Eistland
1
1
Ísland
Sergej Zenjov
'44
1-0
1-0
Andri Lucas Guðjohnsen
'52
, misnotað víti
1-1
Andri Lucas Guðjohnsen
'90
, víti
08.01.2023 - 17:00
Estadio Nora - Portúgal
Vináttulandsleikur
Aðstæður: 18 gráðu hiti
Dómari: Miguel Nogueira (Portúgal)
Estadio Nora - Portúgal
Vináttulandsleikur
Aðstæður: 18 gráðu hiti
Dómari: Miguel Nogueira (Portúgal)
Byrjunarlið:
22. Karl Andre Vallner (m)
6. Markus Soomets
10. Sergej Zenjov
('74)
11. Henrik Ojamaa
('63)
14. Konstantin Vassiljev
('85)
17. Martin Miller
18. Erko Jonne Tougjas
19. Ken Kallaste
20. Markus Poom
('63)
23. Taijo Teniste
24. Rasmus Peetson
Varamenn:
12. Karl-Romet Nömm (m)
('74)
12. Marko Meerits (m)
2. Hindrek Ojamaa
3. Karl Mööl
('85)
4. Tanel Tammik
5. Danil Kuraksin
7. Sander Alex Liit
8. Alex Matthias Tamm
9. Ioan Yakovlev
('63)
13. Pavel Marin
15. Robi Saarma
21. Nikita Vassiljev
('63)
25. Marko Lipp
26. Sten Reinkort
Liðsstjórn:
Thomas Häberli (Þ)
Gul spjöld:
Ken Kallaste ('40)
Rasmus Peetson ('64)
Markus Soomets ('90)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjörn úrslit
Þegar heildin er skoðuð eru úrslitin sanngjörn í kaflaskiptum leik. Fínt að ná að jafna en við þurfum ekkert að fegra hlutina neitt, þetta var alls ekki sérstök frammistaða íslenska liðsins og maður gerir kröfu um meira.
Í blálok leiksins fékk Ioan Yakovlev hættulegt færi en skaut framhjá. Hefðu getað rænt þessu í lokin Eistarnir.
Á fimmtudag verður leikinn annar vináttuleikur í Portúgal, þá gegn Svíum.
Í blálok leiksins fékk Ioan Yakovlev hættulegt færi en skaut framhjá. Hefðu getað rænt þessu í lokin Eistarnir.
Á fimmtudag verður leikinn annar vináttuleikur í Portúgal, þá gegn Svíum.
90. mín
Mark úr víti!
Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
Andri Lucas með sjálfstraustið í lagi og skorar núna!!!
Markvörðurinn var í boltanum en nær ekki að verja fasta spyrnu Andra.
Markvörðurinn var í boltanum en nær ekki að verja fasta spyrnu Andra.
Maaaaark! Andri Lucas jafnar leikinn úr víti.#fyririsland pic.twitter.com/VgZP4YiEDP
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 8, 2023
88. mín
Sóknarbrot dæmt á Andra Lucas sem mótmælir harðlega. Portúgalinn skiptir ekki um skoðun. Ekkert sérstök gæði á dómgæslunni í þessum leik verður að segjast.
85. mín
Inn:Karl Mööl (Eistland)
Út:Konstantin Vassiljev (Eistland)
Skal viðurkenna að ég hef verið að færa eistnesku skiptingarnar inn með hálfum huga. Vantar einhverjar skiptingar.
85. mín
Dapur sóknarleikur áhyggjuefni
Ísland hefur aðeins skorað 3 mörk í síðustu 7 landsleikjum. Sóknarleikurinn hjá okkur er áhyggjuefni.
81. mín
Vel gert hjá Danijel Dejan Djuric sem krækir í aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Hárréttur dómur.
Jæja nýtum okkur þetta.
Jæja nýtum okkur þetta.
75. mín
Inn:Ísak Snær Þorvaldsson (Ísland)
Út:Dagur Dan Þórhallsson (Ísland)
Dagur Dan besti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik en dró aðeins af honum í seinni.
74. mín
Ísland fengið slatta af hornspyrnum sem ekkert hafa gefið.
"Við eigum að vera sterkari í föstum leikatriðum," segir Hörður Magnússon. Í þessum skrifuðu orðum á Andri Lucas tilraun yfir markið eftir horn.
"Við eigum að vera sterkari í föstum leikatriðum," segir Hörður Magnússon. Í þessum skrifuðu orðum á Andri Lucas tilraun yfir markið eftir horn.
68. mín
Höddi Magg talar um að spilamennska íslenska liðsins hafi verið talsvert betri í seinni hálfleik en þeim fyrri og það er alveg hægt að taka undir það.
67. mín
Davíð með góðan bolta fyrir markið en Peetson skallar boltann afturfyrir í hornspyrnu.
63. mín
Inn:Sævar Atli Magnússon (Ísland)
Út:Nökkvi Þeyr Þórisson (Ísland)
Sævar að spila sinn fyrsta A-landsleik
62. mín
Ísland nálægt jöfnunarmarki
Davíð Kristján með frábæra fyrirgjöf á Andra Lucas Guðjohnsen sem á skot af stuttu færi sem er varið! Þarna munaði litlu!
61. mín
Ojamaa nálægt því að skora annað mark Eista
Patrik með góða markvörslu. Eistarnir hættulegri í sínum aðgerðum.
56. mín
Andri Lucas í baráttunni í teignum eftir sendingu og gott hlaup hjá Nökkva. Peetson kemur boltanum afturfyrir í hornspyrnu.
52. mín
Misnotað víti!
Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
Ekki góð spyrna hjá Andra. Skotið er varið.
Þegar Andri steig á vítapunktinn furðaði Hörður Magnússon sig á því að Aron Sigurðarson tæki ekki spyrnuna. Er vítaskytta Horsens.
Réttlætinu kannski fullnægt, þetta átti ekki að vera víti.
Þegar Andri steig á vítapunktinn furðaði Hörður Magnússon sig á því að Aron Sigurðarson tæki ekki spyrnuna. Er vítaskytta Horsens.
Réttlætinu kannski fullnægt, þetta átti ekki að vera víti.
51. mín
ÍSLAND FÆR VÍTI
Nökkvi með stungusendingu og Ísland fær óverðskuldaða vítaspyrnu. Rasmus Peetson fór klárlega í boltann, Kristall fer niður og dómarinn bendir ranglega á punktinn.
49. mín
Aron Sigurðarson kemst upp hægra megin í góða fyrirgjafarstöðu en sendingin ekki góð og fer til varnarmanns Eista.
46. mín
Inn:Júlíus Magnússon (Ísland)
Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Seinni hálfleikur hafinn
Ein skipting hjá Íslandi í hálfleik. Arnór lenti tvívegis í samstuði í fyrri hálfleik og fer af velli. LeiknisVíkingurinn Júlli Magg mættur til leiks.
45. mín
DJ-inn að gera góða hluti
"Ég er að fíla plötusnúðinn" segir fasteignasalinn Oscar Clausen í hálfleik. Ánægður með tónlistina sem vallargestir og áhorfendur Viaplay fá að njóta í hálfleiknum.
45. mín
Það má svo sannarlega færa rök fyrir því að staðan sé sanngjörn, Eistar hafa skapað sér hættulegri færi og það vantar uppá ákvarðanir íslenska liðsins sóknarlega.
45. mín
Hálfleikur
Eistland leiðir í hálfleik
Íslenska liðið átti klárlega að fá víti rétt áður en markið kom en því verður ekki breytt úr þessu.
44. mín
MARK!
Sergej Zenjov (Eistland)
Stoðsending: Taijo Teniste
Stoðsending: Taijo Teniste
Vá, þvílíkt skot!
Teniste leggur boltann frábærlega með hælnum fyrir Zenjov, sem hefur verið hættulegur í þessum fyrri hálfleik, og hann á virkilega fast ristarskot sem fer í slá og inn. Algjörlega óverjandi.
43. mín
Þarna átti Ísland að fá víti!!!
Markus Soomets leikmaður Eistlands sparkar boltanum upp í hendina á samherja sínum, Markus Poom. Portúgalski dómarinn dæmir ekkert. Þarna vantaði okkur VAR!
42. mín
Eistar í hættulegri sókn en Valgeir Lunddal náði að komast í boltann. Strax á eftir kemst Sergej Zenjov í gott færi en framhjá fer skotið.
40. mín
Gult spjald: Ken Kallaste (Eistland)
Fór aftan í Aron Sigurðarson. Of Seinn og fær fyrsta gula spjaldið hann Kallaste.
39. mín
Dagur Dan, besti leikmaður íslenska liðsins í dag, fær dæmda á sig hendi. Lætur dómarann heyra það, ekki sammála þessum dómi.
36. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Ísland)
Út:Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
Guðlaugur Victor bað um skiptingu
Þarf að fara af velli vegna meiðsla.
28. mín
Henrik Ojamaa með fyrirgjöf, boltinn fer yfir Valgeir Lunddal og Markus Poom á flugskalla yfir.
27. mín
Íslensk hornspyrna sem ekkert kemur úr. Vallner í eistneska markinu handsamar boltann.
25. mín
Dagur Dan er okkar hættulegasti maður, hann rennir boltanum á Andra Lucas en varnarmaður Eistlands kemst fyrir skotið.
22. mín
Dagur Dan með flotta tilraun!
Besta tilraun Íslands í leiknum hingað til, Dagur Dan lætur vaða fyrir utan teig og boltinn rétt yfir. Sleikir þaknetið.
18. mín
Aron með fyrirgjöf, Eistarnir með misheppnaða hreinsun en við náðum ekki að nýta okkur það. Íslenska liðið virðist vera að hressast aðeins sóknarlega.
15. mín
Sergej Zenjov með skot úr þröngu færi, framhjá. Mun meiri ógn frá eistneska liðinu. Þeir fá hornspyrnu en ekkert merkilegt kemur úr henni.
14. mín
Eistarnir betri
Markus Poom með skot sem er varið. Var reyndar rangstæður. Markus er sonur Mart Poom sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni, varði mark Derby County lengi.
10. mín
Sergej Zenjov með glæsilegt skot sem endaði í samskeytunum en búið að flagga rangstöðu. Þökkum fyrir það.
9. mín
Eistar skalla rétt framhjá!
Rasmus Peetson skallar framhjá eftir aukaspyrnuna. Virkilega fínt færi.
8. mín
Damir missti boltann frá sér og braut svo af sér í kjölfarið. Hefði getað fengið gult spjald þarna Damir en sleppur með tiltal.
7. mín
Arnór lenti á grindverkinu
Arnór Ingvi lenti illa á grindverki við hliðarlínuna og þarf aðhlynningu. Við erum 10 inná vellinum sem stendur. Vonandi jafnar Arnór sig á þessu.
6. mín
Andri Lucas krækir í aukaspyrnu. Þetta var afskaplega lítið, skil vel að Eistarnir hafi verið ósáttir með þennan dóm.
Arnór Ingvi tekur aukaspyrnuna og lyftir boltanum inn í teiginn en Eistarnir skalla frá. Dagur Dan kemur svo með sendingu inn í teig sem markvörður Eista handsamar.
Arnór Ingvi tekur aukaspyrnuna og lyftir boltanum inn í teiginn en Eistarnir skalla frá. Dagur Dan kemur svo með sendingu inn í teig sem markvörður Eista handsamar.
3. mín
Fyrsta marktilraun leiksins
Arnór Ingvi með fyrsta skotið en vel framhjá markinu.
1. mín
Leikur hafinn
4-4-2 með tígulmiðju
Samkvæmt Hödda Magg erum við að spila 4-4-2 með tígulmiðju.
Patrik (m)
Guðlaugur Victor (f) - Damir - Róbert - Valgeir
Arnór Ingvi
Aron Sig - Kristall Máni - Dagur
Nökkvi - Andri Lucas
Eistar hófu leik.
Patrik (m)
Guðlaugur Victor (f) - Damir - Róbert - Valgeir
Arnór Ingvi
Aron Sig - Kristall Máni - Dagur
Nökkvi - Andri Lucas
Eistar hófu leik.
Fyrir leik
Njósnarar í stúkunni
Leikurinn er sýndur á Viaplay fyrir áhugasama og Höddi Magg með míkrafóninn. Verið er að spila þjóðsöngvana. Það var sýnt upp í stúku áðan og stærstur hluti áhorfenda eru njósnarar, umboðsmenn og útsendarar frá hinum og þessum félagsliðum. Sýningargluggi. Það eru um 20 njósnarar frá ýmsum klúbbum að fylgjast með.
Fyrir leik
Í Grafarvogi er gott að búa
Það verður væntanlega gott áhorf í Grafarvoginum enda fjórir leikmenn í byrjunarliði Íslands sem voru í unglingastarfi Fjölnis; Valgeir Lunddal, Guðlaugur Victor, Kristall Máni og Aron Sigurðar.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands: Nökkvi spilar sinn fyrsta landsleik - Aron Sigurðarson leikur sinn fyrsta landsleik í fimm ár
???????? Byrjunarlið Íslands sem mætir Eistlandi í vináttuleik í dag á Algarve í Portúgal.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 8, 2023
???? Leikurinn hefst kl. 17:00 og verður hann í beinni útsendingu á Viaplay.
???? Our starting lineup for the friendly against Estonia.#fyririsland pic.twitter.com/JtsjgrvlKV
Fyrir leik
Stóra verkefnið hefst í mars
Í mars hefst undankeppnin fyrir EM 2024 í Þýskalandi. Ísland er í riðli með Portúgal, Bosníu, Slóvakíu, Lúxemborg og Liechtenstein.
Fyrir leik
Þrír sem ekki eru með landsleik
Nökkvi Þeyr Þórisson, Sævar Atli Magnússon og Aron Bjarnason eru þeir þrír leikmenn í íslenska landsliðshópnum í Portúgal sem ekki hafa leikið A-landsleik.
Nökkvi Þeyr Þórisson, Sævar Atli Magnússon og Aron Bjarnason eru þeir þrír leikmenn í íslenska landsliðshópnum í Portúgal sem ekki hafa leikið A-landsleik.
Fyrir leik
Nökkvi Þeyr Þórisson er fullur sjálfstrausts og gleði:
Nökkvi yfirgaf KA á liðnu ári og gekk í raðir Beerschot í Belgíu. Þar hefur honum gengið virkilega vel, skorað fimm mörk í þrettán deildarleikjum, og lífið leikur einnig við hann utan vallarins.
„Fyrstu mánuðurnir hjá nýju liði hafa gengið vonum framar, ótrúlega vel. ég var mjög snöggur að aðlagast. Liðið spilar vel og ég eignaðist barn úti svo það er allt í blóma þar. Lífið leikur við mig þessa dagana og ég er mjög glaður," segir Nökkvi.
Nökkvi vonast að sjálfsögðu eftir því að spila sinn fyrsta landsleik í dag.
„Maður vonast alltaf eftir því að fá mínútur og vonandi koma þær. Mér lýst vel á þetta, við erum með marga góða leikmenn. Vallaraðstæður eru ekki frábærir en gæðin eru góð og tempóið hátt. Það eru flottir karakterar í liðinu og ég er spenntur fyrir komandi leik. Það er flott að hafa reynslubolta í hópnum sem aga menn til og passa upp á að þetta fari ekki í einhvern fíflagang. Við erum með mjög hæfileikaríka leikmenn og þetta er góð blanda."
„Fyrstu mánuðurnir hjá nýju liði hafa gengið vonum framar, ótrúlega vel. ég var mjög snöggur að aðlagast. Liðið spilar vel og ég eignaðist barn úti svo það er allt í blóma þar. Lífið leikur við mig þessa dagana og ég er mjög glaður," segir Nökkvi.
Nökkvi vonast að sjálfsögðu eftir því að spila sinn fyrsta landsleik í dag.
„Maður vonast alltaf eftir því að fá mínútur og vonandi koma þær. Mér lýst vel á þetta, við erum með marga góða leikmenn. Vallaraðstæður eru ekki frábærir en gæðin eru góð og tempóið hátt. Það eru flottir karakterar í liðinu og ég er spenntur fyrir komandi leik. Það er flott að hafa reynslubolta í hópnum sem aga menn til og passa upp á að þetta fari ekki í einhvern fíflagang. Við erum með mjög hæfileikaríka leikmenn og þetta er góð blanda."
Lífið leikur við Nökkva Þórisson þessa dagana. Hér hann í viðtali við KSÍ TV um fyrstu mánuðina í Belgíu og fyrsta landsliðsverkefnið. pic.twitter.com/W3aAQ66fha
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 7, 2023
Fyrir leik
Arnór Ingvi Traustason er leikjahæstur í íslenska hópnum:
„Það hafa orðið einhverjar breytingar á landsliðinu, það er langt síðan síðast en það er alltaf gaman að koma aftur."
„Þetta er mjög gott verkefni. Þetta eru mismunandi lið sem við mætum og geggjaður hópur. Ég er mjög spenntur. Við erum með góða blöndu, nokkra með reynslu sem geta leiðbeint. Svo eru ungir og graðir leikmenn sem vilja sýna sig og þetta er einmitt tíminn til að sýna sig og sanna; hvernig þú ert í hóp og hvernig þú ert innan og utan vallar."
„Þetta er mjög gott verkefni. Þetta eru mismunandi lið sem við mætum og geggjaður hópur. Ég er mjög spenntur. Við erum með góða blöndu, nokkra með reynslu sem geta leiðbeint. Svo eru ungir og graðir leikmenn sem vilja sýna sig og þetta er einmitt tíminn til að sýna sig og sanna; hvernig þú ert í hóp og hvernig þú ert innan og utan vallar."
Arnór Ingvi Traustason í viðtali við KSÍ TV um komandi vináttuleiki við Eistland og Svíþjóð. pic.twitter.com/7RaFuSuSMs
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 7, 2023
Fyrir leik
Reynslulausir Eistar í bland við reynslubolta
Þessi lið mættust ekki í Eystrasaltsbikarnum fyrir áramót en eistneski hópurinn er blanda af reynslumiklum og nánast reynslulausum leikmönnum. Alls tólf í hópnum hafa ekki leikið A-landsleik. Allir í hópnum spila í eistnesku deildinni.
Í hópnum eru fjórir reynsluboltar; fyrirliðinn Konstantin Vassiljev (38 ára) hefur leikið 146 landsleiki, framherjinn Sergei Zenjov (33) 102 leiki, varnarmaðurinn Taijo Teniste (34) 95 leiki og Ken Kallaste (34) 55 leiki.
Ellefu leikmenn í hópnum koma frá Flora Tallinn.
Þessi lið mættust ekki í Eystrasaltsbikarnum fyrir áramót en eistneski hópurinn er blanda af reynslumiklum og nánast reynslulausum leikmönnum. Alls tólf í hópnum hafa ekki leikið A-landsleik. Allir í hópnum spila í eistnesku deildinni.
Í hópnum eru fjórir reynsluboltar; fyrirliðinn Konstantin Vassiljev (38 ára) hefur leikið 146 landsleiki, framherjinn Sergei Zenjov (33) 102 leiki, varnarmaðurinn Taijo Teniste (34) 95 leiki og Ken Kallaste (34) 55 leiki.
Ellefu leikmenn í hópnum koma frá Flora Tallinn.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt nýtt ár
Íslenska karlalandsliðið er á Algarve í Portúgal þar sem liðið leikur tvo vináttuleiki næstu daga. Fyrri leikurinn verður gegn Eistlandi í dag klukkan 17 á Estadio Nora og sá seinni á Estadio Algarve 12. janúar gegn Svíþjóð.
Verkefnið er utan alþjóðlegs landsleikjaglugga og því kemur bróðurpartur leikmanna í hópnum frá félagsliðum í Bestu deildinni, Svíþjóð og Noregi.
Tvær breytingar voru gerðar á upprunalega hópnum sem var tilkynntur. Bjarni Mark Antonsson bættist við hópinn og Sævar Atli Magnússon var kallaður inn í stað Arnórs Sigurðssonar.
Ísland og Eistland hafa sex sinnum áður mæst í og er um vináttuleiki að ræða í öllum tilfellum. Ísland hefur unnið þrjá leiki, tvisvar hafa liðin gert jafntefli og einu sinni vann Eistland sigur.
Markverðir
Frederik Schram – 6 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson – 3 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson – 2 leikir
Aðrir leikmenn
Andri Lucas Guðjohnsen – 12 leikir, 2 mörk
Arnór Ingvi Traustason – 44 leikir, 5 mörk
Aron Bjarnason – 0 leikir, 0 mörk
Aron Sigurðarson – 6 leikir, 2 mörk
Bjarni Mark Antonsson - 2 leikir, 0 mörk
Dagur Dan Þórhallsson – 2 leikir, 0 mörk
Damir Muminovic – 4 leikir, 0 mörk
Danijel Dejan Djuric – 1 leikur, 0 mörk
Davið Kristján Ólafsson – 11 leikir, 0 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson – 31 leikur, 1 mark
Höskuldur Gunnlaugsson – 7 leikir, 0 mörk
Ísak Snær Þorvaldsson – 2 leikir, 0 mörk
Júlíus Magnússon – 3 leikir, 0 mörk
Kristall Máni Ingason – 2 leikir, 0 mörk
Nökkvi Þeyr Þórisson - 0 leikir, 0 mörk
Róbert Orri Þorkelsson – 2 leikir, 0 mörk
Sævar Atli Magnússon - 0 leikir, 0 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen – 17 leikir, 1 mark
Valgeir Lunddal Friðriksson – 4 leikir, 0 mörk
Viktor Örlygur Andrason – 3 leikir, 0 mörk
Verkefnið er utan alþjóðlegs landsleikjaglugga og því kemur bróðurpartur leikmanna í hópnum frá félagsliðum í Bestu deildinni, Svíþjóð og Noregi.
Tvær breytingar voru gerðar á upprunalega hópnum sem var tilkynntur. Bjarni Mark Antonsson bættist við hópinn og Sævar Atli Magnússon var kallaður inn í stað Arnórs Sigurðssonar.
Ísland og Eistland hafa sex sinnum áður mæst í og er um vináttuleiki að ræða í öllum tilfellum. Ísland hefur unnið þrjá leiki, tvisvar hafa liðin gert jafntefli og einu sinni vann Eistland sigur.
Markverðir
Frederik Schram – 6 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson – 3 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson – 2 leikir
Aðrir leikmenn
Andri Lucas Guðjohnsen – 12 leikir, 2 mörk
Arnór Ingvi Traustason – 44 leikir, 5 mörk
Aron Bjarnason – 0 leikir, 0 mörk
Aron Sigurðarson – 6 leikir, 2 mörk
Bjarni Mark Antonsson - 2 leikir, 0 mörk
Dagur Dan Þórhallsson – 2 leikir, 0 mörk
Damir Muminovic – 4 leikir, 0 mörk
Danijel Dejan Djuric – 1 leikur, 0 mörk
Davið Kristján Ólafsson – 11 leikir, 0 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson – 31 leikur, 1 mark
Höskuldur Gunnlaugsson – 7 leikir, 0 mörk
Ísak Snær Þorvaldsson – 2 leikir, 0 mörk
Júlíus Magnússon – 3 leikir, 0 mörk
Kristall Máni Ingason – 2 leikir, 0 mörk
Nökkvi Þeyr Þórisson - 0 leikir, 0 mörk
Róbert Orri Þorkelsson – 2 leikir, 0 mörk
Sævar Atli Magnússon - 0 leikir, 0 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen – 17 leikir, 1 mark
Valgeir Lunddal Friðriksson – 4 leikir, 0 mörk
Viktor Örlygur Andrason – 3 leikir, 0 mörk
Byrjunarlið:
12. Patrik Gunnarsson (m)
4. Guðlaugur Victor Pálsson
('36)
6. Damir Muminovic
7. Kristall Máni Ingason
('63)
15. Dagur Dan Þórhallsson
('75)
15. Róbert Orri Þorkelsson
17. Valgeir Lunddal Friðriksson
17. Aron Sigurðarson
('75)
21. Arnór Ingvi Traustason
('46)
22. Andri Lucas Guðjohnsen
23. Nökkvi Þeyr Þórisson
('63)
Varamenn:
1. Frederik Schram (m)
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
3. Davíð Kristján Ólafsson
('36)
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Sveinn Aron Guðjohnsen
('63)
11. Sævar Atli Magnússon
('63)
14. Bjarni Mark Duffield
16. Júlíus Magnússon
('46)
18. Ísak Snær Þorvaldsson
('75)
18. Aron Bjarnason
19. Danijel Dejan Djuric
('75)
Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)
Jóhannes Karl Guðjónsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: