Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
ÍBV
2
2
Fram
0-1 Guðmundur Magnússon '16
Alex Freyr Hilmarsson '25 1-1
1-2 Guðmundur Magnússon '64
Telmo Castanheira '82 2-2
11.09.2022  -  14:00
Hásteinsvöllur
Besta-deild karla - 21. umferð
Aðstæður: Sól og 14 stiga hiti en mikið rok
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 324
Maður leiksins: Telmo Castanheira (ÍBV)
Byrjunarlið:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Andri Rúnar Bjarnason ('69)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('84)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
14. Arnar Breki Gunnarsson ('87)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
21. Kristján Logi Jónsson (m)
5. Jón Ingason
6. Kundai Benyu ('84)
9. Sito ('69)
19. Breki Ómarsson
22. Atli Hrafn Andrason ('87)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
27. Óskar Dagur Jónasson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Björgvin Eyjólfsson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson

Gul spjöld:
Telmo Castanheira ('12)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('37)

Rauð spjöld:
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Skýrslan: Eyjamenn komu tvisvar til baka í Eyjum
Hvað réði úrslitum?
ÍBV voru heilt yfir sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum, voru yfir í baráttunni og fengu fullt af tækifærum til að skora mörk. Voru klaufar að vera ekki í betri stöðu í hálfleik. Seinni hálfleikur var jafnari og einkenndist af mikilli baráttu og færri marktækifærum. Fram komst yfir á 64. mínútu og virtust ætla að sigla sigrinum heim en ÍBV liðið sýndi karakter og komu til baka á 82. mínútu. Bæði lið svekkt en heilt yfir nokkuð sanngjörn úrslit.
Bestu leikmenn
1. Telmo Castanheira (ÍBV)
Var flottur á miðjunni í dag og var að dreifa boltanum vel út á vængina og finna opnanir. Skoraði svo jöfnunarmarkið á 82. mínútu og bjargaði stigi fyrir ÍBV. Stig sem gæti verið dýrmætt þegar uppi er staðið.
2. Guðmundur Magnússon (Fram)
Skoraði bæði mörk Fram í dag, kom þeim yfir í fyrri hálfleik svolítið gegn gangi leiksins. Gerði svo geggjað mark í seinni hálfleik af miðjum vallarhelmingi Eyjamanna. Elskar að skora á móti ÍBV. Dró aðeins af honum eftir seinna markið og fór af velli á 83. mínútu.
Atvikið
Jöfnunarmark ÍBV á 82. mínútu. Voru ekki búnir að vera mjög líklegir til að jafna. Frammarar voru brjálaðir og vildu fá aukaspyrnu í aðdragandanum.
Hvað þýða úrslitin?
ÍBV er áfram í 9. sætinu og fer í 20 stig, stigi á undan FH og þremur stigum á undan Leikni. Þeir mæta Breiðablik í næstu umferð áður en úrslitakeppnin hefst og þar verða þeir í neðri hlutanum. Fram er í 7. sætinu með 25 stig eins og Keflavík, þremur stigum á eftir Stjörnunni. Fram tekur á móti Keflavík næst og er enn í séns að komast upp fyrir Stjörnuna og fara þar með í efri hluta úrslitakeppninnar.
Vondur dagur
Þrátt fyrir að það hafi verið jafnt í hálfleik þá var Fram liðið undir í baráttunni á flestum sviðum vallarins og voru í raun heppnir að ÍBV nýtti ekki eitthvað af þeim fjölda tækifæra sem þeir fengu. Að sama skapi lélegt hjá ÍBV að nýta það ekki. Andri Rúnar hefur verið líflegri í ÍBV liðinu og fékk fín færi til að skora.
Dómarinn - 6.5
Heilt yfir alveg fínt en samt svolítið ósamræmi í brotum og spjöldum í gegnum allan leikinn. Þarf að sjá jöfnunarmark ÍBV í lokin þar sem Frammarar vildu aukaspyrnu. Sá það ekki nógu vel úr blaðamannastúkunni.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon (f) ('83)
10. Fred Saraiva ('72)
11. Almarr Ormarsson ('72)
14. Hlynur Atli Magnússon
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
69. Brynjar Gauti Guðjónsson
71. Alex Freyr Elísson
79. Jannik Pohl ('83)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('72)
8. Albert Hafsteinsson ('83)
9. Þórir Guðjónsson ('83)
11. Magnús Þórðarson
13. Jesus Yendis
21. Indriði Áki Þorláksson ('72)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Marteinn Örn Halldórsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Einar Haraldsson
Stefán Bjarki Sturluson

Gul spjöld:
Almarr Ormarsson ('42)
Fred Saraiva ('45)
Jannik Pohl ('66)

Rauð spjöld: