Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Valur
6
0
Fylkir
Hlín Eiríksdóttir '18 1-0
Margrét Lára Viðarsdóttir '34 2-0
Elín Metta Jensen '43 3-0
Elín Metta Jensen '53 4-0
Elín Metta Jensen '74 5-0
Elín Metta Jensen '80 6-0
07.06.2019  -  19:15
Origo völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Smá vindur, nokkuð hlýtt og léttskýjað
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 199
Maður leiksins: Elín Metta Jensen (Valur)
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f) ('71)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f) ('81)
14. Hlín Eiríksdóttir ('71)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
6. Mist Edvardsdóttir
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('71)
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('81)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('71)
33. Emma Steinsen Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Jóhann Emil Elíasson
María Hjaltalín

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með stórsigri Vals! Fylkir sá ekki til sólar stóran hluta leiksins og Valur kaffærði þeim með Elín Mettu fremsta í flokki.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
90. mín
Elín Metta skorar aftur en er dæmd rangstæð!
90. mín
Valur fær hornspyrnu sem þær taka stutt og það rennur út í sandinn.
89. mín
Elín Metta er gjörsamlega tryllt út í Huldu Sig þegar hún tekur Mettu niður og brýtur á henni. Stúkan öskrar "Má segja svona" og "spjaldaðu hana" ekki veit ég hvað gekk á þarna en Elín var ekki sátt.
88. mín Gult spjald: Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)
Fær spjald fyrir að sparka í Dóru Maríu. Gunnar Oddur verið flottur á flautunni í kvöld.
85. mín
Valur heldur bara áfram að sækja og ekkert ólíklegt að þær bæti við einu marki á síðustu fimm mínútunum.
81. mín
Inn:Thelma Björk Einarsdóttir (Valur) Út:Hallbera Guðný Gísladóttir (f) (Valur)
Wok-On drottninginn fer af velli og inn á kemur TB eins og vallarþulurinn kallar hana.
80. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Hættu nú alveg!! Elín Metta er kominn með fjögur mörk, já ég sagði fjögur mörk gott fólk!

Fanndís kemur með geggjaða sendingu með svpona léttu touchi beint í hlaupaleiðina hjá Mettu sem er ein í gegn og skorar undir Cecilíu sem var samt í boltanum!

"Metta Settan" heyrist í stúkunni
78. mín
Valur fær enn eina hornspyrnuna en Cecilóia grípur hana eins og aðrar!
77. mín
Frábær varsla hjá Cecilíu. Hallbera kemur með geggjaðan bolta inn á teig þar sem Bergdís er mætt og nær skalla á markið en Cecilía ver virkilega vel. Bergdís komið sterkt inn í þennan leik!
74. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir) Út:Marija Radojicic (Fylkir)
74. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Bergdís Fanney Einarsdóttir
Hvað var ég að segja??? Elín Metta er komin með tvö assist og Þrennu! Hennar önnur þrenna í sumar og þrenna annan leikinn í röð!

Bergdís Fanney gerði mjög vel þegar hún keyrir upp hægri vænginn og leggur boltann á Elín Mettu sem að skorar af öryggi!
73. mín
Jæja 17 mínútur eftir og lítur ekki út fyrir að Fylkir sé að fara skora í kvöld. Valskonur ennþá mun líklegri til að bæta við og kæmi mér ekki á óvart ef við fáum eitt mark í viðbót!
71. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur) Út:Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Hlín verið frábær í leiknum! Guðrún Karítas er hinsvegar kominn inn á og ég ætla bara segja öllum það hér og nú að það eru svona 98% líkur á að hún skori þar sem hún er besti Super sub landsins!
71. mín
Inn:Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur) Út:Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Margrét Lára verið flott í kvöld
68. mín
Valur fær en og aftur hornspyrnu en þær eru bara ekki að nýta þær! Núna nedar hornspyrnan með skoti frá Dóru Maríu sem að fer í hliðarnetið!
67. mín
Margrét Lára með frábæran bolta yfir vörn Fylkis á Hlín sem reynir fyrirgjöf en varnarmenn Fylkis komast fyrir boltann og Valur fær horn. Þetta er hornspyrna númer 11 hjá Val en þær hafa ekki nýtt þær!
64. mín
Valur heldur bara áfram! Fanndís gerir virkilega vel þegar hún fer framhjá varnarmanni Fylkis og leggur boltann í hlaupið hjá Elín Mettu sem reyndi fyrirgjöf en María Björg bjargar í horn!

Hallbera tekur hornið enThelma skallar það frá. Þær bruna fram í skyndisókn en það verður lítið úr henni!
62. mín
Inn:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir) Út:Kristín Þóra Birgisdóttir (Fylkir)
Sæunn fer þá úr vinstri vænbak í hægri vængbak og Margrét kemur í þann vinstri.
59. mín
Valur heldur bara áfram. Þær spila hratt upp völlinn sem endar með því að Margrét Lára leggur boltann út á Dóru Maríu sem reynir skot í fyrsta en það fer langt framhjá markinu. Held það sé mjög langt síðan hún hitti fótbolta svona illa.
57. mín
Gestirnir virka bara alveg uppgefnir og eins og enginn tré á verkefninu.

Elín Metta vinnur enn eitt hornið eftir baráttu í teignum. Spyrnan inn á markteig og hvað gerist? Jú Cecilía grípur boltann.
55. mín
"Farið í boltann Fylkir" heyrist í stúkunni, stuðningsmennirnir ekki sáttir!

Elín Metta vinnur svo hornspyrnu fyrir Val og Dóra tekur 100 metra sprett til að taka hana! Hún tekur spyrnuna stutt á Fanndísi sem að setur han aftur á Dóru. Dóra kemur með fyrirgjöf og Lillý skorar en markið var dæmt af vegna rangstæðu!

Vallarþulurinn bombaði óvart í lag og hélt að markið hefði talið.
53. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir
Þær halda bara áfram! Núna á Margrét Lára flotta sendingu á Elín Mettu sem að fer framhjá Cecilíu í markinu og leggur hann svo auðveldlega í autt markið.

Þetta gæti endað með ósköpum fyrir Fylki með þessu áframhaldi.
52. mín
Fanndís tekur Huldu á og reynir svo fyrirgjöf sem að fer af Berglindi Rós og Valur fær hornspyrnu.

Dóra tekur spyrnuna beint á vítateigspunktinn en Þórdís Elva gerir vel og kemur sér fram fyrir Lillý og nær að snerta boltann og koma honum frá.
50. mín
Seinni hálfleikur er að byrja mjög svipað og sá fyrri endaði. Valur hefur öll tök á leiknum og eru líklegri til að bæta við fjórða markinu heldur en Fylkir að minnka muninn.
48. mín
Hallbera kemur með aukaspyrnu inn á teig sem að Berglind Rós skallar frá. Valskonur ná að skalla boltann aftur inn á teiginn en Berglind mætt aftur til að skalla hann frá.
46. mín
Thelma Lóa fær ágætis færi fyrir utan teig en hún hittir boltann illa og skotið eftir því.
46. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað!
45. mín
Inn:Sæunn Rós Ríkharðsdóttir (Fylkir) Út:Margrét Eva Sigurðardóttir (Fylkir)
Kjartan gerir breytingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Stórstjörnuvaktinn heldur áfram! Ég hitti Ian Jeffs hérna frammi og hann virkaði léttur og spenntur fyrir komandi landsliðs verkefnum. Emil Ásmunds er einnig mættur en hann getur ekki tekið hálfleiks sýninguna þar sem hann var að klára miðstærð af bragðaref. Það fylgir ekki sögunni hvað hann fékk sér í hann en vægast samt vonbrigði þar sem ég hef heyrt góða hluti um þessa halfleiks sýningu.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Hlíðarenda. Fylkir byrjaði mjög sterkt en síðan skora VAlur og tóku leikinn algjörlega yfir og eru sannfærandi 3-0 yfir í hálfleik.

Ég ætla skella mér aðeins út í sólina og ná mér í lit og D-Vítamín.
44. mín
Þetta virkar allt svo auðvelt fyrir Val. Gestirnir virðast bara ekki hafa nein svör við sóknarleik þeirra og virka smá á mig eins og þær séu búnar að gefast upp.
43. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
Valur er að keyra yfir Fylki þessa stundina!

Enn og aftur kemur bara langur bolti yfir vörnina en í þetta skipti á Hlín Eiríks sem að sendir boltann fyrir markið á Elín Mettu Jensen sem að klárar með vinstri fæti af miklu öryggi!
42. mín
Hallbera er með áætlunarferðir upp vinstri vænginn. Aftur kemur langur bolti fram á hana og hún stingur Huldu af og kemur svo með fyrirgjöf sem að Cecilía grípur í teignum!
40. mín
Fanndís vinnur hornspyrnu fyrir Val og Dóra María skokkar til að taka spyrnuna.

Ekkert verður úr hornspyrnunni.
37. mín
Fylkir hafa ekki verið að spila illa í þessum fyrri hálfleik en gæði Vals eru hinsvegar bara svo svakalega þarna fram á við að þær eru alltaf hættulegar þegar þær fara yfir miðju! Þær hafa verið að taka leikinn yfir hægt og rólega síðustu mínútur.

Margrét Lára var rétt í þessu að vinna hornspyrnu fyrir Val, fimmta hornspyrna þeirra í leiknum. Cecilía kýlir hornspyrnuna frá fremur auðveldlega þar sem fyrirgjöfin var beint inn á markteig.
34. mín MARK!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
MLV9! Er búin að koma Val í 2-0.

Fylkir er að spila framarlega nánast á miðlínu og Valskonur dæla boltanum yfir þær og núna kom langur bolti út á vinstri kantinn þar sem Hallbera tekur gott hlaup og kemur svo með fyrirgjöfina. Það verður smá klafs í teignum en boltinn dettur fyrir Elín Mettu sem að fer á milli 2 varnarmanna og nær á ótrúlegan hátt að pota boltanum á Margréti Láru sem að skorar með hnitmiðuðu skoti framhjá Cecilíu í markinu!
32. mín
Ég er byrjaður að öfunda fólkið sem að situr í stúkunni það er að fá sól og hita beint í andlitið! Mætti vera aðeins meira pepp og stemning í stúkunni samt en það hlýtur að koma þegar líðiur á leikinn. Það blæs svo smá hamborgara lykt frá grillinu inn á völlinn og upp í stúku, það hlýtur að auka söluna í hálfleik!
29. mín
Langur bolti fram á Elín Mettu sem að reynir skot en er ekki í næginlega góðu jafnvægi og skotið fer yfir markið.
27. mín
HVAÐ ER AÐ GERAST!! Hlín Eiríks fær þrjú færi til að skora!! Fyrst gerir María Björg mjög vel í að komast fyrir hana þegar hún er sloppin ein í gegn, svo ver Cecilía frá henni og að lokum á Hlín skot sem fer af varnarmanni og Valur fær hornspyrnu á endanum!

Hvernig var þetta bara ekki mark? Geggjuð björgun hjá Fylki.
24. mín
Valur er að reyna mikið af löngum sendingum yfir vörnina og Elín Metta á að elta þau. Markið kom einmitt þannig og eftir því sem líður á leikinn þarf Fylkir að færa sig framar og þá gæti Elín farið að sleppa ansi oft í gegn!
22. mín
Marija átti skot sem að Sandra ver. Marija verið öflug fyrstu 20 mínúturnar.
21. mín
Geggjuð barátta hjá Hlín sem að vinnur boltann út á hægri vængnum og keyrir í átt að teignum þar sem hún leggur boltann inn á markteiginn á Elín Mettu sem snýr bak í markið og reynir að leggja boltann út en Fylkir bjargar á síðustu stundu!
19. mín
Þetta hefur verið svolítið sagan hjá Fylki í sumar. Þær fá dauðafæri í leikjum en eru ekki að klára þau og þá er þér einfaldlega refsað, sérstaklega á móti svo góðu liði eins og Val.
18. mín MARK!
Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Þér er refsað ef þú nýtir ekki færin þín!

Valur er búið að skora eftir frábæra sókn, er Elín Metta allt í einu mætt ein í gegn á móti Cecilíu en les leikinn frábærlega og rennir boltanum til hliðar á Hlín sem að getur ekki annað en skorað úr þessu færi og staðan er 1-0!
16. mín
Valur fékk hornspyrnu sem Hallbera tók en virkar auðvelt fyrir Fylkir að verjast þessum föstu leik atriðum.
15. mín
Valur fær hornspyrnu sem Dóra María tekur. Fylkir skalla boltann frá og bruna fram í skyndisókn.

ÞvÍLÍKT DAUÐAFÆRIIIIIII!!!!! Frábær skyndisókn vægast sagt, sem endar með því að Marija fær boltann hægra megin og gefur hann fyrir þar sem boltinn lendir hjá Huldu Hrund en hún skýtur framhjá úr DAUÐAFÆRI á markteig.
14. mín
Frábærlega gert hjá Mariju og Ídu þegar þær taka gamla góða þríhyrninginn út á kanti og skilja tvo varnarmenn Vals eftir. Sendinginn frá Mariju eftir hann var slök og sókninn rann út í sandinn!
11. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Hlín Eiríks kemur með geggjaðan bolta inn fyrir vörn Fylkis og Fanndís er alein á móti Cecilíu en hún ver frá Fanndísi sem átti að gera betur þarna!
9. mín
Valur fær hornspyrnu þegar María Björg nær að pota boltanum frá Hlín Eiríks.

Hallbera tekur hornið inn á markteig en þar ræður Cecilía ríkjum og grípur boltann auðveldlega!

Hún bombar boltanum svo fram þar sem Elísa Viðars lendir í smá vandræðum þegar boltinn skoppar og Marija nær honum og reynir skot en það var ekki nógu fast og Sandra ver það.
6. mín
Stórstjörnuvaktinn! Hemmi Hreiðars er mættur að horfa á dætur sínar spila! Vel tanaður kallinn virðist hafa notað sumarið vel.
5. mín
Kemur langur bolti fram á Fanndísi sem er við það að sleppa í gegn en Hulda Sig kemur með frábæra tæklingu og bjargar því að Fanndís komist ein á móti Cecilíu í markinu.
3. mín
Marija fær sendingu út á vinstri kantinn og er ein á móti Elísu Viðars og keyrir á hana og rykkir sér framhjá henni áður en hún fer í skotið en það er ekki gott og beint á Söndru í markinu sem ver það auðveldlega.
2. mín
Fylkir að ógna en varnarmenn Vals eru vel á verði og koma boltanum tvisvar frá á stuttum tíma með Guný Árnadóttir fremsta í flokki.
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON! Gestirnir byrja með boltann og sækja í átt að Öskjuhlíðinni
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl ásamt yngri iðkendum knattspyrnudeildar Vals. Kaleo er blastað í kerfinu og Eiður Ben og Kjartan voru að fá 10-11 húfur þar sem sólin skín beint í andlitið á þeim og menn þurfa að sjá! Góð auglýsing fyrir 10-11.

Heyrðu það er bara kominn hörku hörku mæting í stúkuna! Kristín Ýr er vallarþulur í kvöld og kynnir liðin af mikilli innlifun, hún þekkir það alveg að tala aðeins í míkrafón!
Fyrir leik
Korter í leik og ekki margir mættir á völlinn. Það eru samt tveir meistarar mættir með trommur að ég held Fylkis megin. Chloe Froment leikmaður Fylkis er líka mætt í stúkuna en hún sleit krossband í seinasta deildarleik og verður ekki meira með í sumar.

Ég verð með stórstjörnu vakt í kvöld engar áhyggjur ég læt ykkur vita hverjir mæta!
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl að hita og allt eins og það á að vera. Það er föstudagskvöld, flott veður og burger á grillinu svo ég býst við hörku mætingu í stúkuna gott fólk!

Heyrði að Emil Ásmundsson leikmaður Fylkis myndi mæta og vera með hálfleiks sýningu fyrir áhorfendur.
Fyrir leik
Ég var að rölta aðeins út á völl og lenti í spjalli við Kjartan Stefáns þjálfara Fylkis og Eið aðstoðarþjálfara Vals. Þeir fræddu mig um allskonar hluti en Eiður ræddi um glænýja fótboltamyndavél sem að myndar leiki og kostar léttan 800 þúsund kall. Kæmi mér lítið á óvart ef að Eiður sé ekki búin að staðgreiða eina svoleiðis.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Hjá Val leiðir Elín Metta Jensen framlínuna en hún hefur verið óstöðvandi í upphafi móts. Dóra María og Ásgerður Stefanía sjá svo um miðsvæði fyrir Val en þær hafa náð vel saman í sumar.

Hjá Fylkir byrjar vinnslu hesturinn Berglind Rós Ágústsdóttir, Marija Radojicic leiðir framlínuna hjá gestunum og hin bráð efnilega Cecilía Rán er í markinu en hún ehfur verið gjörsamlega frábær í sumar vægast sagt!
Fyrir leik
Það eru fínustu aðstæðu á Hlíðarenda í kvöld. Það blæs aðeins en ekki of mikið, það er nokkuð hlýtt og léttskýjað eins og hefur verið undanfarna daga. Það er verið að bleyta völlinn í þessum töluðu orðum og allt lítur vel út hjá vallarstjóra Origo!
Fyrir leik
Valskonur eru enn taplausar eftir fyrstu 5. umferðirnar og hafa reyndar unnið alla 5 leikina. Fylkir situr hinsvegar í 6 sæti með 6 stig eftir 5.umferðir.

Bæði lið komust áfram í bikarnum síðustu helgi þar sem Valur vann stórsigur 1-7 á ÍBV út í Vestmannaeyjum á meðan Fylkir kom öllum á óvart og sló út íslands og Bikarmeistara síðasta árs Breiðablik 1-0 í Lautinni góðu.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkominn í beina textalýsingu frá leik úr 6.umferð Pepsi Max deildar kvenna þar sem Valur og Fylkir eigast við!

Leikurinn hefst 19:15 og er leikið á Origo vellinum.
Byrjunarlið:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
4. María Björg Fjölnisdóttir
5. Ída Marín Hermannsdóttir
6. Hulda Sigurðardóttir
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
8. Marija Radojicic ('74)
16. Kristín Þóra Birgisdóttir ('62)
18. Margrét Eva Sigurðardóttir ('45)
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
6. Sunna Baldvinsdóttir
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('62)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
24. Lilja Vigdís Davíðsdóttir
29. Jenný Rebekka Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Rakel Leósdóttir
Sigurður Þór Reynisson
Bryndís Arna Níelsdóttir
Chloe Froment
Viktor Steingrímsson
Sigurður Jón Sveinsson

Gul spjöld:
Hulda Hrund Arnarsdóttir ('88)

Rauð spjöld: