Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
HK
1
2
Víkingur R.
0-1 Viktor Örlygur Andrason '29
0-2 Nikolaj Hansen '74
Karl Friðleifur Gunnarsson '75
Eyþór Aron Wöhler '86 1-2
21.05.2023  -  19:15
Kórinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Leikið er innandyra
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Eyþór Aron Wöhler
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Ahmad Faqa
6. Birkir Valur Jónsson (f) ('75)
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason
11. Marciano Aziz ('85)
14. Brynjar Snær Pálsson
21. Ívar Örn Jónsson ('43)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson ('43) ('46)
16. Eiður Atli Rúnarsson ('75)
19. Birnir Breki Burknason ('46)
20. Ísak Aron Ómarsson
23. Hassan Jalloh ('85)
29. Karl Ágúst Karlsson

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Kári Jónasson

Gul spjöld:
Eyþór Aron Wöhler ('71)
Eiður Atli Rúnarsson ('82)
Brynjar Snær Pálsson ('90)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Víkingar leika eftir magnað afrek Blika frá því í fyrra
Hvað réði úrslitum?
Ef það er eitthvað sem Víkingar kunna þessa dagana, þá er það að vinna fótboltaleiki. Það er ekki auðveld áskorun að fara inn í Kórinn - það er öðruvísi - en Víkingarnir stóðust þá áskorun. Þeir voru frábærir í fyrri hálfleik og áttu að skora mun fleiri mörk. Þetta varð smá hark í seinni hálfleik en það er óhætt að segja að sigurinn hafi verið sanngjarn.
Bestu leikmenn
1. Pablo Punyed (Víkingur R.)
Frábær á miðsvæðinu, gæðastjórinn þar. Með frábærar sendingar og lagði upp seinna markið fyrir Nikolaj. Hann er svo mikill sigurvegari og drífur liðið áfram.
2. Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Var mjög svo góður í markinu hjá HK og hélt þeim inn í leiknum í fyrri hálfleiknum. Mjög góður leikur hjá Arnari og ekkert við hann að sakast.
Atvikið
Mér fannst það rauða spjaldið á Karl Friðleif - sem var réttur dómur - og mark HK sem kom í kjölfarið. Nýliðarnir pressuðu vel á toppliðið en Víkingar sýndu styrk sinn í því að sigla sigrinum heim.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingar eru búnir að vinna fyrstu átta leikina og þannig leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra. Blikar unnu fyrstu átta leiki sína og töpuðu fyrstu stigunum í níundu umferð. Verða Víkingar Íslandsmeistarar líka og Blikar urðu þá?
Vondur dagur
Karl Friðleifur Gunnarsson fékk rautt spjald fyrir ansi vonda tæklingu en ég ætla aðallega að skrá þetta á Ívar Orra Gissurason sem kom inn á og spilaði um það bil þrjár mínútur. Hann meiddist og þurfti að fara af velli í hálfleik. Vonandi eru meiðslin ekki alvarleg en ég trúi því að það hafi verið mjög erfitt að koma inn á í svona stuttan tíma.
Dómarinn - 5
Sko... Mér fannst Logi Tómasson frekar heppinn að fá ekki rautt spjald snemma í seinni hálfleik þegar hann braut tvisvar af sér í sömu sókn. Það gerist ekki oft að menn fá þannig rauð spjöld en þarna hefði það verið verðskuldað að mínu mati. HK-ingar voru ósáttir við markið sem Nikolaj Hansen skoraði og aðrar hornspyrnur en það hefði held ég verið mjög mjúkt að dæma brot á því tilviki - rétt að dæma ekki. Rauða spjaldið á Karl Friðleif var hárrétt - gróf tækling - en Elías átti að mínu mati þá að vera búinn að stoppa leikinn og dæma brot á HK sem kom stuttu áður. HK vildi fá vítaspyrnu undir lokin þegar Örvar féll í teignum en ég held að það hafi verið rétt að dæma ekki á það. Nokkrar stórar ákvarðanir í þessum leik og Elías var með nokkrar réttar en klikkaði líka. Hefði getað verið með meiri stjórn á leiknum á köflum í seinni hálfleik þegar mikill hiti skapaðist. Þetta var erfiður leikur að dæma.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason (f) ('35)
10. Pablo Punyed
18. Birnir Snær Ingason ('78)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
27. Matthías Vilhjálmsson

Varamenn:
9. Helgi Guðjónsson
12. Halldór Smári Sigurðsson ('78)
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('35) ('78)
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
24. Davíð Örn Atlason ('78)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Logi Tómasson ('51)
Oliver Ekroth ('65)

Rauð spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('75)