Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
0
3
Víkingur R.
0-1 Erlingur Agnarsson '18
0-2 Kári Árnason '45
0-3 Helgi Guðjónsson '94
16.10.2021  -  15:00
Laugardalsvöllur
Mjólkurbikar karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Pablo Punyed
Byrjunarlið:
Gísli Laxdal Unnarsson
1. Árni Marinó Einarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
4. Aron Kristófer Lárusson ('81)
5. Wout Droste ('62)
7. Sindri Snær Magnússon ('81)
9. Viktor Jónsson (f) ('87)
10. Steinar Þorsteinsson
19. Ísak Snær Þorvaldsson
22. Hákon Ingi Jónsson ('62)
44. Alex Davey

Varamenn:
4. Hlynur Sævar Jónsson
16. Brynjar Snær Pálsson
17. Ingi Þór Sigurðsson ('87)
18. Elias Tamburini ('81)
19. Eyþór Aron Wöhler ('62)
20. Guðmundur Tyrfingsson ('62)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('81)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Dino Hodzic
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Wout Droste ('31)
Alex Davey ('40)
Sindri Snær Magnússon ('51)
Ísak Snær Þorvaldsson ('64)
Aron Kristófer Lárusson ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VÍKINGAR ERU BIKARMEISTARAR 2021

3-0 sigur niðurstaðan og eru Víkingar fyrsta liðið síðan 2011 að vinna tvöfalt!

Þakka kærlega fyrir samfylgdina í dag, minni á öll viðtöl sem koma á eftir og skýrsluna

Til hamingju allir Víkingar!
94. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
HELGI ER AÐ KLÁRA ÞETTA ENDANLEGA!!!!

Kemst upp allan völlinn í kapphlaupi við Gumma Tyrfings en Helgi hefur betur í sprettinum og kemst einn gegn Árna og rennir honum með vinstri milla fóta Árna!!

Þvílikt mark!!!
90. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.) Út:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
+5 í uppbót, AP kominn inn á og blys í stúku Víkinga!
89. mín
Nú liggja menn niðri!! Ísak og Ingvar lenda í samstuði og hlaupa menn inn á völlinn að gefa þeim aðhlynningu!
87. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
87. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Viktor Jónsson (ÍA)
86. mín
INGVAR JÓNSSON ER BIG GAME PLAYER!!!

Steinar Þorsteinsson með geggjað skot fyrir utan teig uppi í nærhorninu en Ingvar sér við honum!

Ingvar verið rosalegur þegar Víkingar þurfa á þeim að halda
84. mín
Staðan í spjöldum er ÍA 5 - Víkingur 1


81. mín
Inn:Elias Tamburini (ÍA) Út:Aron Kristófer Lárusson (ÍA)
81. mín
Inn:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Út:Sindri Snær Magnússon (ÍA)
79. mín
LUIGI!!

Boltinn dettur til Luigi sem reynir skot í fyrsta fyrir utan teig og boltinn fer rétt framhjá markinu!!

Trúi ekki öðru en Vikes skori annað
78. mín
Frábært spil milli Loga og Kristals sem endar á því að Logi fær hann upp við endalínu og reynir fyrirgjöf sem Skagamenn hreinsa í hornspyrnu
75. mín
ENN EIN GEGGJAÐA AUKASPYRNAN!!

Atli Barkarson með aukaspyrnu fyrir utan teig og spyrnan er geggjuð yfir vegginn en syngur í hliðarnetinu!!

Vikes eru líklegri..
74. mín
Skyndisókn hjá Víkingum sem endar á því að Atli Barkar á fast skot beint á Árna sem ver þetta ágætlega!!
72. mín
STÖNGIN AÐ LEIKA VÍKINGA GRÁTT!!!

Kwame fær boltann á vinstri kantinum og keyrir inn á völlinn og reynir skot í nærhornið sem endar í stönginni!!

Kwame alltaf stórhættulegur
71. mín Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (ÍA)
68. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Þreföld takk fyrir

68. mín
Inn:Kwame Quee (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Þreföld takk fyrir
68. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Þreföld takk fyrir
65. mín
INGVAR JÓNSSON MAÐUR LIFANDI!!!

Steinar Þorsteinsson kemst einn inn fyrir með menn í bakinu og rennir boltanum til hliðar á Gísla Laxdal sem kemst einn gegn Ingvari en Ingvar gerir sig stóran og fer þetta frábærlega frá Gísla!!!

Þarna þarf Gísli að gera betur eftir frábæran undirbúning Steinars...
64. mín Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
62. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (ÍA) Út:Wout Droste (ÍA)
62. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Hákon Ingi Jónsson (ÍA)
62. mín
PABLO OG KRISTALL

Pablo með skot fyrir utan teig sem smellur í fjærstönginni og fellur þaðan til Kristals sem á skot í fyrsta frmhjá markinu!!!

Skagamenn þurfa að fara rífa sig í gang ef þeir ætla að ná allavega framlengingu!
60. mín
Skagamenn að undirbúa tvöfalda skiptingu sýndist mér!
58. mín
Spyrnan hjá Kristal


53. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
52. mín
ÞETTA HEFÐI VERIÐ MARK TÍMABILSINS!!!!

Kristall með aukaspyrnu frá svona 28-30m færi og á sturlað skot sem fer rétt framhjá Samúeli nær!!

Geðveik spyrna!!
51. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
50. mín
Víkingar byrja mun betur!!

Viktor Örlygur fær mikið svæði vinstra megin í teig Skagamanna og reynir sendingu þvert fyrir markið en ÁM gerir vel og handsamar fyrirfjöfina!

Niko Hansen beið á fjær og var að fara pota þessu inn !
47. mín
ÁRNI MARINÓ

Viktor Örlygur með sendingu inn fyrir vörn ÍA og Erlingur Agnarsson kemst einn inn fyrir gegn Árna og Árni gerir sig stóran og ver frábærlega frá honum!!

Árni heldur Skaganum á lífi
46. mín
Seinni er farinn af stað

Núna eða aldrei fyrir Skagamenn!!
45. mín
Hálfleikur
Vikes fara með 2-0 forystu í hálfleikinn

Skagamenn klárlega fengið sína sénsa en Vikes bara grimmari og fara mun betur með sína sénsa!!

Brutal högg í andlitið fyrir Skagamenn rétt fyrir hálfleikinn...
45. mín MARK!
Kári Árnason (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
AÐ SJÁLFSÖGÐU ÞURFTI ÞAÐ AÐ VERA KÁRI!!

Pablo með hornspyrnu inn á teig beint á kollinn á Kára Árnasyni sem bara stýrir boltanum í nærhornið og mér sýndist dekkningin hjá Skagamönnum vera bara léleg þarna...

2-0!!!


45. mín
Hornspyrna fyrir Víkinga
45. mín
Tveimur mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
44. mín
Aukaspyrna frá vinstri inn á teig

Spyrnan er góð með "in-swing" en boltinn skoppar í gegnum allan pakkann og þaðan í hornspyrnu..

Þarna vantaði greddu hjá Vikes..
40. mín Gult spjald: Alex Davey (ÍA)
Úff þessi var ljót, ekki nema hálftíma of seinn í Kristal..

38. mín
Víkingar fá hornspyrnu frá vinstri

Skallað út fyrir teiginn þar sem Viktor Örlygur tekur við boltanum og tekur skot á lofti en boltinn rétt framhjá

Skemmtileg tilraun

36. mín
Jói Kalli og Skagamenn allt annað en sáttir með dómarann. Halldór Smári fór hátt upp með löppina en ekkert dæmt.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
35. mín
Ekki mikið gerst núna síðan að Gísli Laxdal átti skot fyrir einhverjum 12 mínútum síðan en Skagamenn verið meira með boltann en ekki skapað nein hættuleg færi...
31. mín Gult spjald: Wout Droste (ÍA)
29. mín
Manstu þegar Arnar Gunnlaugs var með hár syngja Skagamenn.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
29. mín
Erlingur að skora mark Víkinga!


26. mín
Skyndisókn hjá Víkingum

Kristall Máni keyrir upp að teig ÍA og reynir sendingu inn fyrir vörn Skagamanna, fer í varnarmann og fær boltann aftur og reynir skot í fjærhornið en boltinn rétt framhjá markinu!!
23. mín
INGVAR!!!

Ísak með sendingu á Gísla Laxdal sem fer einn á einn gegn Sölva, fer inn á hægri fótinn sinn og á sturlað skot í fjær en Ingvar ver þetta frábærlega í hornspyrnu!!

Ekkert varð úr þessari hornspyrnu svo..
21. mín
Vikes með hornspyrnu frá vinstri!

Kristall Máni tekur hornspyrnuna, hún er á nærsvæðið þar sem Halldór Smári flikkar boltanum á fjær en Víkingarnir rétt missa af knettinum...

Momentið er klárlega með Víkingum núna og eru að skapa sér meira..

18. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
ÞVÍLIKT MARK HJÁ VÍKINGUM!!!

Kristall með flotta sendingu á Pablo sem fær boltann fyrir utan teig, keyrir í átt að teignum og leggur boltann inn fyrir vörn ÍA þar sem eigandi Bagel & Co. Erlingur Agnarsson kemst gegn Árna Marinó og klárar frábærlega í nærhornið!!!

Frábært mark!!
15. mín
Korter liðið af leiknum og Skagamenn átt hættulegasta tækifærið þegar að Gísli Laxdal skallaði framhjá markinu eftir fyrirgjöf

Víkingar skapað minna en hins vegar jafn leikur!
10. mín
Þarna munaði litlu!!

Viktor Jonsson með boltann fyrir utan teig og vippar boltanum inn fyrir vörn Víkinga, Steinar Þ og Ingvar fara í kapphlaup um boltann en Ingvar hefur betur!
6. mín

Þjálfarar liðanna.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
6. mín
ÍA vilja víti!!

Hornspyrna frá vinstri þar sem boltinn skoppar í teignum og Skagamenn vilja meina boltinn hafa farið í höndina í Víkingi??

Ómögulegt fyrir mig að sjá þetta því miður...

Í sjónvarpsupptöku má sjá að boltinn fór í höndina á Sölva!


Ekkert dæmt.
4. mín
Það verður nú bara að segjast að stemningin í stúkunni er rafmögnuð og stuðningsmenn beggja liða auðvitað búnir að fjölmenna í stúkunna, frábært að sjá!




2. mín
FYRSTA FÆRIÐ ER SKAGAMANNA!!

Boltinn kemur upp hægri kantinn á Viktor Jónsson sem á frábæra sendingu á fjær þar sem Gísli Laxdal mætir og skallar boltann í jörðina og framhjá

Gott færi!!
1. mín
Sölvi Geir er í hægri bakverðinum hjá Víkingi. Þeir Halldór Smári og Kári Árnason eru í miðverðinum.

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað

Megi betra liðið vinna og áfram góður fótboltaleikur. ÍA byrjaði með boltann í fyrri hálfleik.

KOMA SVO!!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!

Frá undanúrslitaleikjunum er einungis ein breyting á hvoru liði Guðmundur Tyrfingsson tekur sér sæti á bekknum hjá ÍA og Hákon Ingi Jónsson kemur inn. Hjá Víkingi kemur Halldór Smári inn og Karl Friðleifur er á bekknum.

Hákon Ingi kemur inn á kantinn hjá ÍA en það er spurning hvort Víkingur sé í þriggja manna vörn, með Sölva í bakverðinum eða leysi hægri bakvörðinn á einhvern annan hátt.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Maðurinn með flautuna

Jóhann Ingi Jónsson verður dómari leiksins en Jóhann var valinn besti dómari sumarsins að mati Fótbolta.net

Málin voru rædd í útvarpsþættinum en Sverrir Mar Smárason, þáttastjórnandi Ástríðunnar, vonar að þeir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen fari ekki að stýra ákvörðunum.

"Besti dómarinn dæmir bikarúrslitaleikinn, Jóhann Ingi," sagði Elvar Geir Magnússon og var Sverrir fljótur að koma með innskot í þá umræðu.

"Hann þarf að passa sig að leyfa Kára og Sölva ekki að stýra því sem hann ákveður. Þeir taka yfir leikina," sagði Sverrir áður en Tómas Þór Þórðarson svaraði á einfaldan hátt: Gangi honum vel með það."
Fyrir leik
Arnar Gunnlaugsson var auðvitað í viðtali líka við Fótbolta.net en þetta er eitt af því sem hann hafði að segja um leikinn.

"Þetta er draumaúrslitaleikur fyrir mig, fæddur og uppalinn Skagamaður og bæði lið áttu ævintýralegan endir á tímabilinu. Stuðningsmenn beggja liða búnir að vera frábærir"

"Núna skilur maður hvernig þessum stóru stjórum líður sem senda fimmtán leikmenn í landsliðsverkefni, örugglega nagandi á sér neglurnar hvernig leikmenn koma til baka. Allir eru heilir og 'ready to go'"
Fyrir leik
Jóhannes Karl þjálfari ÍA hefur mikið verið í umræðunni fyrir þessa frægu Tene ferð sína en þetta hafði hann að segja um hana í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

"Menn hafa skoðun á því, ég átti mjög góða daga á Tene og náði að hlaða batteríin. Ég var þar frá þriðjudegi til laugardags og það hafði engin áhrif á undirbúning liðsins fyrir leikinn. Það er þessi æfingavika sem skiptir gríðarlega miklu máli og við komum vel undirbúnir inn í leikinn og ætlum okkur að vinna."
Fyrir leik
Undanúrslit

ÍA unnu flottan sigur gegn Keflvíkingum 2-0 þar sem Gísli Laxdal skoraði bæði mörk Skagamanna.

Víkingar unnu öruggan sigur á Vestra þar sem Kristall Máni Ingason skoraði þrennu.

ÍA gegn Víkingum Úrlsitaleikur Mjólkurbikarsins (Staðfest)
Fyrir leik
8 liða úrslit

Skagamenn kíktu í heimsókn í Breiðholtið og unnu ÍR-inga 1-3 þar sem mörk ÍA skoruðu ÞÞÞ, Gísli Laxdal og Gummi Tyrfings.

Víkingar unnu seiglu sigur gegn Fylki í Árbænum þar sem Orri Sveinn varnarmaður Fylkis skoraði sjálfsmark í byrjun framlengingar og leikar enduðu með 0-1 sigri Víkinga.
Fyrir leik
16 liða úrslit

Skagamenn unnu öflugan 1-0 sigur gegn FH á heimavelli þar sem Ísak Þorvaldsson skoraði mark Skagamanna en Árni Marínó markmaður stal senunni með frábærum leik milli stangana.

Víkingar unnu einning öflugan sigur á KR 3-1 þar sem Viktor Örlygur, Erlingur Agnars og Nikolaj Hansen skoruðu mörk Víkinga.
Fyrir leik
32 liða úrslit

Bæði lið byrjuðu herferðina í átt að leiknum á Laugardalsvelli á 3-0 sigri

ÍA unnu lang lang lang besta lið Lengjudeildarinnar, Fram örugglega á heimavelli þar sem Morten Beck skoraði eitt og Steinar Þorsteinsson bætti svo við tveimur mörkum.

Víkingar unnu Sindra frá Hornafirði á heimavelli þar sem Adam Pálsson, Kwame Quee og Viktor Örlygur Andrason skoruðu mörk Víkinga
Fyrir leik
Það er bikarúrslitadagur dömur og herrar

Það er rosalegur leikur framundan í dag heldur betur, ÍA og Víkingur Reykjavík eru að fara mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins!


Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Sölvi Ottesen ('87)
Kári Árnason
7. Erlingur Agnarsson ('68)
8. Viktor Örlygur Andrason ('68)
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f)
23. Nikolaj Hansen (f) ('68)
80. Kristall Máni Ingason ('90)

Varamenn:
3. Logi Tómasson ('68)
9. Helgi Guðjónsson ('68)
11. Adam Ægir Pálsson ('90)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('87)
27. Tómas Guðmundsson
77. Kwame Quee ('68)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Ragnar Jónsson

Gul spjöld:
Halldór Smári Sigurðsson ('53)

Rauð spjöld: