Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Fjölnir
1
5
ÍBV
0-1 Bjarki Björn Gunnarsson '13
0-2 Tómas Bent Magnússon '44
0-3 Vicente Valor '45
0-4 Oliver Heiðarsson '45
0-5 Oliver Heiðarsson '56
Máni Austmann Hilmarsson '80 1-5
09.08.2024  -  18:00
Extra völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Völlurinn þokkalegur og veðrið virkilega gott
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Oliver Heiðarsson - ÍBV
Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
5. Dagur Austmann ('46)
7. Dagur Ingi Axelsson
8. Óliver Dagur Thorlacius ('73)
9. Máni Austmann Hilmarsson
10. Axel Freyr Harðarson ('62)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f) ('62)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
11. Jónatan Guðni Arnarsson ('62)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('46)
18. Óskar Dagur Jónasson
20. Bjarni Þór Hafstein ('73)
27. Sölvi Sigmarsson ('62)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Skýrslan: Héldu Þjóðhátíðinni áfram í Grafarvoginum
Hvað réði úrslitum?
Beinskeyttir Eyjamenn ógnuðu úr öllum áttum og ljóst að ekkert annað en sigur kom til greina af þeirra hálfu. Þetta var þeirra dagur og þegar þrjú mörk komu á færibandi á ótrúlegum lokamínútum fyrri hálfleiksins var ekki aftur snúið. Fjölnismenn voru eins og lömb leidd til slátrunar.
Bestu leikmenn
1. Oliver Heiðarsson - ÍBV
Er nú einn markahæstur í deildinni. Þessi kraftmikli og vinnusami sóknarmaður hefur verið stórkostlegur í sumar og sjálfstraustið geislar af honum.
2. Tómas Bent Magnússon - ÍBV
Þegar hann teygir sig upp í skallabolta á enginn annar möguleika. Átti algjörlega frábæran leik að öllu leyti. Vicente Valor tekur svo þriðja sætið.
Atvikið
Þegar Oliver Heiðarsson skoraði flautumark í lok fyrri hálfleiks og gerði að verkum að ÍBV fór með fjögurra marka forystu inn í hálfleikinn! Þrjú mörk á færibandi í blálok fyrri hálfleiksins og heimamenn voru slegnir.
Hvað þýða úrslitin?
Þessi úrslit galopna algjörlega baráttuna um efsta sæti deildarinnar. Sparkspekingar tala um ÍBV sem besta lið deildarinnar og nú er það aðeins einu stigi frá Fjölnisliðinu á toppnum. Aðeins efsta sætið gefur beint sæti í Bestu deildinni. Liðin í sætunum fjórum þar fyrir neðan fara í umspil.
Vondur dagur
Það var samstillt átak Fjölnismanna um að vera daprir í þessum leik. Þeir voru algjörlega út úr karakter í sínum varnarleik og varnarmennirnir þeirra ungu og markvörðurinn sem hafa fengið verðskuldað lof í sumar áttu mjög erfitt kvöld. Voru aumir í varnarleik sínum í föstum leikatriðum sem er ekki líkt því sem maður hefur séð í sumar.
Dómarinn - 6,5
Leyfði leiknum að fljóta eins og hann er frægur fyrir og lét ekki veiða sig í gildrur þegar menn féllu auðveldlega í teignum. En það dregur hann niður er þetta glórulausa gula spjald á Oliver sem gerir að verkum að hann verður í banni í næsta leik.
Byrjunarlið:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason
5. Jón Ingason ('58)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Vicente Valor ('90)
10. Sverrir Páll Hjaltested
16. Tómas Bent Magnússon
18. Bjarki Björn Gunnarsson
22. Oliver Heiðarsson ('82)
24. Hermann Þór Ragnarsson
45. Eiður Atli Rúnarsson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
6. Henrik Máni B. Hilmarsson
11. Víðir Þorvarðarson ('82)
20. Eyþór Orri Ómarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson
31. Viggó Valgeirsson ('58)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Arnór Sölvi Harðarson
Lewis Oliver William Mitchell

Gul spjöld:
Oliver Heiðarsson ('39)

Rauð spjöld: