Leiknir R.
2
0
Leiknir F.
Kolbeinn Kárason '30 1-0
Elvar Páll Sigurðsson '55 2-0
25.05.2017  -  14:00
Leiknisvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Smá andvari, léttar skúrir á köflum og smávægilegur andvari
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Ósvald Jarl Traustason
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson
2. Ísak Atli Kristjánsson
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('73)
9. Kolbeinn Kárason ('82)
10. Ragnar Leósson
11. Brynjar Hlöðversson
15. Kristján Páll Jónsson (f) ('86)

Varamenn:
1. Hrólfur Vilhjálmsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson
8. Árni Elvar Árnason
10. Sævar Atli Magnússon ('82)
14. Birkir Björnsson
16. Skúli E. Kristjánsson Sigurz
17. Aron Fuego Daníelsson ('86)
80. Tómas Óli Garðarsson ('73)

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Gísli Þór Einarsson
Ari Már Fritzson
Gísli Friðrik Hauksson
Garðar Gunnar Ásgeirsson
Gísli Þorkelsson

Gul spjöld:
Ísak Atli Kristjánsson ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fyrstu sigur heimamanna í Reykjavíkur Leikni. Kærkominn og verðskuldaður sigur þegar öllu er á botninn hvolft.

Gestirnir ganga niðurlútir af velli.

Takk fyrir samveruna

Viðtöl og gúmmelaði fljótlega
94. mín
Eyjólfur ver þetta! Þvílík varsla því vítið frá Kristni var fast og neðst í hægra hornið. Í því flautar Sigurður til leiksloka.
94. mín
Vítaspyrna. Ísak Atli gerir sig hér sekan um að renna sér innan teigs og tekur niður Kristinn
93. mín
Elvar Páll liggur eftir. Virðist hafa fengið högg í efnilegri sóknarlotu Leiknismanna sem skilaði Ísak Atla í efnilega stöðu.
Elvar fær aðhlynningu. Sigurður hlýtur að blása til leiksloka innan skamms
91. mín
Uppbótartími
89. mín
Áhugavert og óhefðbundið úthlaup frá Roberti í markinu. Tómas Óli sendir bolta með jörðinni inn á teiginn sem Robert ákveður að reyna við. Endar á að tækla boltann frá úr teigjaðrinum.
88. mín
Stórhættulegur bolti inn á teiginn frá Ragnar Leós sem hefur verið hættulegur í föstum leikatriðum. Boltinn fer í varnarmann Leiknis F og yfir markið af markteignum
87. mín
Færi. Aron sendir fyrir frá hægri og finnur Sævar Atla sem setur boltann að marki en Robert er vandanum vaxinn og ver vel.
87. mín
Fátt í þessu sem bendir til annars en að heimamenn sigli þessu heim.
86. mín
Inn:Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.) Út:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Hrein skipting. Aron kemur á hægri vænginn
86. mín
Elvar Páll vill tvennuna. Hleður þarna í skot af 30m en yfir mark gestanna
83. mín
Sævar Atli næstum búinn að leggja upp mark í sinni fyrstu snertingu. Fær boltann hægra megin í teigjarðinum og sendir fyrir í fyrsta á aðvífandi Tómas Óla sem keyrir inn í teiginn gott hlaup. En skot Tómasar fer rétt framhjá nærstönginni
82. mín
Inn:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.) Út:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.)
Hrein skipting. Hinn ungi og efnilegi Sævar Atli kemur upp á topp fyrir Kolbein sem hefur verið iðinn
78. mín
Aðeins farið að losna um hjá báðum liðum. Svæði að skapast á miðjum vellinum sem bæði lið gætu fært sér í nyt.
76. mín
Þarna átti Kristinn að gera betur. Hleypur 60 metra með boltann en ógnar aldrei markinu og endar svo með að senda marklausa sendingu og heimamenn hirða upp boltann. Kristinn var með pláss til að keyra á varnarlínu heimamanna
75. mín
ÚFF! Hreinsað á línu...og hreinsað aftur á línu. Halldór Kristinn ágengur. Skallar boltann að marki og hirðir svo frákastið og skýtur að marki en í bæði skiptin bjarga gestirnir á línu. Líflína
75. mín
Heimamenn með aðra hornspyrnu
74. mín
Ósvald þarna í góðu hlaupi og heimamenn finna hann. Ósvald sækir hornspyrnu sem Ragnar Leós tekur
73. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.) Út:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.)
Skipting hjá heimamönnum. Hrein skipting
72. mín
Basl á miðvörðum heimamanna. Boltinn dettur á Kristinn Justiniano sem hleypir af skoti í fyrsta úr teignum en boltinn smellur í slánni. Þessi hefði hæglega getað endað í markinu

Það þarf ekki mikið til að gera þetta að leik
71. mín
Gestirnir reyna. Kristinn Justiniano gerir mjög vel þarna. Snýr af sér tvo Leiknismenn og skila boltanum vel frá sér en ekkert verður úr þessu. Gestirnir finna ekki glufu í gegnum miðja vörn heimamanna. Ekki enn allavega
70. mín
Lítið að gerasta þessa stundina. Það markverðasta líklega að rúta á virðist vera blokkeruð á vílastæðinu á Leiknisvelli
62. mín
Inn:Valdimar Ingi Jónsson (Leiknir F.) Út:Jose Luis Vidal Romero (Leiknir F.)
Síðasta skipting Leiknis F - Romero út og Valdimar Ingi inn. Valdirmark fer á hægri kantinn og Kristinn Justiniano fer upp á topp.
60. mín
Nokkuð þung pressa í kjölfar þessara hornspyrna. Carrasco finnur sig á vinstri vængnum færir boltann lipurlega á hægri á vítateigshorninu og skrúfar boltann en framhjá marki heimamanna í Leikni R
59. mín
Stórhætta úr horninu. Boltinn fastur inn á teig og fer svo í varnarmann Leiknis og í horn. Kristinn Justiniano hleypur þarna vængja á milli
59. mín
Björgvin ekki lengi að stimpla sig inn. Gerir þarna vel og sækir horn fyrir sína félaga.
58. mín
Inn:Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.) Út:Dagur Ingi Valsson (Leiknir F.)
Gestirnir skipta. Virðist vera hrein skipting. Björgvin fer á vinstri kantinn.
57. mín Gult spjald: Carlos Carrasco Rodriguez (Leiknir F.)
Fer þarna harkalega í Leiknismann og uppsker réttilega gult
57. mín
Heimamenn er með vindinn í bakið og öll segl á lofti. Allur vindur virðist úr gestunum. Vindurinn.
55. mín MARK!
Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Elvar Páll Sigurðsson
FRÁBÆRLEGA GERT! Elvar Páll skorar. Boltinn berst á Ísak Atla sem hótar fyrirgjöf en leggur boltann þvert á teiginn á Elvar Pál sem tekur við honum. Hótar skotinu með hægri. Tap, færir boltann á vinstri og teiknar hann með sveig í markhornið. Óverjandi fyrir Robert í markinu.
54. mín
Kolbeinn Kára náði að því er virtist ekki boltanum nægjanlega vel út í hornið. Robert Winogrodzki las þetta vel og var mættur á svæðið. Þetta gæti verið stórt fyrir bæði lið.
53. mín
Robert ver vítið! Grípur boltann meira segja! Kolbeinn setur boltann í vinstra hornið með vinstri fætinum sínum. Boltinn í góðri hæð fyrir Robert sem gerir sér lítið fyrir og grípur boltann bara. Einfalt.
53. mín
Vítaspyrna dæmd! Romero keyrir í bakið á Brynjari Hlöðverssyni og vítaspyrna dæmd. Það var ekkert annað í stöðunni. Klaufalegt, kjánalegt og óagað. Kolbeinn Kára stillir sér upp.
52. mín
Heimamenn vaknaðir til lífsins og liggja nú þungt á gestunum. Hornspyrna í vændum sem Ragnar Leós tekur
50. mín
Mark frá heimamönnum. Ingvar Ásbjörn sveigir aukaspyrnu inn á teiginn og að markinu 2m frá endalínu hægra megin. Brynjar Hlöðversson snertir boltann og hann hafnar í fjærhorninu. Rangstaða dæmd sem er vægast sagt einkennilegt þar sem Brynjar Hlöðversson var með mann í bakinu.
48. mín
Frábær varnarleikur Ósvald Jarl. Var í erfiðri stöðu eftir fyrirgjöf en skallar frábærlega frá þar sem tveir Fáskrúðsfirðingar voru eins og hrægammar að bíða eftir seinni boltanum á teigjaðrinum.
47. mín
Gott upphlaup frá Leikni F - Kristinn Justiniano geysist hér upp hægri kantinn með Ósvald Jarl á hælum sér. Sendir hann fyrir markið og þar lendir Brynjar í smá basli svo boltinn dettur til Romero sem hleypir af skoti úr teignum en það varið af Halldóri Kristni.
45. mín
Leikur hafinn
Heimamenn í Leikni sækja nú í átt að bestu sundlaug Reykjavíkur. Breiðholtslauginni með vindinn í bakið sem þó hefur lægt aðeins
45. mín
Jæja þá fer þetta að hefjast aftur. Liðin eru að koma sér fyrir á vellinum og þriðja liðið gerir slíkt hið sama
45. mín
Gestirnir hafa verið í basli en þegar þeir hafa komist í ákjósnlegar leikstöður á vængjunum hefur skort aðeins meir ákefð inn í teiginn.

Romero upp á topp hefur gert sitt í að halda boltanum og fá stuðningshlaupin og eins hefur Kristinn Justiniano verið iðinn og reynt að skapa fyrir félagana með fyrirgjöfum frá hægri

Gestirnir þurfa meira hinsvegar ætli þeir sér að skapa eitthvað opið fyrir framan mark heimamanna sem hafa staðið vaktina ágætlega hingað til.
45. mín
Elvar Páll hefur verið iðinn í dag og dottið í nokkra álitlega sénsa í teignum. Ef ég væri veðjandi maður myndi ég giska á að hann eigi eftir að uppskera í síðari hálfleiknum.

Eins hafa heimenn verið grimmir að koma upp með bakverðina Ísak og Ósvald sem hafa verið virkir þátttakendur hingað til.

Fínasta holning á Leiknisliðinu.
45. mín
Hálfleikur
Sigurður Hjörtur hefur blásið til hálfleiks. Heimamenn marki yfir eftir hressan og skemmtilegan fyrri hálfleik.
45. mín Gult spjald: Ísak Atli Kristjánsson (Leiknir R.)
Gestirnir geysast upp eftir hornspyrnuna og Ísak brýtur á hægri kantinum. Hárréttur dómur
45. mín
Frábær snerting þarna hjá Ísak Atla tekur langan bolta á ristina eins og Dennis Bergkamp á móti Argentínu um árið og vinnur hornspyrnu í kjölfarið. Augnakonfekt
43. mín
Skottilraun frá Reykjavíkur Leikni. Ingvar flækist og svigar í teignum. Tekur svo hælspyrnu út í teiginn þar sem aðþrengdur Elvar Páll hleypir af skoti en framhjá marki gestanna.
39. mín
Inn:Arkadiusz Jan Grzelak (Leiknir F.) Út:Hilmar Freyr Bjartþórsson (Leiknir F.)
Hilmar yfirgefur völlinn snemma sökum meiðsla. Arkadiuz (Arek) kemur inn í hans stað
39. mín
Dauðafæri á hinum endanum. Boltinn berst á Elvar Pál í teignum sem er með pláss og ætlar að leggja boltann að marki af góðum stað en skotið er blokkerað.
38. mín
Tæpt en ég held þetta hafi verið rétt. Romero sleppur í gegn og með tíma og pláss en flaggaður rangstæður af AD1 honum Ásgeiri Þór
36. mín
Háleit markmið skila oft sínu. Hilmar Freyr með skot af 35 metra færi eftir annars fínan spilakafla frá Leikni Fáskrúðsfirði. Boltinn fastur en yfir markið. Þetta var jákvætt fyrir gestina sem hafa verið að erfiða.
35. mín
Leiknir Reykjavík með öll tök eins og sakir standa og virðast gestirnir vera slegnir og ekki að ná að tengja saman fleiri en tvær þrjár sendingar áður en þeir glopra boltanum frá sér.

Heimamenn að setja góðan þunga á boltamanninn
34. mín
Kröftugur sprettur frá Ingvari Ásbirni frá vinstri inn að vítateig. Sækir þarna aukaspyrnu en það má setja spurningamerki við varnarleik Leiknis frá Fáskrúðsfirði. Full ragir þarna í að fara í hann Ingvar
33. mín
Frábærlega tímasett tækling hjá Guðmundi sem kemst fyrir Ísak Atla sem var að munda fyrirgjafarfótinn sinn. Ísak liggur í valnum eftir þessi viðskipti en virðist geta haldið áfram leik
31. mín
Heimamenn í Leikni Reykjavík hafa verið hættulegir í skyndisóknunum og að sama skapi hafa gestirnir verið á hælunum og opnir.

Heimamenn liggja niðri og hafa leyft gesturnum að halda aðeins í boltann á eigin vallarhelming. Gestirnir hafa svo verið að glata boltanum frá sér sem hefur skilið þá eftir gleiða og sundraða sem heimamenn hafa náð að nýta sér hingað til.
30. mín MARK!
Kolbeinn Kárason (Leiknir R.)
Stoðsending: Elvar Páll Sigurðsson
Fyrsta markið er komið! Þetta var darraðadans. Elvar sendir innsveig inn á marki sem Robert kýlir upp í loftið. Kolbeinn eltir vel og kassar boltann yfir línu af mjööög stuttu færi. Hamagangurinn þarna mikill
28. mín
Ástríða, tilfinningar og skap þarna! Sólmundur með flotta tæklingu á Elvar Pál og fær aukaspyrnu í kjölfarið. Elvar og Sólmundur nuddast svo eitthvað saman eins og tveir stigamenn í kolsvörtu húsasundi.
26. mín
Tilraun frá gestunum. Kristinn sveiflar fyrir háum bolta fyrir markið þar sem Romero gerir vel í að vinna fyrsta bolta sem dettur svo til Dags sem skallar mattleysilegum skalla beint á Eyjó af stuttu færi. Hefði getið orðið eitthvað.
25. mín
Hætta - Elvar Páll kemst aftur fyrir Guðmund vinstri bakvörð og sendir inn á teiginn fastan bolta sem Robert í markinu gerir vel í að komast út í og halda boltanum.
22. mín
Bylmingsskot frá Kolbeini Kára. Finnur pláss í teignum, aðþrengdur og með þröngan skotgeira en skotið fast og hafnar í hliðarnetinu. Hættulítið en þetta var kraftmikið
19. mín
Deddari! Kolbeinn Kára skallar í slá fyrir opnu marki. Kristján Páll gerir hrikalega vel og chippar boltanum fyrir markið þar sem Kolbeinn rís hæst en skallinn í slánna.
18. mín
Kristinn Justiniano vinnur hornspyrnu fyrir gestina. Carrasco tekur hana en heimamenn bægja hættunni frá.
17. mín
Gestirnir að pressa heimamenn vel. Bjarki Aðalsteins í vissum vandræðum enda fáir möguleikar fyrir hann út úr öftustu línu.
15. mín
Þetta var efnilegt og þarna verður Kristján Páll að gera betur. Brynjar fann hann með svæði hægra megin. Kristján setur svo boltann út í teig þar sem Elvar Páll kemur á fartinu en sendingin slök og ekkert varð úr. Þarna hefði Elvar Páll verið í toppfæri.
14. mín
Gestirnir ákafir. Romero sterkur upp á topp og vippar svo boltanum skemmtilega í hlaup hjá Degi Ingi en Eyjólfur mætir og kemst í boltann en tekur þungt högg frá Degi sem var ákafur, fullákafur kannski.

Eyjólfur er staðinn á fætur
13. mín
Heimamenn vilja fá vítaspyrnu. Unnar Ari virðist hlaupa niður Bjarka Aðalsteins eftir hornspyrnu sem var að svífa yfir þá báða. En dómari leiksins var ekki á sama máli.
9. mín
Gestirnir eru að spila 4-4-2 / 4-4-1-1

Robert (m)
Unnar - Suarez (f) - Sólmundur - Guðmundur
Kristinn - Choco - Hilmar - Dagur
Carrasco
Romero
8. mín
Stórhættulegt! Langt innkast inn á teig heimamanna. Boltinn dettur til Romero sem skýtur föstu skoti að marki en Brynjar Hlöðversson kastar sér fyrir eins og Kevin Costner úr The Bodyguard og kemur í veg fyrir að boltinn hefið farið á markið.
7. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu á ákjósanlegum stað. Vindurinn í liði með gestunum en skotið fer beint í vegginn
5. mín
Stórhætta. Góða hreyfing eftir innkast í vinstra horninu skilar Elvar Pál inn í teiginn. En skot hans er blokkerað og hreinsað í kjölfarið
3. mín
Heimamenn stilla upp í 4-2-3-1

Eyjólfur (m)
Ísak - Halldór - Bjarki - Ósvald
Brynjar (F) - Ragnar
Kristján - Elvar Páll - Ingvar
Kolbeinn
2. mín
Fyrsta færið! Gestirnir vinna horn sem þeir setja upp vel. Boltinn dettur inn á teiginn en skotið framhjá markinu. Þetta hefði getið orðið hættulegt
1. mín
Leikur hafinn
Leikar eru hafnir! Gestirnir byrja með boltann og sækja með vindinn í bakið
Fyrir leik
In the Ghetto ómar - liðin ganga inn á völlinn. Brynjar Hlöðversson fyrirliði Leiknis leiðir heimamenn inn og Jesus Guerrero Suarez leiðir gestina inn.

Vallarþulurinn Oscar Clausen les upp liðin. Gangi honum vel!
Fyrir leik
Það er ljóst að engu er til sparað á Leiknisvelli í dag. Kveikt var á Ronaldo-kastaranum yfir Breiðholtinu í dag og hinn eini sanni Hilmar Árni Halldórsson leikmaður og spielmacher Stjörnunnar var ræstur út og mannar börurnar og almenna öryggisgæslu hér í dag íklæddur gulu vesti. Vígalegur
Fyrir leik
10 mínútur í leik og bæði Leiknisliðin búin að hita sig upp og tölta nú til búningsherbergja
Elvar Geir Magnússon @elvargeir
Ofboðslega þurfa mínir menn að hirða 3 stig í Inkasso ástríðunni af nöfnum sínum. #fotboltinet #Leiknir
Fyrir leik
22 mínútur í leik hérna í Efra Breiðholtinu. Það er þung yfir og ef ég vissi eitthvað um hvernig ætti að lesa í ský og annað þá myndi ég koma með einhverja veðurspá sem væri dýpri en

Það er helvíti rigningarlegt hérna
Fyrir leik
Þriðja liðið er mætt til leiks farið að hrista sig saman. Við dómararaáhugamenn veitum því athygli að annar aðstoðardómarinn er Breki Sigurðarson sem hlýtur hreinlega að vera sonur Sigga Schram, dómaragoðsagnarinnar lifandi. Ég myndi næstum því ganga svo langt að henda öðru nýranu mínu á að það sé raunin.
Fyrir leik
Gestirnir í Leikni Fásk virðast hafa gert fjórar breytingar á liði sínum frá því í leiknum við HK í síðustu umferð sem tapaðist 1-3.

Út detta þeir Valdimar Ingi Jónsson, fyrirliðinn Björgvin Stefán Pétursson, Arkadiuz Jan Grezlak sem taka sér sæti á bekknum og svo Almar Daði Jónsson sem ferðaðist ekki með liðinu.

Inn koma svo Dagur Ingi Valsson, Jose Luis Vidal Romero, Hilmar Freyr Bjartþórsson og maðurinn með lengsta nafnið Javier Angel Del Cueto Chocano (sem ég hér eftir ætla að kalla Choco)
Fyrir leik
Bæði lið eru mætt út á völl og farin að hrista sig aðeins.
Fyrir leik
Tvær breytingar eru á liði Leiknir R frá því í 2-2 jafnteflinu við Fram í síðustu umferð

Daði Bærings Halldórsson og Skúli Kristjáns Sigurz taka sér sæti á bekknum og inn koma þeir Ingvar Ásbjörn Ingvarsson og Kristján Páll Jónsson.

Líklega stillir liðið ekki upp í 3-5-2 eins og gegn Fram
Fyrir leik
Það er örlítið búið að bæta í vindinn hérna á Leiknisvelli. Vindurinn blæs frá Lönguvitleysunni og í átt að öðru markinu.

Völlurinn rakur og lítur mjög vel út miðað við árstíma (eins og flestir grasvellir þetta árið) sem er afar jákvætt.

Hef trú á að hér verði flottur fótboltaleikur í dag þar sem hart verður barist.
Fyrir leik
Kristófer Sigurgeirsson er á sínu fyrsta tímabili með Leiknisliðið og hefur liðið farið rólega afstað það sem af er tímabili. Áður hefur Kristófer verið aðstoðarþjálfari hjá Breiðablik og Fjölni og einnig stjórnaði hann Reyni Sandgerði í 2.deild fyrir nokkrum árum.
Fyrir leik
Viðar Jónsson þjálfari Leiknis Fáskrúðsfirði hefur haldið á stjórnartaumum liðsins síðan á vormánuðum árið 2014 þar sem hann tók liðið upp úr 3.deild og upp í 1.deildina á tveimur árum.

Liðið endaði svo í 11.sæti Inkasso deildarinnar í fyrra eftir frækilega björgun í síðustu umferð deildarinnar þar sem liðið sigraði HK 2-7 í Kórnum og hélt sér uppi á markatölu á meðan nágrannar þeirra Huginn frá Seyðisfirði féll á einu marki lakari markatölu
Fyrir leik
Ljóst er að það verður mikið undir í þessum leik fyrir bæði lið. Leikurinn gæti markað viss tímamót fyrir bæði lið en með sigri gætu liðin lyft sér ofar í töfluna og létt aðeins á pressunni á að sogast inn í þennan leiðigjarna botnbaráttuslag.
Fyrir leik
Í síðustu umferð spiluðu Leiknir Reyjavík við Fram í leik sem endaði með 2-2 jafntefli

Leiknir F átti svo heimaleik við HK sem tapaðist 1-3
Fyrir leik
Tengingar á milli liðana eru ekki margar svo vitað sé. Liðin eiga það jú sameiginlegt að deila nafni og eru það Fáskrúðsfirðingar sem voru fyrri til en liðið var sett á laggirnar árið 1940 en Leiknir Reykjavík var stofnað árið 1973

Bæði lið eiga það einnig sameiginlegt hafa byrjað mótið á takmarkaðri stigasöfnun. Heimamenn hafa 2 stig eftir fyrstu þrjá leikina á meðan gestirnir hafa aðeins sótt 1 stig
Fyrir leik
Góðan dag gott fólk og verið velkomin í þessa lifandi textalýsingu frá leik Leiknis úr Reykjavík og Leiknis frá Fáskrúðsfirði.

Aðstæður hér í Efra Breiðholtinu eru ekkert til að kvarta yfir. Gengur á með stuttum skúrum - sæmilega hlýtt og andvari sem vart mælist. Völlurinn lítur ákaflega vel út og í raun ekki yfir neinu að kvarta.
Byrjunarlið:
1. Robert Winogrodzki (m)
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson
4. Javier Angel Del Cueto Chocano
6. Carlos Carrasco Rodriguez
6. Hilmar Freyr Bjartþórsson ('39)
10. Kristinn Justiniano Snjólfsson
16. Unnar Ari Hansson
18. Jesus Guerrero Suarez
21. Jose Luis Vidal Romero ('62)
23. Sólmundur Aron Björgólfsson
23. Dagur Ingi Valsson ('58)

Varamenn:
12. Bergsveinn Ás Hafliðason (m)
7. Arkadiusz Jan Grzelak ('39)
9. Björgvin Stefán Pétursson ('58)
14. Kifah Moussa Mourad
15. Kristófer Páll Viðarsson
18. Valdimar Ingi Jónsson ('62)

Liðsstjórn:
Viðar Jónsson (Þ)
Ellert Ingi Hafsteinsson
Jens Ingvarsson
Magnús Björn Ásgrímsson

Gul spjöld:
Carlos Carrasco Rodriguez ('57)

Rauð spjöld: