Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Keflavík
0
0
Fram
27.08.2023  -  17:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Vestan strekkingur, sól og um 13 gráðu hiti
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 370
Maður leiksins: Nacho Heras
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f)
6. Sindri Snær Magnússon
9. Muhamed Alghoul
10. Dagur Ingi Valsson ('85)
11. Stefan Ljubicic ('79)
18. Ernir Bjarnason ('56)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
26. Ísak Daði Ívarsson ('56)
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
7. Viktor Andri Hafþórsson ('79)
10. Valur Þór Hákonarson
16. Sindri Þór Guðmundsson ('56)
25. Frans Elvarsson ('56)
89. Robert Hehedosh ('85)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Luka Jagacic
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('80)
Muhamed Alghoul ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Markalaust jafntefli staðreynd.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
94. mín
Heimamenn í skyndisókn, Sindri Þór freistar þess að stinga boltanum inn á Viktor en sendingin alltof föst.
92. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Fram)
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki fjórar mínútur.
88. mín Gult spjald: Muhamed Alghoul (Keflavík)
Brot á miðjum vellinum.
87. mín
Ákvarðanataka Sindra Þórs verður honum að falli. Kemst inn á teiginn hægra meginn en velur sísta sendingarkostinn inn á teiginn og Delphin kemst á milli.
86. mín
Eiga heimamenn meira inni? Muhamed með skot af varnarmanni og afturfyrir.

Og aftur en í þetta sinn beint á Óla Íshólm.
85. mín
Inn:Robert Hehedosh (Keflavík) Út:Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
84. mín
Sindri Snær með hörkuskot að marki en hittir ekki rammann.
81. mín
Spyrna Arons beint í vegginn.
80. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Fram fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
Togar Aron Jóhanns niður rétt fyrir utan teig off the ball
79. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
79. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Keflavík) Út:Stefan Ljubicic (Keflavík)
73. mín
Inn:Jannik Pohl (Fram) Út:Aron Snær Ingason (Fram)
71. mín
Nacho Heras með skot úr teignum eftir langt innkast. Hittir ekki markið.
68. mín Gult spjald: Breki Baldursson (Fram)
Brot á miðjum vellinum.
68. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
65. mín
Fram sækir og vinnur horn.
62. mín
Aron Jóhannsson með hörkuskot í slá
Lætur vaða frá vinstra vítateigshorni og boltinn smellur í slánni og út.

Talsvert meira að gerast her í síðari hálfleik en í þeim fyrri.
57. mín
Guðmundur Magnússon í skallafæri eftir fyrirgjöf frá Fred, Gunnlaugur Fannar á undan í boltann og skallar í horn.
56. mín
Inn:Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík) Út:Ernir Bjarnason (Keflavík)
56. mín
Ernir Bjarnason liggur eftir í teig Fram og þetta lítur ekki vel út. Kallað er eftir börum til að koma honum af velli.
56. mín
Inn:Frans Elvarsson (Keflavík) Út:Ísak Daði Ívarsson (Keflavík)
54. mín
Stefan í hörkufæri fyrir heimamenn eftir góðan undirbúning Muhamed. Nær að leggja boltann fyrir sig í teignum og ná skoti sem Ólafur Íshólm gerir vel í að verja.
52. mín
Aron Snær með klaufalegt brot á Kovtun í fínni fyrirgjafarstöðu úti til vinstri.

Ekkert varð úr.
51. mín
Nacho Heras í fínu væri
Magnús flikkar boltanum fyrir markið þar sem Nacho mætir en nær ekki að stýra boltanum á markið.
50. mín
Dagur Ingi með fínan snúning á vinstri kantinum og vinnur horn fyrir heimamenn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Heimamenn sparka þessu í gang á ný.
45. mín
Hálfleikur
Hér eru dómaraskipti.

Elías Ingi hefur lokið leik hér í dag og Helgi Mikael er mættur á flautuna.
45. mín
Hálfleikur
Þessum arfadapra fyrri hálfleik er hér með lokið.
Eina jákvæða sem ég get tekið úr þessu fótboltalega séð er að þetta verður varla verra í þeim seinni.
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks er að lágmarki tvær mínútur.
44. mín
Gestinir vilja hendi og vítaspyrnu.
Fred með boltann fyrir markið frá vinstri, boltinn smellur í varnarmanni Keflavíkur og niður en ómögulegt fyrir mig að sjá hvort um hendi var að ræða.
43. mín
Fer að styttast í hálfleik. Vill ekki vera of krítískur á leikinn sem slíkan en ég er hálf feginn.
36. mín
Kovtun með eitt það vitlausasta innkast sem ég hef séð. Verulega vont að sjá svona í efstu deild.

Skiljanlega var dæmt á það.
30. mín
Aron Jóhannsson í dauðafæri!
Leikur á Mathias og þarf ekki annað en að setja boltann í netið. Magnús Þór Magnússon þó fyrir honum og bjargar meistaralega og bókstaflega á línu.

Það var mikið að eitthvað gerðist í þessum leik!
28. mín
Stefán Ljub skorar með skalla fyrir utan teig, glæsilegt mark að sjá en dæmt af vegna bakhrindingar.
27. mín
Lið Fram sáttara með gang mála enda í talsvert betri stöðu en Keflavík.

En það hefur lítið sem ekkert af viti gerst í þessum leik sem brátt hefur lifað í hálftíma.
20. mín
Fram í færi.

Böðla boltanum inn á teiginn þar sem varnarmenn Keflavíkur flækjast hver fyrir öðrum og eru í basli með að koma boltanum frá. Koma honum þó í horn á endanum.
17. mín
Skemmtanagildið ekkert sérstaklega hátt þessar fyrsta rúma korter.

Hnoð er orð sem vel væri hægt að nota til að lýsa leiknum.
12. mín
Fram sækir hratt, uppsker horn.

Ekkert kemur upp úr horninu.
10. mín
Keflvíkingar að eflast, halda boltanum betur en tekst ekki að skapa nein tækifæri.

Stuðningsmenn Fram eru í stuði í stúkunni.
4. mín
Gestinir að byrja af krafti og setja pressu á Keflavík.

Gummi Magg í fínu færi í teignum en nær ekki að stýra skallanum á markið.
2. mín
Magnús Þór fyrirliði Keflavíkur steinliggur á vellinum eftir skallaeinvígi. Heldur um andlit sér en er fljótur að jafna sig og virðist í lagi.
1. mín
Þetta er farið af stað hér í Keflavík
Það eru gestirnir sem hefja hér leik og leika í átt að Sunnubraut.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt í hús Hjá Keflavík tekur Edon Osmani út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Breiðablik fyrir viku síðan. Þá Frans Elvarsson, og Sindri Þór Guðmundsson sér sæti á bekknum. Inn í þeirra stað koma þeir Muhamed Alghoul, Sindri Snær Magnússon og . Ísak Daði Ívarsson.

Ragnar Sigurðsson gerir eina breytingu frá liðinu sem lagði KA á dögunum. Aron Kári Aðalsteinsson fer úr byrjunarliði þeirra og er ekki í leikmannahópnum í dag. Inn í hans stað kemur reynsluboltinn Brynjar Gauti Guðjónsson.

Fyrir leik
Afmælisbarn dagsins Nacho Heras varnarmaður Keflavíkur fagnar í dag 32 ára afmæli sínu. Vel við hæfi að senda honum hamingjuóskir með daginn. Nú er bara spurning hvort að Keflavík geti gert daginn gleðilegri fyrir hann en þegar er.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Fyrir leik
Hans Viktor spáir í umferðina. Hans Viktor Guðmundsson leikmaður Fjölnis er spámaður umferðarinnar hjá okkur á Fótbolta.net. Um leik Keflavíkur og Fram segir hann.

Keflavík 2 - 1 Fram
Kærkominn sigur fyrir Keflavík í baráttuleik og verður mikil dramatík undir lok leiks. Keflavík skorar sigurmarkið þegar lítið er eftir og það verður allt vitlaust á vellinum í uppbótartíma og rautt spjald á loft.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómari leiksins.
Elías Ingi Árnason fær það verkefni að dæma þennan slag. Honum til aðstoðar eru þeir Eðvarð Eðvarðsson og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage. Helgi Mikael Jónasson tekur að sér hlutverk fjórða dómara og eftirlitsmaður KSÍ er Þórður Ingi Guðjónsson.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Keflavík Staðan verður dekkri og dekkri fyrir Keflavík með hverri umferðinni sem líður án sigurs. Með tvo leiki eftir fram að skiptingu situr liðið í neðsta sæti með ellefu stig, sjö stigum á eftir Fram sem situr i tíunda sæti deildarinnar.

Staða Keflavíkur er því afskaplega einföld. Þeir verða að vinna leikinn í dag ætli þeir sér að eiga raunhæfa möguleika á að bjarga sæti sínu í deildinni. Þriggja leikja sveifla í úrslitakeppni sem telur 5 leiki er einfaldlega ekki raunhæft meðan að liðin fyrir ofan þá eiga eftir að leika innbyrðis þar líka.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fram
Gestirnir úr Úlfarsárdal mæta til leiks með sjálfstraust eftir sigur í síðasta leik gegn KA. Sigurinn sá fleytti liði Fram upp úr fallsæti og getur liðið slitið sig ögn frá botnliðunum vinni þeir sigur að því gefnu að ÍBV tapi gegn HK á mánudag.

Ragnar Sigurðsson hefur nú fengið nokkra leiki til þess að setja handbragð sitt á liðið og verður áhugavert að sjá hvort að sú breyting og sjálfstraust fengið með sigri verði til þess að frammistaða liðsins batni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin til leiks
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Fram í 20.umferð Bestu deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon (f)
7. Aron Jóhannsson
10. Fred Saraiva ('79)
15. Breki Baldursson
17. Adam Örn Arnarson
22. Óskar Jónsson
28. Tiago Fernandes ('68)
32. Aron Snær Ingason ('73)

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
4. Orri Sigurjónsson
6. Tryggvi Snær Geirsson ('68)
8. Ion Perelló
11. Magnús Þórðarson
23. Már Ægisson ('79)
26. Jannik Pohl ('73)

Liðsstjórn:
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:
Breki Baldursson ('68)
Aron Jóhannsson ('92)

Rauð spjöld: