Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Ísland
2
0
Tyrkland
Theodór Elmar Bjarnason '42 1-0
Alfreð Finnbogason '44 2-0
09.10.2016  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM 2018
Aðstæður: Rok og kósýheit
Dómari: Mark Clattenburg (England)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason ('68)
14. Kári Árnason (f)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
13. Ingvar Jónsson (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
5. Sverrir Ingi Ingason
16. Rúnar Már S Sigurjónsson
22. Björn Bergmann Sigurðarson ('62)
23. Hörður Björgvin Magnússon ('86)

Liðsstjórn:
Heimir Hallgrímsson (Þ)

Gul spjöld:
Birkir Bjarnason ('38)
Theodór Elmar Bjarnason ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ótrúlega sannfærandi sigur gegn fínu tyrknesku liði. Við gáfum þeim aldrei nokkurn séns og þeir voru í raun heppnir að fá bara tvö mörk á sig.

Fullt af viðtölum og frekar umfjöllun á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Hakan Calhanoglu vinnur boltann og reynir skot af löngu færi sem fer hátt yfir.

Tíundi leikur Íslands í röð á Laugardalsvelli án taps. Rosalegt.
90. mín
Emre Mor er við það að komast í fína stöðu en þá kemur Hörður Björgvin á fleygiferð til baka og nær boltanum af honum. Vel gert!
90. mín
Kaan Ayhan reynir skot utan teigs sem er mjög máttlaust og beint í fangið á Hannesi.

Þrem mínútum bætt við.
90. mín
Það versta sem getur gerst í þessari stöðu er að Tyrkir myndu gera okkur, það sem við gerðum Finnum, á fimmtudaginn.
88. mín
Emre Mor er manna pirraðastur á vellinum. Hann reynir skot af rosalega löngu færi sem einhver krakki fær í hausinn í Laugardalslauginni.
88. mín
Núna þurfum við bara að halda einbeittingu í þennan stutta tíma sem eftir er.
86. mín
Inn:Hörður Björgvin Magnússon (Ísland) Út:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland)
Elmar fer af velli. Hann fær rosalegar móttökur frá stuðningsmönnum Íslands á leið sinni af vellinum og hann á þær líka alveg skilið.
85. mín
Theodór Elmar liggur eftir meiddur. Kæmi ekki á óvart ef hann væri tognaður en hann er búinn að eiga virkilega góða innkomu í byrjunarliðið.
84. mín
Kári átti sendingu langt fram völlinn á Elmar sem var aleinn í mjög góðri stöðu á kantinum en hann er flaggaður rangstæður, sem var eins vitlaus dómur og það gat verið.
80. mín
Gylfi í öðru færi!

Það gengur illa hjá tyrkneska liðinu að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnuna og Elmar fær boltann við endalínuna, hann leggur honum á Gylfa sem á fínt skot en Babacan sér við honum núna og Björn Bergmann, rétt missir af frákastinu.
79. mín
FÆRI!

Jói Berg kemur með skemmtilegan bolta á Gylfa sem er í góðu skotfæri en skotið fer í varnarmann og horn.

76. mín Gult spjald: Theodór Elmar Bjarnason (Ísland)
Brýtur af sér á miðjum vellinum.
76. mín
Ekki mikið í gangi eins og er en barátta íslenska liðsins er til fyrirmyndar. Þeim langar þetta mikið meira en anstæðingum sínum hér í dag. Þeir vinna öll einvígi.
72. mín
Tyrkir hafa ekki boðið upp á neitt í þessum leik hingað til. Ísland mikið betra liðið allan leikinn og er þessi staða algjörlega verðskulduð og ef eitthvað er, gæti munurinn verið meiri.

Vonum að ég jinxi ekkert.
68. mín
Rétt fyrir skiptinguna átti Cigerci skot af löngu færi sem sveif yfir markið.
68. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Alfreð hefur átt skrautlegan leik. Hann hefur farið illa með fleira en eitt gott tækifæri en á sama tíma skorað frábært mark.

Viðar fær rúmar 20 mínútur til að sýna hvað hann getur.
67. mín
Inn:Mevlut Erdinc (Tyrkland) Út:Volkan Sen (Tyrkland)
Þriðja og síðasta skipting Tyrkja.
66. mín
Tyrkir eru svolítið mikið með boltann þessa stundina en þeir eru ekki að ógna neitt. Vörn og miðja Íslands hefur verið mjög góð hingað til.
62. mín
Inn:Björn Bergmann Sigurðarson (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Jón Daði fer af velli en hann er búinn að vera ótrúlega duglegur, sem fyrr. Hann hefur verið að glíma við meiðsli og mögulega ekki tilbúinn í heilan leik.
59. mín
Inn:Cenk Tosun (Tyrkland) Út:Yasin Öztekin (Tyrkland)
Tyrkir reyna að breyta. Vonum bara að það skili ekki neinu.

58. mín
Jóhann Berg er búinn að eiga virkilega góðan leik, nú átti hann fína sendingu á Jón Daða sem reynir lúsmkt skot sem fór hárfínt framhjá.

Mjög góð, snögg sókn.
57. mín
Tyrkirnir eru byrjaðir að sækja á fleri mönnum. Þá gæti myndast pláss til að sækja hratt á þá.
54. mín Gult spjald: Emre Mor (Tyrkland)
Ari Freyr vinnur innkast en Emre Mor var ekki sáttur þar sem hann vildi fá innkastið. Unglingurinn lætur aðstoðardómarann heyra það og fær gult spjald í staðin.
52. mín
Calhanoglu er mjög góður skotmaður og lætur hann nú vaða af löngu færi en boltinn fór framhjá markinu.
48. mín
DAUUUUUUUUUUUÐAFÆRI

Birkir Már á fyrirgjöf sem fer á Alfreð sem er aleinn inni á markteig og með nægan tíma en hann er samt of lengi að þessu. Hann er búinn að vera í þessu í dag.

Hann fékk engann tíma til að hugsa þegar hann skoraði og það virkaði svona líka vel þegar hann var undir meiri pressu að skjóta strax.
47. mín
Jói Berg er búinn að vera heitur í þessum leik og hann lætur vaða, yfir. Ágætis tilraun samt.
47. mín
Kári Árnason vinnur aukaspyrnu á frábærum stað. Gylfi stendur að sjálfsögðu yfir þessu.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað




45. mín
Hálfleikur
Þvílík veisla. Seinni hálfleikur endar með tveim mörkum Íslendinga. Þeir voru heilt yfir betri aðilinn og er þessi staða ekkert ósanngjörn.
45. mín
Jón Daði fékk fínt færi á milli markanna en skemmtileg klippa hans fór yfir markið.
44. mín MARK!
Alfreð Finnbogason (Ísland)
Stoðsending: Kári Árnason (f)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!!!

Kári skallaði boltann bakvið vörn Tyrkja og boltinn datt fyrir Alfreð sem kláraði alveg rooooooosalega vel í bláhornið, tók boltann á lofti.

MAÐUR HEFUR VARLA VIÐ ÞVÍ AÐ SKRIFA INN ÍSLENSK MÖRK. Þvílíka veislan.
43. mín
Inn:Tolga Cigerci (Tyrkland) Út:Ozan Tufan (Tyrkland)
Tufan meiddist eftir samstuðið við Birki.
42. mín MARK!
Theodór Elmar Bjarnason (Ísland)
Stoðsending: Jóhann Berg Guðmundsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!

Jói Berg fer á vörnina og leggur boltanum á Elmar sem á skot af um 20 metrum sem fer í Ömer Toprak og þaðan lekur hann í fjærhornið.

Undirbúningurinn hjá Jóa Berg var æðislegur, klobbaði varnarnmann Tyrkja.

Babacan var farinn í vinstra hornið þegar boltinn lak hægt og rólega í hægra hornið. JÁÁÁÁÁ!!
40. mín Gult spjald: Volkan Sen (Tyrkland)
Togar í Jóa Berg og sparkar síðan boltanum í burtu. Það má ekki.
38. mín Gult spjald: Birkir Bjarnason (Ísland)
Brýtur á Ozan Tufan. Það var ekki sérstaklega mikið í þessu og var gult spjald hálf fáranlegur dómur. Aukaspyrna, já, gult spjald? Ekki viss.
36. mín
Enn eitt skotið af löngu færi. Í þetta skiptið er það Birkir Bjarnason en skotið hans fer beint á Babacan.
35. mín
Nú reynir Alfreð skot af mjög löngu færi en Babacan ver auðveldlega.
35. mín
Calhanoglu fer á vörn Íslands og reynir svo skot en það fer beint í Birki Má.
34. mín
Leikurinn hefur aðeins dottið niður. Ísland er meira með boltann og er að stjórna leiknum en það hefur vantað að ógna marki Tyrkja meira.
28. mín
Jói Berg á hættulega fyrirgjöf sem fer framhjá öllum. Jón Daði var ansi nálægt því að ná til boltans í góðri stöðu þarna.

25. mín
Fín sókn Íslands, Jói Berg leggur boltann á Gylfa sem er í fínu skotfæri utan teigs en Babacan ver skotið hans í horn. Góð tilraun.
22. mín
Emre Mor var hættulegur, fór framhjá nokkrum Íslendingum og átti hættulega fyrirgjöf sem fór sem betur fer framhjá öllum.

Tyrkland heldur sókninni svo áfram en finna ekki leið framhjá íslensku vörninni sem stendur vel.

17. mín
Emre Mor reynir skot af löngu fær en það er nær því að fara í innkast en í markið. Rosalega langt framhjá.
14. mín
Jói Berg nær skoti af rúmlega 20 metra færi en það fer beint á Babacan sem heldur boltanum. Allt í lagi að reyna þetta á blautu grasinu. Ísland klárlega betri aðilinn þessar 14 mínútur.
13. mín
Langt innkast frá Ara Frey býr til mikla reikistefnu í vítateig Tyrkja. Ísland náði nokkrum tilraunum þarna en varnarmenn Tyrkja voru vel staðsettir.
12. mín
FÆRI!!

Kári á of stutta sendingu á Hannes sem rétt nær til boltans á undan Emre Mor sem sótti að honum. Boltinn fer beint á Alfreð sem er í mjög góðri stöðu, fyrir aftan vörnina en hann var of lengi að athafna sig og Tyrkirnir komust inn í þetta og bjarga.
Vó.

8. mín
Yasin Öztekin á fyrstu tilraun Tyrkja, fer upp vinstri kantinn og á skot sem fer beint í fangið á Hannesi.
7. mín
Jói Berg fer framhjá tveim varnarmönnum, kemst inn í teig en skotið hans fer í varnarmann.
7. mín
Þessi byrjun hjá Íslendingum er mjög fín. Hafa nú þegar skapað sér færi og spilað vel úr hápressu Tyrkja.
Næstum því.

4. mín
Enn sækja Íslendingar, Theodór Elmar á fyrirgjöf á Alfreð sem er vel staðsettur inni í teig en hann nær ekki almennilegu skoti og boltinn fer á Babacan í markinu.
3. mín
DAUÐAFÆRI!

Jói Berg tekur hornið og boltinn dettur fyrir Kára sem er í rosalega góðu færi, en skallinn hans af mjög stuttu færi fer beint á Babacan. Kári hitti boltann ekki nógu vel.
3. mín
Fyrsta sókn Íslands endar með að Alfreð leggur boltann á Jón Daða sem ræst á vörnina og reynir svo fyrirgjöf, hún fer í varnarmann og í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað. Tyrkir byrja með boltann og sækja í átt að Laugardalshöllinni.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir búnir.

Næst á dagskrá: Ísland - Tyrkland. Koma svo!

Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði í fjarveru Arons Einars og Kolbeins.
Fyrir leik
Jæææja, rigningin er mætt í Laugardalinn. Rok og rigning. Alvöru haust á Íslandi.
Fyrir leik
Nú fá stuðningsmenn Íslands verðlaun fyrir frammistöðu sína á EM í Frakklandi. Aron Einar Gunnarsson og Klara Bjartmarz sjá um að veita þau. Ég treysti því að þeir haldi uppteknum hætti í dag.
Fyrir leik
Tíu mínútur í leikinn og þarna kom leikdags stressið mitt. Ég verð persónulega ómögulegur af stressi þegar íslenska landsliðið er að spila mikilvæga knattspyrnuleiki og ég er eflaust ekki sá eini.

Leikmenn eru að fara að koma inn á völlinn og þjóðsöngvarnir fara senn í gang.
Fyrir leik
Menn virðast stundvísari í dag en þeir voru gegn Finnum. Tólfan er nú þegar mætt og byrjuð að styðja okkar drengi.

Fyrir leik
Fatih Terim, þjálfari Tyrkja, hrósaði íslenska liðinu á fréttamannafundi í gær og óskaði þeim til hamingju með góðan árangur nýlega. Þar talaði hann einmitt um hitastigið og áhrifin sem það gæti haft á sína leikmenn.
Fyrir leik
Alfreð Finnbogason og Kári Árnason eru á gulu spjaldi og fara í bann, fái þeir spjald í dag.

Aron Einar Gunnarsson er svo í banni eftir að hafa fengið spjald gegn Finnum og Úkraínu.
Fyrir leik
Það er smá rok og ekkert sérstaklega hlýtt, það hentar okkur Íslendingum vel enda eru Tyrkir vanir töluvert hærra hitastigi.
Fyrir leik
Emre Mor, einn efnilegasti leikmaður Evrópu spilar frammi í dag en hann hefur áður verið á hægri kantinum. Hann leikur með Dortmund í Þýskalandi.


Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin inn. Hannes Halldórsson, Theodór Elmar Bjarnason og Jón Dáði Böðvarsson koma inn fyrir Aron Einar Gunnarsson, Ögmund Kristinsson og Björg Bergmann Sigurðarson.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Tyrkir unnu síðustu viðureign þessara liða, 1-0, en þá var spilað í Tyrklandi. Ísland var komið á EM en Tyrkland tryggði sér farseðil til Frakklands með sigrinum.
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld verður tí­unda viður­eign Íslands og Tyrklands. Ísland hefur unnið fimm af leikjunum og Tyrkir tvo.

Stærsti sig­ur Íslend­inga á Tyrkj­um kom á Laug­ar­dals­vell­in­um árið 1991 en 5-1 urðu lokatölur og skoraði Arn­ór Guðjohnsen fjögur af mörkum Íslands.
Fyrir leik
Laugardalsvöllurinn hefur reynst íslenska landsliðinu ansi öflugt vígi en ef Tyrkirnir sækja ekki stigin þrjú, nær liðið tíu mótsleikjum í röð á vellinum án þess að bíða ósigur en síðasta tap Íslands á þessum velli var gegn Slóveníu, 2013.
Fyrir leik
Leikmenn og þjálfarar Íslands hafa talað um að þessi leikur verði allt öðruvísi en gegn Finnum. Tyrkir ætla ekki að liggja til baka, þeir vilja vera með boltann og þeir vilja sækja.
Fyrir leik
Þessi lið mættust í 1. umferð undankeppni EM í Frakklandi, einmitt á Laugardalsvelli. Þá vann Ísland öruggan 3-0 sigur þar sem Jón Daði Böðvarsson skoraði sitt fyrsta mark með landsliðinu en Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu hin mörkin.
Fyrir leik
Mark Clattenburg dæmir leikinn en flestir áhugamenn um fótbolta þekkja hann. Hann dæmir í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að hann hefur dæmt úrslitaleik Meistaradeildarinnar og úrslitaleik EM í sumar.
Fyrir leik
Ísland er með fjögur stig í riðlinum eftir jafntefli í Úkraínu og dramatískan sigur á Finnum á fimmtudag en Tyrkir eru með tvö stig eftir jafntefli við Úkraínu og Króatíu í fyrstu tveim leikjum sínum.
Fyrir leik
Komið þið öll sæl og blessuð!

Hér verður bein textalýsing frá leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM í Rússlandi, 2018.
Byrjunarlið:
1. Volkan Babacan (m)
2. Sener Ozbayrakli
7. Yasin Öztekin ('59)
10. Hakan Calhanoglu
15. Mehmet Topal
16. Ozan Tufan ('43)
18. Caner Erkin
20. Volkan Sen ('67)
21. Emre Mor
22. Kaan Ayhan

Varamenn:
23. Harun Tekin (m)
4. Caglar Söyuncu
5. Tolga Cigerci ('43)
6. Okay Yokuslu
8. Yunus Malli
11. Olcay Sahan
13. Ismail Köybasi
14. Ahmet Calik
17. Enes Unal

Liðsstjórn:
Fatih Terim (Þ)

Gul spjöld:
Volkan Sen ('40)
Emre Mor ('54)

Rauð spjöld: