Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
HK
1
0
Stjarnan
Birnir Snær Ingason '75
Valgeir Valgeirsson '79 1-0
20.09.2021  -  19:15
Kórinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Kórinn, það er logn og rigningarlaust.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Guðmundur Þór Júlíusson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Leifur Andri Leifsson (f) ('53)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Birnir Snær Ingason
8. Arnþór Ari Atlason
17. Valgeir Valgeirsson
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
30. Stefan Ljubicic ('85)

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
7. Örvar Eggertsson ('53)
10. Ásgeir Marteinsson
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Jón Arnar Barðdal ('85)
20. Ívan Óli Santos

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson

Gul spjöld:
Ívar Örn Jónsson ('50)
Valgeir Valgeirsson ('56)
Birnir Snær Ingason ('71)
Sandor Matus ('79)

Rauð spjöld:
Birnir Snær Ingason ('75)
Leik lokið!
HK úr fallsæti...Fylkir fallnir (staðfest)

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.

Lokaumferðin enn fjörugri bara...
90. mín
+2

HK að eyða klukkunni hér...
90. mín
Fjórar mínútur í uppbót
90. mín
Ólafur Karl fer hér duglega í Ásgeir Börk og Vilhjálmur dæmir brot...ansi fast farið.
86. mín
FÆRI!

Stjarnan að koma ofar á völlinn og Guðmundur Þór nær ekki að hreinsa þessum almennilega frá, boltinn dettur á Hilmar Árna á vítateigslínunni og hann er í upplögðu skotfæri en þessi fer töluvert framhjá.
85. mín
Inn:Jón Arnar Barðdal (HK) Út:Stefan Ljubicic (HK)
84. mín
Inn:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
84. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Stjarnan) Út:Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)
84. mín
Inn:Oscar Francis Borg (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
82. mín
Þriðja horn Stjörnunnar í röð...skilar engu...
79. mín MARK!
Valgeir Valgeirsson (HK)
Stoðsending: Stefan Ljubicic
Já takk!!!

Ljubicic tarfast upp vinstri vænginn og neglir fyrir, boltinn fer í gegnum allan teiginn og til Valgeirs utarlega, hann tékkar sig inn og neglir að marki, boltinn hefur eilitla viðkomu í varnarmann og Haraldur nær þessum ekki.

Kannski var rauða spjaldið nákvæmlega það sem þurfti til að kveikja í HK!
79. mín Gult spjald: Sandor Matus (HK)
Aðstoð við dómarann...
75. mín Rautt spjald: Birnir Snær Ingason (HK)
RISAÁKVÖRÐUN!

Birnir tékkar sig inn í teiginn og fellur við. Vilhjálmur telur um leikaraskap hafi verið að ræða, flautar og gefur seinna gula og rautt.

Vá...mig vantar VAR hérna...þessi var rosaleg!
74. mín
HK eru að hækka tempóið og komnir ofar á völlinn.

Það er svolítið á þeirra ábyrgð að keyra þennan leik áfram, það eru jú þeir sem hafa að einhverju að keppa.
71. mín Gult spjald: Birnir Snær Ingason (HK)
Uppúr hörkuhasar úr horni hreinsar Stjarnan og Emil nær boltanum á leið í skyndisókn á undan Birni sem kemst ekki hjá brotinu.
70. mín
Aukaspyrnu-Ívar!

Flott aukaspyrna sem Haraldur gerir vel í að verja niðri í vegghornið, upp úr því fá HK horn.
69. mín Gult spjald: Björn Berg Bryde (Stjarnan)
Þessi skæri hans Birnis koma úr listaverkabúð en ekki kjörbúð!

Bryde átti ekki séns. Skotfæri.
65. mín
Stjörnumenn halda í boltann hér og virðast vera að ná einhverju taki á leiknum.

Það er frekar lítið að frétta af heimamönnum og sóknum þeirra.
62. mín
Leikurinn aftur dottinn niður hér í Kórnum, það styttist tíminn sem eftir er til að hefja fjörið.

Koma nú!
59. mín
Færi.

Birnir fer illa með varnarmenn Stjörnunnar, leggur til hægri þar sem Valgeir sendir inn í teig en Örvar hittir ekki boltann í fínni stöðu.
56. mín Gult spjald: Valgeir Valgeirsson (HK)
Hraustleg tækling á Þórarni.
55. mín
Ívar enn í basli, Óli kemst framhjá honum og sendir inn í teig þar sem Arnar nær að krafsa boltann út úr teignum.

Stjarnan hefur verið sterkari hér í upphafi síðari.
55. mín
Birkir er hafsent núna með Guðmundi og Valgeir er hægri bakvörður.

Örvar á hægri væng.
54. mín Gult spjald: Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoppar skyndisókn.
53. mín
Örvar kemur á vænginn og strax í færi.

Skot utan teigs og framhjá.
53. mín
Inn:Örvar Eggertsson (HK) Út:Leifur Andri Leifsson (HK)
Kallaði á bekkinn og bað um skptingu kafteinninn.
50. mín
Arnar fer út og kýlir inswing aukaspyrnu út úr teignum.
50. mín Gult spjald: Ívar Örn Jónsson (HK)
Klaufalegt hjá Ívari, er að skýla boltanum í útspark en Þorsteinn Már kemst framhjá og ÍVar brýtur.
48. mín
Stjarnan er búið að breyta áherslunum og farnir í 4231

Halli

Óli - Björn - Daníel - Þórarinn

Halldór - Einar

Þorsteinn - Ólafur - Hilmar

Emil
47. mín
Fyrsta færið er HK. Atli fær skallafæri upp úr aukaspyrnu, skallinn í varnarmann og aftur til Atla, hann á skot sem fer framhjá á nær.
46. mín
Leikur hafinn
Aftur af stað í Kópavogi.
46. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Magnus Anbo (Stjarnan)
Breyting í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Þarmeð er flautað af í Kórnum.

Leikurinn byrjaði ágætlega og HK vissulega verið grimmari. Þetta er þó ansi bragðdauft!
45. mín
Mínúta í uppbót.
44. mín
Nú þurfum við að fara að fá hálfleik. Leikurinn er alveg að fjara út hérna.

Treysti því að við sjáum meira effort í síðari hálfleik.
40. mín
Halldór tekur skot hér lang utan af velli en hátt yfir.
38. mín
Leikurinn á skrýtnum stað, mikið að ganga á milli liða og sendingar í gæðalágmarki.

Ég hélt að HK myndu gera meira áhlaup í þessum leik en mér virðist þeir hafa látið skynsemina bera hasarinn ofurliði hingað til, þetta er svolítið eins og leikur þar sem hvorugt liði hefur að miklu að keppa.
34. mín
Enn HK!

Birnir notar enn skærin með öflugum árangri og leggur inn í teiginn. Ljubicic neglir þessum yfir en átti hér að gera betur.
32. mín
Birnir fær sendingu frá Ljubicic og neglir að marki. Einfalt fyrir Harald að klára þennan.
30. mín
Atli fær boltann utan teigs eftir snotra vinnu Birnis og lætur vaða en Haraldur tekur þennan örugglega með góðri skutlu.
28. mín
Fyrsta skot Stjörnumann að marki er mætt.

Einar Karl töluvert utan teigs en hátt yfir.
24. mín
Stjarnan augljóslega að lesa leiklýsinguna mína, nú vaða þeir upp völlinn og inn í teig en varnarmenn HK eru uppi á táberginu og bjarga í horn.

Sem ekkert verður úr.
21. mín
HK eru miklu ákveðnari hér þessa stundina, mikið af boltum í teig gestanna og þegar þeir sækja þá er það máttlaust að miklu leyti og á fáum mönnum.
19. mín
Enn er það HK, nú veður Birnir upp vinstra megin og leggur á Arnþór sem stýrir þessum innanfótar að marki en yfir.
18. mín
Skalli að marki, Ívar sendir aukaspyrnu með inswing og Atli nær að stanga þennan en beint í fang Haraldar.
16. mín
Hér vorum við nálægt!

Birnir tekur u.þ.b. átta skæri áður en hann leggur boltann út í teig þar sem Arnþór "dúnkar" boltann utanfótar og rétt framhjá.

Eftir frekar yfirvegaða byrjun held ég að þetta sé að vakna hérna.
12. mín
Næsta sókn, Stjarnan hefur skorað upp úr misheppnaðri sendingu HK en Vilhjálmur dæmir hendi á Stjörnumanninn við lítil mótmæli.

Ekki er beðið um sturtu að þessu sinni...
11. mín
Ljubicic og Daníel eigast við, framherjinn hristir varnarmanninn af sér og er að fara í gegn en Vilhjálmur flautar brot.

"Dómarann í sturtu" syngur sveitin. Það er nú fulllangt gengið!
9. mín
Aftur færi hjá HK, enn Valgeir upp hægra megin og nú er það Birnir Snær á fjær sem er aðeins of seinn.

Þó að þetta rími þá tókst plottið ekki.
8. mín
Stjarnan speglar leikkerfið, spilar 4-3-3

Haraldur

Óli - Björn - Daníel - Þórarinn

Anbo - Einar - Halldór

Þorsteinn - Emil - Hilmar
6. mín
Fyrsta færið er HK. Valgeir veður upp hægri vænginn og sendir inní en Ljubicic aðeins of seinn og boltinn fer í gegnum allan teiginn.

4. mín
HK spila 4-3-3

Arnar

Birkir - Guðmundur - Leifur - Ívar

Atli - Ásgeir - Arnþór

Valgeir - Ljubicic - Birnir
2. mín
Stjarnan hápressar í byrjun og hafa komist í ágætis leikstöður og fengu horn sem skoppar um í teignum áður en hreinsað.
1. mín
Leikur hafinn
Komið af stað í Kórnum.
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks og stemmingin er keyrð upp af Sigga vallarþul.

Risadagur fyrir heimamenn
Fyrir leik
Tíu mínútur í leik, liðin farin í klefann og týnist í stúkuna.

Það er töluvert meira um gesti hjá heimaliðinu...en þó eru nokkrir Stjörnumenn að tínast á svæðið.
Fyrir leik
Liðsstjórar HK og Stjörnunnar hafa skilað inn leikskýrslum fyrir sín lið fyrir leik þeirra í Kórnum.

Stefan Ljubicic og Birkir Valur Jónsson koma inn í lið HK í stað Jóns Arnar Barðdal og Martin Rauschenberg sem ekki er í hóp í dag enda í láni frá Stjörnunni og má ekki leika gegn "eignarfélaginu".

Hjá Stjörnunni koma Magnus Anbo, Halldór Orri Björnsson og Daníel Laxdal inn eftir skellinn gegn FH í síðustu umferð, Elís Rafn Björnsson og Adolf Daði Birgisson setjast á bekkinn auk Eggerts Arons sem er í leikbanni.
Fyrir leik
Að venju er lýsingaraðstoð vel þegin...svona ef menn vilja.

Henda #fotboltinet inn í tíst á twitter og það gæti endað hér.
Fyrir leik
Í liðunum má finna leikmenn sem hafa leikið fyrir hitt.

Jón Arnar Barðdal er uppalinn Stjörnumaður sem nú leikur fyrir HK og Martin Rauschenberg kom upphaflega í Garðabæinn en er nú þverröndóttur í Kópavoginum.

Stjörnumegin finnum við svo Björn Berg Bryde og Emil Atlason sem léku með HK 2019.




Fyrir leik
Bæði lið koma inn í leikinn í kjölfar slæmra skella.

HK töpuðu 0-3 fyrir meistaraefnum og sínum gömlu nágrönnum í Víkinga á útivelli en Stjarnan lá 0-4 í erkifjendaslag við FH Garðabæjarmegin við Fjarðarkaup.
Fyrir leik
Dómarakvartettinn fyrir daginn er klár.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautar, honum til aðstoðar eru tveir með flagg og headset, þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Eysteinn Hrafnkelsson. Fjórði í kvartettnum er með headset án flaggs, stjórnar við bekkinn og í almennri aðstoð. Sá er Helgi Mikael Jónsson.

Eftirliti með þessum köppum sinnir árbæski Strandamaðurinn Viðar Helgason.
Fyrir leik
Stjörnumenn eiga leikmann í leikbanni, Eggert Aron Guðmundsson fékk rautt spjald í síðasta leik gegn FH, heimamenn eru ekki þar en spjald á Ásgeir Börk, Ívar Örn eða Martin Rausenberg myndi þýða að þeir ná ekki síðustu umferðinni vegna agabanns fyrir uppsöfnuð spjöld.


Fyrir leik
Leikurinn í kvöld er sjötti leikur þessara liða í efstu deild.

Það er ljóst að ef að HK ætla að ná í stigin þrjú þurfa þeir að skrifa söguna því þeir hafa aldrei sigrað Stjörnuna í efstu deild.

Af leikjunum fimm hefur Stjarnan unnið fjóra og einu sinni varð jafntefli. Markatalan er 11 - 5 fyrir gestina.
Fyrir leik
Fyrri leik þessara liða lauk með 2-1 sigri Stjörnunnar.

Hilmar Árni Halldórsson og Emil Atlason skoruðu fyrir Stjörnuna en Stefan Ljubicic fyrir HK


Fyrir leik
Stjörnumenn sigla lygnan sjó í deildinni þetta árið og hafa einungis að stoltinu að keppa.

Það er þó þannig að Stjarnan gæti hæglega endað alveg niðri í 9.sæti deildarinnar ef þeir safna ekki fleiri stigum og það er klárlega ekki það sem þeir horfa til.

Sigur í dag allt að því tryggir þeim 7.sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Leikurinn hefur gríðarmikla þýðingu fyrir heimamenn sem enduðu gærdaginn í fallsæti eftir sigur ÍA á Fylki.

Ekki nóg með það þá þýddi stærð sigurs Skagamanna það að stig í dag mun ekki duga HK til að fara úr fallsæti, nema að leikurinn fari 7-7! Sigur þurfa þeir að fá til að losna úr öðru tveggja kjallarasætanna í PepsiMax-deildinni.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og hjartanlega velkomin í beina textalýsingu úr Kórnum.

Hér taka heimamenn í HK á móti bláklæddum Garðbæingum í Stjörnunni, um lokaleik 21.umferðar deildarinnar er að ræða.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('84)
Björn Berg Bryde
4. Óli Valur Ómarsson
6. Magnus Anbo ('46)
7. Einar Karl Ingvarsson ('84)
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('84)
22. Emil Atlason

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
3. Oscar Francis Borg ('84)
11. Adolf Daði Birgisson ('84)
17. Ólafur Karl Finsen ('46)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
20. Eyjólfur Héðinsson
21. Elís Rafn Björnsson ('84)
35. Daníel Freyr Kristjánsson

Liðsstjórn:
Þorvaldur Örlygsson (Þ)
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Ejub Purisevic

Gul spjöld:
Ólafur Karl Finsen ('54)
Björn Berg Bryde ('69)

Rauð spjöld: