Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
ÍBV
3
0
ÍR
Olga Sevcova '27 1-0
Natalie Viggiano '38 2-0
Viktorija Zaicikova '53 3-0
19.07.2024  -  18:00
Hásteinsvöllur
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Sól og smá gjóla á annað markið.
Dómari: Magnús Garðarsson
Maður leiksins: Olga Sevcova
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
5. Natalie Viggiano
9. Telusila Mataaho Vunipola
11. Helena Hekla Hlynsdóttir ('64)
13. Sandra Voitane ('74)
14. Olga Sevcova ('74)
15. Selma Björt Sigursveinsdóttir
17. Viktorija Zaicikova ('74)
20. Ágústa María Valtýsdóttir
23. Embla Harðardóttir

Varamenn:
12. Valentina Bonaiuto Quinones (m)
4. Alexus Nychole Knox ('64)
6. Berta Sigursteinsdóttir ('74)
8. Tanja Harðardóttir
24. Helena Jónsdóttir ('74)
27. Erna Sólveig Davíðsdóttir ('74)

Liðsstjórn:
Jón Ólafur Daníelsson (Þ)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Elías J Friðriksson
Rakel Perla Gústafsdóttir
Mikkel Vandal Hasling
Eva Rut Gunnlaugsdóttir
Elías Árni Jónsson
Guðrún Ágústa Möller

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Eyjakonur vinna sinn þriðja leik í röð.
93. mín
ÍR fá horn.
85. mín
Inn:Sandra Dís Hlynsdóttir (ÍR) Út:Anna Bára Másdóttir (ÍR)
82. mín
Natalie tók spyrnuna og Alexus nær skallanum en hann er yfir.
82. mín
ÍBV fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
81. mín
Lovísa Guðrún með skot hátt yfir markið.
79. mín
ÍR vinna horn en engin hætta,
78. mín
Inn:Guðrún Pála Árnadóttir (ÍR) Út:Ísabella Eiríksd. Hjaltested (ÍR)
78. mín
Inn:Sara Rós Sveinsdóttir (ÍR) Út:Mia Angelique Ramirez (ÍR)
77. mín
Eyjakonur fá horn.
74. mín
Inn:Erna Sólveig Davíðsdóttir (ÍBV) Út:Olga Sevcova (ÍBV)
74. mín
Inn:Helena Jónsdóttir (ÍBV) Út:Viktorija Zaicikova (ÍBV)
74. mín
Inn:Berta Sigursteinsdóttir (ÍBV) Út:Sandra Voitane (ÍBV)
70. mín
Ágústa með mjög góða sendingu í gegn á Olgu, sem virðist brjóta af sér en hún fær að klára sóknina en skýtur í stöngina. Dómarinn virðist síðan dæma á Olgu eftir að færið fór forgörðum og ÍR fékk aukaspyrnu.
66. mín
ÍR fá horn Linda á skot sem fer í varnarmann og í horn en ekkert varð úr horninu.
64. mín
Inn:Alexus Nychole Knox (ÍBV) Út:Helena Hekla Hlynsdóttir (ÍBV)
62. mín
Sigríður Dröfn tekur einn tveir með Sigríði Sölku og kemur sér í skotfæri en skotið er máttlaust og beint á Guðnýu.
60. mín
ÍBV fær horn sem ekkert varð úr.
58. mín
Telusila með skot utan af velli en beint á Esther Júlíu í marki ÍR
53. mín MARK!
Viktorija Zaicikova (ÍBV)
Viktojia kemur Eyjakonum í 3-0! Olga með geggjaða sendingu inn fyrir á Selmu sem kemur með fyrirgjöf og einhvern veginn dettur boltinn fyrir Viktorjiu sem nær skotinu úr mjög þröngu færi en inn fer boltinn.
51. mín
Selma með fína fyrirgjöf og boltinn barst út á Viktorjiu sem skaut yfir.
50. mín
Linda Eshun með skot á markið en beint á Guðný.
46. mín
Inn:Sigríður Salka Ólafsdóttir (ÍR) Út:Michelle Elizabeth O'Driscoll (ÍR)
46. mín
Inn:Suzanna Sofía Palma Rocha (ÍR) Út:Þórdís Helga Ásgeirsdóttir (ÍR)
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Leikurinn fór frekar hægt af stað en síðustu 25-30 mínúturnar hafa Eyjakonur verið með algjöra yfirburði.
45. mín
Olga með enn eina fyrirgjöfina en ÍR hreinsa frá.
45. mín
Flott fyrirgjöf frá Olgu og boltinn dettur fyrir Viktojiu en skotið hátt yfir markið.
42. mín
Lélegt horn hjá Ísabellu beint aftur fyrir markið.
42. mín
ÍR fá sitt fyrsta horn.
39. mín
Vallarstjóri Hásteinsvallar fær stórt hrós fyrir f?ábærann völl.
39. mín
Enn og aftur færi hjá ÍBV Olga með fyrirgjöf af stuttu færi á hausinn á Ágústu en skallinn rétt framhjá.
38. mín MARK!
Natalie Viggiano (ÍBV)
Stoðsending: Selma Björt Sigursveinsdóttir
Selma með frábæra fyrirgjöf og Natalie klárar með góðum skalla i hornið.
34. mín
ÍBV fær horn.
29. mín
Dauðafæri Ágústa fékk boltann í fætur og sneri af sér varnamann en skotið er hátt yfir.
27. mín MARK!
Olga Sevcova (ÍBV)
Stoðsending: Natalie Viggiano
Frábært spil hjá Eyjakonum Helena Hekla með flotta sendingu í gegn á Natalie. Hún nær að leika upp vinstri kantinn og kemur honum fyrir og þar er Olga mætt til að stýra boltanum í netið.
24. mín Gult spjald: Lovísa Guðrún Einarsdóttir (ÍR)
Fyrir kjánalegt peysutog inn á miðjum velli.
23. mín
Flott fyrirgjöf frá Erin en það er engin sem nær að setja hausinn í boltann þannig að boltinnn svífur fram hjá öllum og aftur fyrir.
22. mín
Aukaspyrna ÍBV fær aukaspyrnu á hættulegum stað
21. mín
Frábær snúningur hjá Ágústu sem kemur honum inn fyrir á Olgu sem reynir svo að þræða Selmu í gegn en ÍR ná að bjarga í horn.
20. mín
Ágætlega spilað hjá ÍR. Erin kemur boltanum á Michelle sem á skot en það er ekki nógu gott og fór langt fram hjá.
19. mín
Færi hjá Eyjakonum Natalie keyrði upp vinstri kantinn og náði góðri fyrirgjöf beint á kollinn á Ágústu en hún náði ekki að stýra boltanum á markið.
18. mín
Olga prjónaði sig í gengum nokkra leikmenn ÍR en náði ekki að koma boltanum fyrir.
15. mín
15 mínútur liðnar og ekkert um færi.
14. mín
Mia með skot en langt fram hjá marki ÍBV
11. mín
ÍBV að ógna marki ÍR-inga þessa stundina og þær eiga í erfiðleikum með að koma boltanum frá.
10. mín
Ágústa með frábæra sendingu í gegn á Selmu en hún nær ekki að nýta það nægilega vel
9. mín
Slök hornspyrna og ÍR hreinsa í innkast
9. mín
ÍBV fær fyrsta horn leiksins
5. mín
Ekki mikið að frétta hér fyrstu 5 mínúturnar.
1. mín
Leikur hafinn
Eyjakonur byrja með boltann.
Fyrir leik
Ágústa María Valtýsdóttir er í byrjunarliði ÍBV en hún kom í glugganum á láni frá KH. Hún er fædd árið 2008. Hún hefur leikið fimm leiki fyrir u-15 ára landsliðið og fimm leiki fyrir u-16 ára landsliðið. Hún hafði spilað 10 leiki fyrir KH á þessari leiktíð og skorað í þeim 10 mörk. Verður spennandi að sjá hvernig hún kemur inn í lið ÍBV.
Fyrir leik
ÍBV hefur verið á skriði í deildinni eftir að hafa verið lengi vel í fallsæti. Þær hafa unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og eru í 6. sætinu með 13 stig.

ÍR er hinsvegar í botnsæti deildarinnar með fjögur stig en eini sigur þeirra í sumar kom gegn ÍBV í 2. umferðinni.

ÍBV vann þá 2 - 0 sigur 13. maí síðastliðinn fyrir framan 86 áhorfendur. Berta Sóley Sigtryggsdóttir og Linda Eshun skoruðu mörkin.
Úr leiknum í Breiðholtinu í maí. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Magnús Garðarsson dæmir leikinn í dag. Hann er með þá Sigurbaldur P. Frímannsson og Hugo Muguel Borges Esteves sér til aðstoðar á línunum.
Magnús Garðarsson dæmir leikinn í dag. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í eyjum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign ÍBV og ÍR í Lengjudeild kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
3. Linda Eshun
4. Mia Angelique Ramirez ('78)
7. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
9. Lovísa Guðrún Einarsdóttir (f)
11. Michelle Elizabeth O'Driscoll ('46)
17. Þórdís Helga Ásgeirsdóttir ('46)
18. Erin Amy Longsden
19. Anja Ísis Brown
23. Ísabella Eiríksd. Hjaltested ('78)
26. Anna Bára Másdóttir ('85)

Varamenn:
6. Sara Rós Sveinsdóttir ('78)
10. Freyja Ósk Axelsdóttir
14. Guðrún Pála Árnadóttir ('78)
15. Suzanna Sofía Palma Rocha ('46)
16. Sigrún Pálsdóttir
24. Sigríður Salka Ólafsdóttir ('46)
33. Sandra Dís Hlynsdóttir ('85)

Liðsstjórn:
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Ásdís Hrönn Viðarsdóttir (Þ)

Gul spjöld:
Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('24)

Rauð spjöld: