. Emily Armstrong (m)
5. Helga Ýr Kjartansdóttir
6. Vienna Behnke
8. Harpa Karen Antonsdóttir ('54)
9. Hildur Karítas Gunnarsdóttir (f)
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir ('54)
19. Dagrún Birta Karlsdóttir ('74)
20. Mikaela Nótt Pétursdóttir
23. Kiley Norkus
26. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('54)

Varamenn:
12. Hafdís Erla Gunnarsdóttir (m)
3. Berglind Þrastardóttir ('54)
10. Lára Mist Baldursdóttir ('54)
14. Anna Rut Ingadóttir
22. Ásta Sól Stefánsdóttir ('54)
24. Eygló Þorsteinsdóttir ('74)

Liðstjórn:
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Viktoría Diljá Halldórsdóttir
Rakel Leósdóttir
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Arnór Gauti Haraldsson

Gul spjöld:
Emily Armstrong ('65)
Dagrún Birta Karlsdóttir ('68)

Rauð spjöld: