Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Valur
3
0
Þór/KA
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir '4 1-0
Bryndís Arna Níelsdóttir '10 2-0
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir '77 3-0
04.08.2022  -  17:30
Origo völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Sól og sumar
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('72)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen ('82)
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('82)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('69)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('69)

Varamenn:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
10. Elín Metta Jensen ('69)
15. Hailey Lanier Berg ('69)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('72)
22. Mariana Sofía Speckmaier ('82)
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('82)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Mark Wesley Johnson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Lykilatriði að brjóta ísinn snemma
Hvað réði úrslitum?
Þór/KA ætlaði að koma hingað, halda skipulagi og halda núllinu eins lengi og þær gætu. Það plan fór út um gluggann strax í upphafi leiks. Ef þú ert 2-0 undir gegn Val eftir tíu mínútur þá verður þetta alltaf erfitt. Valur braut ísinn snemma og það var lykilatriði fyrir þær. Að lokum frekar þægilegur sigur toppliðsins.
Bestu leikmenn
1. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
Skoraði tvö og var óheppin að fullkomna ekki þrennuna.
2. Lára Kristín Pedersen (Valur)
Flottur leikur á miðsvæðinu. Sendingin í fyrsta marki leiksins var ótrúlega flott hjá henni.
Atvikið
Fyrsta markið sem Þórdís Hrönn skorar. Þessi leikur hefði getað þróast allt öðruvísi ef ísinn hefði ekki brotnað strax í upphafi leiks. Við sáum það á Akureyri fyrr á tímabilinu þegar þessi lið mættust hversu hættulegur andstæðingur Þór/KA getur verið ef þú leyfir þeim að vinna sig inn í leikinn.
Hvað þýða úrslitin?
Valur er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar, en Blikar geta aftur minnkað það niður í tvö stig með sigri á Keflavík á morgun. Þór/KA er í harðri fallbaráttu, með jafnmörg stig og KR sem er í níunda sæti.
Vondur dagur
Mér fannst eins og Harpa í marki Þórs/KA hefði getað gert mun betur í allavega öðru markinu. Annars var þetta ekki sérstakur dagur hjá framherjum Þórs/KA sem fengu ekki úr miklu að moða.
Dómarinn - 7,5
Auðveldur leikur að dæma og hann kom sér vel frá þessu.
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
Saga Líf Sigurðardóttir ('87)
2. Angela Mary Helgadóttir
8. Andrea Mist Pálsdóttir
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir ('86)
17. María Catharina Ólafsd. Gros
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('76)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
4. Arna Eiríksdóttir
5. Steingerður Snorradóttir ('86)
6. Unnur Stefánsdóttir ('87)
14. Tiffany Janea Mc Carty
21. Krista Dís Kristinsdóttir
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('76)

Liðsstjórn:
Perry John James Mclachlan (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Hannes Bjarni Hannesson

Gul spjöld:
Margrét Árnadóttir ('37)

Rauð spjöld: