Extra völlurinn
laugardagur 10. september 2022  kl. 14:00
Lengjudeild karla
Aðstæður: Skýjað en þurtt og 15°
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Fjölnir 0 - 1 Grótta
0-1 Kjartan Kári Halldórsson ('70)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
7. Arnar Númi Gíslason ('46)
10. Viktor Andri Hafþórsson ('46)
11. Dofri Snorrason
17. Lúkas Logi Heimisson
19. Júlíus Mar Júlíusson ('73)
23. Hákon Ingi Jónsson
78. Killian Colombie ('80)

Varamenn:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
8. Daníel Ingvar Ingvarsson ('85)
18. Árni Steinn Sigursteinsson ('73)
27. Dagur Ingi Axelsson ('80)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('46) ('85)
33. Baldvin Þór Berndsen
42. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('46)

Liðstjórn:
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Lúðvík Már Matthíasson

Gul spjöld:
Killian Colombie ('62)

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Grótta var bara mun betra liðið í dag. Þeir voru þéttir fyrir og leyfðu lítið af færum svo voru þeir virkilega beittir í skyndisóknum og voru óheppnir að vinna ekki stærra.
Bestu leikmenn
1. Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Nýkrýndur efnilegasti leikmaður deildarinnar var frábær í leiknum í dag. Hann skorar eina mark leiksins og skapar fullt af öðrum færum. Það mikilvægasta samt í hans leik í dag er hversu duglegur hann var varnarlega sem sést alls ekki það oft í svona ungum og hæfileikaríkum sóknarmanni.
2. Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
Sigurjón er ástæðan fyrir því að tapið var ekki stærra. Hann hélt Fjölni inn í leiknum lengi og átti 2 virkilega frábærar vörslur. Ekkert sem hann gat gert í markinu.
Atvikið
Það var ekki mikið um stór atvik í leiknum en mark Kjartans var vel tekið eftir góðan undirbúning frá Luke Rae.
Hvað þýða úrslitin?
Grótta fer upp fyrir Fjölni og eru því í 3. sæti þegar einn leikur er eftir. Fjölnir er í 4. sæti en hvorugt lið á möguleika á að fara upp um deild.
Vondur dagur
Sóknarleikur Fjölnis var ekki upp á marga fiska. Þeir virkuðu mjög hugmyndasnauðir og voru yfirleitt bara að reyna sömu fyrirgjafirnar trekk í trekk sem skilaði aldrei neinu.
Dómarinn - 9,5
Þorvaldur og hans teymi voru frábær í dag. Hann var að leyfa mönnum aðeins að pústa og ekkert að spjalda fyrir einhvern tittlingaskít. Eina ástæðan fyrir að hann fær ekki fullkomna 10 eru örfáir dómar sem ég var ekki alveg sammála einna helst gula spjaldið sem Kjartan fær fyrir dýfu sem mér sýndist frekar illa vegið að honum.
Byrjunarlið:
1. Jón Ívan Rivine (m)
2. Arnar Þór Helgason (f)
7. Kjartan Kári Halldórsson
8. Júlí Karlsson
10. Kristófer Orri Pétursson
11. Ívan Óli Santos ('61)
17. Luke Rae ('73)
19. Benjamin Friesen ('90)
26. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('73)
27. Gunnar Jónas Hauksson ('90)
29. Óliver Dagur Thorlacius

Varamenn:
12. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
3. Dagur Þór Hafþórsson ('73)
4. Ólafur Karel Eiríksson ('73)
5. Patrik Orri Pétursson ('90)
6. Sigurbergur Áki Jörundsson ('90)
14. Arnþór Páll Hafsteinsson
23. Arnar Daníel Aðalsteinsson ('61)

Liðstjórn:
Halldór Kristján Baldursson
Þór Sigurðsson
Chris Brazell (Þ)
Jón Birgir Kristjánsson
Dominic Ankers
Paul Benjamin Westren
Gareth Thomas Owen

Gul spjöld:
Arnar Þór Helgason ('29)
Óliver Dagur Thorlacius ('29)
Luke Rae ('45)
Kjartan Kári Halldórsson ('78)

Rauð spjöld: