Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Breiðablik
4
1
ÍA
0-1 Eggert Kári Karlsson '43
Elfar Árni Aðalsteinsson '83 1-1
Nichlas Rohde '85 2-1
Ellert Hreinsson '87 3-1
Elfar Árni Aðalsteinsson '89 4-1
16.05.2013  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Sól en smá gola
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
4. Damir Muminovic
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('90)
10. Árni Vilhjálmsson ('68) ('68)
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
27. Tómas Óli Garðarsson
30. Andri Rafn Yeoman ('68)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
16. Ernir Bjarnason ('68) ('68)
17. Elvar Páll Sigurðsson
22. Ellert Hreinsson ('68)
26. Páll Olgeir Þorsteinsson ('90)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Sverrir Ingi Ingason ('90)
Tómas Óli Garðarsson ('76)

Rauð spjöld:
@brynjarerluson Brynjar Ingi Erluson
Blikar með sex mínútna flugeldasýningu í Kópavogi
Breiðablik sigraði ÍA í kvöld með fjórum mörkum gegn einu á Kópavogsvelli í Pepsi-deild karla, en leikurinn þótti ekki mikið fyrir augað fyrr en rúmlega sex mínútur lifðu leiks.

Það var sól og blíða á höfuðborgarsvæðinu, en Kári lét þó líka að sér kveða. Það var í raun furðulegt að leikurinn hafi boðið upp á fimm mörk en fyrri hálfleikurinn var fremur rólegur þar sem bæði lið fengu hálffæri.

Eggert Kári Karlsson skoraði fyrsta mark leiksins, þá gegn gangi leiksins, á 43. mínútu er hann kláraði vel eftir snarpa sókn gestanna.

Í þeim síðari sóttu heimamenn mikið og fengu nokkur álitleg færi, en það besta fékk Elfar Árni Aðalsteinsson þegar hann skaut boltanum framhjá úr sannkölluðu dauðafæri. Þegar það voru hins vegar um sex mínútur eftir af leiknum þá breyttist allt.

Elfar jafnaði þá leikinn eftir klafs í teignum og mínútu síðar var danski framherjinn Nichlas Rohde búinn að koma Blikum yfir. Ellert Hreinsson skoraði þá þriðja markið þar sem Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, varði hann í stöng og inn.

Elfar Árni kláraði svo dæmið með fjórða markinu undir lok leiks. Lokatölur á Kópavogsvelli því 4-1 fyrir Blikum sem er með tvo sigra af þremur. ÍA aftur á móti með ekkert stig eftir þrjár umferðir.
Byrjunarlið:
Jóhannes Karl Guðjónsson
Páll Gísli Jónsson
Einar Logi Einarsson
Ármann Smári Björnsson
2. Hákon Ingi Einarsson ('72)
10. Jón Vilhelm Ákason
17. Andri Adolphsson
19. Eggert Kári Karlsson ('78)
27. Darren Lough

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
20. Gylfi Veigar Gylfason ('72)

Liðsstjórn:
Aron Ýmir Pétursson

Gul spjöld:
Andri Adolphsson ('73)
Hjörtur Hjartarson ('59)
Einar Logi Einarsson ('31)

Rauð spjöld: