Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Stjarnan
4
2
FH
0-1 Björn Daníel Sverrisson '27
Guðmundur Baldvin Nökkvason '40 1-1
Óli Valur Ómarsson '82 2-1
Baldur Logi Guðlaugsson '94 3-1
3-2 Björn Daníel Sverrisson '96
Emil Atlason '96 4-2
18.06.2024  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Smá gola en finasta veður
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 824
Maður leiksins: Óli Valur Ómarsson
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f) ('27)
6. Sindri Þór Ingimarsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
17. Andri Adolphsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('65)
22. Emil Atlason
35. Helgi Fróði Ingason ('82)
37. Haukur Örn Brink ('65)
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
7. Örvar Eggertsson ('65)
9. Daníel Laxdal ('27)
10. Hilmar Árni Halldórsson ('65)
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('82)
30. Kjartan Már Kjartansson

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ótrúlegar lokamínútur hérna á Samsungvellinum þar sem við fengum þrjú mörk í uppbótartíma!

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
96. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
HVAÐA ÞVÆLA ER ÞETTA?!?! Ég sá ekkert hvað gerðist en leit bara upp og sá Emil Atlason leggja boltann framhjá Sindra Kristni og klárar þetta fyrir Stjörnuna hlýtur bara að vera!
96. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
FH MINNKAR MUNINN! Aukaspyrna frá vinstri inn á teig þar sem Björn Daníel stýrir boltanum í netið!
94. mín MARK!
Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan)
Stoðsending: Róbert Frosti Þorkelsson
GEGN UPPELDISFÉLAGINU! Stjarnan er búin að vera hóta þessu!!

Róbert Frosti fær boltan hægra megin á teignum og rennir boltanum út í teig þar sem Baldur Logi kemur og leggur hann í stöngina og inn!
93. mín
Stjarnan hótar marki!

Stjarnan lyfti boltanum á bakvið vörn FH í svæði sem Róbert Frosti hleypur upp og kemur með sendingu fyrir markið en FH bjarga. Boltinn fer aftur út hægri og sending fyrir markið sem er potað frá tánni á Örvari Eggerts sem var mættur að renna sér í boltann!
91. mín
VIð fáum + 8 mínútur í uppbót.
89. mín Gult spjald: Óttar Uni Steinbjörnsson (FH)
Brýtur á Örvari Eggerts í skyndisókn.
86. mín
FH að ógna og Úlfur Ágúst með flottan bolta í hættusvæðið en enginn FH treyja mætt.
82. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan) Út:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan)
82. mín MARK!
Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
HNEIGÐU ÞIG DRENGUR!! Sá sótti markið!!

Óli Valur tekur bara á rás frá eigin vallarhelming og æðir upp völlinn í átt að marki FH og smellir boltanum fast niðri í fjærhornið!
79. mín
Róbert Frosti með flottan bolta fyrir markið sem Stjarnan nær að koma frá. Stjarnan vinnur svo boltann af Úlfi Ágúst áður en þeir láta vaða á markið en Sindri Kristinn heldur boltanum þó með herkjum.
77. mín
Stjarnan að stinga Hilmari Árna í gegn sem fær smá hjálp áfram frá Ísak Óla sýndist mér áður en Sindri Kristinn mætti og handsamaði boltann.
76. mín
Inn:Óttar Uni Steinbjörnsson (FH) Út:Arngrímur Bjartur Guðmundsson (FH)
75. mín
Mátti ekki miklu muna Örvar Eggerts með heldur hættulítinn bolta fyrir markið sem Sindri Kristinn missir næstum fyrir fæturnar á Emil Atla.
73. mín
Það er alveg ljóst að Arngrímur Bjartur er ekki alveg 100% en hann er bersýnilega í einhverjum kvölum inni á vellinum en að harka af sér.
71. mín
Inn:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
71. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
67. mín
Stjörnumenn heldur ragir við að láta vaða á markið þeir reyndu að spila sig inn á teig í stað þess að skjóta þegar færi gafst.
65. mín
Inn:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) Út:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Teymi Stjörnunnar skoðar hann áfram á bekknum. Vonandi að það sé í lagi með hann.
65. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Stjarnan) Út:Haukur Örn Brink (Stjarnan)
62. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Brýtur á Guðmundi Baldvin sem fellur illa og lendir á öxlinni.

Leikurinn stopp á meðan hann fær aðhlyningu.
61. mín
FH að komast í frábæra stöðu en hrikaleg sending frá Sigurði Bjart á Vuk Oskar fer með þetta.
58. mín
Vuk Oskar með fínasta skot sem Mathias Rosenorn ver.
56. mín
Vel spilað hjá Stjörnunni en skotið frá Óla Val af varnarmanni og í fangið á Sindra Kristinn.
53. mín
Emil Atlason með frábæra aukaspyrnu sem virtist syngja í skeytini en því miður fyrir Stjörnumenn á vellinum sem einhverjir voru byrjaðir að fagna var þetta öfugum megin við stöngina!
52. mín Gult spjald: Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Stöðvar skyndisókn Stjörnunnar.
51. mín
FÆRI!! Logi Hrafn lyftir boltanum í átt að Sigurði Bjart sem hristir af sér varnarmann og er einn á móti Mathias Rosenorn en Rosenorn sér við honum!
49. mín
Úlfur Ágúst fær boltann úti vinstri og kemur aðeins inn á völlinn og lætur vaða en það fer yfir markið.
46. mín
Óli Valur með tilraun sem Sindri Kristinn ver.
46. mín
Björn Daníel sparkar þessu af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Liðin fara jöfn til búningsklefa í hálfleik. Heilt yfir sennilega sanngjöfn niðurstaða.

Höfum fengið smá hörku og baráttu í þessum fyrri hálfleik og vonandi fáum við áframhald af því í síðari hálfleik og þá vonandi með viðbættri skemmtun fyrir framan markið.

Tökum okkur stutt hlé.
45. mín
Fáum +2 í uppbót.
45. mín
Guðmundur Baldvin fær boltann í teig FH og reynir að lyfta boltanum fyrir markið en lyftir boltanum í Dusan og aftur fyrir. Guðmundur Baldvin vill fá hendi og mögulega hefur hann eitthvað til síns máls.

Horn var samt niðurstaðan sem ekkert kom úr.
41. mín
Stjarnan næstum búnir að skora strax aftur en Sindri Kristinn með flotta vörslu frá Helga Fróða.
40. mín MARK!
Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Stoðsending: Emil Atlason
STJARNAN JAFNAR! Brotið á Emil Atlasyni sem rífur boltann strax til sín og tekur spyrnunna strax og sendir hann á Guðmund Baldvin sem lætur svo vaða rétt fyrir utan teig fast með jörðinni alveg út við stöng og jafnar leikinn!
37. mín
Vuk Oskar reynir að koma boltanum fyrir markið en Sindri Þór kemst fyrir.
36. mín
Emil Atla með tilraun sem er beint á Sindra Kristinn sem heldur boltanum.
35. mín
Menn eru alveg óhræddir við að henda sér í tæklingar.

Björn Daníel renndi sér í eina á Daníel Laxdal.
32. mín Gult spjald: Dusan Brkovic (FH)
Heldur í Emil Atlason sem var allt annað en sáttur.
31. mín
Vuk Oskar með frábæran snúning og og æðir svo í átt að marki og lætur vaða. Mathias Rosenorn sér við honum en ótrúlegt að Vuk Oskar hafi ekki lagt boltann út í teigin þarna!
27. mín
Inn:Daníel Laxdal (Stjarnan) Út:Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
Stjarnan gerir breytingu - Gummi Kri þarf því miður af fara af velli.
27. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
FH KEMST YFIR! Kjartan Kári með flotta hornspyrnu og FH fær þrjár tilraunir til að koma boltanum í netið áður en Birni Daníel loks tekst það!
25. mín
FH fær hornspyrnu og Gummi Kri liggur eftir og þarnast aðhlyningar.

Vonandi að hann nái að hrista þetta af sér og halda leik áfram.
21. mín
Stjarnan að reyna spila sig í gegnum þéttan múr FH en eru stöðvaðir.
16. mín
Stjarnan að komast í flotta stöðu. Allt opnast fyrir Helga Fróða sem finnur Róbert Frosta hægra megin við sig og hann virkar frekar óviss með hvað eigi að gera áður en hann að endingu kemur boltanum á Óla Val sem var í rangstöðu og flaggið fór á loft.
13. mín
Jóhann Árni tekur spyrnuna og kemur boltanum á ramman en Sindri Kristinn ver þetta. Virkaði ekki sannfærandi varsla en þetta var nóg.
12. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á flottum stað rétt fyrir utan teig.
12. mín
Guðmundur Baldvin kemur boltaum fyrir markið ætlað Emil Atla en FH nær að tækla þetta í horn.

Stjarnan nær ekki að gera sér mat úr horninu.
8. mín
Kjartan Kari með tilraun framhjá markinu.
6. mín
FH hengja langan fram og Sigurður Bjartur virðist vera komast í álitlega stöðu en Guðmundur Kristjáns sér við honum.
3. mín
Kjartan Kári reynir fyrirgjöf frá vinstri inn á hættusvæðið en Stjarnan kemur boltanum frá.
1. mín
Það eru heimamenn í Stjörnunni sem byrja þetta. Helgi Fróði sparkar okkur af stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Stjarnan gerir eina breytingu á sínu liði frá bikarleiknum gegn Þór Akureyri. Örvar Eggersson dettur út og inn í hans stað kemur Haukur Örn Brink

FH gerir þá fjórar breytingar á sínu liði frá leiknum gegn Fram. Inn koma Ólafur Guðmundsson, Dusan Brkovic, Logi Hrafn Róbertsson og Arngrímur Bjartur Guðmundsson fyrir þá Grétar Snær Gunnarsson, Böðvar Böðvarsson, Ástbjörn Þórðarson og Baldur Kára Helgason.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Logi Tómasson, leikmaður Strömsgodset í Noregi og íslenska landsliðsins, er spámaður umferðarinnar. Logi varð Íslands- og bikarmeistari með Víkingi í fyrra.

Stjarnan 0 - 1 FH
FH vinnur þennan leik. Jafn leikur Arnór Guðjohnsen vinur minn fær traustið og skorar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Bakverðir í banni Böðvar Böðvarsson og Ástbjörn Þórðarson verða báðir í banni í kvöld.
Böddi Löpp fékk rautt spjald í síðasta leik gegn Fram og fer því sjálfkrafa í eins leiks bann. Ástbjörn Þórðarson sótti sitt fjórða gula spjald í sumar og fer því einnig í bann.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir í efstu deild Liðin hafa spilað 37 leiki sín á milli í efstu deild karla samkv. vef KSÍ.

Stjarnan hefur 9 sigra(24%)
FH hefur 16 sigra(43%)
Liðin hafa skilið jöfn 12 sinnum (32%)

Stjarnan hefur skorað 51 mark í þessum leikjum á meðan FH hafa skorað 76 mörk.

Tölfræðin er því ekki sérlega hliðholl heimamönnum fyrir kvöldið í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.



Leikir liðana á síðasta tímabili





Fyrir leik
Stjarnan Stjörnumenn hafa aðeins verið að fatast flugið í síðustu leikjum. Stjarnan hefur aðeins sótt 4 stig af 15 mögulegum í síðustu 5 leikjum.
Stjarnan hefur skorað 17 mörk og fengið á sig 18 og eru því með mínus einn í markatölu. Stjarnan hefur unnið 4, gert 1 jafntefli og tapað 5.

Markahæstu menn Stjörnunnar eru:

Emil Atlason - 4 mörk
Örvar Eggertsson - 3 Mörk
Óli Valur Ómarsson - 2 Mörk
Róbert Frosti Þorkelsson - 2 Mörk
Haukur Örn Brink - 2 Mörk
Guðmundur Baldvin Nökkvason - 2 Mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
FH FH hafa aðeins verið að gefa eftir eftir flotta byrjun á mótinu. FH hefur aðeins náð að sækja 5 stig af 15 mögulegum í síðustu 5 leikjum.
FH hafa skorað 16 mörk og fengið á sig 16 mörk og eru því með markatöluna á sléttu. FH hafa unnið 4, gert 2 jafntefli og tapað 3.

Markahæstu menn FH eru:

Úlfur Ágúst Björnsson - 4 Mörk
Sigurður Bjartur Hallsson - 4 Mörk
Vuk Oskar Dimitrijevic - 2 Mörk
Kjartan Kári Halldórsson - 2 Mörk
Björn Daníel Sverrisson - 2 Mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Besta deildin Við erum að nálgast enda fyrri hluta deildarinnar fyrir skiptingu. Deildin er farin að taka á sig örlitla mynd.

Staðan í Bestu deildinni:

1.Víkingur R. - 25 stig
2.Breiðablik - 22 stig
3.Valur - 21 stig
4.FH - 14 stig
5.ÍA - 13 stig
6.Fram - 13 stig
7.Stjarnan - 13 stig
8.KR - 11 stig
9.Vestri - 10 stig
10.HK - 7 stig
11.KA - 5 stig
12.Fylkir - 4 stig

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þriðja liðið Vilhjálmur Alvar Þórarinsson heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason.
Elías Ingi Árnason verður á skiltinu og til taks ef eitthvað skyldi útaf bregða hjá tríóinu.
Frosti Viðar Gunnarsson er þá eftirlitsmaður.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Samsungvellinum í Garðabæ þar sem heimamenn í Stjörnunni mæta FH í 10.umferð Bestu deildar karla.

Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski

Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson ('71)
10. Björn Daníel Sverrisson
23. Ísak Óli Ólafsson
25. Dusan Brkovic
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('71)
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson ('76)

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('71)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('71)
27. Jóhann Ægir Arnarsson
31. Bjarki Steinsen Arnarsson
36. Óttar Uni Steinbjörnsson ('76)
37. Baldur Kári Helgason

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie
Númi Már Atlason

Gul spjöld:
Dusan Brkovic ('32)
Logi Hrafn Róbertsson ('52)
Björn Daníel Sverrisson ('62)
Óttar Uni Steinbjörnsson ('89)

Rauð spjöld: