
1







Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Töfrateppið á sínum stað og gott veður fyrir fótbolta
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1127
Maður leiksins: Nökkvi Þeyr Þórisson













Þakka fyrir samfylgdina og minni á viðtöl og skýrslu á eftir.


Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
Íssssskaldur og gefur bara boltann í hægra hornið og sendir Halla í vitlaust horn!
ÞRENNA frá Nökkva takk fyrir og stoðsending í þokkabót!!
Enn og aftur bara klárt víti þar sem að Þórarinn hamrar aftan í Elfar Árna
Rosalega klaufalegt
Það er eitthvað mark í loftinu hérna í Garðabæ veit bara ekki hvoru megin það kemur

Danni Finns kemur inn á í hans stað

Skyndisókn hjá KA þar sem að boltinn endar hjá Bogaert sem á geggjaða sendingu á fjærstöngina þar sem að Danni Hafsteins er nánast inn í markinu en reynir að vera sniðugur og skallar boltann fyrir markið í átt að Nökkva en Nökkvi nær ekki til hans
Daníel hefði getað skallað í opið markið...
Núna liggur Ívar niðri og þarfnast aðhlynningu.
Vonum að það fari að færast meira líf í þetta!
Megi seinni bjóða upp á sömu skemmtun! Sjáumst aftur eftir rúmar 15 mínútur.

Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
Hægri fótur vinstra horn og Halli í rangt horn!!
Þetta er algjör þvæla þessi leikur!!!
BBB í algjöru brasi og ætlar að skýla boltanum til Halla en Elfar Árni kemst inn í boltann og potar framhjá Halla sem fellir hann niður!

Stoðsending: Emil Atlason
Sama horn og áðan og aftur fer Jajalo í rétt horn en Jajalo blakaði boltanum í stöngina og inn!!
Þvílíkur veislu fyrri hálfleikur sem er að eiga sér stað hérna í Garðabæ!
Danni Lax með geggjaða sendingu inn á teig þar sem Ísak kemur á ferðinni og á sturlaðann flugskalla millimetrum framhjá markinu
Hefði verið rosalegt mark!

Stoðsending: Nökkvi Þeyr Þórisson
Rodri með geggjaða sendingu á Nökkva sem var búinn að koma sér fyrir í millisvæðinu fræga, Nökkvi keyrir í átt að teignum og rennir boltanum inn fyrir á Hallgrím Mar sem er í mjög þröngu skotfæri en rennir boltanum milli fóta Halla Björns í markinu!!
Geggjað mark!!
Uppfært: Eggert er kominn aftur inn á en spurning hvort hann nái að halda leik áfram þar sem hann er haltur
Alvöru kúla frá Rodri út til vinstri á Nökkva sem keyrir upp kantinn, Nökkvi kemst að teignum og fer á hægri fótinn sinn góða og á frábært skot réééétt framhjá markinu!
Alvöru sveigur á þessu skoti og alvöru löpp sem þessi drengur er með!


Stoðsending: Sveinn Margeir Hauksson
Hrannar Björn felldur niður en Vilhjálmur gerir frábærlega og leyfir hagnað, Hrannar gefur á Svein Hauksson sem kemur með fyrirgjöf frá hægri, þar endar boltinn hjá Nökkva inn í teignnum og Nökkvi fer á hægri fótinn sinn og á fast skot í fjærhornið!
Kominn núna með 14 mörk í síðustu 10 leikjum (deild og bikar), magnaður!
Hornspyrna sem KA menn eiga frá vinstri! Sveinn Margeir tekur spyrnuna inn á teig þar sem að boltinn dettur út til Hallgríms, Hallgrímur setur boltann á vinstri fótinn sinn og á hörku skot sem fer í varnarmann og rétt framhjá markinu!
Virkilega gaman að sjá að Tristan Freyr Ingólfsson vinstri bakvörður Stjörnunnar er í hóp en hann sleit krossband fyrir rúmu ári síðan. Tristan var frábær fyrir Stjörnuna í fyrra og er gaman að sjá hann er kominn aftur


Stoðsending: Emil Atlason
Jóhann Árni með roooosalega gott víti í vinstra hornið þar sem að Jajalo nær ekki til boltans!
Svona á að taka víti!
Jóhann Árni potar boltanum inn fyrir á Emil sem kemst einn á einn gegn Jajalo, potar boltanum rétt framhjá markinu en er svo felldur af Jajalo í leiðinni
Eftir að hafa séð þetta í Slow Motion vél Stöðvar 2 Sport þá er alveg hægt að réttlæta vítaspyrnu þarna. Hlakka til að sjá hvað Hallgrími þjálfara finnst eftir leik
Hrannar Björn með boltann hægra megin í vörn KA manna og reynir sendingu til baka á Jajalo en hún er ekki góð. Emil og Jajalo fara í kapphlaup um að ná boltanum og það er Emil sem nær að tækla boltann í átt að marki en framhjá fer boltinn!
Ágúst Gylfason gerir þrjár breytingar á sínu liði frá 6-1 tapinu gegn Val í síðustu umferð en Einar Karl, Jóhann Árni og Óskar Örn Hauksson koma inn í stað Guðmundar Baldvins, Elís Rafns Björnssonar og Daníel Finns.
Arnar Grétarsson sem er í banni í kvöld gerir hins vegar engar breytingar frá 3-0 sigri sinna manna á ÍA í síðustu umferð en Hallgrímur Jónasson stýrir KA í kvöld í fjarveru Arnars.

Töpuðu landsliðsmanni úr hjartanu en eru samt með bestu vörnina https://t.co/bmwblHAIie
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 21, 2022
Hin unga og efnilega Ólöf Sigríður Kristjánsdóttir, leikmaður Þróttar var spámaður Fótbolta.net fyrir þessa 18.umferð og svona spáir hún leiknum
Stjarnan - KA 0:2
Það verður mikill hiti í þessum leik og möguleg rauð spjöld en þetta eru tvö virkilega sterk lið sem gaman hefur verið að fylgjast með í sumar. Stjörnumenn verða hins vegar því miður ekki búnir að jafna sig eftir skellinn á móti Val þannig að KA vinnur öruggan 2-0 sigur. Nökkvi með bæði mörkin

Vilhjálmur Alvar dæmir þennan rosalega leik og honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Andri Vigfússon. Varadómari í kvöld er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson.

Fyrr á tímabilinu mættust þessi lið á Dalvík þar sem að Stjörnumenn unnu þægilegan 0-2 sigur þar sem að Ísak Andri Sigurgeirsson og Emil Atlason skoruðu mörk Garðbæinga.
Þegar þessi lið mættust á Samsung í fyrra þá unnu KA dramatískan 0-1 sigur þar sem að Elfar Árni skoraði sigurmarkið þegar 10 mínútur voru til leiksloka.

Eftir fræga 5 leikja bannið sem Arnar fékk eftir leik gegn KR 2. ágúst þá er ljóst hann er ennþá í banni í kvöld og er þetta þriðji leikurinn sem Arnar er í leikbanni.

Þessi drengur verið gjörsamlega magnaður og eins og er þá er Nökkvi markahæsti leikmaður BDK. Hér má sjá hans tölfræði í síðustu 9 leikjum, geggjaður
🟡ðŸâ€Âµ SÃÂÂÂÂðustu 9 leikir Nökkva
 ÃÂÂÂÂhugaverðar staðreyndir um ÃÂÂÂÂslenska knattspyrnu (@OReyndir) August 14, 2022
✅ 9 leikir
⚽︠13 mörk
🅰︠6 stoðsendingar
Fram âš½ï¸ÂÂÂÂâš½ï¸ÂÂÂÂ⚽︠(bikar)
Valur âš½ï¸ÂÂÂÂ
ÃÂÂÂÂBV âš½ï¸ÂÂÂÂ
Leiknir âš½ï¸ÂÂÂÂâš½ï¸ÂÂÂÂ
KeflavÃÂÂÂÂk âš½ï¸ÂÂÂÂ🅰ï¸ÂÂÂÂ🅰ï¸ÂÂÂÂ
KR âÂÂÂÂÅ’
FH âš½ï¸ÂÂÂÂ🅰ï¸ÂÂÂÂ🅰ï¸ÂÂÂÂ
Ægir âš½ï¸ÂÂÂÂâš½ï¸ÂÂÂÂ🅰︠(bikar)
ÃÂÂÂÂA âš½ï¸ÂÂÂÂâš½ï¸ÂÂÂÂ🅰ï¸ÂÂÂÂ#Bestadeildin #Gögn #fotboltinet https://t.co/3p65gLqc4c pic.twitter.com/EfdnYVab4m















