Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Víkingur R.
2
1
Grótta
Helgi Guðjónsson '12 1-0
1-1 Arnar Þór Helgason '19
Logi Tómasson '54 2-1
18.05.2023  -  17:00
Víkingsvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Gola, rigning af og til og blautt teppi. Gerist ekki betra
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 513
Maður leiksins: Logi Tómasson
Byrjunarlið:
Þórður Ingason
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('71)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson ('71)
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
9. Helgi Guðjónsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
15. Arnór Borg Guðjohnsen
19. Danijel Dejan Djuric ('71)
24. Davíð Örn Atlason ('80)

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
10. Pablo Punyed ('71)
17. Ari Sigurpálsson ('80)
18. Birnir Snær Ingason ('71)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('71)
23. Nikolaj Hansen
26. Sölvi Stefánsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Bikarmeistararnir halda vegferð sinni áfram
Hvað réði úrslitum?
Listin að kunna að klára leiki jafnvel þú eigir ekki þinn besta dag. Víkingar kunna á þessa keppni og virðast hafa lært þá list að loka leikjum sama hvað tautar og raular. Gestirnir úr Gróttu létu þá sannarlega hafa fyrir því en vaninn að vinna leiki getur verið ansi sterkur.
Bestu leikmenn
1. Logi Tómasson
Lék á miðjunni framan af leik en færði sig í bakvörðinn er vel var liðið á síðari hálfleik. Stóð fyrir sínu eins og vanalega og uppskar gott marki.
2. Patrik Orri Pétursson
Var að valda Sveini Gísla miklum vandræðum í vörninni og hefði á öðrum degi eflaust getað gert sér meiri mat úr því. Var heilt yfir fínn í dag.
Atvikið
Jöfnunarmark Gróttu sem ég skrifaði á Arnar Þór en reyndist vera sjálfsmark Sveins Gísla. Grótta tók svolítið yfir leikinn á þeim tímapunkti og maður velti því fyrir sér hvort örlög Víkinga yrðu svipuð og örlög Vals fyrr um daginn,
Hvað þýða úrslitin?
Bikarinn er ekki flókinn. Sigurliðið áfram en tapliðið ekki. Svo einfalt er það
Vondur dagur
Hvað skal segja liðin buðu upp á hörkuleik. Ef ég ætti að taka einn út fyrir sviga þá lenti Sveinn Gísli í talsverðu basli á köflum í vörn Víkinga. Gestirnir náðu á köflum að einangra hann ansi vel í árásum sínum og vinna vel á hann. Þess utan setti hann boltann í eigið net sem mönnum finnst alltaf ömurlegt jafnvel þó hann hafi nákvæmlega ekkert getað gert í því.
Dómarinn - 8
Erlendur að vanda með sitt á hreinu. Voru allir hans dómar réttir og upp á 10? Alveg örugglega ekki en hann trúði á hvern og einn einasta og það dugir mér.
Byrjunarlið:
1. Rafal Stefán Daníelsson (m)
2. Arnar Þór Helgason
3. Arnar Númi Gíslason
4. Arnar Daníel Aðalsteinsson
5. Patrik Orri Pétursson
8. Tómas Johannessen ('61)
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('61)
14. Arnþór Páll Hafsteinsson ('61)
22. Tareq Shihab
28. Aron Bjarki Jósepsson
29. Grímur Ingi Jakobsson ('61)

Varamenn:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
6. Ólafur Karel Eiríksson ('61)
19. Kristófer Melsted
21. Hilmar Andrew McShane ('61)
25. Valtýr Már Michaelsson
77. Pétur Theódór Árnason ('61)

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Arnar Þór Axelsson
Ástráður Leó Birgisson
Dominic Ankers
Paul Benjamin Westren
Ívan Óli Santos
Gareth Thomas Owen
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir

Gul spjöld:
Arnar Þór Helgason ('17)
Patrik Orri Pétursson ('77)

Rauð spjöld: