Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
ÍBV
1
0
Víkingur R.
Alvaro Montejo '14 1-0
14.05.2017  -  17:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Völlurinn gríðalega fallegur. Skýjað með köflum og harður austan vindur.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 575
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Matt Garner
4. Hafsteinn Briem
5. Avni Pepa
6. Pablo Punyed
11. Sindri Snær Magnússon
12. Jónas Þór Næs
15. Devon Már Griffin ('45)
17. Sigurður Grétar Benónýsson ('87)
18. Alvaro Montejo ('71)
30. Atli Arnarson

Varamenn:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
3. Felix Örn Friðriksson ('45)
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
9. Mikkel Maigaard
16. Viktor Adebahr
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('71)

Liðsstjórn:
Jón Ólafur Daníelsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Georg Rúnar Ögmundsson
Gunnar Þór Geirsson
Kristján Ómar Björnsson

Gul spjöld:
Alvaro Montejo ('64)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Góður sigur hjá Eyjamönnum. Skýrsla og viðtöl koma inn eftir smá.

Takk fyrir mig.
-HJ
90. mín
WOW! Hafsteinn Briem með rosalega aukaspyrnu af hægri kantinum. Hann smellhitti boltann en boltinn fór rétt framhjá.

Skólabóka dæmi um beina rist. Gaman af þessu.
87. mín
Inn:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV) Út:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
Sigurður kemur útaf. Engin meiðsli að sjá. Inn kemur aðstoðarþjálfarinn Gunnar Heiðar.
86. mín
Vá! Allt að verða vitlaust. Sigurður Grétar straujaður á miðjum vallarhelmingi ÍBV. Stúkan og bekkurinn vildi brot og spjald en ekkert dæmt. Pablo henti sér svo í eina vel hressa tveggja fóta tæklingu. Brot dæmt, ekkert spjald? Furðulegt nokk.
80. mín
Pablo með góða aukaspyrnu af hægri kantinum, ákvað að nýta sér vindinn. Boltinn var á leiðinni upp í hornið fjær en Róbert með fína markvörslu.
77. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Út:Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Dofri hefur átt betri leiki.
71. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV) Út:Alvaro Montejo (ÍBV)
Markaskorarinn kemur útaf. Búinn að vera öflugur, inn kemur Arnór Gauti.
64. mín Gult spjald: Alvaro Montejo (ÍBV)
Fyrir leikaraskap. Myndi fá spænsku Goya kvikmyndaverðlaunin fyrir frábæran leik.
59. mín
Hreint út sagt, ekkert að gerast. Nokkur horn hér og þar, ekkert spennandi.

Leikurinn heldur áfram.
48. mín
Tvöföld skipting hjá Víkingum í hálfleik. Geoffrey hefur eflaust ekki getað haldið leik áfram. Hann var virkilega hættulegur í fyrri hálfleik.

ÍBV heldur áfram í leikkerfinu 5-3-2. Víkingur halda sínu kerfi áfram, 4-3-3.

Game on.
46. mín
Inn:Muhammed Mert (Víkingur R.) Út:Geoffrey Castillion (Víkingur R.)
46. mín
Inn:Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Víkingur R.) Út:Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Pétur flautar til hálfleiks. Þetta er búinn að vera skemmtilegur leikur fyrir augað.
45. mín
Inn:Felix Örn Friðriksson (ÍBV) Út:Devon Már Griffin (ÍBV)
45. mín
Devon Már er borinn útaf á börum. Leiðinlegt að sjá því Devon var búinn að standa sig gríðalega vel í hjarta varnarinnar hjá ÍBV. Óskum honum góðs bata.

Geoffrey er hins vegar staðinn upp og sýnist mér hann ætla að harka þetta af sér. Grjótharður.
44. mín
Devon og Geoffrey fara í 50/50 bolta og sparka báðir af öllu afli í boltann. Þeir liggja báðir eftir á vellinum og fá aðhlynningu.
37. mín
Lítið búið að gerast síðustu mínúturnar. Vindurinn á stóran þátt í því. Ísland í dag.
31. mín Gult spjald: Geoffrey Castillion (Víkingur R.)
Sparkar aftan í Atla. Púra gult.
21. mín
Færi. Tufa kemst upp hægri kantinn og sendir fastan bolta á nærstöngina þar sem Geoffrey setur boltann rétt framhjá markinu.

Fólk er að fá margt fyrir peninginn í eyjum. Það er á hreinu.
14. mín MARK!
Alvaro Montejo (ÍBV)
Stoðsending: Sigurður Grétar Benónýsson
Sigurður Grétar kemst inn fyrir vörn Víkings með smá hjálp frá góðum hliðarvindi. Siggi skýtur í Róbert, boltinn fer upp í loft og skoppar síðan fyrir framan marklínuna þar sem Alvaro potar boltanum inn með kassanum.

Fjörið er hafið í Eyjum. Fyrsta mark ÍBV á tímabilinu komið.
7. mín
Færi! Boltinn barst inn í teig þar sem Alex Freyr átti þrumuskot í stöngina af stuttu færi. Eyjamenn heppnir.

Áfram með smjörið.
7. mín
Eyjamenn stilla upp í leikkerfið 5-3-2 með Sigurð og Alvaro fremsta í flokki. Víkingar aftur á móti stilla upp í 4-3-3 með Geoffrey einan uppi á topp.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn. Víkingar byrja með boltann og sækja í vesturátt, að Herjólfsdal. Eyjamenn sækja í austurátt, að Týsvellinum.
Fyrir leik
Núna eru 10 mínútur í leik. Seinasti byrjunarliðsmaður til að ganga inn til búningsherbergja var Sigurður Grétar Benónýsson. Gaman að því. Eina.
Fyrir leik
Bæði lið eru komin út á völl. Vekja má athygli að það er vindur í Vestmannaeyjum. Shocker.


Fyrir leik
Kristján Guðmundsson gerir fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá 5-0 tapinu gegn Stjörnunni í síðustu umferð en þar þótti Eyjaliðið ansi andlaust.

Derby Carrillo, Kaj Leo í Bartalsstovu, Arnór Gauti Ragnarsson, Felix Örn Friðriksson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson setjast á bekkinn.

Inn koma Halldór Páll markvörður, Hafsteinn Briem, Devon Már Griffin, Sigurður Grétar Benónýsson og Atli Arnarsson
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Tvær breytingar á byrjunarliði Víkings frá tapinu gegn Grindavík. Hinn 19 ára Erlingur Agnarsson og Davíð Örn Atlason koma inn í byrjunarliðið. Ragnar Bragi Sveinsson og Arnþór Ingi Kristinsson setjast á bekkinn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn

Eyjamenn eru eina lið deildarinnar sem á eftir að skora mark. Miðvörðurinn Hafsteinn Briem kemur aftur inn í byrjunarliðið eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik. Kristján Guðmundsson setur Derby Carrillo á bekkinn og Halldór Páll Geirsson stendur í rammanum.

Muhammed Mert er á bekknum hjá Víkingum en hann var ekki í hóp í síðasta leik. Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, sagði að Mert væri ekki að leggja sig nægilega mikið fram á æfingum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Víkingar unnu 3-0 útisigur þegar þessi lið mættust í Vestmannaeyjum í fyrra. Arnþór Ingi Kristinsson, Gary Martin og Viktor Jónsson skoruðu mörkin. Víkingar unnu ÍBV í báðum leikjunum á síðasta ári.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik ÍBV og Víkings Reykjavík í 3. umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Víkingar eru búnir að jójóa fyrstu tvær umferðirnar. Unnu KR í fyrstu umferð en töpuðu svo fyrir Grindavík. ÍBV gerði markalaust jafntefli gegn Fjölni í fyrstu umferð en steinlá svo gegn Stjörnunni.
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson ('46)
5. Milos Ozegovic
7. Erlingur Agnarsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
11. Dofri Snorrason ('77)
12. Halldór Smári Sigurðsson
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic
27. Geoffrey Castillion ('46)

Varamenn:
9. Ragnar Bragi Sveinsson
10. Muhammed Mert ('46)
12. Kristófer Karl Jensson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('46)
18. Örvar Eggertsson ('77)
21. Arnþór Ingi Kristinsson

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Einar Ásgeirsson
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Dragan Kazic

Gul spjöld:
Geoffrey Castillion ('31)

Rauð spjöld: