Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
0
1
Breiðablik
0-1 Katrín Ásbjörnsdóttir '52
06.10.2023  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Aðstæður: Frekar kalt en lítill vindur. Klæða sig eftir veðri og á völlinn!
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Maður leiksins: Katrín Ásbjörnsdóttir
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Laura Frank ('80)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
9. Amanda Jacobsen Andradóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('61)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('61)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('61)

Varamenn:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('61)
13. Lise Dissing ('80)
14. Rebekka Sverrisdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('61)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('61)
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir

Gul spjöld:
Berglind Rós Ágústsdóttir ('64)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Valur meistarar og Blikar í Evrópu
Hvað réði úrslitum?
Fyrri hálfleikurinn var frekar lokaður og það var lítið sem ekkert um færi. En í upphafi seinni hálfleiks kemur Katrín með þetta geggjaða mark sem reyndist vera sigurmarkið. Blikar hefðu alveg getað bætt við frekar en það að Valskonur væru að fara að jafna. Fanney átti stórleik í marki Vals.
Bestu leikmenn
1. Katrín Ásbjörnsdóttir
Stórleikur hjá henni í dag. Alltaf einhver hætt í kringum hana og var sífellt að ógna. Á líka markið sem skiptir mestu máli í þessu öllu saman. Gjörsamlega stórglæsilegt mark sem ég mæli með að allir fótboltagómar sjái. Geggjuð og átti að skora sitt annað mark en það var ranglega tekið af henni. Fékk síðan heiðurskiptingu á 90. mín þar sem stúkan reis á fætur og klappaði fyrir Katrínu.
2. Fanney Inga Birkisdóttir
Á í erfiðleikum með að velja einhvern hérna. Fanney var stórkostleg í dag. Hún er í raun og veru ástæðan fyrir því að þetta fór ekki verr fyrir Val. Mér fannst eins og ég væri bara að skrifa um einhverjar vörslur hjá Fanneyju á kafla í seinni hálfleik. Vel að þessu kominn landsliðsmarkvörðurinn.
Atvikið
Klárlega markið hjá Katrínu í upphafi síðari hálfleik þegar hún gjörsamlega hittir boltann fullkomnlega. Beint í samskeytin fjær og ekki neitt sem Fanney gat gert í því. En honourable mention á Gulla Gull þegar hann greip boltann í miðjum leik. Boltinn flaug í áttina að varamannabekknum og hann greið hann fyrir ofan höfuðið á sér og þurfti að taka nokkur skref aftur á bak svo hann myndi ekki detta. Geggjað atvik.
Hvað þýða úrslitin?
Valskonur voru orðnar meistarar fyrir leik þannig úrslitin þýða lítið sem ekkert fyrir þær. Hinsvegar voru þetta risa þrjú stig hjá Breiðablik þar sem þær náðu að landa Evrópusætinu með þessum sigri.
Vondur dagur
Þetta hefur aldrei verið erfiðara. Bæði lið ótrúlega glöð eftir leik þótt að annað liðið hafi tapað. Það eru tveir aðilar þó sem deila þessu. Pétur fyrir að hafa verið með besta leikmann deildarinnar á bekknum en sennilega var það bara til þess að hvíla hana. Hinsvegar AD2 þar sem Katrín skoraði löglegt mark að mínu mati fyrir Breiðablik í seinni hálfleik sem AD2 dæmdi rangstöðu.
Dómarinn - 9
Teymið var ótrúlega sterkt í dag enda var besti dómari deildarinnar samkvæmt leikmönnum deildarinnar að dæma. Hans annað ár í röð sem hann vinnur þau verðlaun. Flott flæði í þessu og góðar ákvarðanir fyrir utan markið sem var tekið af Katrínu í seinni hálfleik. Þess vegna fær teymið 9 en ekki 10.
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
10. Clara Sigurðardóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('90)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('83)
29. Viktoría París Sabido ('55)

Varamenn:
55. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('83)
14. Linli Tu ('90)
23. Valgerður Ósk Valsdóttir ('55)
24. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir
26. Líf Joostdóttir van Bemmel

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Kjartan Stefánsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Gul spjöld:
Toni Deion Pressley ('86)
Valgerður Ósk Valsdóttir ('87)

Rauð spjöld: