Leik lokið!
Fyrirfram bjuggust flestir við frönskum sigri í kvöld en miðað við hvernig leikurinn spilaðist er vel eðlilegt að vera hundsvekktur. Það var svo sannarlega möguleiki á að fá eitthvað úr þessum leik.
Víti í fyrri hálfleik sem Ísland átti að fá en fékk ekki svo umdeildur vítadómur sem Frakkland fær og sigurmarkið kemur úr því.
Leikplan Freys Alexanderssonar gekk mjög vel og íslenska liðið sýndi hörkukraft. Framundan eru leikir gegn Austurríki og Sviss. Ef liðið nær upp svona frammistöðu fer það upp úr þessum riðli. Það er bara þannig.
93. mín
Þessi uppbótartími bara flýtur frá okkur. Ekkert í gangi.
91. mín
Uppbótartíminn er 4 mínútur hið minnsta.
90. mín
Dómstóllinn á Twitter er frekar í þá átt að vítaspyrnudómurinn sem Frakkar fengu hafi verið rangur. Ég hef ekki endursýningar hér í fréttamannastúkunni. Þetta er allavega svekkjandi.
86. mín
Mark úr víti!Eugenie Le Sommmer (Frakkland)
Rosalega gott víti. Gugga fer í rangt horn.
Andskotinn maður. Andskotinn.
85. mín
Frakkland fær vítaspyrnu. Amandine Henry fellur niður í teignum eftir fyrirgjöf... Elín Metta Jensen tók Henry niður þegar hún var nýkomin inn sem varamaður.
Klárlega umdeildur dómur og það sést vel á viðbrögðum á Twitter.
83. mín
Hallbera með hornspyrnu, skallað frá á nærstönginni. Svo kemur sending í teiginn sem ekki næst að gera mat úr.
82. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Ísland)
Út:Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
Fanndís frábær í kvöld. Hefur svo sannarlega hlaupið úr sér lifur, lungu og líklega fleiri líffæri.
81. mín
Frakkland fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Abily stendur yfir knettinum. Skýtur framhjá. Gugga hefði tekið þennan ef hann hefði verið á rammann.
78. mín
Sara Björk með fyrirgjöf sem markvörður Frakka handsamar. Enn næg orka í íslenska liðinu virðist vera. Stelum þremur stigum takk!!! Er ég of kröfuharður?
75. mín
Inn:Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland)
Út:Sigríður Lára Garðarsdóttir (Ísland)
Sísí með flottan leik!
Inn kemur Harpa Þorsteins. Markahæsti leikmaður undankeppninnar. Erum við til í mark frá Höxu í kvöld? Já heldur betur.
75. mín
Gunnhildur Yrsa með góða vörn og kemur boltanum í hornspyrnu sem Frakkarnir fá.
SLÁIN!!! Wendie Renard með skalla í slá eftir hornspyrnu. Úff.
74. mín
Harpa Þorsteins að gera sig klára að koma inn. Frakkar með hættulega sókn og skot á markið en Guðbjörg ver af öryggi.
73. mín
Fanndís var hársbreidd frá því að sleppa í gegn. Markvörður Frakka í skógarferð langt út úr marki sínu en Fanndís náði ekki að koma knettinum framhjá henni. Hefði það tekist hefði leiðin að markinu verið algjörlega greið!
72. mín
Tölfræði af vef UEFA:
Skot á mark: 3-0
Skot framhjá/yfir: 5-4
Horn: 7-1
70. mín
Hér í fréttamannastúkunni er fagnað í hvert sinn sem Frakkar skjóta en hitta ekki á markið. Gunnhildur Yrsa átti glæsilega tæklingu rétt áðan og kom í veg fyrir skot.
Áðan átti Fanndís frábæran sprett upp kantinn en markvörður Frakka rétt náði að vera á undan Dagnýju og handsama fyrirgjöfina.
66. mín
Ísland í hættulegri sókn en flögguð var rangstaða... fannst þetta mjög spes.
65. mín
Inn:Gaeetane Thiney (Frakkland)
Út:Elise Bussaglia (Frakkland)
Reynslubolti inn hjá Frakklandi.
62. mín
Fínt skotfæri fyrir Frakka, sem betur fer fyrir okkar lið var skotið beint á Guðbjörgu!
60. mín
Inn:Katrín Ásbjörnsdóttir (Ísland)
Út:Agla María Albertsdóttir (Ísland)
Katrín mætir inn. Freysi tekur Öglu Maríu á smá eintal eftir skiptinguna. Ung og stórefnileg
58. mín
VÁÁÁ!!! ÍSLAND NÁLÆGT ÞVÍ AÐ SKORA! Gunnhildur Yrsa í hörkufæri eftir langt innkast sem Sif tók. Gunnhildur rétt missti af knettinum.
56. mín
Bussaglia á skot úr aukaspyrnunni sem fór í varnarvegginn og í hornspyrnu. Það er rosaleg pressa frá Frökkum núna. Ég er hræddur um að mark liggi í loftinu...
55. mín
Gult spjald: Agla María Albertsdóttir (Ísland)
Fékk boltann í höndina rétt fyrir utan teig! Frakkland á aukaspyrnu á STÓRhættulegum stað!
54. mín
Enn ógnar Frakkland! Sommer nær að koma boltanum út á Thomis í teignum en skot hennar fer af varnarmanni. Frakkland fær hornspyrnu, skallað frá.
53. mín
Nú er hjartað farið að taka nokkur aukaslög. Frakkar að eiga lofandi sóknir og skapa sér smá svæði. Vonandi loka stelpurnar okkar sem fyrst á þetta...
Þess má geta að það eru 4.894 áhorfendur á þessum leik í kvöld. Fullt af lausum sætum. Hefði nú verið gaman að hafa talsvert fleiri. Hrós á Íslendingana þó. Hafa látið hressilega í sér heyra.
50. mín
Aukaspyrna frá Frökkum. Boltinn skoppar í teignum og stefnir í markið en Guðbjörg nær að verja í horn. Ekkert kemur úr horninu.
48. mín
Frakkar með fyrirgjöf frá vinstri en Guðbjörg heldur áfram að vera eins og drottning í ríki sínu í teignum! Handsamar boltann af öryggi.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Þess má geta að Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari Íslands, fékk gula spjaldið fyrir að mótmæla því að ekki var dæmt víti.
45. mín
Hálfleikur
Íslensku stelpurnar verið granítharðar í fyrri hálfleiknum en svekkjandi að hafa ekki fengið víti þarna í blálokin!
45. mín
VAR ÞETTA EKKI VÍTI SEM ÍSLAND ÁTTI AÐ FÁ???? FANNDÍS FÉLL Í TEIGNUM! Þetta virkaði sem augljóst víti, Fanndís var að fara framhjá varnarmanni í teignum þegar fóturinn er settur fyrir hana og hún fellur. FLAUTAÐU ÞARNA!!
45. mín
Bæði lið búin að ná sendingum inn í teiginn í lok fyrri hálfleiks en markverðirnir eru mjög öruggir í sínum aðgerðum.
43. mín
Inn:Kadidiatou Diani (Frakkland)
Út:Clarisse Le Bihan (Frakkland)
Breyting hjá Frökkum vegna meiðsla.
41. mín
Smá darraðadans í vítateig Íslands eftir horn en á endanum náðu okkar stelpur að hreinsa frá. Bussaglia átti svo skot af löngu færi en vel yfir markið.
38. mín
Dagný í FLOTTU FÆRI eftir hornspyrnu Hallberu! Skallaði rétt framhjá. Besta tilraun Íslands hingað til kom úr okkar fyrsta horni.
37. mín
Frakkland meðskot úr aukaspyrnu fyrir utan teig. Nokkuð fast skot en beint í öruggt fang Guðbjargar.
36. mín
STÓRHÆTTA VIÐ MARK ÍSLANDS!!! Eftir aukaspyrnuna missti Guðbjörg af boltanum. Dagný Brynjarsdóttir skóflaði boltanum frá af marklínunni! Vá! Ísland heppið að lenda ekki undir þarna.
34. mín
Gult spjald: Ingibjörg Sigurðardóttir (Ísland)
Ingibjörg með rosalega tæklingu fyrir utan vítateigshornið vinstra megin. Fær réttilega gult spjald. Rosaleg tækling. Aukaspyrna með fyrirgjafarmöguleika fyrir Frakkland.
32. mín
Leikurinn er farinn aftur af stað...
30. mín
Hlé á leiknum, markvörður Frakka lenti í samstuði við varnarmann Frakka eftir aukaspyrnu. Varnarmaðurinn þarf aðhlynningu.
Þá notum við tækifærið og hvetjum fólk til að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir umræðu um leikinn á Twitter.
28. mín
Sif Atladóttir með langt innkast en þetta endar í fanginu á Bouhaddi, markverði Frakka. Ísland ekki með marga leikmenn framarlega á vellinum. Skiljanlega.
26. mín
Hingað til ansi gott. Íslenska liðið lokar vel á það franska. Freysi er augljóslega sáttur við varnarvinnuna, sést vel þar sem hann klappar í boðvangnum.
21. mín
Frakkar í sókn og með háan bolta inn í teiginn sem Guðbjörg grípur af miklu öryggi.
20. mín
Úff... Sigríður Lára, slátrarinn úr Vestmannaeyjum, stálheppin að fá ekki gult spjald verður að viðurkennast. Átti hörkubrot fyrir alvöru tæklingu en sleppur með tiltal.
18. mín
Gult spjald: Wendie Renard (Frakkland)
Braut á Öglu Maríu og fer í bókina. Fögnum því að þessi öflugi varnarmaður sé kominn í svörtu bókina!
17. mín
Dagný dregur sig það neðarlega að leikkerfi Íslands skráist frekar sem 3-5-2 með Fanndísi og Öglu Maríu sem fremstu leikmenn.
15. mín
Franska liðið stýrir ferðinni eins og við var búist. Þær hafa átt lofandi sóknir en sem betur fer ekki skapað sér mikið enn sem komið er... en það er ljóst að íslenska liðið verður að vera á tánum hverja einustu mínútu!
13. mín
Frakkar ná að komast upp vinstri kantinn og senda fyrir, hættuleg fyrirgjöf og Ísland bjargar í horn. Le Bihan með hornið en Guðbjörg í markinu kýlir boltann frá.
Í þessum skrifuðu orðum kemur fyrsta Víkingaklappið! Húh!
12. mín
Fanndís að byrja þennan leik vel. Sýndi lipur tilþrif og kom knettinum á vinstri vænginn þar sem Hallbera var mætt og sendi fyrir en sendingin slök.
10. mín
Úff, Frakkar með flotta sókn og ná skoti sem fer naumlega framhjá. Besta tilraun leiksins til þessa.
9. mín
Dagný gerði vel og kom boltanum á Fanndísi sem lét vaða af löngu færi. Skotið kraftlítið og langt framhjá. Skráist þó sem fyrsta marktilraun Íslands.
7. mín
Frakkar með stórhættulega stungusending á Sommer en Sif Atladóttir bjargaði með tæklingu upp á 10! Þvílík tækling!
Vel gert.
5. mín
Það er flott barátta hér í byrjun.
Agla María vann Innkast við hægri vænginn og Sif tók langt innkast sem Frakkar náðu að hreinsa frá.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Ísland í hvítu. Frakkar í bláu.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir að baki. Þeir voru frekar misheppnaðir svo ekki sé annað sagt. Stuðningsmenn Íslands voru að hrópa "Áfram Ísland!" þegar sá íslenski fór af stað. Fólk var ekki alveg að átta sig. Þegar franski þjóðsöngurinn var spilaður heyrðist svo svakalegt ískur.
Fyrir leik
Úrslitin úr fyrsta leik C-riðils eru dottin í hús og þau voru áhugaverð. Austurríki vann granna sína í Sviss í alpaslagnum 1-0. En við pælum lítið í því. Það er leikurinn okkar gegn Frakklandi sem öllu skiptir.
Fyrir leik
Áhorfendur farnir að koma sér fyrir í stúkunni. Leikmenn eru að hita upp. Bubbi Morthens er á fóninum. Blindsker. Nú er komið að því að fara í tippkeppni meðal íslenskra fjölmiðlamanna. Hvernig fer:
Tómas Þór, 365: 4-1 sigur Islands.
Sindri Sverris, Mbl: 2-0 fyrir Frakkland.
Arnar Daði, Fótbolta.net: 0-0.
Bjarni Helgason, 433: 0-0.
Guðmundur Marinó, SportTv: 3-0 fyrir Frakkland.
Fyrir leik
Byrjunarliðið er komið inn
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið en hann gerir eina breytingu frá byrjunarliðinu sem lék gegn Brasilíu og Írlandi í vináttulandsleikjum.
Dagný Brynjarsdóttir kemur inn í liðið og leikur sem fremsti leikmaður.
Fótbolti.net spáði því að Dagný yrði í nýju hlutverki í þessari stöðu og það reyndist rétt. Katrín Ásbjörnsdóttur náði ekki að skora í síðustu leikjum liðsins fyrir mótið og er sett á bekkinn.
Yngsti leikmaður hópsins, Agla María Albertsdóttir, heldur sæti sínu í byrjunarliðinu og er á hægri kantinum. Þessi 17 ára stelpa verður yngst Íslendinga til að spila á stórmóti í fótbolta.
Ingibjörg Sigurðardóttir er í vörninni og á miðjunni er Sigríður Lára Garðarsdóttir en auk Öglu Maríu eru þær allar þrjár að leika sinn fyrsta mótsleik fyrir íslenska landsliðið.
Samkvæmt okkar upplýsingum er búið að selja um 5 þúsund miða á leikinn í kvöld, þar af eru tæplega 3 þúsund Íslendingar. Það verður því aðeins 1/3 af leikvanginum setinn.
Íslendingar hafa litað miðbæ Tilburg bláum litum í dag og eru á leiðinni hingað í skrúðgöngu.
Fyrir leik
Íslenska liðið hefur ekki skorað mark í síðustu þremur leikjum sínum fyrir Evrópumótið og þá hefur Ísland aðeins skorað þrjú mörk á síðustu tveimur stórmótum.
Frakkland hefur að skipa frábæru varnarliði og það sýnir það til að mynda að liðið fékk ekki á sig mark í undankeppninni.
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands:Í seinustu leikjum höfum við skapað okkur færi og það er vel hægt að skora gegnum Frökkum. Þá bíður nýja kerfið okkar upp á að við getum skapað okkur færi. Við þurfum að nýta þau færi sem við fáum.
Fyrir leik
Brött brekka
Íslenska liðið er svo sannarlega litla liðið í þessum fyrsta leik sínum. Frakkland er með eitt sigurstranglegasta lið mótsins. Það er komið hingað til Hollands til að sækja gull.
Þó fáir hafi trú á sigri Íslands í kvöld hafa stelpurnar sjálfar verið óhræddar við að gefa það út að þær telji sig geta náð góðum úrslitum. Sama hvernig fer í þessum leik er ljóst að Ísland verður enn í möguleika á að komast upp úr riðlinum.
Fyrir leik
Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson sagði frá því á fréttamannafundi í gær að allir leikmenn hópsins væru klárir í slaginn.
Fyrir leik
Davíð Snorri Jónasson sá um að "skáta" franska liðið og fór á fjölmarga leiki hjá því í aðdragandanum. Við spurðum hann hvaða leikmenn Frakklands áhorfendur ættu að gefa gaum í leiknum.
Fyrir leik
Velkomin til leiks með Fótbolta.net á fyrsta leik Íslands á EM kvenna 2017 en leikurinn fer fram hér í Tilburg, á heimavelli Willem II.