Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
FC Struga
0
1
Breiðablik
0-1 Höskuldur Gunnlaugsson '35
Vangjel Zguro '91
24.08.2023  -  15:00
Stadion Biljanini Izvori
Umspil Sambandsdeildarinnar
Aðstæður: Völlurinn þungur en það er BONGÓ
Dómari: Damian Sylwestrzak (Pólland)
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson
Byrjunarlið:
95. Vedran Kjosevski (m)
5. Mentor Mazrekaj
6. Medzit Neziri ('85)
9. Besart Ibraimi
10. Besmir Bojku
11. Bunjamin Shabani
16. Besart Krivanjeva
24. Edis Malikji ('46)
28. Hogan Ukpa
33. Vangjel Zguro
55. Sava Radic

Varamenn:
1. Kristijan Kitanovski (m)
12. Raif Mirseloski (m)
3. Hadis Tairi
7. Abdulhadi Yahya ('46)
8. Flamur Tairi
19. Ard Kasami
22. Ardi Idrizi
26. Hristijan Georgievski
27. Senad Jarovic ('85)
31. Jusuf Kaba
35. Anes Istrefi

Liðsstjórn:
Shpëtim Duro (Þ)

Gul spjöld:
Vangjel Zguro ('58)
Mentor Mazrekaj ('60)
Sava Radic ('81)

Rauð spjöld:
Vangjel Zguro ('91)
@AddiLauf Arnar Laufdal Arnarsson
Skýrslan: Blikar einu skrefi nær Sambandsdeildinni
Hvað réði úrslitum?
Bara gamla góða liðsframmistaðan, Blikar voru að spila á erfiðum velli í krefjandi aðstæðum og það sást. Struga voru flottir og mun betri en margir héldu en Blikar vörðust frábærlega og gáfu engin alvöru færi á sig, öll bestu færi Struga voru flögguð rangstæð. Þetta kallast að "grinda" út sigurleik
Bestu leikmenn
1. Höskuldur Gunnlaugsson
Skorar eina mark Blika í þessum leik, sólaði tvo og á skot í fjærhornið sem gaf Blikaliðinu svo mikið í leiknum, gaf þeim alvöru sjálfstraust, frábær í dag.
2. Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic
Sameiginlegt í dag, báðir geggjaðir og vörðu markið einstaklega vel, Struga herjuðu mikið á mark Blika í síðari hálfleik með vindinn í bakið og það var ekkert vesen fyrir þessa hafsenta. Oliver Sigurjóns fær líka mention frá mér
Atvikið
VAR er ekki vinsælt meðal knattspyrnuáhugamanna á Íslandi en það heldur betur bjargaði okkur í dag, Struga komust í 1-0 í fyrri hálfleik en markið var réttilega dæmt af vegni hendi inn á teig. Leikurinn var þá búinn að vera í jafnvægi og lítið að gerast en mark þarna hefði getað sett leikinn í uppnám, Blikar nýttu sér það og skoruðu frábært mark stuttu seinna. Alvöru einstaklingsframtak hjá Höskuldi Gunnlaugssyni.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar fara á Kópavogsvöll með 1-0 forustu og eru 90 mínútum frá því að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn á Kópavogsvelli verði, að ég held allt öðruvísi en það sem ég og aðrir landsmenn sáu í dag.
Vondur dagur
Vangjel Zguro ekkert eðlilega heimskur að láta reka sig út af þegar að 9 mínútur voru eftir af leiknum og Struga menn að reyna og reyna að sækja jöfnunarmarkið og setur liðsfélaga sína í enn erfiðari stöðu og verður auðvitað ekki með á Kópavogsvelli
Dómarinn - 9
Mér fannst pólski dómarinn Damian Sylwestrzak alveg frábær í dag, allt sem gerðist út á velli var hann með á hreinu og var ekki að láta menn plata sig í neina vitleysu.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
10. Kristinn Steindórsson ('69)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('66)
14. Jason Daði Svanþórsson
20. Klæmint Olsen
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
8. Viktor Karl Einarsson ('66)
16. Dagur Örn Fjeldsted
18. Eyþór Aron Wöhler
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('69)
23. Kristófer Ingi Kristinsson
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Oliver Stefánsson
30. Andri Rafn Yeoman

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('41)
Gísli Eyjólfsson ('52)
Höskuldur Gunnlaugsson ('68)
Damir Muminovic ('74)

Rauð spjöld: