Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Grindavík
5
0
Leiknir F.
Andri Rúnar Bjarnason '34 , víti 1-0
Alexander Veigar Þórarinsson '47 2-0
Jósef Kristinn Jósefsson '62 3-0
Jose Omar Ruiz Rocamora '64
Aron Freyr Róbertsson '75 4-0
Edu Cruz '79 5-0
21.05.2016  -  16:00
Grindavíkurvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Gola, sól.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 350
Byrjunarlið:
13. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
Jósef Kristinn Jósefsson
2. Hákon Ívar Ólafsson ('57)
3. Edu Cruz
4. Rodrigo Gomes Mateo
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
17. Magnús Björgvinsson ('66)
24. Björn Berg Bryde
80. Alexander Veigar Þórarinsson
99. Andri Rúnar Bjarnason

Varamenn:
Óli Baldur Bjarnason ('57)
Úlfar Hrafn Pálsson
11. Ásgeir Þór Ingólfsson
25. Aron Freyr Róbertsson ('66)
29. Anton Helgi Jóhannsson
30. Josiel Alves De Oliveira

Liðsstjórn:
Marko Valdimar Stefánsson

Gul spjöld:
Gunnar Þorsteinsson ('53)
Björn Berg Bryde ('73)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jörðun.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
89. mín
ADRIAN MEÐ ÓÓÓÓTRÚLEGA VÖRSLU!! Eduardo með skot úr markteignum en Adrian eins og köttur á boltann og kemur honum burt.
81. mín
Grindvíkingar eru á toppi Inkasso deildarinar eins og staðan er núna. Takið það með ykkur á koddann.
79. mín MARK!
Edu Cruz (Grindavík)
Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
MAAAARK, SAMBO E GOL AÐ HEYRAST Í 5 SKIPTIÐ Í DAG OG ÉG KVARTA EKKI!!!

Jósef Kristinn með roooosalega huggulega hornspyrnu þar sem Eduardo stekkur manna hæst og stangar boltann í netið.

Maður finnur til með Leikni, því verður ekki neitað.
78. mín
SKOT Í SLÁNNA FRÁ RODRIGO!!!!!
75. mín MARK!
Aron Freyr Róbertsson (Grindavík)
Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
ÞAÐ ER VERIÐ AÐ FARA ILLA MEÐ LEIKNI, MJÖG ILLA.

Fyrirgjöf frá Jósef Kristni út í teiginn af vinstri kantinum á Aron Frey sem klárar virkilega vel með þéttings föstu skoti. Grindvíkingar líta stórkostlega út.
73. mín Gult spjald: Björn Berg Bryde (Grindavík)
Fer ansi harkalega í Ignacio inná miðsvæðinu.
70. mín
Leiknismenn sleppa hér allt í einu í gegn Kristófer Páll með flottan sprett en rennir boltanum RÉTT framhjá markinu. Besta færi Leiknis í leiknum.
67. mín
Inn:Almar Daði Jónsson (Leiknir F.) Út:Arkadiusz Jan Grzelak (Leiknir F.)
66. mín
Inn:Aron Freyr Róbertsson (Grindavík) Út:Magnús Björgvinsson (Grindavík)
Maggi búinn að vera í einu orði sagt FRÁBÆR í þessum leik. Sennilega verið að hvíla hann bara.
64. mín Rautt spjald: Jose Omar Ruiz Rocamora (Leiknir F.)
RAUTT SPJALD Á LOFT!!!! Sending inn fyrir á hinn eldsnögga Magnús Björgvinsson sem nær snertingu á boltann og er á leið einn í gegn en er svo tekinn niður af Jose sem krækir aðeins aftan í hann. Helgi var aldrei í vafa og veifar rauðu í andlitið á honum.
63. mín
Inn:Ignacio Poveda Gaona (Leiknir F.) Út:Garðar Logi Ólafsson (Leiknir F.)
62. mín MARK!
Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Stoðsending: Magnús Björgvinsson
ÞEIR GULU LEIKA Á ALLS ODDI!!

Títtnefndnur Magnús Björgvinsson notar hraðann sinn og á frábæra fyrstu snertingu upp vænginn og smellir boltanum svo fyrir á Jósef Kristinn sem stendur einn og óvaldaður inní teig og skallar boltann þægilega í netið. 3-0 og Grindvíkingar með hreina yfirburði þessa stundina.
60. mín
Grindvíkingar með horn, klafs inn í teig, boltinn berst svo á fjær þar sem Maggi Björgvins þarf bara að leggja boltann í netið, en í staðin ákveður hann að rjúfa hljóðmúrinn og hamra boltanum lengst yfir og sennilega eitthvað áleiðis út í sjó. Illa farið með gott færi.
58. mín
VÁ!!! Jósef Kristinn með bylmingsskot sem smellhittir þverslána af miklu offorsi.
57. mín
Inn:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík) Út:Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík)
55. mín
Leiknismenn með aukaspyrnu vel fyrir utan, Björgvin Stefán tekur hratt hlaup á nærsvæðið og heimilisfangið á boltanum stílað á brjóstkassann á honum en hann nær ekki að taka hann nægilega vel með sér og þetta fasta leikatriði rennur út í sandinn, hefði myndast mikil hætta ef þetta hefði heppnast.
53. mín Gult spjald: Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Nafni minn fær gult fyrir að trufla Leiknismenn við að taka aukaspyrnu. Óþarfi.
47. mín MARK!
Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
NEI HÆTTU NÚ AAAALVEG!!!!!!!!!!!!!!!!! GAMLA ÞVÆLAN ALLTAF HREINT HÉRNA Í GRINDAVÍKINNI.

ALEXANDER VEIGAR VAR AÐ ENDA VIÐ AÐ SETJA STURLAÐ SKOT YFIR ADRIAN Í MARKINU AF 35 METRA FÆRI!!
46. mín
Leikurinn hafinn á ný.
45. mín
Allir mættir út á völl nema dómararnir, þeir koma svo skokkandi. Gylfi Tryggvason aðstoðardómari númer eitt snýr sér þó snöggt við þegar hann áttar sig á því að hann hafi gleymt flagginu inn í klefa. Það er betra að hafa það meðferðis.
45. mín
Hálfleikur
Ætla að svolgra í mig kaffi og bakkelsi þar sem ég er eini blaðamaðurinn á Grindavíkurvelli. Myndi sennilega gera það þó ég væri ekki einn en það er svo aftur önnur saga.
45. mín
Inn:Valdimar Ingi Jónsson (Leiknir F.) Út:Sólmundur Aron Björgólfsson (Leiknir F.)
Verð að hrósa Sólmundi, tókst vel á við erfitt verkefni.
45. mín
Sólmundur liggur eftir, sá ekki hvort hann hafi fengið eitthvað högg eða hvað. Mér sýnist hann hafa lokið leik sínum hér í dag.
44. mín
Maggi Björgvins að leggja lokahönd á teinana upp hægri kantinn, búinn að vera að prjóna sig endalaust upp og niður í allan dag. Fer hér illa með Sólmund og kemur með skemmtilegan bolta fyrir sem Andri nær ekki til og Hákon of seinn inní boxið.
40. mín
Við erum í þvíííílíkum gír suður með sjó.

37. mín
Það var einhver sem fékk gult, en Leiknismenn stóðu ALLIR í þvögu í kringum Helga dómara svo ég hreinlega sá það ekki. Upplýsi ykkur betur um málið eftir smá rannsóknarvinnu. Fyrirfram þakkir.
34. mín Mark úr víti!
Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
MAAAAAARK !!! SAMBO E GOOOOOOOOOL !!!!

Setur boltann í mitt markið, í þaknetið, skiptir engu máli því Adrian var eins og hljómsveitin Úlfur Úlfur orðaði það svo skemmtilega hér um árið ,,Farinn."
34. mín Gult spjald: Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
GRINDVÍKINGAR FÁ VÍTI !!

Krækt aftan í Jósef Kristinn sem var í einni af sínum áætlunarferðum inn í teiginn.

Björgvin Stefán virðist fá gula spjaldið, sýndist hann samt ekki vera sá brotlegi, þetta var rosa þvaga þarna.
33. mín
Hafnfirðingurinn Björn Berg Bryde með skalla af dýrari gerðinni sem Adrian ver FRÁBÆRLEGA!!!
31. mín
Lítið marktækt í gangi í þessum leik núna. Ég er að hjálpa vallarþulinum að velja markalag fyrir Grindvíkinga, við erum að hallast að "Sambo e Gol" HM lagið 1998, suðrænt og seyðandi.
25. mín
Hákon Ívar með flotta sendingu inn fyrir á Andra Rúnar sem hittir boltann svaðalega illa og boltinn vel framhjá. Hefði getað gert betur þarna.
23. mín
Grindvíkingar að sanka að sér hornspyrnum þessa stundina. Ein góð núna beint á pönnuna á Rodrigo sem sneiðir boltann rétt yfir.
22. mín
Smá samskiptaörðuleikar aftast hjá Grindavík, fallhlífarbolti inn í teiginn sem á að vera auðveldur viðureignar fyrir Hlyn Örn í markinu en Gunni Þorsteins skallar hann útaf og í horn. Sem ekkert verður úr.
19. mín
Maggi Björgvins með góðan sprett inn í teiginn og fellur svo við, snertingin virðist ekki mikil en menn heimta víti. Helgi Mikael og hans menn ekki á sömu buxum.
18. mín
Þrjár hornspyrnur með stuttu millibili, víti segja grínistarnir þá.
17. mín
Jósef Kristinn með hornspyrnu á fjærstöngina sem Adrian kýlir í burtu, boltinn klafsast eitthvað áður en hann fer svo aftur í horn.
15. mín
Magnús með fyrsta skot Grindvíkinga á markið, það var þó ekki merkilegt, skriðtæklaði boltann beint í lúkurnar á Adrian á nærstönginni.
14. mín
Úffffff ef Maggi Björgvins fær flugbrautina sína á vængnum er hann svo obboslega hættulegur. Sólmundur í vinstri bakverðinum verður á hátíðarkaupi þennan daginn, yfirvinna af bestu sort.
8. mín
Ekkert alltof mikil gæði í leiknum þessa stundina. Sé mig næstum því knúinn til að fara niður á völl og tilkynna leikmönnum í hvaða liði þeir eru og á hvaða menn þeir eiga að gefa. Feilsendingar og einstaklingsmistök.
3. mín
Garðar Logi Ólafsson með frábæra takta hérna á upphafsmínútunum. Fer illa með Björn Bryda úti á kantinum og setur boltann svo út í teiginn á Björgvin sem á skot í varnarmann og útaf. Fjör í þessu.
2. mín
Leiknir koma boltanum burt án mikillar fyrirhafnar.
1. mín
Grindvíkingar strax komnir í sókn. Andri Rúnar með góðan sprett upp hægri vænginn og reynir að lauma boltanum innfyrir en Leiknismenn koma boltanum aftur fyrir. Hornspyrna.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!
Fyrir leik
Leikmenn ganga inná völlinn við lagið Leiðin Okkar Allra með Hjálmum sem er jafnframt eina góða lagið sem við höfum heyrt hér í dag.
Fyrir leik
Grindvíkingar fá enga fálkaorðu fyrir tónlistina sína fyrir leik hér á vellinum. Þar að auki eru þeir ekki með Spotify premium og þar af leiðandi þá heyrast auglýsingar eftir annað hvert lag, byrjenda mistök.
Fyrir leik
Vekur athygli mína að aðaldómari þessa Helgi Mikael leiks er fæddur árið 1993 og aðstoðardómarar hans eru báðir fæddir árið 1995. Stórt hrós á KSÍ og mikið fagnaðarefni fyrir Íslenskan fótbolta að ungum og upprennandi dómurum sé treyst í svona verkefni.

Muna menn eftir yngra dómaratríói í efstu tveimur deildunum á Íslandi? #fotboltinet ef þú lumar á einhverju.
Fyrir leik
Grindvíkingar gera tvær breytingar á liði sínu frá síðasta leik.
Hákon út fyrir Úlfar
Óli Baldur út fyrir Jósef Kristinn.

Leiknismenn gera einnig tvær breytingar á liði sínu frá síðasta leik
Valdimar út fyrir Tadys
Almar út fyrir Arkadiusz
Fyrir leik
Samkvæmt knattspyrnureglum eru alltaf þrír menn í allt öðruvísi búning en allir aðrir á vellinum, tveir af þeim eru markmenn og sá þriðji er maðurinn sem sér til þess að menn spili eftir reglum, svokallaður dómari. Það hlutverk er í höndum Helga Mikaels Jónassonar í dag. Honum til halds og trausts, hlaupandi með flögg upp og niður sitt hvora hliðarlínuna, (eða helminginn af henni öllu heldur) eru svo Gylfi Tryggvason og Þórður Arnar Árnason. Við óskum þeim góðs gengis og vonum að þeir standi sig, sem ég efast ekki um að þeir geri.
Fyrir leik
Við stefnum að því að vera í mikilli stemmingu hérna í dag og bið ég ykkur því kæru lesendur að taka þátt í umræðunni á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet þið þurfið ekki einu sinni að vera á vellinum til að tjá ykkur, ætla að vera svo gjafmildur í dag. Vel valdar færslur verða svo birtar hér. Höfum gaman af'essu.

Nú ef þið eigið ekki Twitter er um að gera að byrja núna og uppfæra sig hægt og rólega á 21.öldina.
Fyrir leik
Byrjunarliðin fara að detta inn og við titrum öll af spenningi fyrir þeim að sjálfsögðu. Allavega geri ég það, gæti verið vegna of mikillar kaffidrykkju það sem af er degi, látum það liggja á milli hluta.
Fyrir leik
Það er nákvæmlega ENGIN ástæða fyrir því að fólk ætti ekki að gera sér dagamun og skella sér til Grindavíkur og kíkja á fótboltaleik, hægt að kíkja í Bláa Lónið eftir leik og drekka í sig menninguna hérna sem ekki er af verri endanum.
Fyrir leik
Heimamenn aftur á móti hafa byrjað þetta mót stórvel og eru með fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leikina. Fyrsti leikurinn þeirra gegn Haukum vannst 3-2 og þar á eftir gerðu þeir sér svo góða ferð austur á land og sóttu þrjú stig með 0-1 sigri á Huginn. Þeir hafa því þannig séð byrjað næstbest í deildinni ef þannig er litið á hlutina en einungis Leiknir eru með fleiri stig en þeir, en það er jú vegna þess að þeir hafa spilað þrjá leiki, en Grindvíkingar einungis tvo.
Fyrir leik
Byrjun gestanna í 1.deildinni hefur ekki verið upp á marga fiska og uppskeran ansi rýr, liðið byrjaði á því að fara á Selfoss og tapa 3-2 og töpuðu svo stórum leik gegn nágrönnunum í Fjarðabyggð í leiknum þar á eftir í sex stiga leik, sá leikur endaði 0-1. Þeir munu án nokkurs vafa mæta dýrvitlausir til leiks í dag og reyna að sækja sín fyrstu stig í Inkasso deildinni, því fyrr því betra.
Fyrir leik
Sæl veriði

Hér mun fara fram þráðbein textalýsing frá leik Grindavíkur og Leiknis Fáskrúðsfjarðar í Inkasso deildinni(1.deild karla). Líf og fjör.
Byrjunarlið:
1. Adrian Murcia Rodriguez (m)
3. Garðar Logi Ólafsson ('63)
4. Antonio Calzado Arevalo
6. Hilmar Freyr Bjartþórsson
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f) ('67)
9. Björgvin Stefán Pétursson
10. Jose Omar Ruiz Rocamora
15. Kristófer Páll Viðarsson
17. Tadas Jocys
18. Jesus Guerrero Suarez
23. Sólmundur Aron Björgólfsson ('45)

Varamenn:
12. Óðinn Ómarsson (m)
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson
5. Almar Daði Jónsson ('67)
9. Ignacio Poveda Gaona ('63)
18. Valdimar Ingi Jónsson ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Björgvin Stefán Pétursson ('34)

Rauð spjöld:
Jose Omar Ruiz Rocamora ('64)