Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Breiðablik
1
2
Valur
Birta Georgsdóttir '34 1-0
1-1 Cyera Hintzen '54
1-2 Ásdís Karen Halldórsdóttir '72
27.08.2022  -  16:00
Laugardalsvöllur
Mjólkurbikar kvenna - úrslitaleikur
Aðstæður: Algjörlega stórkostlegar
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Byrjunarlið:
1. Eva Nichole Persson (m)
2. Natasha Anasi (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer
10. Clara Sigurðardóttir ('66)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('66)
17. Karitas Tómasdóttir
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('87)
25. Anna Petryk
26. Laufey Harpa Halldórsdóttir ('86)
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('66)
6. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('87)
13. Ásta Eir Árnadóttir
14. Karen María Sigurgeirsdóttir ('66)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('86)
19. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz
22. Rakel Hönnudóttir
22. Melina Ayres

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Sigurður Frímann Meyvantsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan: Valskonur bikarmeistarar í fjórtánda sinn!
Hvað réði úrslitum?
Valskonur voru samkvæmar sjálfum sér og spiluðu sinn leik. Þó misvel á milli hálfleikja. Þær héldu vel í boltann, keyrðu upp kantana og dældu boltum inná teig. Færanýtingin var ekki góð hjá þeim í fyrri hálfleik, ólíkt hjá Blikum sem komust nokkuð óvænt yfir eftir laglega sókn. Í síðari hálfleik tókst Valskonum að þétta tökin inná miðsvæðinu og leikmaður eins og Ásdís Karen naut sín í botn. Blikar komust lítt áleiðis fram völlinn og voru þá helst að reyna langa bolta fram sem miðverðir Vals áttu ekki í vandræðum með. Stöðugleikinn og reynslan í Valsliðinu fór langt með sigurinn í dag.
Bestu leikmenn
1. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Er búin að vaxa mikið með Valsliðinu í sumar og átti geggjaðan leik í dag. Hún var gríðarlega vinnusöm og ógnandi. Lagði upp bæði mörk Vals.
2. Ásdís Karen Halldórsdóttir
Ásdís átti virkilega góðan leik fremst á miðjunni hjá Val. Sérstaklega í síðari hálfleik þar sem hún lék á als oddi. Var mjög skapandi og skoraði sigurmarkið eftir sókn sem hún hóf með góðri pressu.
Atvikið
Það koma tvö atvik upp í hugann. Í fyrsta lagi sigurmark leiksins sem að Ásdís Karen skoraði. Ásdís vann boltann með góðri pressu. Kom honum áfram á liðsfélaga og kláraði hlaupið sitt inná teig þar sem hún tók við geggjaðri sendingu frá Þórdísi Hrönn og skoraði örugglega. Annað rosalegt atvik var stjörnumarkvarsla Söndru Sigurðardóttur þegar rúmar 10 mínútur lifðu leiks. Anna Petryk tók þá frábæra aukaspyrnu fyrir Breiðablik sem Sandra varði á ótrúlegan hátt og hélt þannig forystu Vals.
Hvað þýða úrslitin?
VALUR ER BIKARMEISTARI 2022! Valsarar voru síðast bikarmeistarar 2011 og þetta er fjórtándi bikarmeistaratitill liðsins. Fyrir leik höfðu Valur og Breiðablik unnið 13 bikarmeistaratitla hvort og Valskonur eru því orðnar sigursælasta lið bikarkeppni kvenna. Valskonur hafa verið frábærar í sumar og eru á toppi Bestu-deildarinnar. Liðið á því möguleika á að vinna tvöfalt.
Vondur dagur
Heiðdís Lillýardóttir er nýkomin til baka í lið Breiðabliks eftir meiðsli og gerði vel lengst af í leiknum. Hún gerði sig hinsvegar seka um slæm mistök í aðdranga sigurmarksins þar sem hún tapaði boltanum illa.
Dómarinn - 8,5
Mjög góð frammistaða hjá Einari Inga og hans aðstoðardómurum.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Cyera Hintzen
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Varamenn:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
10. Elín Metta Jensen
15. Hailey Lanier Berg
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir
22. Mariana Sofía Speckmaier
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Mark Wesley Johnson

Gul spjöld:
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('78)

Rauð spjöld: