Olísvöllurinn
laugardagur 10. september 2022  kl. 14:00
Lengjudeild karla
Aðstæður: Góðar, þurrt, gola, 10 gráður
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: 150
Maður leiksins: Silas Songani
Vestri 2 - 2 Selfoss
0-1 Gonzalo Zamorano ('43)
1-1 Nicolaj Madsen ('45)
1-2 Christian Jiménez Rodríguez ('77, sjálfsmark)
2-2 Martin Montipo ('91)
Byrjunarlið:
30. Brenton Muhammad (m)
6. Daniel Osafo-Badu (f)
9. Pétur Bjarnason ('83)
10. Nacho Gil ('74)
11. Nicolaj Madsen
14. Ongun Deniz Yaldir
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Silas Songani ('74)
25. Aurelien Norest
27. Christian Jiménez Rodríguez
77. Sergine Fall ('74)

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
4. Ívar Breki Helgason
7. Vladimir Tufegdzic ('74)
8. Daníel Agnar Ásgeirsson
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('74)
18. Martin Montipo ('74)
44. Rodrigo Santos Moitas ('83)

Liðstjórn:
Friðrik Þórir Hjaltason
Jón Hálfdán Pétursson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Toby King
Patrick Bergmann Kaltoft

Gul spjöld:
Elmar Atli Garðarsson ('14)
Nicolaj Madsen ('80)

Rauð spjöld:
@ Jón Ólafur Eiríksson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Vestri voru talsvert sterkari í þessum leik, en klaufaleg mistök færu Selfossi forystuna steint í leiknum. Þetta er algengt stef hjá Ísfirðingum í sumar, spila vel utan á velli, ná ekki að nýta færin nógu vel og eru brothættir tilbaka.
Bestu leikmenn
1. Silas Songani
Finnst hann eiginlega oftast besti leikmaður Vestra. Sífellt ógnandi með krafti sínum og leikni, átti stangarskot og yfirburðir Vestra minnkuðu til muna þegar hann fór útaf.
2. Gonzalo Zamorano
Gerði afar vel í fyrsta marki leiksins og mér fannst langmesta hætta Selfoss skapast þegar hann komst í boltann framarlega á vellinum.
Atvikið
Þegar heimamenn færðu Selfyssingum annað markið á silfurfati. Slökkti talsvert á Vestra og var ekki margt sem benti til að þeir næðu að jafna aftur en það kom seint og um síðir.
Hvað þýða úrslitin?
Liðin bæta við sig einu stigi í jafnri miðjubaráttu. Geta enn færst til um nokkur sæti eftir lokaumferðina.
Vondur dagur
Christian Jimenez átti svakalega slæm mistök í markinu sem færði Selfossi forystuna á nýjan leik. Gaf bæði boltann illa frá sér til að hefja sókn gestanna og rak svo endahnútinn á hana með slysalegu sjálfsmarki. Miðja Selfyssinga þótti mér einnig frekar döpur. Náðu illa að vinna boltann af Vestramönnum sem héldu honum löngum köflum vel og einnig var uppspil gestanna nánast eingöngu langar sendingar frá vörn og upp á fremstu menn eða á kanta.
Dómarinn - 7
Fannst hann halda línunni vel, leyfði leiknum að fljóta. Nokkrir skrýtnir dómar í fyrri hálfleik en ekkert sem hafði áhrif á leikinn. Fannst hann þó eiga að senda Dean Martin af bekknum þegar hann hafði í frammi afar ljót orð í garð áhorfanda.
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
2. Þorsteinn Aron Antonsson
4. Jökull Hermannsson
5. Jón Vignir Pétursson ('83)
8. Ingvi Rafn Óskarsson
10. Gary Martin (f)
14. Reynir Freyr Sveinsson ('61)
17. Valdimar Jóhannsson ('74)
19. Gonzalo Zamorano
23. Þór Llorens Þórðarson
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter ('61)

Varamenn:
99. Arnór Elí Kjartansson (m)
6. Danijel Majkic ('83)
12. Aron Einarsson
15. Alexander Clive Vokes ('61)
16. Ívan Breki Sigurðsson ('61)
21. Óliver Þorkelsson ('74)
22. Elfar Ísak Halldórsson

Liðstjórn:
Dean Edward Martin (Þ)
Guðjón Björgvin Þorvarðarson

Gul spjöld:
Gary Martin ('59)

Rauð spjöld: