Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
ÍBV
2
2
Fram
0-1 Tiago Fernandes '52
Sverrir Páll Hjaltested '80 1-1
Sverrir Páll Hjaltested '85 2-1
2-2 Þengill Orrason '91
23.09.2023  -  14:00
Hásteinsvöllur
Besta-deild karla - Neðri hluti
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Sverri Páll Hjaltested
Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
Jón Ingason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
9. Viggó Valgeirsson ('61)
10. Sverrir Páll Hjaltested
14. Arnar Breki Gunnarsson
16. Tómas Bent Magnússon
22. Oliver Heiðarsson ('10)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
26. Felix Örn Friðriksson
42. Elvis Bwomono
- Meðalaldur 11 ár

Varamenn:
21. Dagur Einarsson (m)
6. Jón Jökull Hjaltason
8. Bjarki Björn Gunnarsson
10. Kevin Bru ('61)
13. Dwayne Atkinson
17. Sigurður Grétar Benónýsson ('10) ('61)
19. Breki Ómarsson
24. Michael Jordan Nkololo ('61)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson

Gul spjöld:
Tómas Bent Magnússon ('91)

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýrslan: Barist til blóðs í fallbaráttunni
Hvað réði úrslitum?
ÍBV elskar gott 2-2 jafntefli og það varð raunin í dag. ÍBV var betra liðið á vellinum, um það verður ekki deilt, en liðið nýtti yfirburði sína ekki nægilega vel til að skilja Framara eftir. Mögulega skortur á trú og sjálfstrausti til að taka betri ákvarðanir með boltann hjá heimamönnum. Framarar komust yfir með marki sem kom gjörsamlega upp úr þurru og í kjölfarið má segja að ÍBV hafi unnið í skiptingalottóinu því varamenn þeirra náðu að gera meira en varamenn Fram. Fyrir fram voru jafntefli líklegustu úrslitin, hvorugt liðið á frábærum stað í dag og hlutirnir ekki alveg að falla með þeim.
Bestu leikmenn
1. Sverri Páll Hjaltested
Alvöru framherja frammistaða, var duglegur að halda í bolta, gerði mjög vel að koma sér í dauðafæri í fyrri hálfleik, hitaði upp og stillti miðið fyrir seinni hálfleikinn með því að setja boltann í stöngina og tók svo sín færi í seinni hálfleiknum. Virkilega góður leikur hjá Sverri; áhorfendur á Nývangi hefðu alveg kunnað að meta það sem hann sýndi. Tómas Bent fær að vera nefndur hér líka sem besti leikmaður ÍBV fram að mörkunum tveimur.
2. Þengill Orrason
Spilaði vel gegn HK síðast og heldur áfram að standa sig. Gerir vel að klára hlaupið og skora jöfnunarmarkið. Í kjölfarið kemur hann svo í veg fyrir að Sverrir fullkomni þrennu sína. Mætti svo blóðugur í viðtal, frekar hart.
Atvikið
Þrefalda skipting Framara í seinni hálfleik. Það var ekkert vesen á Fram þannig, ÍBV var ekki að skapa neitt en eftir skiptinguna þá fundu Eyjamenn betri takt og sköpuðu sér alvöru færi sem skilaði tveimur mörkum.
Hvað þýða úrslitin?
Fjórða 2-2 jafntefli ÍBV í röð staðreynd. Liðið vann síðast gegn Fram 8. júlí. Fram er áfram fyrir ofan ÍBV í fallbaráttunni, með fjórum mörkum betri markatölu. Ég geri ráð fyrir að bæði lið haldi með KA gegn Fylki á morgun.
Vondur dagur
Jannik Pohl og Guðmundur Magnússon fengu ekki úr miklu að moða fremst hjá Fram. Jannik fékk eitt gott skallafæri sem hann hefði átt að nýta betur. Guðmundur sást varla í leiknum. Spilamennska Fram var ekki frábær og endurspeglast kannski best á fremstu mönnum. Þeim til varnar þá fóru þeir af velli þegar Fram var yfir í leiknum en það snerist fljótlega eftir skiptingarnar. Bakverðir ÍBV áttu þá slakan dag í fyrirgjöfum sínum, þegar tækifærin komu þá voru boltarnir ekki góðir.
Dómarinn - 8
Fannst Pétur flottur í þessum leik, fínasta stjórn og ekkert vesen.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon ('76)
10. Fred Saraiva
15. Breki Baldursson
17. Adam Örn Arnarson
26. Jannik Pohl ('76)
27. Sigfús Árni Guðmundsson ('71)
28. Tiago Fernandes ('76)
31. Þengill Orrason
32. Aron Snær Ingason ('71)
- Meðalaldur 11 ár

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('76)
7. Aron Jóhannsson ('76)
9. Þórir Guðjónsson ('76)
11. Magnús Þórðarson
22. Óskar Jónsson ('71)
23. Már Ægisson ('71)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:
Sigfús Árni Guðmundsson ('28)

Rauð spjöld: