Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Grindavík
2
2
Vestri
0-1 Vladimir Tufegdzic '25
0-2 Daníel Agnar Ásgeirsson '75
Aron Jóhannsson '81 1-2
Guðjón Pétur Lýðsson '83 , víti 2-2
27.08.2022  -  14:00
Grindavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Bongóblíða og völlurinn flottur.
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Vladimir Tufegdzic
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
5. Nemanja Latinovic
6. Viktor Guðberg Hauksson
7. Juanra Martínez ('79)
9. Josip Zeba
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Tómas Leó Ásgeirsson ('58)
14. Kristófer Páll Viðarsson ('58)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('79)
21. Marinó Axel Helgason
23. Aron Jóhannsson (f)

Varamenn:
8. Hilmar Andrew McShane ('79)
11. Símon Logi Thasaphong ('58)
15. Freyr Jónsson ('58)
29. Kenan Turudija ('79)
80. Guðmundur Fannar Jónsson

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Alexander Birgir Björnsson
Haukur Guðberg Einarsson
Vladimir Vuckovic
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:
Juanra Martínez ('64)
Guðjón Pétur Lýðsson ('70)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Grindavík bjargaði stigi á síðustu tíu
Hvað réði úrslitum?
Skiptingar Alfreðs áttu hlut í máli þar. 2-0 undir gerir hann breytingu sem opnar leikinn þegar hann setur Hilmar McShane og Kenan Turudija inná á 79. mínútu leiksins. Tveimur mínútum síðar hafði Grindavík minnkað munin og jafnað á þeirri 83. Að sama skapi má segja að Vestraliðið hafi mögulega slakað full mikið á og hleypt Grindvíkingum of nálægt marki sínu og boðið hættunni heim. Svo er það spurningin með þennan vítadóm sem miðað við viðbrögð beggja liða eftir leik orkaði líklega ansi tvímælis.
Bestu leikmenn
1. Vladimir Tufegdzic
Gerði gott mark snemma leiks og vann vel fyrir liðið. Engin stjörnuframmistaða hjá honum frekar en öðrum en tekur þetta í dag.
2. Guðjón Pétur Lýðsson
Fær þetta fyrir að vera drífandi á velli. Guðjón er alltaf tilbúinn til þess að tala menn í gang og fá menn til þess að taka hlaupin sín. Ég myndi ábyggilega líka byrja hlaupa ef að hann byrjaði að skamma mig. Gekk upp í dag og jafnaði hann með marki úr vítaspyrnu í lokin.
Atvikið
Vítaspyrnudómurinn alveg klárlega sem ég sá ekki fyrir sólinni. En þeir sem hann sáu betur en ég telja hann ansi vafasaman í besta falli og skiptir þá engu hvoru liðinu þeir fylgja. Segir kannski meira en margt annað.
Hvað þýða úrslitin?
Bæði lyfta sér upp um eitt sæti. Grindavík fer í það 8. en Vestri í það 6. Annað er ekki hægt að tala um enda liðin aðeins að leika um stoltið.
Vondur dagur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson fær þetta í dag. Liðið hans er 2-0 yfir og 10 mínútur lifa leiks. Vont fyrir þjálfara að sjá lið sitt glutra niður forystu og hefur flugið heim ábyggilega verið grautfúlt. Hann mætir þó vonandi hress á Herrakvöld Vestra og skemmtir sér vel.
Dómarinn - 6
Get ég lækkað hann fyrir vítadóm sem ég sá ekki? Nei hann sleppur með það frá mér í dag en ég efast ekki um að hann Guðmundur geti betur.
Byrjunarlið:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
7. Vladimir Tufegdzic ('90)
10. Nacho Gil (f)
11. Nicolaj Madsen
14. Deniz Yaldir
18. Martin Montipo ('72)
19. Pétur Bjarnason
22. Elmar Atli Garðarsson
25. Aurelien Norest
27. Christian Jiménez Rodríguez
77. Sergine Fall

Varamenn:
13. Toby King ('90)
16. Ívar Breki Helgason
26. Friðrik Þórir Hjaltason
44. Rodrigo Santos Moitas

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Daníel Agnar Ásgeirsson
Jón Hálfdán Pétursson
Brenton Muhammad
Friðrik Rúnar Ásgeirsson
Patrick Bergmann Kaltoft

Gul spjöld:
Friðrik Þórir Hjaltason ('41)
Daníel Agnar Ásgeirsson ('74)

Rauð spjöld: