Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
ÍA
1
2
Fjölnir
0-1 Hans Viktor Guðmundsson '10
0-2 Guðmundur Karl Guðmundsson '82
Viktor Jónsson '90 1-2
01.06.2023  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Mikil þoka
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Sigurjón Daði Harðarson
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson ('86)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson ('77)
5. Arnleifur Hjörleifsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson ('77)
13. Daniel Ingi Jóhannesson ('86)
20. Indriði Áki Þorláksson
28. Pontus Lindgren
88. Arnór Smárason (f)

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
2. Hákon Ingi Einarsson
7. Ármann Ingi Finnbogason ('77)
14. Breki Þór Hermannsson ('86)
18. Haukur Andri Haraldsson
22. Árni Salvar Heimisson ('86)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('77)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Mario Majic

Gul spjöld:
Pontus Lindgren ('86)
Arnleifur Hjörleifsson ('92)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Fjölnismenn með iðnaðarsigur á skaganum
Hvað réði úrslitum?
Færanýting Skagamanna í seinni hálfleik. Fjölnir sáu ekki til sólar í allan seinni hálfleik þar sem Skagamenn voru syndandi í færum og Sigurjón var að verja eins og óður maður í marki Fjölnis. Ég man ekki eftir að Fjölnismenn komust mikið yfir miðju áður en þeir skora mark númer 2.
Bestu leikmenn
1. Sigurjón Daði Harðarson
Magnaður í dag. Ef það hefði ekki verið fyrir honum hefðu Fjölnismenn farið með núll stig í Grafarvoginn, það er alveg klárt. Átti einhverja markvörslu tímabilsins í stöðunni 1-0 í seinni hálfleik og var óhepinn að ná ekki að halda hreinu.
2. Hans Viktor Guðmundsson
Skorar fyrsta markið og vann sína vinnu betur en flestir í dag. Þegar Gísli Laxdal og Steinar voru að skapa færi og koma með fyrirgjafir á Viktor var Hans alltaf mættur í baráttuna og vann hana oftast. Hans er stærsta ástæðan afhverju Viktor til dæmis átti erfitt í dag.
Atvikið
Markvarsla Sigurjóns á 70. mínútu í stöðunni 1-0. Líklegast bara markvarsla tímabilsins. Einnig hefði mark hjá Skaganum á þessum tímapunkti í leiknum gert það að verkum að þeir hefðu unnið leikinn að mínu mati.
Hvað þýða úrslitin?
Fjölnir fer á toppinn á markatölu en þeir eru með jafn mörg stig og Afturelding. Skagamenn sitja hinsvegar eftir í sjöunda sæti og eru að fjarlægast topp pakkann.
Vondur dagur
Jón Þór Hauksson. Það hlýtur að vera komin alvöru pressa á Jón eftir úrslitin í dag. Einn sigur í fimm leikjum. Maður hefði líka getað valið bara sóknarleik Skagans en Jón Þór fær þetta þar sem leikurinn tapast hjá ÍA og síðan ákvað hann ekki að koma í viðtal til mín!
Dómarinn - 8
Drullu góður í dag. Skýr lína og hafði mikla stjórn á leiknum. Eina sem er kannksi hægt að sitja út á hann er þessi vítaspyrnudómur. En þar sem það kom ekki að sök þá fær hann verðskuldaða áttu frá mér í dag.
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
6. Sigurvin Reynisson ('77)
8. Óliver Dagur Thorlacius
9. Máni Austmann Hilmarsson ('77)
10. Axel Freyr Harðarson
11. Dofri Snorrason ('28)
23. Hákon Ingi Jónsson ('64)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
2. Samúel Már Kristinsson
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('28)
16. Orri Þórhallsson ('64)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('77)
20. Bjarni Þór Hafstein ('77)
37. Árni Steinn Sigursteinsson

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Guðmundur Þór Júlíusson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Anna María Baldursdóttir

Gul spjöld:
Guðmundur Karl Guðmundsson ('68)
Daníel Ingvar Ingvarsson ('68)
Axel Freyr Harðarson ('73)

Rauð spjöld: