Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Breiðablik
3
1
FH
0-1 Úlfur Ágúst Björnsson '11
Klæmint Olsen '69 1-1
Davíð Ingvarsson '90 2-1
Eggert Gunnþór Jónsson '90
Klæmint Olsen '90 3-1
05.06.2023  -  20:00
Kópavogsvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: 8 gráður, 4 m/s og smá rigning
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Gísli og Klæmint komu öflugir af bekknum
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('46)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('32)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('46)
18. Davíð Ingvarsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson ('90)
28. Oliver Stefánsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('32)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
11. Gísli Eyjólfsson ('46)
20. Klæmint Olsen ('46)
21. Viktor Örn Margeirsson ('90)
30. Andri Rafn Yeoman

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Gísli Eyjólfsson ('50)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Skýrslan: Þeir elska uppbótartímann
Hvað réði úrslitum?
Blikar fundu ekki nægilega mikinn takt í fyrri hálfleik, vinnusamir FH-ingar gerðu vel. Þjálfarateymi heimamanna setti inn menn af bekknum og færðu menn til með góðum árangri. Flott frammistaða hjá grænum í seinni hálfleik og þeir náðu verðskuldað að jafna. Í uppbótartímanum komu svo tvö mörk, aftur er uppbótartíminn að gefa vel í Kópavoginum.
Bestu leikmenn
1. Gísli og Klæmint komu öflugir af bekknum
Tvöföld skipting í hálfleik. Gísli Eyjólfsson geislar af sjálfstrausti og bjó til vesen fyrir FH-inga, beinskeyttur og með drifkraft. Klæmint Olsen skoraði tvö mörk. Þeir breyttu þessum leik. Ágúst Hlynsson á líka skilið hrós fyrir að stíga verulega upp í seinni hálfleik, gekk betur eftir að hann var færður hægra megin.
2. FH gerði Breiðabliki erfitt fyrir
Greinilegt er að Heimir hefur náð að fá FH-inga til að leggja sig 100% fram í öllum leikjum og liðið lék stóran hluta mjög vel sem ein heild. Ástbjörn Þórðarson heldur áfram að vera gríðarlega öflugur og Kjartan Kári átti hættulegar fyrirgjafir.
Atvikið
Þriðja mark Blika, síðasta mark leiksins. Gísli Eyjólfsson gjörsamlega lék sér að andstæðingum sínum, tók frábæra syrpu og renndi boltanum á Klæmint sem þakkaði fyrir sig. Alvöru tilþrif hjá Gísla.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik verður í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit Mjólkurbikarsins á morgun. Það er möguleiki á úrslitaleik milli Breiðabliks og Víkings... draumur hins hlutlausa fótboltaáhugamanns. FH og Breiðablik mætast aftur á laugardaginn, þá í deildinni og þá á grasi á Kaplakrikavelli. Það verður áhugaverð rimma.
Vondur dagur
Vond uppskera FH-inga á gervigrasi heldur áfram. Fyrir utan sigra gegn liðum úr neðri deildum hefur FH ekki unnið andstæðinga úr efstu deild á gervigrasi síðan 2021. Staðreynd sem sumir stuðningsmenn FH eru þreyttir á að sé í umræðunni en það er bara ein leið að binda enda á þá umræðu.
Dómarinn - 7
Dómarinn var í aukahlutverki, eins og það á að vera.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
7. Kjartan Kári Halldórsson ('88)
8. Finnur Orri Margeirsson ('73)
11. Davíð Snær Jóhannsson
22. Ástbjörn Þórðarson
26. Dani Hatakka
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('66)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('73)
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson ('88)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson ('66)
19. Eetu Mömmö ('73)
25. Þorri Stefán Þorbjörnsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Guðmundur Jón Viggósson
Kjartan Henry Finnbogason
Bjarki Reyr Jóhannesson
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Ólafur Guðmundsson ('17)
Jóhann Ægir Arnarsson ('50)
Ástbjörn Þórðarson ('77)

Rauð spjöld:
Eggert Gunnþór Jónsson ('90)