Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
3
4
HK
0-1 Marciano Aziz '2
0-2 Örvar Eggertsson '7
Gísli Eyjólfsson '74 1-2
Stefán Ingi Sigurðarson '76 2-2
Höskuldur Gunnlaugsson '78 , víti 3-2
Höskuldur Gunnlaugsson '89 , sjálfsmark 3-3
3-4 Atli Þór Jónasson '94
10.04.2023  -  20:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Er sumarið komið? Mögulega
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1389
Maður leiksins: Örvar Eggertsson (HK)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('54)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Patrik Johannesen ('89)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('64)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('64)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('64)
14. Jason Daði Svanþórsson ('54)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
18. Eyþór Aron Wöhler ('89)
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson ('64)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Andri Rafn Yeoman ('10)
Damir Muminovic ('41)
Gísli Eyjólfsson ('66)
Jason Daði Svanþórsson ('92)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Svo er bara til fólk sem horfir ekki á fótbolta
Hvað réði úrslitum?
HK-ingar mættu bara dýrvitlausir til leiks á meðan Breiðablik ætlaði bara að rölta í gegnum þetta. Gestirnir voru mættir á Kópavogsvöll til að sjokkera fólk og það gerðu þeir með því að komast 0-2 yfir á fyrstu sjö mínútum leiksins. Þeir voru ekki hættir að sjokkera fólk því þeir komu til baka eftir að hafa misst leikinn frá sér. Breiðablik komst í 3-2 en HK sýndi ótrúlegan anda, ótrúlegan karakter, ótrúlega grimmd til að vinna leikinn. Eftir svona ótrúlegan leik hugsar maður til fólksins sem horfir ekki á fótbolta. Hvað er það eiginlega að gera? Þessi íþrótt er svo mögnuð, svo ótrúleg, og þessi leikur fer í sögubækurnar. Einn sá skemmtilegasti sem hefur verið spilaður í íslenskum fótbolta - frá upphafi - allavega frá því ég byrjaði að fylgjast með.
Bestu leikmenn
1. Örvar Eggertsson (HK)
Það besta sem Örvar hefur sýnt í efstu deild, það besta sem ég hef séð frá honum. Það var gríðarlega mikill kraftur í honum og hann skoraði gott mark ásamt því að valda varnarmönnum Blika miklum usla.
2. Arnþór Ari Atlason (HK)
Arnþór Ari spilaði vel sem djúpur á miðju hjá HK í leiknum. Naut sín greinilega vel á gamla heimavellinum og var fullur af orku, sérstaklega framan af. Varamennirnir Atli og Tumi fá hér 'shout' en þeir eiga sigurmarkið 100 prósent.
Atvikið
Sigurmarkið sem Atli Þór Jónasson skoraði eftir magnaða tæklingu frá Tuma Þorvarssyni. Atli lætur bara vaða af einhverjum 25 metrum, hvernig datt honum það í hug? Þvílík saga, gæi sem var í 4. deild í fyrra og skorar svo sigurmarkið í þessum leik. Ótrúlegt augnablik sem mun lifa í minningunni hjá honum til dauðadags.
Hvað þýða úrslitin?
Þetta er eru ótrúlega óvænt úrslit sem gera deildina enn áhugaverðari; þetta var frábær auglýsing fyrir deildina. HK er spáð botnsæti deildarinnar en þeir byrja á mögnuðum sigri. Núna verður áhugavert að sjá hvernig liðin svara eftir þessi úrslit.
Vondur dagur
Það voru nokkrir í Blikaliðinu sem voru ekki á sínum degi. Anton Ari Einarsson átti að gera betur í fyrsta marki HK og svo leit hann vandræðalega út í fjórða markinu. Það er dýrkeypt. Patrik Johannessen fékk tvö dauðafæri sem hann fór illa með. Annars sást hann mjög lítið í leiknum. Ágúst Hlynsson átti mjög erfiðan dag og hefði átt að fara út af fyrr. Eyþór Aron Wöhler kemur inn á sem varamaður og tapar boltanum klaufalega í sigurmarki HK. Varnarlína Blika var þá mjög óstöðug, eitthvað sem maður sá ekki í fyrra.
Dómarinn - 8,5
Mér fannst Ívar dæma leikinn býsna vel. Ég er búinn að sjá vítaspyrnudóminn aftur og mér finnst alveg hægt að færa rök fyrir víti. Eiður Atli kom agressívur inn og bauð upp á þetta. Stóru ákvarðanirnar sem Ívar tók í leiknum voru réttar og hann var með góð tök.
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson ('27)
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason ('90)
11. Marciano Aziz ('79)
16. Eiður Atli Rúnarsson
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
23. Hassan Jalloh ('79)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
5. Ahmad Faqa ('27)
14. Brynjar Snær Pálsson ('79)
15. Hákon Freyr Jónsson
22. Andri Már Harðarson
28. Tumi Þorvarsson ('90)
30. Atli Þór Jónasson ('79)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Kári Jónasson
Jón Stefán Jónsson

Gul spjöld:
Ahmad Faqa ('30)
Atli Hrafn Andrason ('48)

Rauð spjöld: