Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
33' 2
1
Breiðablik
Haukar
2
2
Víkingur R.
0-1 Alex Freyr Hilmarsson '30
Daníel Snorri Guðlaugsson '33 1-1
Elton Renato Livramento Barros '39 2-1
Aron Jóhannsson '58 , misnotað víti 2-1
2-2 Vladimir Tufegdzic '76 , víti
30.03.2017  -  19:00
Schenkervöllurinn
Lengjubikar karla - A deild Riðill 1
Aðstæður: Rennislétt gervigras og logn
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: Fámennt en góðmennt
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
6. Gunnar Gunnarsson (f)
7. Haukur Ásberg Hilmarsson
7. Davíð Sigurðsson ('87)
9. Elton Renato Livramento Barros
11. Arnar Aðalgeirsson ('59)
12. Þórir Jóhann Helgason ('46)
13. Aran Nganpanya
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
4. Fannar Óli Friðleifsson
8. Ísak Jónsson ('59)
10. Daði Snær Ingason ('87)
13. Viktor Ingi Jónsson

Liðsstjórn:
Stefán Gíslason (Þ)
Hilmar Trausti Arnarsson
Árni Ásbjarnarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stórfjörugum leik lokið hér á Ásvöllum þar sem að bæði lið hefðu hæglega getað sótt öll þrjú stigin.

2-2 jafntefli staðreynd og það gerir lítið fyrir bæði lið þar sem þau halda sætum sínum í riðlinum.
93. mín Gult spjald: Örvar Eggertsson (Víkingur R.)
Örvar Eggerts kemur boltanum á Tufegdzic sem að skýtur á markið og Trausti ver. Örvar reynir að ná frákasti og fer í grasið. Ívar Orri spjaldar Örvar fyrir leikaraskap.
90. mín
Aron tekur aukaspyrnuna og lyftir boltanum á fjær. Víkingar koma boltanum í innkast.
90. mín Gult spjald: Alan Lowing (Víkingur R.)
Alan Lowing tekur hér Hauk Ásbeg niður rétt fyrir utan teig í þann mund sem að Haukur var að sleppa í gegn eftir enn eina skyndisókn Hauka.

Haukar eiga aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
87. mín
Inn:Daði Snær Ingason (Haukar) Út:Davíð Sigurðsson (Haukar)
Daði kemur inn á miðjuna og Daníel Snorri færist niður í bakvörðinn.
83. mín
Haukar breika og Fufura kemur boltanum á Alexander Frey sem að fékk snertingu í teignum og langaði rosalega að fara í grasið en ákvað að standa í lappirnar. Hefði líklega ekki fengið neitt.

Sóknin rann út í sandinn í kjölfarið.
80. mín
Víkingar gera tilkall um vítaspyrnu og Milos er allt annað en sáttur með Ívar Orra.

Örvar fór niður í teignum og frá mínum bæjardyrum séð hafa Víkingar nokkuð til síns máls.

Haukarnir heppnir þarna.
76. mín Mark úr víti!
Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Stoðsending: Örvar Eggertsson
Tufegdzic sendir Trausta í vitlaust horn og jafnar metin!
75. mín
Vítaspyrna er dæmd á Alexander Frey fyrirliða sem að mótmælir þrátt fyrir litla innistæðu.

Augljóst brot hjá Alexanderi á Örvari sem hefur verið sprækur eftir að hann kom inná.
71. mín
Stórhætta upp við mark Hauka. Ragnar Bragi með sendingu þvert fyrir markið sem að siglir í gegnum pakkann.
65. mín
Inn:Ragnar Bragi Sveinsson (Víkingur R.) Út:Muhammed Mert (Víkingur R.)
Tvöföld skipting hjá Milos.
65. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Geoffrey Castillion (Víkingur R.)
64. mín
Leikurinn hefur aðeins róast síðustu mínútur í kjölfar vítaspyrnunnar. Bæði lið að gefa boltann klaufalega frá sér án þess þó að hætta skapist.
62. mín
Fufura fer illa með varnarmenn Víkings og er sloppinn í gegn en sending hans þvert fyrir markið er ekki nógu góð og Halldór Smári kemst inn í hana.
59. mín
Inn:Ísak Jónsson (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Arnar Aðalgeirsson þurfti að fara af velli eftir samstuðið. Ísak kemur inn í hans stað.
58. mín Misnotað víti!
Aron Jóhannsson (Haukar)
Aron Jóhannsson klúðrar spyrnunni! Róbert Örn las hann eins og opna bók.
55. mín
Haukar fá hér vítaspyrnu. Róbert Örn keyrir inn í Arnar Aðalgeirsson sem var sloppinn í gegn.

Arnar liggur sárþjáður eftir. Þetta lítur alls ekki vel út.

47. mín
Seinni hálfleikur byrjar af krafti þar sem að liðin skiptast á að sækja.

Muhammed Mert á hér skot sem að endar í fanginu á Trausta.
46. mín
Inn:Alexander Helgason (Haukar) Út:Þórir Jóhann Helgason (Haukar)
Haukar gera einnig breytingu á sínu liði. Þórir fer af velli og Alexander Helgason kemur inn.
46. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.) Út:Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Tvöföld skipting hjá Víkingum í hálfleik. Vladimir Tufegdzic kemur inn fyrir Milos Ozegovic og Viktor Bjarki leysir Alex Frey af.
46. mín
Inn:Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.) Út:Milos Ozegovic (Víkingur R.)
45. mín
Hálfleikur
Ívar Orri flautar hér til hálfleiks í skemmtilegum leik. Staðan er 2-1 fyrir heimamenn.

Saga fyrri hálfleiks hefur verið sú að Víkingar eru mun meira með boltann en Haukar eru þéttir til baka og beita löngum boltum. Ekki fallegasti fótboltinn en þeir eru búnir að uppskera vel hér í fyrri hálfleik.
41. mín
Mohammed Mert er hér með skot af vítapunkti en Trausti ver vel. Boltinn hrekkur til Alex Freys sem að skallar boltann í Gunnar Gunnarsson og þaðan fer boltinn yfir.
39. mín MARK!
Elton Renato Livramento Barros (Haukar)
Stoðsending: Þórir Jóhann Helgason
Haukar eru komnir yfir!

Þórir hirðir boltann af Dofra sem var gjörsamlega sofandi. Hann kemur boltanum á Fufura sem að skorar með tánni boltinn fer af stönginni og inn.
35. mín
Arnar Aðalgeirsson kemur hér með fyrirgjöf á fjærstöng. Aron skallar boltann niður fyrir fætur Fufura en bylmingsskot hans af markteig smellur í þverslánni.

Haukar hársbreidd frá því að komast yfir!
33. mín MARK!
Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Stoðsending: Elton Renato Livramento Barros
Haukar eru ekki lengi að svara. Þeir skora hér úr þeirra fyrsta færi í leiknum. Fufura snýr baki í varnarmenn Víkinga innan teigs og leggur boltann út þar sem að Daníel Snorri býður upp á lúmska afgreiðslu hægri fótur hægra horn.
30. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Geoffrey Castillion
Fyrsta markið er komið!

Alex Freyr Hilmarsson kemur boltanum í netið af stuttu færi eftir undirbúning Geoffrey. Ívar Orri ráðfærir sig við aðstoðardómarann og eftir stutt spjall dæmir hann markið gott og gilt.

Haukamenn vildu fá hendi dæmda í aðdraganda marksins.
27. mín
Davíð kemur hér seint í Örvar og dómara leiksins finnst nóg komið. En hann sleppur með tiltal.
25. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Erlingur þarf að fara af velli og Örvar Eggertsson kemur inná í hans stað.
20. mín
Erlingi Agnarssyni og Arnari Aðalgeirssyni lenda saman. Erlingur hlýtur þennan myndarlega skurð á höfuðið og honum blæðir þónokkuð.

Arnar er kominn aftur inn á völlinn en Erlingur þarf á aðhlynningu að halda. Haukar leika því manni fleiri næstu mínútur.
14. mín
Mohammed Mert finnur Dofra Snorrason utan teigs en skot hans er laust og framhjá markinu. Það liggur aðeins á Haukum hér í upphafi leiks.
12. mín
Davíð Sigurðsson gerir sig sekan um slæm mistök þegar sending hans til baka á Trausta í markinu er of stutt. Geoffrey kemst í milli og fer framhja Trausta en Gunnar Gunnarsson rennir sér fyrir skot hans og bjargar á línu! Heimamenn stálheppnir að vera ekki lentir undir.
8. mín
Erlingur Agnarsson stingur boltanum bakvið vörn Hauka þar sem Geoffrey er hársbreidd frá því að ná að taka boltann með sér og sleppa einn í gegn. Góð tækling fyrirliðans Alexanders Freys bjargaði heimamönnum þarna.
6. mín
Víkingar fá hér hornspyrnu sem þeir taka stutt. Haukar eru í brasi með að koma boltanum í burtu. Víkingar uppskera annað horn og upp úr henni verður sókn sem að rennur út í sandinn.
1. mín
Leikur hafinn
Ívar Orri flautar þennan leik í gang. Heimamenn byrja með boltann en þeir í sækja átt að vallarhverfinu á móti sól.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl og byrjuð að hita. Hér er blankalogn og brakandi bongó eins og vanalega á Schenkervellinum.
Fyrir leik
Leikurinn er síðasti leikur beggja liða í A-riðli Lengjubikarsins þetta árið.

Heimamenn úr Hafnarfirði eru enn að leita að sínum fyrsta sigri í Lengjubikarnum, en þeir hafa gert tvö jafntefli og tapað tvívegis. Þeir eru í fimmta sæti riðilsins með 2 stig.

Víkingur Reykjavík hefur hinsvegar unnið tvo leiki og tapað tveimur. Þeir eru í fjórða sæti riðilsins með 6 stig.
Fyrir leik
Góða kvöldið og veriði öll hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Hauka og Víkings Reykjavíkur í Lengjubikar karla.

Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, mun flauta leikinn á um leið og klukkan slær 19:00 á þessu fallega fimmtudagskvöldi.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
5. Milos Ozegovic ('46)
7. Erlingur Agnarsson ('25)
7. Alex Freyr Hilmarsson ('46)
10. Muhammed Mert ('65)
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
14. Jökull Þorri Sverrisson
22. Alan Lowing
27. Geoffrey Castillion ('65)

Varamenn:
12. Emil Andri Auðunsson (m)
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('46)
8. Viktor Örlygur Andrason ('65)
9. Ragnar Bragi Sveinsson ('65)
15. Steinar Ísaksson
18. Örvar Eggertsson ('25)
25. Vladimir Tufegdzic ('46)

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Dragan Kazic

Gul spjöld:
Alan Lowing ('90)
Örvar Eggertsson ('93)

Rauð spjöld: