Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
Fylkir
3
3
KR
Þórður Gunnar Hafþórsson '8 1-0
1-1 Jóhannes Kristinn Bjarnason '12
1-2 Theodór Elmar Bjarnason '19
Nikulás Val Gunnarsson '45 2-2
Benedikt Daríus Garðarsson '64 3-2
3-3 Theodór Elmar Bjarnason '71
01.06.2023  -  19:15
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Flottar, léttskýjað og 3 m/s
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 1.240
Maður leiksins: Theodór Elmar Bjarnason - KR
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson ('62)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Pétur Bjarnason
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
16. Emil Ásmundsson ('7)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
77. Óskar Borgþórsson

Varamenn:
12. Jón Ívan Rivine (m)
6. Frosti Brynjólfsson
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('7)
13. Stefán Gísli Stefánsson
14. Theodór Ingi Óskarsson
15. Axel Máni Guðbjörnsson ('62)
22. Ómar Björn Stefánsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Arnór Breki Ásþórsson ('86)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Skýrslan: Er frekja að biðja um að þessi lið mætist í hverri viku?
Hvað réði úrslitum?
Ofboðslega kaflaskiptur leikur en þegar allt er talið saman er jafntefli sanngjörn niðurstaða. Liðin skiptust á að ráða ferðinni. Annað markaregn þessara liða á stuttum kafla en KR vann 4-3 þegar þessi lið mættust í liðnum mánuði. Er frekja að biðja um að þessi lið mætist í hverri viku?
Bestu leikmenn
1. Theodór Elmar Bjarnason - KR
Tvö mörk frá Elmari sem kom líka að markinu sem Jói Bjarna skoraði. Var allt í öllu hjá KR.
2. Þórður Gunnar Hafþórsson - Fylkir
Ógnaði stöðugt með hraða sínum og leikni, eins og Gaupi myndi orða það.
Atvikið
Jöfnunarmark KR í 3-3 var nokkuð kostulegt. Hreinsun varnarmanns Fylkis, boltinn í andlit Elmars og inn. Fylkismenn í stúkunni kölluðu eftir hendi en Elmar fullyrðir að þetta hafi verið andlitið. Við trúum honum.
Hvað þýða úrslitin?
Liðin eru hlið við hlið í 7. og 8. sæti og bæði með ellefu stig. Þau eiga það sameiginlegt að vera að rétta úr kútnum og byrjuð að safna stigum eftir mjög erfiða byrjun á mótinu.
Vondur dagur
Þetta var skemmtilegur fótboltaleikur sem bauð upp á ansi mörg einstaklingsmistök. Báðum liðum fannst mörkin sem þau fengu á sig ansi ódýr. Erfitt að taka einhvern einn út, mistökin komu úr öllum áttum.
Dómarinn - 7
Í svona skemmtilegum leik nenni ég ekki að kryfja dómgæsluna of mikið. En þess má geta að tveir dómarar dæmdu leikinn, Einar Ingi fór meiddur af velli og varadómarinn Twana Khalid Ahmed flautaði síðustu 20 mínúturnar. Fyrsti leikur hans í efstu deild karla og vonandi sjáum við meira af honum á því sviði.
Byrjunarlið:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason ('46)
8. Olav Öby
10. Kristján Flóki Finnbogason ('68)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason ('84)
23. Atli Sigurjónsson ('68)
29. Aron Þórður Albertsson ('57)

Varamenn:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson ('46)
17. Luke Rae ('68)
19. Kristinn Jónsson ('57)
20. Benoný Breki Andrésson ('84)
30. Hrafn Tómasson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('68)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('52)
Ægir Jarl Jónasson ('81)

Rauð spjöld: