Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Leiknir R.
0
2
Þór
0-1 Jóhann Helgi Hannesson '33
0-2 Gunnar Örvar Stefánsson '88
06.07.2017  -  17:15
Leiknisvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Þungskýjað - rigning á köflum
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Aron Birkir Stefánsson
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Ósvald Jarl Traustason ('84)
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('73)
10. Ragnar Leósson
11. Brynjar Hlöðversson
15. Kristján Páll Jónsson (f)
17. Aron Fuego Daníelsson ('57)
80. Tómas Óli Garðarsson

Varamenn:
1. Hrólfur Vilhjálmsson (m)
2. Ísak Atli Kristjánsson
5. Daði Bærings Halldórsson
8. Árni Elvar Árnason
9. Kolbeinn Kárason ('57)
10. Sævar Atli Magnússon ('73)
16. Skúli E. Kristjánsson Sigurz ('84)

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ari Már Fritzson
Gísli Friðrik Hauksson
Garðar Gunnar Ásgeirsson
Gísli Þorkelsson

Gul spjöld:
Halldór Kristinn Halldórsson ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þakka fyrir samveruna

3 stig á leið á Akureyri

Viðtöl og fleira dettur hingað inn fljótlega.
93. mín
Einar Ingi flautar til leiksloka. Sannkallaður vinnusigur hjá gestunum sem gerðu akkurat það sem þeir ætluðu sér hér í dag. Heimamenn hinsvegar daprir í fyrri hálfleik en sóttu hart að Þórsurum í þeim síðari og fengu sénsa.
92. mín
Gestirnir hreinsa á línu. Sá ekkert hver skaut eða hver hreinsaði enda 20 skrokkar í teignum sirka
91. mín
Skýt á staðlaðar 3 mín í uppbót
90. mín
90 mínúturnar eru liðnar. Við erum komnir í uppbótartíma.
88. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Skyndisókn. Gestirnir vinna aukaspyrnu á miðjunni. Taka hana snöggt. Keyra upp hægra megin þar sem þeir finna svo Gunnar Örvar út í teignum sem tekur það rólega áður en hann smellir boltanum í netið og klárar þennan leik!
87. mín
Kolbeinn þarna nálægt því. Fær lága fyrirgjöf frá Kristjáni en boltinn framhjá nærhorninu, hárfínt.
86. mín
Nau nau! Horn að marki Þórs - gestirnir koma boltanum frá en Ragnar fær hann aftur og sveiflar boltanum fyrir. Þrír Leiknismenn um boltann og á endanum fer hann sentímetra framhjá markinu. Þetta var FÆRI!
85. mín
Þórarar vaða upp og Aron með skot sem fer af Bjarka og í horn.
84. mín
Inn:Skúli E. Kristjánsson Sigurz (Leiknir R.) Út:Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)
Þriggja manna vörn á Leikni - Ná þeir að finna Bikargírinn hérna í restina?
81. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (Þór ) Út:Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
75. mín
Tómas Óli þarna í efnilegum séns. Eyjólfur undir pressu kýlir boltanum upp þjóðveg 1 - Kolbeinn vinnur skallann við Kristján og flikkar boltanum beint í hlaupalínuna hjá Tómasi. Tómas tæknilega einn í gegn en er snögglega eltur upp. Hefði getað skotið af teignum með vinstri en reynir að skera á hægri fótinn og missir boltann. Tony Pulis hefði verið sáttur við þessa sóknarlotu.
73. mín
Inn:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.) Út:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.)
Sævar Atli kemur inn fyrir Ingvar sem hefur lítið sýnt á þessum 73 mínútum.
71. mín
Kolbeinn þarna nálægt því að koma höfðinu í boltann. Fast leikatriði frá vinstri sem siglir inn í teiginn. Kolbeinn laus en nær ekki til boltans
70. mín
Þórsarar setja boltann inn á teig Leiknis. Hirða seinni boltann en skotið langt yfir markið af vítateignum.
70. mín Gult spjald: Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R.)
Brýtur af sér eins og menn kannski geta getið sér til um
68. mín
Kolbeinn þarna með aðra tilraun. Aron ver en missir boltann. Nær honum svo aftur áður en Elvar Páll ryksugar upp frákastið.

Þórsliðið er með eitt markmið núna. "Halda Halda Halda" líkt og Lárus Orri hrópar inn á völlinn rétt í þessum rituðu
66. mín
Pressan á gestunum farin að þyngjast. Aron í markinu kýlir boltann hér frá í annað sinn. Aktífur á línunni.
64. mín Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (Þór )
Rétt
64. mín
Kolbeinn hleður í skot og Aron ver. Leiknisliðið sækir hratt og Tómas Óli gerir vel og á endanum hafnar boltinn hjá Kolbeini sem hleður í skot af 25 metra færi. Varið.
62. mín
Færi hjá gestunum. Orri Freyr þræðir hér sendingu í gegn sem finnur Ármann á teignum en skot hans í námunda við Eyjólf sem ver vel. Þetta hefði sennilega klárað þennan leik ef boltinn hefði farið inn.
61. mín
Hornspyrn sem Aron slær frá með þungan pakka í kringum sig. Gerði þarna vel!
60. mín
Leiknisliðið farið að finna meira pláss. Aðeins farið að slitna á milli í varnarleik Þórsara
57. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.) Út:Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.)
Stóri maðurinn fer upp á topp fyrir Aron Fuego
55. mín
Þetta var dauðafæri Elvar Páll! Ragnar fleygir inn föstu leikatriði frá hægri. Skrúfar hann laglega og Elvar Páll einn og óvaldaður - skallar að marki en yfir markið. Virkilega gott færi. Það er aðeins að lifna yfir þessu....enda gat þetta varla annað en farið upp á við.
54. mín
..og þá kemur færi eftir flotta sókn! Leiknisliðið þræðir saman sendingar og Ósvald sleppur upp vænginn. Sendir inn og Aron keyrir á nær en skot hans er varið af nafna hans í markinu.
53. mín
Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Það er ekkert að gerast hérna. Bras og meira bras en ekkert sem vert er að færa í orð. Bíðum og sjáum
49. mín
Þórsliðið sækir og vinna horn. Eyjólfur að fá boltann yfir sig eftir fyrirgjöf og blakar honum yfir markið. Leiknisliðið kemur hinsvegar hornspyrnunni.
47. mín
Leiknisliðið byrjar hálfleikinn aðeins ferskari en þeir enduðu hann. Setja strax þunga á gestina.
45. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Einar Ingi hefur flautar til leikhlés. Bragðdauft með eindæmum. Dæmið að ganga upp hjá gestunum. Sitja á marki. Gefa ekki nein svæði enda ganga Þórsarar brattir til búningsherbergja.

Leiknisliðið þarf að kafa eftir einhverjum lausnum - það er ljóst!
45. mín
Leiknisliðið er ekki að finna neinar glufur á vörn gestanna. Fálma sig áfram í myrkrinu í leit að einhverju jákvæðu. Fátt jákvætt að gerast sóknarlega.

Á meðan bíða gestirnir átekta með Markabílinn frammi á fullum tank að atast í varnarmönnum Leiknis þegar boltinn berst upp.
41. mín
Þarna skapaðist hætta. Elvar Páll fær góðan bolta upp í hægri hornið. Stöðvar knöttinn og sker yfir á vinstri fót - sendir fyrir. Ingvar kemur á ferðinni en boltinn rétt yfir hann fyrir miðju marki. Munaði litlu.
39. mín
Leiknisliðið vinnur hér sína fyrstu hornspyrnu. Flöt ristarspyrna inn á markteiginn frá Ragga Le en boltinn er skallaður frá af gestunum.
35. mín
Inn:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
SVeinn Elías hefur lokið þátttöku í dag.
34. mín
Leiknisliðið þarna nálægt því að jafna. Boltinn berst á Ingvar eftir barning í teignum. Ingvar hleypir af með hægri. Hitti hann illa en Aron ver boltann í horn
33. mín MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Dýr mistök. Brynjar Hlöðvers sendir tilbaka á Halldór en Jóhann Helgi nær að komast inn í sendinguna og stingur sér innfyrir með snertingunni. Klárar vel framhjá Eyjólfi
30. mín
Þarna vildu heimamenn fá aukaspyrnu. Brynjar ætlar í einn - tvo við Ósvald í vinstra horninu. Boltinn skilar sér í svæðið en Ósvald liggur eftir. Einar Ingi sparar flautuna þarna.
28. mín
Besta upphlaup Leiknismanna hingað til. Teygðu og tosuðu á varnarlínu gestanna sem endaði á góðri skiptingu en varnarmenn Þórs náðu stoppa upp í gatið og ekkert varð úr.
25. mín
Stórhætta! Gestirnir aðgagnsharðir og áttu þarna einar þrjár tilraunir að marki eftir fast leikatriði. Tvær blokkaðar af varnarmönnum Leiknis. Hamagangurinn endaði á hornspyrnu sem ekkert kom upp úr
23. mín
Þarna fundu heimamenn glufu en hún var opin í aðeins stuttan tíma. Ingvar Ásbjörn fékk boltann á teignum og tók hann með sér inn í teiginn en stiginn út og boltinn til Arons í markinu.
20. mín
Byrjað að rigna aftur hér í Breiðholtinu og það all hressilega.
20. mín
Leiknisliðið fær óáreitt að spila boltanum í öftustu línu á meðan Þórsliðið bíður átekta eftir færi til að sækja hratt. Heimamenn ekki búnir að finna svæði á milli lína enn sem komið er og varnarleikur Þórsarar að halda vatni og vel það eins og sakir standa
19. mín
Jú Íslensk fyrirgjöf hérna á 17 mínútu. Loftur Páll fer upp völlinn og hendir boltanum fyrir frá hægri. Boltinn aftur fyrir endamörk.
14. mín
Fyrsta skottilraunin. Orri Sigurjóns af 30 metra færi en skotið fer víðsfjarri því að hitta markið.
13. mín
Bansettur barningur sem einkennir spilamennskuna. Fátt um fína drætti og allt það. Ekkert opið færi litið dagsins ljós en það voru sennilegast gestirnir sem voru næstir því þarna áðan þegar Jóhann Helgi fékk boltann inn í teig heimamanna en sending hans út úr teignum var lesin.
11. mín
Leiknisliðið stillir upp í 4-2-3-1

Eyjólfur (m)
Kristján Páll - Halldór - Bjarki - Ósvald
Brynjar - Ragnar
Tómas Óli - Elvar Páll - Ingvar Ásbjörn
Aron
7. mín
Gestirnir stilla upp í 4-4-1-1 (WBA style)

Aron (m)
Loftur - Kristján Örn - Gauti - Sigurður Marínó
Sveinn - Orri Freyr - Orri - Aron Kristófer
Ármann Pétur
Jóhann Helgi
4. mín
Aron með fyrirgjöf frá vinstri eftir hratt upphlaup Þórsara. Eyjólfur gerir hinsvegar vel og grípur þennan. Hnitmiðuð sókn
2. mín
Þórsliðið ekki mikið að pressa á heimamenn sem rúlla boltanum í öftustu línu. Efsta lína við miðjuboga á vallarhelmingi Leiknis sem skilur ekki eftir mikið pláss fyrir aftan þá öftustu.
1. mín
Leiknisliðið byrjar með knöttinn og sækir í átt að hinni sálugu King Kong sjoppu.
1. mín
Leikur hafinn
Einar Ingi hefur flautar til leiks
Fyrir leik
Jæja eftir fáein andartök verður flautar til leiks hérna á Leiknisvelli í Breiðholti. Það er búið að stytta upp. Einkar fámennt í stúkunni. Liðin ganga hér inn á völlinn.
Fyrir leik
Leiknisliðið fer úr Bikar-352 yfir í Deildar-4231 í dag

Fyrir leik
Liðin ganga til búningsherbergja hér á Leiknisvelli

Styttist í þetta. Phil Collins ómar hér um 111 Rvk
Fyrir leik
Liðin á fullu í upphitun á rennisléttum Leiknisvellinum. Blautt og smá andvari á annað markið. Útlit fyrir dapra mætingu enda leikurinn kl 17:15 og sætin væntanlega blaut.

Hvet alla til að skella sér upp í Breiðholt - þetta verður skemmtun, ég er alveg sannfærður um það!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Þrjár breytingar á byrjunarliði Leiknis frá sigrinum gegn ÍA.

Ósvald Jarl Traustason, Tómas Óli Garðarsson og Aron Fuego Daníelsson koma inn fyrir Skúla Kristjánsson Sigurz, Sævar Atla Magnússon, og Kolbein Kárason.

Byrjunarlið Þórs er óbreytt frá 3-0 sigrinum gegn HK í síðustu umferð.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Leiknir vann Þór í báðum leikjum í fyrra
Leiknir vann 2-0 sigur gegn Þór á Leiknisvelli í Inkasso-deildinni í fyrra. Elvar Páll Sigurðsson, sem er markahæsti leikmaður Leiknismanna í sumar, skoraði í þeim leik og einnig Atli Arnarson sem er nú kominn í ÍBV.

Á Akureyri vann Leiknir 2-1 útisigur. Gunnar Örvar Stefánsson skoraði mark Þórsara en Fannar Þór Arnarsson og Kolbeinn Kárason skoruðu fyrir Leikni.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik

Viðtal við Orra Sigurjónsson, leikmann Þórs, af heimasíðu Þórs
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Leiknismenn unnu á mánudaginn 2-1 sigur gegn ÍA í framlengdum leik í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Breiðhyltingar komnir í undanúrslit bikarsins í fyrsta sinn.

Á heimasíðu Leiknis segir að líklegt sé að einhverjar breytingar verði á byrjunarliði heimamanna en líklegt er að 120 bikarmínútur sitji í einhverjum.

Í deildinni hafa þeir ekki verið á sama flugi, eru í 8. sæti með 11 stig. Það eru átta stig upp í annað sætið en aðeins fjögur stig niður í fallsæti.

Þórsarar eru sæti ofar en Leiknir, með stigi meira.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Heil og sæl! Hér verður bein textalýsing frá leik Leiknis R. og Þórs frá Akureyri í 10. umferð Inkasso-deildarinnar. Leikurinn á sérkennilegum tíma, 17:15. Síðdegisleikur í Inkasso-ástríðunni framundan. Það er ekki hægt að veðja á fulla stúku.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson ('35)
Orri Freyr Hjaltalín ('81)
Orri Sigurjónsson
4. Gauti Gautason
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Aron Kristófer Lárusson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
21. Kristján Örn Sigurðsson

Varamenn:
16. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Gísli Páll Helgason
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('35)
11. Kristinn Þór Björnsson
14. Jakob Snær Árnason
18. Alexander Ívan Bjarnason
25. Jón Björgvin Kristjánsson
99. Gunnar Örvar Stefánsson ('81)

Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Guðni Þór Ragnarsson
Særún Jónsdóttir

Gul spjöld:
Aron Kristófer Lárusson ('64)

Rauð spjöld: