Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Fylkir
3
4
KR
0-1 Kristján Flóki Finnbogason '19
0-2 Jóhannes Kristinn Bjarnason '30
Benedikt Daríus Garðarsson '37 1-2
1-3 Aron Þórður Albertsson '44
Pétur Bjarnason '55 2-3
Benedikt Daríus Garðarsson '75 3-3
Orri Sveinn Stefánsson '82 , sjálfsmark 3-4
18.05.2023  -  19:45
Würth völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Mjög blautt
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 487
Maður leiksins: Theodór Elmar Bjarnason
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
Ragnar Bragi Sveinsson
4. Arnór Gauti Jónsson ('89)
5. Orri Sveinn Stefánsson
9. Pétur Bjarnason
10. Benedikt Daríus Garðarsson
15. Axel Máni Guðbjörnsson
16. Emil Ásmundsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('54)
27. Arnór Breki Ásþórsson
77. Óskar Borgþórsson

Varamenn:
12. Jón Ívan Rivine (m)
4. Stefán Gísli Stefánsson
6. Frosti Brynjólfsson ('89)
20. Stefán Logi Sigurjónsson
21. Valgeir Árni Svansson
22. Ómar Björn Stefánsson ('54)
25. Þóroddur Víkingsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Arnór Breki Ásþórsson ('87)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Tvö ólögleg mörk urðu Fylkismönnum að falli
Hvað réði úrslitum?
Dómaraákvarðanir. Jóhann Ingi þurfti að taka nokkrar stórar ákvarðanir í dag. Fylkismenn áttu að fá brot að mínu mati í fjórða markinu þar sem Jóhannes hrindir Arnóri Gauta útaf vellinum og uppskerar svo mark. Síðan í þriðja marki KR voru Fylkismenn 10 á móti 11 þegar dómarinn hleypti bara ekki Orra inn á en hann var einmitt búinn að hleypa Jakobi Franz, leikmanni KR, inn á skömmu áður. Síðan var Atli fyrir innan fannst mér þegar Sigurður skallar hann í gegn í aðdragandanum. Mjög furðurlegur leikur og skrítnar ákvarðanir í kvöld hjá Jóhanni.
Bestu leikmenn
1. Theodór Elmar Bjarnason
Átti frábæran leik í alla staði. Var að skapa mikið af færum í upphafi leiks og vann sína vinnu mjög vel. Með hreinum ólíkindum að KR var ekki 3-0 yfir eftir 20 mínútur en þá var hann allt í öllu í sóknarleik KR. Mér finnst hann vera maður leiksins því hann var bara einfaldlega bestur og steig ekki feilspor.
2. Jóhannes Kristinn Bjarnason
Spilaði allan leikinn í hægri vængbakverði og stóð sig frábærlega. Hann var mjög líflegur í seinni hálfeik og skapaði nokkur færi fyrir KR-ingana. Hann á eiginlega þrjú mörk í leiknum. Hann skoraði eitt, lagði upp eitt og senti svo að lokum boltann inn í teiginn þegar Orri, varnarmaður Fylkis, skoraði sjálfsmark. Einn besti leikur hans á tímabilinu.
Atvikið
Aðdragandinn í fjórða markinu. Arnór Gauti var í engu veseni með boltann áður en Jóhannes hrindir honum útaf, nær boltanum og dúndrar honum fyrir og KR skoruðu sigurmarkið. Þetta mark átti bara ekki að standa þar sem það var klár bakhrinding á Arnór Gauta í aðdraganda marksins. Úrslitin réðust á þessu marki líka sem er dýrt fyrir Fylki.
Hvað þýða úrslitin?
KR verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit í bikarnum. Fylkismenn detta þá úr leik í kvöld.
Vondur dagur
Jóhann Ingi Jónsson. Ég bara skil ekki afhverju hann hleypti ekki Orra inn á völlinn þegar hann hleypti samt Jakobi inn á völlinn. Það leið líka langur tíma á milli marksins og þegar Orri bað um að komast inn á. Síðan átti hann líka auðvitað að dæma brot á Jóhannes þegar hann hrinnti Arnóri Gauta, varnarmanni Fylkis, í aðdraganda sigurmarksins.
Dómarinn - 2
Já... bara einfaldlega slæmur dagur á skrifstofunni hjá Jóhanni. Tvö risa atvik sem hann réð illa við og kostaði Fylkismönnum tveimur mörkum.
Byrjunarlið:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Olav Öby
10. Kristján Flóki Finnbogason ('33)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson (f)
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
23. Atli Sigurjónsson ('62)
29. Aron Þórður Albertsson

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
9. Benoný Breki Andrésson
15. Lúkas Magni Magnason
17. Luke Rae ('62)
30. Rúrik Gunnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('33)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Hrafn Tómasson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Finnur Tómas Pálmason ('23)

Rauð spjöld: