Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
1
2
KR
0-1 Atli Sigurjónsson '10
0-2 Theodór Elmar Bjarnason '31
Brynjar Gauti Guðjónsson '86 1-2
22.05.2023  -  19:15
Framvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Gervigrasið gott. Skýjað. Lítill vindur.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Theodór Elmar Bjarnason
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Aron Jóhannsson ('61)
9. Þórir Guðjónsson
10. Fred Saraiva
17. Adam Örn Arnarson ('45)
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
69. Brynjar Gauti Guðjónsson
77. Guðmundur Magnússon ('61)

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
4. Orri Sigurjónsson
11. Magnús Þórðarson ('61)
14. Hlynur Atli Magnússon ('61)
15. Breki Baldursson
22. Óskar Jónsson ('45)
27. Sigfús Árni Guðmundsson

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Ingi Rafn Róbertsson

Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('28)
Tiago Fernandes ('70)

Rauð spjöld:
@mattimatt Matthías Freyr Matthíasson
Skýrslan: Loksins vann KR
Hvað réði úrslitum?
Stjórnun KR á leiknum meira og minna allan leikinn gerði það að verkum að þeir höfðu yfirhöndina og komu sér í tveggja marka forystu. Fram skapaði sér lítið og voru einhvern veginn máttlausir fram á við, þangað til á síðustu tíu mínútum leiksins þegar þeir minnka muninn að þá er eins og það kvikni á þeim. Það er einungis heppni KR og eða léleg nýting á færum sem gerir það að verkum að Fram jafnar ekki leikinn. En þeir hefðu svo sem ekki átt það skilið ef allar 90 mínúturnar eru taldar.
Bestu leikmenn
1. Theodór Elmar Bjarnason
Valið stóð á milli hans og Atla Sigurjóns en þar sem Atli fór af velli vegna veikinda að þá á Theodór Elmar þetta skuldlaust. Hann skoraði mark í dag og var ógnandi með Atla og Sigurði Bjarti fram á við.
2. Ólafur Íshólm Ólafsson
Kannski skrítið að velja mann næstbestan sem fær á sig tvö mörk í tapliði. En hann gerði það einfaldlega að verkum að tapið var ekki stærra.
Atvikið
Erfitt að velja eitthvað atvik. Setjum það bara á innanverða stangarskotið sem Óskar Jónsson átti að marki KR á 90 mínútu leiksins. Hefði það skot farið inn, hefði leikurinn endað 2 - 2.
Hvað þýða úrslitin?
KR lyftir sér úr fallsætum og nær í sinn fyrsta deildarsigur í fimm leikjum. Sitja nú í 10 sæti deildarinnar. Enn nær Fram ekki að halda hreinu og tapa öðrum leiknum í röð. Sitja í 7. sæti deildarinnar
Vondur dagur
Ég ætla að setja þetta á sóknarlínu Fram. Gummi Magg og Þórir Guðjóns sáust varla í leiknum og Gummi var tekinn út af á rúmlega 60. mínútu.
Dómarinn - 8,5
Vel dæmdur leikur hjá Helga Mikael í dag. Ekkert út á hann að setja.
Byrjunarlið:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Olav Öby
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson (f)
16. Theodór Elmar Bjarnason
19. Kristinn Jónsson ('75)
23. Atli Sigurjónsson ('45)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('67)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('67)
11. Benoný Breki Andrésson
15. Lúkas Magni Magnason
17. Luke Rae ('45)
29. Aron Þórður Albertsson ('75)
30. Rúrik Gunnarsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Theodór Elmar Bjarnason ('68)
Olav Öby ('69)

Rauð spjöld: