Smith Rowe gæti yfirgefið Arsenal - Mörg lið á eftir Toney
FH
2
0
Selfoss
Valgerður Ósk Valsdóttir '25 1-0
Sara Montoro '81 2-0
06.06.2023  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Smá gola og grátt, en fínt fótboltaveður!
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Maður leiksins: Shaina Faiena Ashouri - FH
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
5. Arna Eiríksdóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('72)
10. Shaina Faiena Ashouri (f)
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('59)
14. Mackenzie Marie George
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('59)
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('59)
20. Heidi Samaja Giles
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('77)
33. Colleen Kennedy

Varamenn:
2. Birna Kristín Björnsdóttir ('59)
2. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('72)
3. Erla Sól Vigfúsdóttir ('77)
7. Berglind Þrastardóttir
18. Sara Montoro ('59)
21. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir
40. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('59)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Birta Hafþórsdóttir

Gul spjöld:
Colleen Kennedy ('75)

Rauð spjöld:
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Skýrslan: FH lyfti sér upp í 5. sætið
Hvað réði úrslitum?
FH mættu tilbúnari til leiks og spiluðu frábæran fyrri hálfleik þar sem pressuðu Selfyssinga ítrekað í vandræði. Eins og Guðni þjálfari sagði réttilega eftir leik þá sigruðu FH á grunnatriðum knattspyrnunnar í kvöld. Það var annað að sjá til Selfoss liðsins í seinni hálfleiknum en FH virtist líða nokkuð vel í stöðunni 1-0.
Bestu leikmenn
1. Shaina Faiena Ashouri - FH
Shaina var allt í öllu í uppspili FH og var líka vinnusöm til baka. Hildigunnur, Elísa og Esther spiluðu líka vel, voru beinskeyttar í sóknarleiknum og spiluðu vel í pressunni.
2. Colleen Kennedy - FH
Það er erfitt að taka einhvern út úr FH liðinu sem í heild spilaði vel í kvöld. Hægri vængur FH liðsins var öflugur, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Colleen átti mjög góðan leik og tók mikinn þátt í sóknarleiknum.
Atvikið
Á 80. mínútu leit út fyrir að Selfoss væri að jafna leikinn þegar Barbára fékk boltann á fjær fyrir opnu marki en missti af boltanum. Þarf að sjá aftur hvernig þetta gerðist. En mínútu síðar tvöfölduðu FH forystuna þegar Sara Montoro kom FH í 2-0. Það er stutt á milli í þessu!
Hvað þýða úrslitin?
FH lyftir sér upp í 5. sæti deildarinnar og eru komnar með 10 stig í pokann góða. Selfoss er áfram í bullandi vandræðum í botnsæti deildarinnar með 4 stig.
Vondur dagur
Sóknarleikur Selfoss var alls ekki nógu góður í kvöld. Það virkaði einhver óþolinmæði í leikmönnum í uppspilinu og oft tilvikjunarkenndar sendingar upp völlinn. Skánaði í seinni hállfeik og það virtist vera meiri ró yfir þessu og þær sköpuðu sér þrjú góð færi sem þær náðu þó ekki að nýta sér. Geri ráð fyrir að Barbára og Unnur séu svekktar að hafa ekki náð að setja mark í seinni hálfleiknum.
Dómarinn - 8
Vel dæmdur leikur hjá Ásmundi. Það fór lítið fyrir honum og þannig viljum við hafa það.
Byrjunarlið:
1. Idun Kristine Jorgensen (m)
3. Sif Atladóttir
7. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('87)
8. Katrín Ágústsdóttir ('87)
10. Barbára Sól Gísladóttir ('87)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f)
16. Katla María Þórðardóttir
18. Emelía Óskarsdóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir ('33)
21. Þóra Jónsdóttir ('72)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Varamenn:
13. Karen Rós Torfadóttir (m)
4. Íris Una Þórðardóttir ('87)
9. Embla Dís Gunnarsdóttir ('87)
12. Grace Leigh Sklopan ('72)
14. Jimena López Fuentes ('33)
25. Auður Helga Halldórsdóttir ('87)
77. Lilja Björk Unnarsdóttir

Liðsstjórn:
Björn Sigurbjörnsson (Þ)
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Erna Guðjónsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson
Gunnar Geir Gunnlaugsson
Kristín Rut Arnardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: