Þróttur R.
2
2
Fram
0-1
Magnús Már Lúðvíksson
'15
Dion Acoff
'35
1-1
1-2
Sebastien Uchechukwu Ibeagha
'42
Omar Koroma
'70
2-2
22.08.2015 - 14:00
Valbjarnarvöllur
1. deild karla 2015
Dómari: Petri Viljanen
Valbjarnarvöllur
1. deild karla 2015
Dómari: Petri Viljanen
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Hallur Hallsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
5. Aron Ýmir Pétursson
6. Vilhjálmur Pálmason
9. Viktor Jónsson
10. Alexander Veigar Þórarinsson
('81)
11. Dion Acoff
('61)
14. Hlynur Hauksson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
21. Tonny Mawejje
('46)
Varamenn:
1. Elías Fannar Stefnisson (m)
12. Omar Koroma
('61)
20. Jón Arnar Barðdal
('81)
23. Aron Lloyd Green
26. Grétar Atli Grétarsson
27. Oddur Björnsson
('46)
Liðsstjórn:
Erlingur Jack Guðmundsson
Gul spjöld:
Hallur Hallsson ('62)
Omar Koroma ('76)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þvílíkur hasar í lokin en dómarinn flautar af eftir tæpar 97 mínútur og 2-2 jafntefli niðurstaðan. Bæði lið örugglega svekkt með eitt stig. Skýrsla og viðtöl eftir smá.. Takk í dag.
96. mín
Framarar aftur í færi. Maggi Lú leggur boltann út í skot og ég hreinlega sá ekki hver það var sem skaut á Trausta. Það er of mikið að gerast hérna á of stuttum tíma.
96. mín
Þetta er eins og borðtennisleikur hérna í lokin og mikill flautukonsert. Þvílík spenna.
95. mín
Gult spjald: Daði Guðmundsson (Fram)
Ég hef ekki undan... Daði fær gult fyrir að stöðva skyndisókn Þróttar.
94. mín
Þvílíkar lokamínútur! Þróttarar bjarga á línu frá Atla Fannari. Erfitt að sjá hvort boltinn var inni eða ekki en aðstoðdómarinn Mika Lamppu er best staðsettur og segir boltann ekki hafa farið yfir línuna.
92. mín
Úff. Ljótt samstuð. Viktor stekkur upp í skallabolta en skallar Orra aftan í hnakkann og hann liggur eftir. Þetta hefur ekki verið þægilegt. Petri sér þó hvorki ástæðu til að dæma aukaspyrnu né spjalda Viktor.
91. mín
Viktor að sleppa í gegn! Frábær vörn hjá Tryggva sem hindrar hann í að ná skoti á markið.
89. mín
Gregg Ryder spyr Petri dómara hve mikið sé eftir og dómarinn sýnir 5 fingur. Fimm mínútur eftir.
86. mín
Orri með virkilega góða varnarvinnu og stöðvar hættulega skyndisókn Þróttar þar sem hinir eldfljótu Vilhjálmur Pálma og Omar Korona voru að gera sig líklega. Orri er búinn að vera virkilega flottur hér í dag.
81. mín
Inn:Jón Arnar Barðdal (Þróttur R.)
Út:Alexander Veigar Þórarinsson (Þróttur R.)
Síðasta skipting Þróttar. Jón Arnar Barðdal kemur inná fyrir Alexander Veigar.
78. mín
Gult spjald: Magnús Már Lúðvíksson (Fram)
Maggi Lú er fyrstur Framara í svörtu bókina. Stöðvar skyndisókn Þróttar.
76. mín
Gult spjald: Omar Koroma (Þróttur R.)
Það er að hitna í kolunum. Tryggvi er búinn að kæla og kominn aftur inná. Omar Koroma brýtur af sér og Fram fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Þróttar. Maggi Lú á þrususkot en það fer beint á Trausta.
75. mín
Tryggvi Sveinn og Aron Ýmir skella saman eftir baráttu um háan bolta. Aron stígur fljótt á fætur en Tryggvi liggur eftir. Pétur Örn, Þróttarapabbi og sjúkraþjálfari Fram, fer inná til að sinna Tryggva en Þrótturum finnst þetta taka óþarflega langan tíma. Tryggvi stendur sem betur fer upp og getur vonandi haldið leik áfram.
70. mín
MARK!
Omar Koroma (Þróttur R.)
Varamaðurinn Omar Koroma er búinn að jafna leikinn! Fékk háan bolta inn á teig, gerði vel í að snúa og pota boltanum yfir marklínuna. 2-2 og 20 mínútur eftir í hellidembu!
69. mín
Það er að bæta í rigninguna og sóknarþunga heimamanna. Þeir fá enn eina hornspyrnuna en eru ekki að fara nógu vel með þær.
Omar Koroma er með svalasta nafnið í 1.deildinni #fotboltinet
— Magnús Már Einarsson (@maggimar) August 22, 2015
62. mín
Gult spjald: Hallur Hallsson (Þróttur R.)
Hallur fer verðskuldað í bókina. Búinn að safna sér fyrir þessu síðasta klukkutímann.
61. mín
Inn:Omar Koroma (Þróttur R.)
Út:Dion Acoff (Þróttur R.)
Omar Koroma kemur inná fyrir Dion sem er eitthvað meiddur. Vont fyrir Þróttara en Dion hefur verið sprækastur fram á við.
54. mín
Karl Brynjar með góða tæklingu og vinnur boltann af Indriða áður en hann sleppur í gegn. Hinum megin vinnur Orri vel til baka og stöðvar álitlega sókn Þróttar.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn og Brynjar Ben á hörkuskot að marki strax í upphafi. Boltinn fer af Þróttara og aftur fyrir en ekkert kemur út úr hornspyrnunni.
46. mín
Inn:Oddur Björnsson (Þróttur R.)
Út:Tonny Mawejje (Þróttur R.)
Þróttarar gera eina breytingu í hálfleik. Tonny er meiddur og getur ekki haldið leik áfram. Doktor Oddur Björns kemur inn í hans stað.
45. mín
KA er 3-0 yfir gegn BÍ/Bolungarvík á útivelli í hálfleik.
Toppbaráttan eins og staðan er í hálfleik:
1 Víkingur Ó. 44 stig
2 Þróttur R. 36 stig
3 KA 34 stig
Toppbaráttan eins og staðan er í hálfleik:
1 Víkingur Ó. 44 stig
2 Þróttur R. 36 stig
3 KA 34 stig
45. mín
Svo er það með þennan Twitter. Annað hvort kann ég ekkert á hann eða enginn er að tvíta um leikinn (mögulega bæði). Hvet að minnsta kosti alla sem vilja tjá sig um gang mála til að henda inn tvíti og merka það #fotbolti eða #fotboltinet, það er aldrei að vita nema einhverjar skemmtilegar færslur rati hingað í textalýsinguna.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og gestirnir leiða 2-1. Þróttarar hafa sótt meira en ekki verið nógu beittir á meðan Framarar hafa verið nokkuð þéttir (nema auðvitað gegn Dion í nokkur skipti) og nýtt færin sín vel. Ég held að seinni hálfleikur verði svakalegur.
45. mín
Menn ekki sáttir við Finnana hér. Dion við það að sleppa í gegn en dómarinn flautar aukaspyrnu í stað þess að gefa honum hagnaðinn. Slöpp dómgæsla þarna. Hreinn Ingi fær svo dauðafæri á fjær eftir spyrnuna en setur boltann yfir.
42. mín
MARK!
Sebastien Uchechukwu Ibeagha (Fram)
Stoðsending: Magnús Már Lúðvíksson
Stoðsending: Magnús Már Lúðvíksson
Framarar komast aftur yfir! Það er maðurinn með langa nafnið, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, sem skallar boltann í netið eftir góða aukaspyrnu utan af velli frá Magga Lú. Þróttarar voru búnir að vera betri eftir jöfnunarmarkið og markið kemur á mjög góðum tíma fyrir gestina.
35. mín
MARK!
Dion Acoff (Þróttur R.)
DIOOOON! Dion Acoff er búinn að jafna leikinn. Var kominn vinstra megin, fékk langan bolta inn fyrir og það átti enginn séns í að ná honum. Hann lék laglega á Cody í markinu áður en hann skoraði. Þvílíkur hraði á drengnum.
33. mín
Enn þyngist sókn Þróttar og eins og svo oft áður en það Dion sem skapar usla. Hann tók mega sprett upp hægra megin en missti boltann aðeins of langt frá sér og náði ekki nógu góðu skoti þegar hann nálgaðist markið. Stórhættulegt engu síður.
32. mín
Hallur Halls að njóta góðs af því að dómarinn er finnskur og þekkir hann ekki. Slapp þarna við gult eftir frísklega tæklingu á Indriða. Þetta var á mörkunum en hann fær nú yfirleitt ekki að njóta vafans.
29. mín
Það er þung pressa að marki Fram um þessar mundir. Hallur neglir yfir markið eftir mikið bras og barning í teignum.
27. mín
Lúxusþjónusta annars í blaðamannaskúrnum. Tvær ungar snótir voru rétt í þessu að koma með kók og prins póló handa okkur eftirlitsdómaranum. Þar fór aðhaldið..
25. mín
Hinum megin á vellinum fá Þróttarar sína þriðju hornspyrnu en ekkert kemur út úr henni frekar en þeim fyrri.
24. mín
Jahérna hér! Indriði Áki á frábæra stungusendingu inn á Atla Fannar sem kemst einn gegn Trausta hægra megin í teignum. Trausti ver hinsvegar frá honum með fótunum og bjargar í horn. Þarna átti Fram að komast í 2-0.
20. mín
Bæði lið með ágætar sóknaruppbyggingar. Munaði litlu að Dion Þróttari og Indriði Áki Framari kæmust í gegn. Þetta verður fjör.
15. mín
MARK!
Magnús Már Lúðvíksson (Fram)
Stoðsending: Indriði Áki Þorláksson
Stoðsending: Indriði Áki Þorláksson
MAAAARK! MAGGGGGI LÚÚÚÚ! Maggi Lú er búinn að koma Fram yfir gegn sínum gömlu félögum. Mér sýndist það vera Indriði sem átti skot úr teignum sem Trausti varði frábærlega en beint fyrir fæturnar á Magga sem þakkaði pent fyrir sig og setti boltann auðveldlega í netið.
13. mín
Ágæt sókn hjá Þrótti. Dion skýst upp hægri kantinn og á hættulegan bolta fyrir. Tryggvi Sveinn nær þó að renna sér fyrir boltann og koma í veg fyrir að Vilhjálmur næði til hans. Stuttu síðar á Viktor laust skot yfir. Annars er þetta frekar jafnt hér í upphafi. Greinilegt að það er mikið í húfi fyrir bæði lið.
8. mín
Fram spilar einnig 4-3-3 hér í byrjun.
Cody
Daði - Tryggvi - Ingiberg - Sigurður
Orri - Sebastien
Magnús Már
Atli - Indriði - Brynjar
Cody
Daði - Tryggvi - Ingiberg - Sigurður
Orri - Sebastien
Magnús Már
Atli - Indriði - Brynjar
6. mín
Þróttarar byrja í 4-3-3:
Trausti
Aron - Hreinn - Karl Brynjar - Hlynur
Tonny - Hallur
Alexander
Dion - Viktor - Vilhjálmur
Trausti
Aron - Hreinn - Karl Brynjar - Hlynur
Tonny - Hallur
Alexander
Dion - Viktor - Vilhjálmur
1. mín
Þróttarar byrja betur. Villi Pálma sendir fyrir frá vinstri og Viktor Jóns á skalla sem beint í hendurnar á Cody í markinu.
1. mín
Það er aðeins að fjölga í stúkunni en enn er nóg pláss fyrir áhugasama. Það eru gestirnir í Fram sem ætla að hefja leik og spila í átt að Laugardalshöllinni.
Fyrir leik
KA er 3-0 yfir á útivelli gegn BÍ/Bolungarvík í hálfleik. Fylgst er með þeim leik hér.
Toppbaráttan eins og staðan er í hálfleik:
1 Víkingur Ó. 44 stig
2 Þróttur R. 36 stig
3 KA 34 stig
Toppbaráttan eins og staðan er í hálfleik:
1 Víkingur Ó. 44 stig
2 Þróttur R. 36 stig
3 KA 34 stig
Fyrir leik
Það verður leikið á Valbjarnarvelli í dag en verið er að leggja nýtt gervigras í Laugardalnum. Það hafa einhverjir talað um "grasgrýlu" Þróttar en liðið hefur unnið alla heimaleiki sína sem hafa til þessa verið spilaðir á gervigrasi. Fimm útileikir hafa hinsvegar tapast og það er spurning hvort þar hafi grasið verið að stríða Þrótturum? Framarar fótuðu sig í það minnsta betur á Laugardalsvellinum í fyrri viðureigninni og það verður fróðlegt að sjá hvernig liðunum tekst til á blautum Valbirni hér eftir smá.
Fyrir leik
Bæði lið gera töluverðar breytingar á byrjunarliðum sínum frá síðustu umferð.
Heimamenn fengu skell gegn KA í síðustu umferð og gera fjórar breytingar. Fyrirliðinn Hallur Hallsson snýr aftur eftir leikbann og Dion Acoff hefur hrist af sér meiðsli. Þá eru þeir Aron Ýmir Pétursson og Alexander Veigar Þórarinsson í byrjunarliðinu.
Hjá Fram gerir Pétur Pétursson fimm breytingar eftir 2-1 tapið gegn Selfyssingum. Þeir Daði Guðmundsson, Indriði Áki Þorláksson, Ingiberg Ólafur Jónsson, Sigurður Kristján Friðriksson og Atli Fannar Jónsson koma allir inn fyrir þá Hafþór Mar Aðalgeirsson, Erni Bjarnason, Davíð Einarsson, Hrannar Einarsson og Sigurð Gísla Snorrason.
Heimamenn fengu skell gegn KA í síðustu umferð og gera fjórar breytingar. Fyrirliðinn Hallur Hallsson snýr aftur eftir leikbann og Dion Acoff hefur hrist af sér meiðsli. Þá eru þeir Aron Ýmir Pétursson og Alexander Veigar Þórarinsson í byrjunarliðinu.
Hjá Fram gerir Pétur Pétursson fimm breytingar eftir 2-1 tapið gegn Selfyssingum. Þeir Daði Guðmundsson, Indriði Áki Þorláksson, Ingiberg Ólafur Jónsson, Sigurður Kristján Friðriksson og Atli Fannar Jónsson koma allir inn fyrir þá Hafþór Mar Aðalgeirsson, Erni Bjarnason, Davíð Einarsson, Hrannar Einarsson og Sigurð Gísla Snorrason.
Fyrir leik
Það voru Framarar sem höfðu betur í fyrri viðureign liðanna. Þróttarar höfðu byrjað Íslandsmótið ótrúlega og sigrað í fyrstu sex leikjum sínum áður en að Frammarar slógu þá niður á jörðina aftur með 1-0 sigri.
Gunnar Helgi Steindórsson skoraði sigurmarkið snemma leiks og þar við sat.
Gunnar Helgi Steindórsson skoraði sigurmarkið snemma leiks og þar við sat.
Fyrir leik
Liðin tvö heyja ólíka baráttu. Þróttarar hafa verið í toppbaráttu í allt sumar. Voru lengst af á toppi deildarinnar en hafa nú misst Víkinga frá Ólafsvík fram úr sér. Liðið hefur enn 5 stiga forskot á KA sem er í 3. sæti en má ekki við því að misstíga sig enda enn 5 leikir eftir af mótinu og 15 stig í pottinum.
Lið Fram situr hinsvegar í 9. sæti með 17 stig, aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Það verður ekki síður hörð barátta á botni deildarinnar en á toppnum og ljóst að við fáum hörkuleik hér í dag þar sem bæði lið munu selja sig dýrt.
Lið Fram situr hinsvegar í 9. sæti með 17 stig, aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Það verður ekki síður hörð barátta á botni deildarinnar en á toppnum og ljóst að við fáum hörkuleik hér í dag þar sem bæði lið munu selja sig dýrt.
Fyrir leik
Petri Viljanen frá Finnlandi dæmir leikinn í dag og landi hans Mika Lamppu er annar af aðstoðardómurunum. Oddur Ingi Guðmundsson mun fullkomna tríóið.
Fyrir leik
Góðan daginn!
Hér verður bein textalýsing frá leik Þróttar og Fram í 1. deild karla.
Þróttarar eru með 36 stig í 2. sæti deildarinnar fyrir þennan leik. Fimm stig eru upp í topplið Víkings Ólafsvíkur og fimm stig eru niður í KA í 3. sætinu.
Framarar eru með 17 stig í 9. sætinu, tveimur stigum frá fallsæti.
Hér verður bein textalýsing frá leik Þróttar og Fram í 1. deild karla.
Þróttarar eru með 36 stig í 2. sæti deildarinnar fyrir þennan leik. Fimm stig eru upp í topplið Víkings Ólafsvíkur og fimm stig eru niður í KA í 3. sætinu.
Framarar eru með 17 stig í 9. sætinu, tveimur stigum frá fallsæti.
Byrjunarlið:
12. Cody Nobles Mizell (m)
Daði Guðmundsson
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
9. Brynjar Benediktsson
9. Atli Fannar Jónsson
10. Orri Gunnarsson
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
19. Sigurður Kristján Friðriksson
20. Magnús Már Lúðvíksson
21. Indriði Áki Þorláksson
28. Sebastien Uchechukwu Ibeagha
Varamenn:
12. Bjarki Pétursson (m)
5. Ernir Bjarnason
9. Davíð Einarsson
11. Hrannar Einarsson
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
25. Sigurður Gísli Snorrason
71. Alex Freyr Elísson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Magnús Már Lúðvíksson ('78)
Daði Guðmundsson ('95)
Rauð spjöld: