AVIS völlurinn
mánudagur 12. september 2022  kl. 19:15
Besta-deild kvenna
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 180
Maður leiksins: Caroline Van Slambrouck
Þróttur R. 2 - 3 Keflavík
0-1 Anita Lind Daníelsdóttir ('16)
0-2 Amelía Rún Fjeldsted ('45)
1-2 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('49)
1-3 Snædís María Jörundsdóttir ('50)
2-3 Andrea Rut Bjarnadóttir ('89)
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir
10. Danielle Julia Marcano
12. Murphy Alexandra Agnew
16. María Eva Eyjólfsdóttir
21. Lorena Yvonne Baumann
23. Sæunn Björnsdóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
77. Gema Ann Joyce Simon

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hekla Dögg Ingvarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
14. Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
22. Hildur Laila Hákonardóttir
25. Brynja Rán Knudsen

Liðstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir
Katla Tryggvadóttir
Angelos Barmpas

Gul spjöld:
María Eva Eyjólfsdóttir ('17)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Leikplan Keflvíkinga gekk fullkomlega upp og eins og svo oft áður í sumar var baráttan og vinnuframlagið til fyrirmyndar. Þróttarar voru meira með boltann en Keflvíkingar vörðust gríðarlega vel í eigin vítateig og voru svo beinskeyttar þegar tækifæri gáfust fram á við. Á meðan Keflvíkingar nýttu færin sín gerðu heimakonur það ekki og voru alls ekki eins beittar og þær eiga til að vera sóknarlega.
Bestu leikmenn
1. Caroline Van Slambrouck
Miðvörðurinn var gríðarlega öflug í dag. Sérstaklega í eigin vítateig þar sem hún skallaði hvern boltann á fætur öðrum í burtu.
2. Kristrún Ýr Hólm
Kristrún Ýr lék við hlið Caroline í hjarta Keflavíkurvarnarinnar og var ekki síðri. Hún átti nokkrar mjög mikilvægar tæklingar og skallaði fjölda bolta úr eigin vítateig. Hjá Þrótti var Danielle Marcano öflug, sérstaklega eftir að hún fór út til hægri.
Atvikið
Þriðja mark Keflavíkur. Þróttarar höfðu farið tveimur mörkum undir inn í hálfleik. Þær byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og Ólöf Sigríður minnkaði muninn á 49. mínútu. Einhverjir sáu fyrir sér endurkomu en ekki Snædís María Jörundsdóttir og Keflavíkurkonur sem tóku miðju, brunuðu í sókn og svöruðu strax með sínu þriðja marki. Fyrsta mark Snædísar Maríu fyrir Keflavík.
Hvað þýða úrslitin?
Keflvíkingar eru komnar í 16 stig, 7 stigum frá Aftureldingu sem er í 9. sæti. Gríðarlega mikilvæg stig sem gefa Keflavík svolítið andrými þó enn séu auðvitað 9 stig eftir í pottinum. Baráttan um 2. og 3. sæti deildarinnar ætlar að verða áhugaverð en bæði Blikar og Stjarnan töpuðu stigum í síðustu leikjum, rétt eins og Þróttarar gerðu í dag.
Vondur dagur
Flestir leikmenn Þróttar hafa átt betri daga. Liðsvarnarvinnan í fyrsta marki Keflavíkur var skelfileg og Íris Dögg og Lorena áttu að gera miklu betur í því þriðja. Fram á við sköpuðu Þróttarar sér fínar stöður en það vantaði klókindi fremst á vellinum og leikmenn spiluðu ansi oft hreinlega inná styrkleika Keflvíkinga.
Dómarinn - 6
Ekkert spes leikur hjá tríóinu. Í blaðamannastúkunni var töluvert rætt um túlkanir á hinum og þessum atvikum í leiknum og eflaust hægt að færa rök fyrir dómum sem okkur þóttu skrítnir. Ekki var um nein risa atvik að ræða en það hefur sem dæmi auðvitað áhrif á gang leiksins þegar einn leikmaður þarf að spila á spjaldi en annar ekki.
Byrjunarlið:
1. Samantha Leshnak Murphy (m)
3. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
9. Snædís María Jörundsdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Ana Paula Santos Silva
17. Elín Helena Karlsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted ('66)
33. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
34. Tina Marolt

Varamenn:
12. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
7. Silvia Leonessi ('66)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
18. Elfa Karen Magnúsdóttir
20. Saga Rún Ingólfsdóttir
28. Gunnhildur Hjörleifsdóttir
98. Watan Amal Fidudóttir

Liðstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Óskar Rúnarsson
Luka Jagacic

Gul spjöld:
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir ('70)

Rauð spjöld: