Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Fram
4
1
Keflavík
Fred Saraiva '45 1-0
Aron Jóhannsson '57 2-0
2-1 Stefan Ljubicic '70 , víti
Delphin Tshiembe '83 3-1
Fred Saraiva '90 4-1
02.06.2023  -  19:15
Framvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 12 stiga hiti, skýjað og logn
Dómari: Guðgeir Einarsson
Áhorfendur: 632
Maður leiksins: Fred (Fram)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
6. Tryggvi Snær Geirsson ('77)
7. Aron Jóhannsson ('91)
9. Þórir Guðjónsson ('77)
10. Fred Saraiva
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
17. Adam Örn Arnarson ('85)
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes ('91)
69. Brynjar Gauti Guðjónsson

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
4. Orri Sigurjónsson ('91)
7. Guðmundur Magnússon ('77)
11. Magnús Þórðarson ('77)
15. Breki Baldursson ('91)
22. Óskar Jónsson ('85)
26. Aron Kári Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Ingi Rafn Róbertsson

Gul spjöld:
Tryggvi Snær Geirsson ('39)
Brynjar Gauti Guðjónsson ('51)
Jón Sveinsson ('69)

Rauð spjöld:
@haflidib Hafliði Breiðfjörð
Skýrslan: Galdrakallinn og töframaðurinn gerðu út um Keflavík
Hvað réði úrslitum?
Leikurinn var eins og dauðinn á skriðbeltunum alveg út venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik en þá ákvað Fred upp á eigin spítur að taka leikinn yfir. Fyrst með geggjuðu marki í lok hálfleiksins og í seinni hálfleik bauð hann upp á sýningu. Keflavíkurliðið mátti sín lítils í seinni hálfleik enda í raun bara eitt lið á vellinum. Framarar buðu hinsvegar upp á mikla skemmtun.
Bestu leikmenn
1. Fred (Fram)
Fred var alveg frábær í þessum leik. Duglegur að finna boltann og teikna hannn á samherja sína. Skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Toppframistaða hjá þessum einstaka leikmanni.
2. Tiago (Fram)
Samvinna Fred og Tiago í þessum leik var eitthvað annað, einstakt að fá að horfa upp á þá í þessu stuði. Fred vildi kalla Tiago töframann þegar ég ræddi við hann eftir leik og þegar ég spurði hvort það hafi þá verið tveir töframenn á vellinum að honum sjálfum meðtöldum vildi hann meina að það hafi verið einn galdrakall, og einn töframaður.
Atvikið
Markið sem Fred skoraði með frábæru skoti upp í samskeytin í lok fyrri hálfleiks var það sem kveikti í þessum leik og gerði hægan leik á engu tempói að sambaveislu Framara í síðari hálfleik.
Hvað þýða úrslitin?
Keflavík er í slæmum málum á botni deildarinnar með aðeins sex stig. Það sýnir kannski hvað er stutt á milli í þessu því þeir hefðu geta komist upp fyrir Fram með sigri en tapið þýðir að Fram hoppar upp í 7. sætið með 11 stig og bara tveimur stigum frá efri hlutanum.
Vondur dagur
Mér fannst Gunnlaugur Fannar stundum í vandræðum í vörninni og alveg spurning hvort hann hafi ekki átt að fá sitt annað gula spjald fyrir að brjóta á Tryggva Snæ rétt áður en Keflavík brunaði í sókn og fékk vítaspyrnu.
Dómarinn - 6
Guðgeir er að stíga sín fyrstu skref í efstu deild og fékk þarna góðan leik til að byrja. Heilt yfir fannst mér hann koma vel út úr þessu. Það er spurning með vítaspyrnudóminn sem Keflavík fékk með sér, mér fannst þetta réttur dómur þaðan sem ég sat en Jón Sveinsson þjálfari Fram var enn ákveðinn í því eftir leik að þetta hafi ekki verið rétt. Að sama skapi spurning með Gunnlaug Fannar rétt fyrir vítið. Kemur þó ekkert að sök, Fram vann leikinn.
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
6. Sindri Snær Magnússon
11. Stefan Ljubicic ('81)
16. Sindri Þór Guðmundsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Ernir Bjarnason ('58)
22. Ásgeir Páll Magnússon ('86)
25. Frans Elvarsson
50. Oleksii Kovtun
86. Marley Blair ('58)
89. Jordan Smylie ('58)

Varamenn:
24. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson ('58)
7. Viktor Andri Hafþórsson ('81)
9. Daníel Gylfason ('86)
14. Guðjón Pétur Stefánsson
19. Edon Osmani ('58)
38. Jóhann Þór Arnarsson ('58)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Veigur Sveinsson
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('50)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('52)
Oleksii Kovtun ('61)
Stefan Ljubicic ('80)

Rauð spjöld: