KR
2
1
ÍA
1-0
Hafþór Pétursson
'9
, sjálfsmark
Óskar Örn Hauksson
'56
2-0
2-1
Garðar Gunnlaugsson
'85
, víti
14.05.2017 - 17:00
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Völlurinn flottur. Smá vindur og sól inn á milli
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1209
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Völlurinn flottur. Smá vindur og sól inn á milli
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1209
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f)
11. Tobias Thomsen
('88)
16. Indriði Sigurðsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
18. Aron Bjarki Jósepsson
('88)
20. Axel Sigurðarson
20. Robert Sandnes
23. Guðmundur Andri Tryggvason
24. Valtýr Már Michaelsson
Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson
Magnús Máni Kjærnested
Jón Hafsteinn Hannesson
Henrik Bödker
Andri Helgason
Gul spjöld:
Finnur Orri Margeirsson ('67)
Stefán Logi Magnússon ('84)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Helgi Mikael flautar af. Skagamenn reyndu að ná jöfnunarmarki í lokin en án árangurs. Þetta er heilt yfir sanngjarnt. KR-ingar voru betri í leiknum. Skýrsla og viðtöl innan tíðar.
89. mín
Skagamenn fá tvær hornspyrnur í röð. Sú síðari fer beint í fangið á Stefán Loga.
88. mín
Inn:Tobias Thomsen (KR)
Út:Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Willum tekur enga sénsa og bætir við varnarmanni síðustu mínúturnar. Það á að verja stigin þrjú.
88. mín
Skagamenn tvíeflast við markið. Eiga allt í einu óvænt von á að fá eitthvað út úr þessum leik!
84. mín
Skagamenn fá vítaspyrnu! Hallur á hættulega fyrirgjöf sem Stefán Logi kýlir í burtu á nákvæmlega sama tíma og Albert Hafsteinsson reynir við boltann. Albert steinliggur eftir samstuð við Stefán Loga og Helgi Mikael dæmir vítaspyrnu. Rangur dómur held ég. Stefán var fyrri til í boltann, þó áreksturinn hafi verið harður.
Minn maður Garðar Gunnlaugsson er soldið áttavilltur í dag. Sést ekkert. Vonandi er hann ekki enn týndur í "113 Kötlufellunum" #FotboltiNet
— Maggi Peran (@maggiperan) May 14, 2017
78. mín
Aron Ingi fer út að hliðarlínu eftir að það byrjar að blæða. Fær nýja treyju. Er kominn inn á núna í númerslausri treyju
Elsku Ármann Smári. Meikaru að byrja aftur. Vantar sárega leiðtoga í liðið !#fotboltinet #pepsi365
— Bjarki Þór (@Duddarinn) May 14, 2017
70. mín
Inn:Patryk Stefanski (ÍA)
Út:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Fyrsta skipting dagsins.
67. mín
Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (KR)
Hiti að færast í leikinn. Finnur fer hátt með takkana í tæklingu á Þórð. ,,Þetta er rautt," öskra stuðningsmenn ÍA. Helgi Mikael hlustar ekki á þá og veifar gulu. Rétt held ég.
66. mín
Gult spjald: Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Of seinn í tæklingu á Arnór Svein. Stuðningsmenn ÍA ekki sáttir með þennan dóm.
63. mín
Óskar Örn með hörkusprett inn á teig. Hann labbar fram hjá Rober Menzel en skotið/fyrirgjöfin endar í hliðarnetinu.
60. mín
Miðað við frammistöðuna í seinni hálfleik þá er ekki spurning hvort KR vinni heldur einungis hversu stór sigurinn verður.
Man of all seasons! @OskarHauksson hefur skorað 14 leiktíðir í röð í efstu deild. Hlýtur að vera met. 2004-2017
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 14, 2017
56. mín
MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Tobias Thomsen
Stoðsending: Tobias Thomsen
Óskar er ekki lengi að bæta upp fyrir dauðafærið. Hann kemur KR í 2-0 með frábæru einstaklingsframtaki. Óskar fékk boltann frá Tobias fyrir utan teig vinstra megin. Hann lék á bæði Hafþór og Arnar Má áður en hann þrumaði boltanum í fjærhornið. Alvöru mark!
53. mín
Hvernig endaði þetta ekki með marki?! Morten Beck kemst inn í vítateig hægra megin eftir frábært þríhyrningsspil. Boltinn skýst á milli manna í teignum áður en hann dettur fyrir Óskar Örn Hauksson. Óskar skóflar boltanum yfir úr markteignum í dauðafæri! Eina sem útskýrir þetta mögulega er að Óskar var með boltann á hægri fætinum en ekki vinstri. Þetta var rosalegt færi!
52. mín
KR byrjar seinni hálfleikinn eins og þann fyrri. Með því að hafa algjöra yfirburði.
51. mín
Óskar Örn tekur aukaspyrnuna á fjærstöng þar sem Tobias Thomsen nær skallanum en boltinn yfir markið.
50. mín
Arnór Sveinn leikur skemmtilega á Hall og er á harðaspretti upp vinstri kantinn þegar ÞÞÞ brýtur á honum. KR-ingar heimta spjald en Helgi Mikael lætur tiltal nægja. Rólegur í spjöldunum í dag
Faðir og sonur mætast! @gullijons þjálfari ÍA og sonur hans sem er boltasækjari hjá KR í dag pic.twitter.com/dciWB3F7Lb
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 14, 2017
46. mín
Hálfleikur
Helgi Mikael flautar til leikhlés. Sanngjörn staða. Skagamenn voru ekki með fyrsta korterið en eftir það jafnaðist leikurinn. Skagamenn þurfa að bjóða upp á meira sóknarlega í seinni hálfleik ef þeir ætla að fá eitthvað út úr þessu.
45. mín
Langbesta færi Skagamanna! Eftir skyndisókn nær Stefán Teitur að taka góðan sprett. Hann leikur á Indriða Sigurðsson og sendir boltann síðan inn á Garðar sem er í fínu færi. Garðar þrumar boltanum hins vegar yfir markið.
44. mín
Óskar Örn með þrumuskot fyrir utan teig sem Ingvar ver. Óskar var talsvert lengi að hlaða í skotið en hann lék á einn varnaramann áður en hann lét vaða. Áhorfendur biðu með öndina í hálsinum á meðan.
40. mín
Önnur aukaspyrna sem KR fær. Núna af 25 metrunum. Kennie Chopart á skotið núna en það fer hátt yfir.
Óskar Örn gerði sig ekki líklegan þarna heldur. Hann er eitthvað að haltra líka.
Óskar Örn gerði sig ekki líklegan þarna heldur. Hann er eitthvað að haltra líka.
35. mín
KR-ingar fá aukaspyrnu á vítateigslínu vinstra megin. Tobias Thomsen tekur hana en boltinn rétt yfir. Óskar Örn hefði örugglega verið til í að taka þessa spyrnu!
26. mín
Aron Ingi með hættulega fyrirgjöf fyrir ÍA en KR-ingar ná að bjarga. Skagamenn heldur betur að sækja í sig veðrið.
20. mín
Óskar Örn með skemmtilega takta áður en hann kemur boltanum á Tobias THomsen. Daninn lætur vaða fyrir utan teig en skotið er máttlaust og Ingvar ver auðveldlega.
15. mín
Skagamenn breyta ekkert þó að þeir séu undir og eru áfram í lágpressu í 4-4-2. Mæta KR-ingum við miðlínu. ÍA gengur síðan mjög illa að halda boltanum innan liðsins.
11. mín
Þetta kemur lítið á óvart miðað við byrjunina. Skagamenn hafa varla komist yfir miðju ennþá.
9. mín
SJÁLFSMARK!
Hafþór Pétursson (ÍA)
Pálmi Rafn á sendingu frá vítateigshorni vinstra megin. Hættulegur bolti sem Kennie Chopart og Hafþór Pétursson berjast um. Hafþór verður fyrir því óláni að skalla boltann aftur fyrir sig og í eigið net.
Fara ekki allir leikir ÍA 2-4? Líka á útivelli! Sigur í Vesturbæ til að hefja endurkomuna #Skagamenn #fotboltinet #365pepsi
— Brynjólfur Þór Guðm. (@BrynThor) May 14, 2017
3. mín
Kennie Chopart með ágætis sprett en skotið máttlaust. Kennie vildi sjálfur fá vítaspyrnu en ekkert dæmt.
1. mín
Stefán
Súli - Indriði - Gunnar
Morten Beck - Finnur - Pálmi - Arnór
Óskar - Tobias - Kennie
Ingvar
Hallur - Hafþór - Robert - Aron
Þórður - Albert - Arnar - Steinar
Garðar - Stefán
Svona spilum við þetta í dag.
Súli - Indriði - Gunnar
Morten Beck - Finnur - Pálmi - Arnór
Óskar - Tobias - Kennie
Ingvar
Hallur - Hafþór - Robert - Aron
Þórður - Albert - Arnar - Steinar
Garðar - Stefán
Svona spilum við þetta í dag.
Fyrir leik
Reykjavík er okkar hljómar í hátalarakerfinu áður en Röddin byrjar að lesa upp liðin.
Fyrir leik
Ljóst að við byrjum ekki á mínútunni í Vesturbæ. Tvær mínútur í leik og liðin enþá bara í rólegheitum inni í klefa.
Fyrir leik
KR-ingar með hoppukastala og fjör fyrir börnin. Hamborgarar á grillinu og stuð. Til fyrirmyndar.
Fyrir leik
Áhorfendur týnast í stúkuna. Þorvaldur Árnason, dómari, er mættur með salatbox. Siggi Helga með City derhúfuna. Allir hressir.
Fyrir leik
Tryggvi Hrafn hefur verið að glíma við meiðsli. Þess vegna er hann á bekknum. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, sagði frá þessu í viðtali á Stöð 2 Sport.
"Við tökum ekki sénsa með að láta hann byrja. Sjáum hvort hann komi inn til að hressa upp á þetta," sagði Gulli
"Við tökum ekki sénsa með að láta hann byrja. Sjáum hvort hann komi inn til að hressa upp á þetta," sagði Gulli
Fyrir leik
Hliðarvindur í Vesturbæ. Gæti haft einhver áhrif á leikinn. Aðstæður annars flottar. Sól og völlurinn sjaldan verið betri í maí.
Fyrir leik
Við Skaptahlíð eru framkvæmdir í gangi og umderðartafir. Hvetjum fólk sem fer þar framhjá á leið á leikinn að vera snemma í því!
Fyrir leik
Liðin klár hér til hliðar! KR stillir upp sama byrjunarliði og í 2-1 sigrinum á Víkingi Ólafsvík í síðustu umferð.
Garðar Gunnlaugsson, markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra, byrjar sinn fyrsta leik á tímabilinu. Garðar hefur verið meiddur en hann kom inn á sem varamaður í fyrstu tveimur umferðunum.
Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem skoraði tvö mörk gegn FH í fyrstu umferð, byrjar á bekknum í dag.
Patryk Stefanski og Rashid Yussuf voru teknir af velli í hálfleik gegn Val í síðustu umferð og þeir byrja báðir á bekknum í dag. Auk Garðars koma þeir Stefán Teitur Þórðarson og Steinar Þorsteinsson inn í liðið.
Garðar Gunnlaugsson, markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra, byrjar sinn fyrsta leik á tímabilinu. Garðar hefur verið meiddur en hann kom inn á sem varamaður í fyrstu tveimur umferðunum.
Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem skoraði tvö mörk gegn FH í fyrstu umferð, byrjar á bekknum í dag.
Patryk Stefanski og Rashid Yussuf voru teknir af velli í hálfleik gegn Val í síðustu umferð og þeir byrja báðir á bekknum í dag. Auk Garðars koma þeir Stefán Teitur Þórðarson og Steinar Þorsteinsson inn í liðið.
Fyrir leik
Ekki er ólíklegt að Garðar Bergmann Gunnlaugsson byrji sinn fyrsta leik á tímabilinu með ÍA í dag. Garðar kom inn á sem varamaður í hálfleik gegn Val en hann hefur verið að glíma við meiðsli.
Erlendu leikmennrnir Patryk Stefanski og Rashid Yussuf voru teknir af velli í hálfleik gegn Val. Spurning er hvort þeir byrji á bekknum í dag.
Erlendu leikmennrnir Patryk Stefanski og Rashid Yussuf voru teknir af velli í hálfleik gegn Val. Spurning er hvort þeir byrji á bekknum í dag.
Fyrir leik
Helgi Mikael Jónasson dæmir leikinn í dag en hann er yngsti dómarinn í Pepsi-deildinnni. Helgi er fæddur árið 1993. Gylfi Már Sigurðsson og Gylfi Tryggvason eru honum til aðstoðar og Sigurður Óli Þorleifsson er varadómari. Eftirlitsmaður er síðan reynsluboltinn Guðmundur Stefán Maríasson.
Fyrir leik
Benedikt Bóas Hinriksson og Stefán Árni Pálsson stóðu vaktina fyrir Vísi í Úkraínu þar sem Eurovision fór fram í gærkvöldi. Þeir spá í leiki umferðarinnar hér á .net og búast við auðveldum KR sigri.
KR 3 - 0 ÍA
Karakterssigur í síðasta leik kemur mönnum langt í klefanum. Willum kann að nýta klefann. Óskar Örn setur eitt úr aukaspyrnu og eitt úr víti.
KR 3 - 0 ÍA
Karakterssigur í síðasta leik kemur mönnum langt í klefanum. Willum kann að nýta klefann. Óskar Örn setur eitt úr aukaspyrnu og eitt úr víti.
Fyrir leik
Í síðustu umferð vann KR 2-1 sigur í Ólafsvík þar sem Pálmi Rafn Pálmason skoraði sigurmarkið á lokasekúdnunum. ÍA tapaði hins vegar 4-2 gegn Val.
Í fyrstu umferð tapaði KR 2-1 hér í Vesturbæ gegn Víkingi R. á meðan ÍA tapaði 4-2 gegn FH á heimavelli.
Í fyrstu umferð tapaði KR 2-1 hér í Vesturbæ gegn Víkingi R. á meðan ÍA tapaði 4-2 gegn FH á heimavelli.
Fyrir leik
ÍA vann 2-1 þegar þessi lið mættust í Vesturbænum í fyrra. Garðar Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum með frábæru skoti.
Eftir leikinn tók Willum Þór Þórsson við sem þjálfari af Bjarna Guðjónssyni.
Eftir leikinn tók Willum Þór Þórsson við sem þjálfari af Bjarna Guðjónssyni.
Byrjunarlið:
33. Ingvar Þór Kale (m)
Arnar Már Guðjónsson
Albert Hafsteinsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
3. Aron Ingi Kristinsson
5. Robert Menzel
8. Hallur Flosason
10. Steinar Þorsteinsson
15. Hafþór Pétursson
18. Stefán Teitur Þórðarson
('70)
32. Garðar Gunnlaugsson
Varamenn:
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
17. Ragnar Már Lárusson
18. Guðfinnur Þór Leósson
18. Rashid Yussuff
19. Patryk Stefanski
('70)
20. Gylfi Veigar Gylfason
26. Hilmar Halldórsson
Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Gul spjöld:
Garðar Gunnlaugsson ('66)
Rauð spjöld: