

Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Aðstæður: Skýjað og smá gola
Dómari: Ivan Kruzliak - Slóvakía
('67)
('82)
('60)
('60)
('60)
('60)
('60)
('60)
('82)
('67)
Íslenska liðið arfadapurt langstærstan hluta leiksins en svo fór allt í gang í lokin! Varamennirnir breyttu miklu og öll ljós kviknuðu eftir að við náðum að minnka muninn.
Churlinov skallaði á markið en Brynjar Ingi réttur maður á réttum stað og bjargar á ævintýralegan hátt á marklínu.
Sjö mínútur í uppbótartíma. Farið rosalega mikill tími í VAR skoðanir í leiknum.
Gult spjald: Blagoja Milevski (Norður-Makedónía)
Þvílíkur umsnúningur á einum fótboltaleik! Íslenska liðið vaknaði skyndilega og það með þessum líka hvelli!
MARK!Stoðsending: Albert Guðmundsson
Andri Lucas Guðjohnsen!!! Hans fyrsta landsliðsmark. Albert sendir á Andra sem tekur geggjaðan snúning rétt við markteiginn og skorar!
MARK!Stoðsending: Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson með skot úr aukaspyrnu sem markvörðurinn ver en heldur ekki boltanum, Brynjar Ingi hirðir frákastið og skorar.
Verið að skoða þetta í VAR. Brynjar mögulega rangstæður?
Miðað við þetta er ég farinn að kvÃða allverulega fyrir úrslitunum á móti Þýskalandi #fotboltinet
— Matti Matt (@mattimatt) September 5, 2021
SÃðasta verk fráfarandi stjórnar hlýtur að vera að reka Arnar Þór Viðarsson
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) September 5, 2021
Þessi frammistaða er á pari við það versta sem gerðist à stjórnartÃð Eyjólfs Sverrissonar. #fótbolti
— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) September 5, 2021
Gummi Tóta með þversendingu inná miðjuna, eitthvað sem manni er kennt að gera EKKI à 6 flokki.
— Pétur Örn GÃslason (@peturgisla) September 5, 2021
Skelfilegt hjá Ãslandi, andlaust og óþægilegt að fylgjast með þessu eins og öðrum málum þeim tengdum undanfarið.
Gult spjald: Albert Guðmundsson (Ísland)
MARK!Léleg vörn.
Ristovski með skottilraun hjá gestunum en laust skot sem Rúnar Alex ver auðveldlega.
Ísland náði ekki upp neinum takti í spilamennsku sína í þessum fyrri hálfleik. Menn verða að bretta upp ermar og fara yfir málin í hálfleiknum. Hljótum að fá betri spilamennsku í seinni hálfleik.
Þetta hlýtur að vera lélegast hálfleikur Ãslands à mjööög langan tÃma. Ekkert að frétta sóknarlega. Varð að hafa mig allan við að sofna ekki. Er samt ekkert syfjaður. #fotboltinet
— JúlÃus G. Ingason (@JuliusIngason) September 5, 2021
Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Íslenska liðið verið dapurt en þriðja liðið er einnig að eiga vondan dag.
Fokking svæðisvörn - Hættið þessari vitleysu #fotboltinet #maðurámann
— Jakob Leó Bjarnason (@jakoblb17) September 5, 2021
MARK!Stoðsending: Ezgjan Alioski
Velkoski skorar með skalla eftir hornspyrnu frá vinstri. Stingur sér í boltann á undan Viðari Erni. Rúnar Alex var í boltanum en nær ekki að verja, missir boltann inn.
Klaufalegt.
Þetta er okkar staður, þetta er okkar stund, Áfram Ísland!
Jóhann Berg Guðmundsson er geymdur utan hóps. Það hvíslaði að mér lítill fugl að það hafi verið vitað þegar hann mætti í verkefnið að hann væri ekki að fara að spila alla þrjá leikina í glugganum.
Stór stund fyrir Birki Má Sævarsson og Birki Bjarnason sem báðir eru að fara að spila sinn 100. landsleik í dag. Eru í byrjunarliðinu.
Það eru alls gerðar þrjár breytingar á liði Íslands frá tapinu gegn Rúmeníu á fimmtudag.
Rúnar Alex Rúnarsson er áfram í markinu eftir að hafa sýnt góða frammistöðu gegn Rúmeníu í síðasta leik.
Kári Árnason kemur inn í vörnina og er með fyrirliðabandið. Jóhann Berg Guðmundsson byrjar ekki í dag þar sem hann er tæpur. Hann er ekki í leikmannahópnum í dag.
Birkir Bjarnason og Mikael Neville Anderson, tveir leikmenn sem voru ekki með á æfingu í gær, eru í byrjunarliðinu. Þá kemur Ísak Bergmann Jóhannsson inn á miðsvæðið.
Útlit er fyrir að Birkir Bjarnason sé djúpur á miðjunni með tvo unga drengi - Andra Fannar Baldursson og Ísak Bergmann - fyrir framan sig.
Staðan í riðlinum:
1. Armenía 10 stig
2. Þýskaland 9 stig
3. Norður-Makedónía 7 stig
4. Rúmenía 6 stig
5. Ísland 3 stig
6. Liechtenstein 0 stig
Útvarpsþátturinn - Landsliðsumræða með Bjarna Guðjóns #fotboltinet https://t.co/RMA2ypPu7V
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) September 5, 2021
Armenía er á toppi riðilsins með 10 stig, Þýskaland er með 9 stig, Norður-Makedónía 7, Rúmenía 6, Ísland 3 og Liechtenstein 0.
Draumurinn um Ísland á HM í Katar er svo gott sem úti, eitthvað sem við verðum bara að kyngja. Það eru kynslóðaskipti og mikilvægt að byggja upp öflugt lið fyrir næstu undankeppni.
Ivan Kruzliak frá Slóvakíu verður dómari leiksins. Kruzliak dæmir meðal annars í Meistaradeild Evrópu.
Pólverjinn Pawel Raczkowski verður VAR dómari. VAR var ekki notað í tapi Íslands gegn Rúmeníu á fimmtudaginn þar sem bilun kom upp í tæknibúnaði. Það eru komnar nýjar græjur til landsins og allt verður í standi í dag!
('72)
('91)
('79)
('79)
('91)
('72)
('79)
('79)
