Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Haukar
1
2
Fylkir
Marjani Hing-Glover '59 1-0
1-1 Kaitlyn Johnson '62
1-2 Maruschka Waldus '88
30.08.2017  -  19:15
Gaman Ferða völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Maður leiksins: Maruschka Waldus
Byrjunarlið:
22. Tori Ornela (m)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('90)
6. Vienna Behnke
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir (f)
12. Marjani Hing-Glover
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir ('76)
18. Alexandra Jóhannsdóttir ('79)
18. Þórdís Elva Ágústsdóttir
21. Hanna María Jóhannsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir

Varamenn:
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir ('90)
6. Dagbjört Freyja Reynisdóttir
7. Ylfa Margrét Ólafsdóttir
8. Svava Björnsdóttir
19. Andrea Anna Ingimarsdóttir ('79)
30. Tara Björk Gunnarsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Jóhann Unnar Sigurðsson (Þ)
Hildigunnur Ólafsdóttir
Rún Friðriksdóttir
Helga Helgadóttir
Lárus Jón Björnsson
Árni Ásbjarnarson

Gul spjöld:
Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('33)
Rún Friðriksdóttir ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið!

Fylkir sendir Hauka niður í 1. deild og setur pressu á KR. Eru nú aðeins 4 stigum á eftir Vesturbæingum þegar það eru 9 stig eftir í pottinum.

Ég þakka fyrir mig í bili. Viðtöl og skýrsla detta inn á eftir.
90. mín
Inn:Stefanía Ósk Þórisdóttir (Haukar) Út:Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar)
Þriðja skipting Hauka. Heiða Rakel var áberandi í fyrri hálfleik en hefur minna sést í þeim seinni. Stefanía Ósk kemur inn í lokabaráttuna.
89. mín
Haukar eru nálægt því að svara strax í næstu sókn. Margrét Björg spilar Marjani í fínt færi en skot hennar er beint á Ástu.
88. mín MARK!
Maruschka Waldus (Fylkir)
Stoðsending: Berglind Rós Ágústsdóttir
MAAAAAAARK!

Loksins, loksins bera hornspyrnurnar árangur hjá Fylki og þvílíkur gæðabiti sem Árbæingar nældu í í glugganum.

Maruschka er NAUTSTERK í loftinu og stangar fyrirgjöf Berglindar Rósar inn!
87. mín
Fáum við sigurmark í þetta?

Stigið gefur liðunum sama og ekki neitt. Haukar falla ef þær vinna ekki og Fylkiskonur þurfa stigin nauðsynlega!
86. mín Gult spjald: Rún Friðriksdóttir (Haukar)
Rún brýtur harkalega á Berglindi Rós og fær réttilega gult.

Berglind Rós fer útaf til aðhlynningar en er komin inná þegar aukaspyrnan er tekin. Sérstakt!
84. mín
Inn:Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir) Út:Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir (Fylkir)
Hemmi blæs til sóknar. Varnarmaður út fyrir sóknarsinnaðan miðjumann. Tinna Bjarndís fer út og Ída Marín kemur inn.
81. mín
Horn hjá Fylki. Berglind Rós tekur. Setur boltann niðri út á Tinnu Bergdísi sem lætur hann fara áfram og á samherja sem á hættulegt skot. Tori ver út í teig og mér sýnist það vera Kaitlyn sem setur boltann framhjá af markteig!!!
79. mín
Inn:Andrea Anna Ingimarsdóttir (Haukar) Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Haukar)
Mér sýnist Sæunn færa sig niður, Þórdís inn á miðju, Vienna út til hægri og Andrea Anna út til vinstri. Ekki í fyrsta skiptið sem Haukar þurfa að færa svona til hjá sér í sumar. Spurning hvaða áhrif þetta rót hefur á liðið.
79. mín
Sæunn er komin aftur inn en Alexandra labbar beint útaf.
78. mín
Sæunn er enn utan vallar og þá liggur Alexandra eftir á vellinum. Þetta er ekki gott.
77. mín
Sæunn liggur eftir meidd. Sá ekki hvað gerðist en hún þarf að láta kíkja á sig. Vonandi getur hún haldið áfram. Búin að eiga mjög góðan leik.
76. mín
Inn:Rún Friðriksdóttir (Haukar) Út:Sunna Líf Þorbjörnsdóttir (Haukar)
Rún kemur inn fyrir Sunnu. Rún fer á miðjuna og Alexandra dettur niður.
74. mín
Það má hrósa "Rauða hernum", stuðningssveit Hauka. Hún er skipuð leikmönnum úr 4.flokki og það hefur heyrst vel í þeim frá fyrstu mínútu. Flottar!
72. mín
Hanna María hreinsar í ódýrt horn. Berglind Rós tekur. Boltinn á kollinn á Maruschku og út í teig. Endar fyrir fótum Þóru Kristínar sem neglir í varnarmann og aftur fyrir.

Aftur horn. Haukar hreinsa.
69. mín
Þriðja vitlausa innkastið í leiknum. Spennustigið eitthvað að trufla ungar og efnilegar. Kannski ekki skrítið. Mikið undir.
68. mín
Inn:Þóra Kristín Hreggviðsdóttir (Fylkir) Út:Hulda Sigurðardóttir (Fylkir)
Önnur skipting Fylkis. Kröftugur kjúlli inn fyrir Huldu sem er búin að vera hættuleg.
67. mín
Þessi mörk hafa aldeilis hleypt lífi í leikinn og ég hef ekki undan að skrifa um hálffærin sem hafa komið hér síðustu 2 mínútur.
65. mín
STÓRHÆTTA!

Marjani með hættulegan bolta fyrir markið. Heiða Rakel RÉTT missir af boltanum sem var farinn framhjá Ástu og markið því opið.
64. mín
Sæunn reynir skot með vinstri utan teigs. Ekki nógu kröftugt og beint í hendurnar á Ástu.
62. mín MARK!
Kaitlyn Johnson (Fylkir)
Stoðsending: Thelma Lóa Hermannsdóttir
ÞÆR ERU EKKI LENGI AÐ SVARA!

Kaitlyn er búin að jafna leikinn með skalla eftir fyrirgjöf Thelmu Lóu frá hægri!

Flóðgáttin brostin. Fáum vonandi enn fleiri mörk!
59. mín MARK!
Marjani Hing-Glover (Haukar)
Stoðsending: Sæunn Björnsdóttir
MAAAAAARK!

Heimakonur eru komnar yfir!

Sæunn á frábæra stungu inn á Marjani sem klárar glæsilega framhjá Ástu, vinstra megin í teignum. Virkilega snoturt mark hjá Haukum!

Þær eru ekki búnar að kasta inn handklæðinu!
56. mín
Fylkiskonur koma sterkari inn í seinni hálfleikinn en það er lítið að gerast á síðasta þriðjungi.
55. mín
Góð vörn hjá Hönnu Maríu. Nær að stöðva Thelmu Lóu sem ætlaði að stinga sér í gegn.
53. mín
Fylkir fær tvö horn í röð. Berglind Rós tekur en alltaf tekst Haukum að hreinsa.

Þessi horn eru ekkert að gefa í kvöld.
52. mín
Inn:Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir) Út:Jasmín Erla Ingadóttir (Fylkir)
Fyrsta skipting Fylkis. Jasmín haltrar útaf.
50. mín
Haukar fá aukaspyrnu úti hægra megin eftir að Hulda braut á Sunnu.

Þær útfæra þetta skemmtilega. Sara Rakel spilar á Alexöndru sem leggur boltann út í horn á Þórdísi að mér sýnist. Hún nær þó ekki fyrirgjöfinni því varnarmenn Fylkis bjarga í horn.

Ekkert verður úr horninu frekar en fyrr í leiknum.
47. mín
Fylkir fær aukaspyrnu úti í hægra horni eftir að Vienna sparkar í Caragh.

Berglind Rós sendir fyrir en Tori kýlir frá og Haukar ná að hreinsa í annari tilraun.
46. mín
Leikur hafinn
Við förum af stað aftur. Hvorugt liðið gerir breytingar hjá sér.

Hulda Sig sparkar þessu af stað.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik á Gaman Ferða vellinum.

Haukar hafa átt hættulegri sénsa en þetta er galopið og við fáum vonandi mörk í seinni hálfleikinn.

Kaffi og kruðerí. Sjáumst eftir korter.
44. mín
Fín varnarvinnu hjá Lovísu. Kemst inn í stungusendingu sem hefði sent Marjani eina í gegn.
40. mín
Aftur fá Fylkiskonur horn. Berglind Rós tekur. Tori slær boltann út í teig og Haukar hreinsa. Svolítið um endurtekningar hérna.
37. mín
HEIÐA RAKEL!

Heiða Rakel sleppur í gegnum flata Fylkisvörnina. Kemst inn á teig vinstra megin og lætur vaða, í NÆRSTÖNGINA og út!

Fín skyndisókn hjá Haukum.
36. mín
Hætta við mark Hauka!

Hulda reynir að lyfta boltanum yfir Tori og á fjær en hún blakar boltanum aftur fyrir. Fylkir fær horn. Haukar hreinsa.
35. mín
Þetta var ljótt!

Heiða Rakel tapaði boltanum á slæmri móttöku í vítateig Fylkis og Brooke mætir svo og straujar hana, allt, alltof seint. Algjör óþarfi en ekkert er dæmt. Og það sem skrítnara er. Engin í Haukum biður um neitt þó að Heiða Rakel liggi meidd eftir.
33. mín Gult spjald: Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Haukar)
Þetta tók ekki langan tíma. Annað afar snyrtilegt brot á vallarhelmingi andstæðinganna og Kristinn fer í vasann.
32. mín
Það er farið að hitna aðeins undir Margréti Björgu. Var að fá tiltal frá Kristni í annað skiptið. Er búin að vera að brjóta snyrtilega af sér út um allan völl.
30. mín
Hanna María skallar sendingu Tinnu Bjarndísar aftur fyrir og aftur fá Fylkiskonur horn. Berglind Rós leggur boltann út á Huldu sem tekur eina snertingu áður en hún lætur vaða með vinstri. Boltinn rétt yfir!
27. mín
Hulda Sig með ágæta skottilraun utan teigs. Reynir að lyfta yfir Tori en setur boltann aðeins yfir. Fín mýkt í þessu.
25. mín
AUKASPYRNA Á STÓRHÆTTULEGUM STAÐ!

Sunna Líf brýtur á Caitlyn á vítateigslínunni við D-bogann hægra megin.

Maruschka tekur spyrnuna en neglir í vegginn. Mér sýnist það vera Sunna Líf sjálf sem fórnar höfðinu í þetta.

Fylkir fær horn í kjölfarið en Berglind Rós setur boltann aftur fyrir.
21. mín
Fylkiskonur fá horn. Í þetta skiptið frá vinstri. Hulda Sig. tekur. Setur hættulegan bolta fyrir og Tori slær hann út í teig. Þar er Kaitlyn grimm og neglir boltann í rassinn á Alexöndru og aftur fyrir.

Aftur horn. Hulda tekur aftur. Í þetta skiptið setur hún boltann út í teiginn þar sem Brooke reynir skot en Haukakonum tekst að hreinsa.

Í kjölfarið dettur boltinn fyrir Berglindi Rós utan teigs og hún lætur vaða. Beint á Tori.
18. mín
Jahérna!

Skólabókardæmi um kæruleysi. Marjani á misheppnaða sendingu upp í hægra horn. Fylkiskonur eru alltof fljótar að afskrifa boltann og gera ráð fyir honum aftur fyrir. Mér sýnist það vera Lovísa sem joggar á eftir boltanum og lætur Margréti Björgu stela honum af sér úti við hornfána. Margrét setur boltann fyrir þar sem Heiða Rakel rétt missir af honum, nánast á marklínu.

Stórhættulegt!
16. mín
Haukar eru að ógna meira. Nú var Marjani að komast inn á teig. Hún reyndi skot með vinstri en Ásta Vigdís gerði vel í að verja.
15. mín
Haukar fá aukaspyrnu úti á velli vinstra megin. Alexandra lyftir boltanum inn á teig en Fylkiskonur hreinsa.
15. mín
Hemmi heldur sig við sama byrjunarlið og í 3-2 tapinu gegn Val í síðustu umferð:

Ásta Vigdís
Tinna Bjarndís - Brooke - Tinna Björk
Caragh - Berglind Rós - Maruscha - Lovísa
Kaitlyn - Jasmín - Hulda Sig
12. mín
Fínt þríhyrningsspil hjá Haukum. Marjani leggur boltann út á Sæunni í skot. Hún lætur vaða á markið en Ásta skutlar sér til vinstri og ver í horn.

Sara Rakel tekur hornspyrnuna en Fylkiskonur koma boltanum frá.
10. mín
Það er annars að frétta að Kjartan og Jóhann gera tvær breytingar á Haukaliðinu frá 7-2 tapinu gegn Blikum í síðustu umferð. Sara Rakel og Sunna Líf koma inn fyrir Rún og Hildigunni sem er lasin heima. Liðið lítur því svona út í kvöld:

Tori
Sunna - Hanna María - Sara
Þórdís - Sæunn - Alexandra - Vienna
Margrét Björg
Heiða Rakel - Marjani
9. mín
Aftur reynir Margrét Björg skot utan af velli. Hún er með hörku vinstri fót svo það er ekkert að því. Setur boltann samt vel yfir í þetta skiptið.
8. mín
Fín varnarvinna hjá Vienna sem stoppar Kaitlyn og reddar í horn. Hulda Sig tekur hornið og finnur Tinnu Björk í teignum en hún nær ekki nógu góðum skalla og Þórdís Elva þrumar boltanum frá.
4. mín
Þá er komið að Fylki að sækja. Sara Rakel gefur heldur ódýrt horn. Hulda Sig rennir boltanum með jörðinni út í teig á Jasmín sem spilar strax til baka og Hulda er gripin rangstæð. Klaufalegt.
1. mín
Leikur hafinn
Haukar byrja og það af krafti. Margrét Björg reyndi bjartsýnisskot utan af velli eftir nokkrar sekúndur og Heiða Rakel var að skjóta í varnarmann og aftur fyrir úr fínu færi.

Sara Rakel fyrirliði tekur hornið sem verður að öðru horni. Aftur tekur Sara Rakel en Fylkiskonur hreinsa.
Fyrir leik
Við erum komin í samband eftir svolítil tæknibras. Leikmenn mættar út á völl og klárar í slaginn.
Fyrir leik
Eina stig Hauka á tímabilinu kom í fyrri viðureign þessara liða, á afmælisdegi Bob Dylans, þann 24. maí.

Haukar voru nokkrum sekúndum frá því að vinna sinn fyrsta leik þegar Jasmín Erla Ingadóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma! Marjani Hing-Glover skoraði mark Hauka í leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli.

Sagan er með Fylkiskonum í dag en þær hafa unnið fjóra af fimm síðustu leikjum liðanna en þeim síðasta lauk með jafntefli eins og áður kom fram.

Sjáum hvað setur..
Fyrir leik
Það má búast við hörkuleik hér á eftir en Haukar og Fylkir sitja í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Haukar á botninum með aðeins eitt stig og Fylkiskonur í 9. sæti með fimm stig. Sjö stigum minna en KR í 8. sæti.

Það eru fjórir leikir eftir af mótinu og 12 stig í pottinum. Bæði liðin eiga því tölfræðilega möguleika á að bjarga sér - en útlitið er svart. Ef Haukar vinna ekki í kvöld fellur liðið.
Fyrir leik
Góðan dag góða fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Hauka og Fylkis í Pepsi-deild kvenna.

Um er að ræða viðureign í 15. umferð. ÍBV og Þór/KA mættust í fyrsta leik umferðarinnar á sunnudag en þá urðu Eyjakonur fyrstar til að sigra toppliðið. Tveir leikir hefjast svo kl. 18:00. Grindavík tekur á móti Val suður með sjó og KR-konur taka á móti Blikum vestur í bæ.
Byrjunarlið:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir ('84)
Tinna Björk Birgisdóttir
4. Brooke Hendrix
5. Maruschka Waldus
6. Hulda Sigurðardóttir ('68)
13. Kaitlyn Johnson
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir ('52)
20. Caragh Milligan
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)

Varamenn:
12. Þórdís Edda Hjartardóttir (m)
5. Ída Marín Hermannsdóttir ('84)
6. Sunna Baldvinsdóttir
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('52)
28. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir ('68)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Vésteinn Kári Árnason
Rakel Leósdóttir
Kolbrún Arnardóttir
Sigurður Þór Reynisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: