Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fram
1
6
Grótta
0-1 Hannah Abraham '1
0-2 Ariela Lewis '13
0-3 Ariela Lewis '32
0-4 Birgitta Hallgrímsdóttir '60
0-5 Ariela Lewis '62
Ylfa Margrét Ólafsdóttir '75 1-5
1-6 María Lovísa Jónasdóttir '85
01.06.2023  -  19:15
Framvöllur
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Logn og frekar hlýtt. Ljómandi fótboltaveður
Dómari: Bjarni Víðir Pálmason
Maður leiksins: Ariela Lewis
Byrjunarlið:
33. Þóra Rún Óladóttir (m)
2. Erika Rún Heiðarsdóttir (f)
3. Emilía Ingvadóttir ('45)
9. Alexa Kirton
15. Jóhanna Melkorka Þórsdóttir
22. Ólína Sif Hilmarsdóttir
23. Katrín Ásta Eyþórsdóttir ('45)
25. Thelma Lind Steinarsdóttir ('65)
26. Sylvía Birgisdóttir
29. Írena Björk Gestsdóttir ('83)
30. Eva Karen Sigurdórsdóttir ('65)

Varamenn:
6. Kristín Gyða Davíðsdóttir ('83)
8. Karítas María Arnardóttir ('45)
11. Fanney Birna Bergsveinsdóttir
18. Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir ('45)
19. Ylfa Margrét Ólafsdóttir ('65)
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('65)

Liðsstjórn:
Óskar Smári Haraldsson (Þ)
Aníta Lísa Svansdóttir (Þ)
Hermann Valsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gunnlaugur Fannar Jónsson
Svava Björk Hölludóttir
Guðmundur Magnússon
Thelma Björk Theodórsdóttir

Gul spjöld:
Katrín Ásta Eyþórsdóttir ('5)
Írena Björk Gestsdóttir ('45)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Elíza Gígja Ómarsdóttir
Skýrslan: Grótta fór illa með Fram í dalnum
Hvað réði úrslitum?
Grótta mætti í leikinn og Framarar ekki, flóknara er það eiginlega ekki. Grótta skorar mark eftir 20 sekúndur og það setti tóninn. Þær voru ofan á í flest öllu í dag, voru grimmari, unnu lausu boltana, voru að keyra á vörnina hjá Fram og nýttu færin sín vel.
Bestu leikmenn
1. Ariela Lewis
Það að segja að Ariela hafi átt frábæran leik er understatement. Hún skoraði þrennu, átti stoðsendingu og var heilt yfir bara gríðarlega góð í dag. Var alltaf að ógna þegar hún fékk boltann og reyna að finna leiðir fram völlinn. Fyrstu mörkin frá henni í sumar og ég geri ekki ráð fyrir neinu öðru en að hún gefi í núna.
2. Hannah Abraham
Sama á við um hana og Arielu. Hún var mikil ógn, alltaf að taka manninn sinn á og oftar en ekki tókst það. Hún skoraði svo auðvitað fyrsta markið. Ég hefði líka geta valið Tinnu og Arnfríði en þær fóru út af eftir tæplega klukkutímaleik þannig Hannah fær þetta. Ótrúlegt að fylgjast með Arnfríði í dag. 15 ára og hún var að láta varnarmenn Fram líta illa út trekk í trekk. Klárlega 'one to watch' í sumar.
Atvikið
Fyrsta mark Gróttu sem kom eftir aðeins 20 sekúndna leik. Framarar voru einhvers staðar allt annar staðar en í Úlfarsárdalnum þegar þessi leikur var flautaður á og Gróttukonur nýttu sér það heldur betur. Framarar virtust alveg slegnar út af laginu og náðu sér engan vegin á strik.
Hvað þýða úrslitin?
Grótta fer tímabundið á topp Lengjudeildarinnar með 12 stig, jafn mikið og Víkingar sem eiga leik inni. Fram sitja ennþá í 9. sæti með 1 stig. Þetta er fyrsti leikurinn í umferðinni þannig að þetta gæti auðvitað allt breyst á næstu dögum.
Vondur dagur
Úff, Framliðið í heild sinni var bara gríðarlega slakt í dag. Öll vörnin var í miklu basli í dag og þá sérstaklega bakverðirnir. Katrín og Írena voru í alls konar vandræðum með Arnfríði og Hannah og þrátt fyrir skiptingar og breytingar hjá Frömurum á bakvörðum að þá gekk eiginlega bara ekki neitt.
Dómarinn - 8
Ég tók ekki mikið eftir Bjarna í dag og ég tek því sem jákvæðum hlut. Hann notaði spjöldin þegar hann átti að nota spjöldin og leyfði leiknum að fljóta. Það var stuttur kafli í seinni hálfleik þegar Framarar voru eitthvað að pirra sig yfir honum en fyrir utan það var kvart í lágmarki.
Byrjunarlið:
1. Cornelia Baldi Sundelius (m)
2. Kolfinna Ólafsdóttir ('70)
4. Hallgerður Kristjánsdóttir
5. Rakel Lóa Brynjarsdóttir
8. Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('56)
9. Tinna Jónsdóttir ('56)
22. Hannah Abraham
23. Ariela Lewis ('70)
24. Lovísa Davíðsdóttir Scheving (f)
25. Lilja Lív Margrétardóttir
39. Lilja Davíðsdóttir Scheving ('70)

Varamenn:
3. Margrét Rán Rúnarsdóttir
6. Telma Sif Búadóttir ('70)
10. Margrét Lea Gísladóttir ('70)
16. Elín Helga Guðmundsdóttir
17. Patricia Dúa Thompson ('70)
26. Birgitta Hallgrímsdóttir ('56)
29. María Lovísa Jónasdóttir ('56)

Liðsstjórn:
Pétur Rögnvaldsson (Þ)
Erla Ásgeirsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Gabríel Hrannar Eyjólfsson
Gareth Thomas Owen
Dominic Ankers

Gul spjöld:
Lovísa Davíðsdóttir Scheving ('64)

Rauð spjöld: