Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ísland
2
0
Kosóvó
Gylfi Þór Sigurðsson '40 1-0
Jóhann Berg Guðmundsson '68 2-0
09.10.2017  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Aðstæður: Grenjandi rigning í upphafi leiks. Völlurinn rennblautur. 5 gráðu hiti.
Dómari: Harald Lechner (Aust)
Maður leiksins: Gylfi Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason (f)
17. Aron Einar Gunnarsson ('79)
20. Emil Hallfreðsson ('89)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
5. Sverrir Ingi Ingason ('79)
11. Alfreð Finnbogason ('61)
11. Kjartan Henry Finnbogason
16. Rúnar Már Sigurjónsson ('89)
19. Rúrik Gíslason
21. Arnór Ingvi Traustason
23. Ari Freyr Skúlason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞETTA ER BÚIÐ!!!!!


ÍSLAND VERÐUR Á HM Í RÚSSLANDI 2018 (STAÐFEST)

Takk fyrir mig í kvöld, skemmtum okkur vel það sem eftir lifir þessarar kvöldstundar! Við höldum áfram að dæla inn efni.
90. mín
+3 mínútur í uppbót!
90. mín
ÓLE OLE OLE OLE OLE!!!!!

Þetta er sungið núna!!!!!

ÞETTA ER Í RUGLINU GAMAN!
89. mín
Inn:Rúnar Már Sigurjónsson (Ísland) Út:Emil Hallfreðsson (Ísland)
Síðasta skipting Íslendinga.
86. mín
Það er bara formsatriði að klára þessar 5 mínútur sem eru eftir af þessum leik!
84. mín
Valon Berisha með spyrnuna, arfaslök. Hátt yfir markið. Uppsker klapp frá íslenskum áhorfendum.
83. mín
Kósóvó fá hér aukaspyrnu á stórhættulegum stað, rétt fyrir utan vítateig Íslands.

Koma svo strákar, halda þetta út.
82. mín

81. mín
Hér er sungið "Ísland á HM"

Þetta er magnað kvöld.
79. mín
Inn:Sverrir Ingi Ingason (Ísland) Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Þvílíkur maður. Aron fær hér heiðursskiptingu!

Allir standa upp og klappa, hann á það skilið!
78. mín
Inn:Lirim Kastrati (Kosóvó) Út:Besar Halimi (Kosóvó)
Síðasta skipting Kósóvó.
77. mín
Það verður að gefa gestunum það að þeir halda áfram að reyna, virkilega flott lið sem á eflaust eftir að gera góða hluti á næstu árum.
75. mín
Það er hver sóknin á fætur annari hjá Íslandi núna!

Emil með skot núna sem Ujkani ver.
74. mín
Veislan er hafin!

Þvílík læti sem eru í stúkunni, það er sungið ENDALAUST!
73. mín

71. mín
Íslendingar fá tvær hornspyrnur í röð núna!

Leikmenn Kósóvó koma boltanum burt í þeirri síðari.
68. mín MARK!
Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
MAAAAAAAAARK!!!!

VIÐ ERUM AÐ FARA Á HM ÞAÐ ER SVOLEIÐIS!

ÞVÍLÍKIR GÆÆÆÆÆÆJAR!

Frábært spil hjá Íslendingum og enn og aftur er það Gylfi THE SIG sem er heilinn í þessu! Fær boltann inní vítateig Kósóvó, keyrir út að endalínu og kemur með fasta sendingu meðfram jörðinni, þar er Jói Berg mættur og setur boltann í netið!

ÞETTA ER STAÐAN!
66. mín
Króatar eru komnir yfir gegn Úkraínu sem þýðir það að við megum ekki misstíga okkur hér!

KLÁRA ÞETTA!
65. mín
Gestirnir mikið mun meira með boltann þessa stundina án þess þó að skapa sér einhver færi.
64. mín

62. mín
Birkir Bjarnason með skot á mark en Ujkani grípur boltann auðveldlega.
61. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Fyrsta skipting Íslendinga.

Jón Daði fær gott klapp frá stúkunni, eðlilega.
61. mín Gult spjald: Bernard Berisha (Kosóvó)
Gult fyrir brot á Jóa Berg úti á miðjum velli.
59. mín
Frábær sókn hjá íslenska liðinu.

Gylfi kemur með boltann hratt upp, finnur Jóa sem skilar honum aftur á Gylfa sem sér Jón Daða koma í hlaupinu, stingur honum inn fyrir á Jón sem sendir boltann innfyrir en þar er enginn! Mjög góð sókn.
56. mín
Emil Brýtur á Celina og gestirnir fá aukaspyrnu á hættulegum stað.

Spyrnan er léleg og Birkir Már hreinsar boltann burt.
55. mín
Gestirnir eru að eiga óþægilega margar góðar sóknir finnst mér. Verðum að stoppa það.
54. mín
Inn:Vedat Muriqi (Kosóvó) Út:Atdhe Nuhiu (Kosóvó)
Tvöföld skipting hjá Kósóvó!
54. mín
Inn:Bernard Berisha (Kosóvó) Út:Alban Pnishi (Kosóvó)
52. mín

51. mín
JÓHANN BERG!

Fín tilraun frá Jóhanni. Reynir skotið hér fyrir utan teig. Rétt yfir mark gestanna.
50. mín
Nú er það Milot Rasicha sem liggur þjáður á vellinum. Fær aðlhynningu frá sjúkraþjálfarateymi Kósóvó.

Rasicha verið sprækur í dag.
48. mín
Hornspyrnan frá Gylfa virkilega slök og varnarmenn Kósóvó eiga í engum vandræðum með að koma boltanum burt.
48. mín
Nú fáum við íslenska hornspyrnu. Gylfi tekur.
47. mín
Besar Halimi liggur sárþjáður á vellinum.

Stendur loksins upp, vonum að hann haldi áfram.
46. mín
Þá er síðari hálfleikur kominn af stað og nú eru það gestirnir sem hefja leik með boltann.

Bæði lið eru óbreytt.

Koma svo, erum 45 frá þessu!
45. mín

45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Laugardalnum og við erum með forystuna!

Erfiðum fyrri hálfleik lokið, sjáumst í síðari.
45. mín Gult spjald: Alban Pnishi (Kosóvó)
Stoppar hraða skyndisókn Íslendinga. Hárrétt gult spjald.
44. mín
Aukaspyrna dæmd á Hörð Björgvin á vallarhelmingi Kósóvo. Rétt.
43. mín
Collymore er glaður og það erum við líka!

40. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
MAAAAAAAARK!!! JÁJÁJÁÁJÁJÁ!!!

GYYYYYYLFI SIGURÐSSON!

Frábær pressa Jóns Daða skilar sér í því að varnarmaður Kósóvó á lélega sendingu inní vítateig Kósóvó, þar er Gylfi mættur, hirðir boltann, fer framhjá einum varnarmanni gestanna og setur boltann í netið!

VIÐ ERUM KOMIN YFIR!
39. mín
Þarna fór um mig og stúkuna líka að mér heyrðist!

Milot Rashica sprækasti maður Kósóvó í dag tekur skotið rétt fyrir utan vítateig Íslands og það fer RÉTT framhjá! Heppnir þarna.
37. mín Gult spjald: Samir Ujkani (Kosóvó)
Ekki veit ég hvað Ujkani markmaður Kósóvó var að pæla þarna.

Hörður Björgvin brýtur á leikmanni Kósóvó og aukapsyrna réttilega dæmt. Kemur þá Ujkani rjúkandi útur markinu og segir einhver vel valin orð við dómarann og uppsker gult spjald.

Kjánalegt.
35. mín
Ég verð að segja að þetta Kósóvó lið er að koma mér á óvart, og mörgum öðrum líka sennilega.

Flott fótboltalið og verið mikill stígandi hjá þeim undanfarna mánuði.
32. mín

30. mín
Hér kemur fyrsta tilraun á markið hjá Íslendingum!

Frábær bolti frá hægri hjá Jóa Berg, inná teig, Jón Daði eins og svo oft áður vinnur skallaeinvígið en skallinn laus og Ujkani hirðir boltann.

Flott sókn.
28. mín
Þá fáum við langt innkast frá okkar ástkæra Aroni Einari.

Boltinn lendir hjá Birki Bjarna sem er fyrir utan teig, reynir skotið en fer í varnarmann Kósóvo og þaðan framar á völlinn. Birkir Már hinsvegar vel á verði og sparkar boltanum burt áður en sóknarmenn Kósóvó komast í hann.
26. mín
Það má í rauninni sama segja um Íslendingana en við vitum allt um það! Fljótir upp með boltann. Jói og Birkir, mikill hraði í þeim.
24. mín
Gestirnir eru skugglega fljótir upp með boltann þegar þeir komast í hann. Varnarmenn Íslendinga staðið vaktina vel en það verður að passa þetta.
22. mín
Gylfi Sigurðsson fer framhjá 2-3 leikmönnum gestanna áður en hann lætur vaða á markið!

Skotið hinsvegar ekki gott, lítiill kraftur í því og boltinn rúllar framhjá marki Kósóvó.
19. mín
Það er ansi rólegt yfir þessu þessa stundina.

Liðin skiptast á að vera með boltann en engin hættuleg færi í þessu enn sem komið er.
17. mín
Tvær sóknir í röð núna frá Kósóvó en sami leikmaður og áðan, Milot Rashica dæmdur rangstæður.
15. mín
Fín sókn hjá Kósóvó og boltinn endar í netinu.

Rashica, hægri vængmaður þeirra hinsvegar réttilega dæmdur rangstæður. Aldrei hætta þarna.
13. mín
Þá fáum við eitt stykki Víkingaklapp.
12. mín
Sóknarleikur Íslendinga aðeins farinn að þyngjast.

Jói Berg með fína fyrirgjöf frá hægri inní teig, Jón Daði sentímetrum frá því að komast í boltann.

Áfram svona!
10. mín
Frábær sókn hjá Íslendingum. Vel spilað.

Hörður Björgvin færi boltann úti á vinstri kanti, kemur með fyrirgjöf sem Jón Daði nær að komast í en skallinn frá Jóni rétt framhjá markinu.
9. mín
Fyrstu hornspyrnu leiksins fá gestirnir. Hana tekur Alban Pnishi.

Spyrnan ekki góð og Jóhann Berg kemur boltanum burt.
7. mín
Kósóvar gera virkilega vel þessar fyrstu mínútur.

Eru meira með boltann og leyfa Íslendingum ekkert að komast í hann. Ekki það að okkur líði eitthvað illa í þeirri stöðu, síður en svo.
5. mín
Íslendingar róa spilið aðeins. Láta boltann ganga manna á billi. Menn aðeins að venjast grasinu og boltanum.

Grasið rennblautt.
3. mín
Leikmenn Kósóvó gera vel í innkastinu og koma boltanum burt.
2. mín
Íslendingar byrja á góðri pressu!

Markmaður Kósóvo, Samir Ujkani þarf að spyrna boltanum í innkast eftir góða pressu frá Gylfa!

Langt innkast, koma svo.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru Íslendingar sem hefja leik með boltann og sækja í átt að Laugardalshöll.

Góða skemmtun kæru Íslendingar og megi þetta vera besti mánudagur allra tíma!
Fyrir leik
Þjóðsöngvum liðanna er lokið! Ég hef aldrei á ævinni verið með jafnmikla gæsahúð.

Stemningin í dalnum góða er í RUGLINU góð! Þetta verður gott kvöld, það er svoleiðis.
Fyrir leik
Hér ganga liðin út á völlinn! Þetta er svo fallegt.

Íslendingar í sínum geggjuðu bláu treyjum. Leiknenn Kósóvo í hvítum treyjum í kvöld.
Fyrir leik
"Ég er kominn heim" ómar nú í Laugardalnum

Gæsahúð!
Fyrir leik
Það er alvöru line up á Rúv í kvöld!

Fyrir leik
Bæði lið hafa lokið sinni upphitun og halda inn til búningsklefa.

Það er KORTER í þetta! Eru allir með á nótunum?
Fyrir leik
Mögnuð sjón.

Á meðan þjálfarteymi beggja liða eru í einhvejrum svakalegustu dúnúlpum sem ég hef séð þá stendur Dúllan (Siggi Dúlla) á stuttermabolnum GRJÓTHARÐUR á miðjunni.

Við erum að tala um grenjandi rigningu.
Fyrir leik

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik

Fyrir leik
Heldur betur!

Bæði lið eru núna á fullu í sinni upphitun. Það er gerir hellirigningu eins og staðan er akkúrat núna.

Tólan er mætt! Það er allt að gerast.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er komið inn. Ein breyting frá sigrinum gegn Tyrkjum, Emil Hallfreðsson kemur inn í liðið.

Fyrir leik
Það hefur verið nokkuð í umræðunni hvort skemmtistaðir fái leyfi til þess að hafa opið lengur í kvöld. Svarið er hinsvegar: NEI

Þetta staðfesti Ásgeir Þór Ingólfsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Þar sagði að lögreglan hefði enga heimild til þess að veita stöðunum leyfi til þess að hafa opið lengur.
Fyrir leik

Fyrir leik
Ef okkur tekst ætlunarverkið, að komast á HM verðum við lang fámennasta þjóð sem hefur spilað á HM.

Trinidad & Tobago eiga metið núna en þeir komust á HM árið 2006 en þar í landi búa 1,3 milljón manns.
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þó svo að þessi leikur sé nr. 1,2 og 3 í kvöld þá ætla ég að reyna að vera duglegur að henda inn stöðunni í leik Úkraínu-Króatíu!
Fyrir leik
Hérna sjáum við líklegt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn:

Fyrir leik
Nú fyrir leiki kvöldsins hafa 15 lið tryggt sér þáttökuréttinn á HM. Ísland getur að sjálfsögðu bætt sér í þennan hóp í kvöld, en þetta eru þjóðirnar:

Egyptaland
Nígería
Íran
Japan
Sádi-Arabía
Suður-Kórea
Belgía
England
Pólland
Rússland (Gestgjafar)
Spánn
Þýskaland
Kosta Ríka
Mexíkó
Brasilía

Fyrir leik
Dómari leiksins kemur frá Austurríki og er talinn vera sá besi þar í landi. Harald Lechner er nafnið.

Þessi leikur er sá þriðji sem hann dæmir í undankeppni HM en áður hefur hann dæmt leik Dana og Armena og viðureign Svíþjóðar gegn Hvíta Rússlandi.

Harald dæmdi leik Inter Milan og Stjörnunnar í Evrópudeildinni árið 2014. Leiknum lauk með 6-0 sigri Inter Milan í Mílanóborg.
Fyrir leik
Hérna sjáum við hvernig þetta lítur út!

Ef Ísland vinnur
Fer Ísland beint á HM í fyrsta skipti. Önnur úrslit skipta þá engu máli.

Ef Ísland gerir jafntefli
Fer Ísland beint á HM ef Úkraína og Króatía gera jafntefli.
Fer Ísland beint á HM ef Úkraína vinnur Króatíu og endar með nákvæmlega sömu markatölu, til dæmis 14-7 eða 15-8. Ísland fer þá áfram á innbyrðis viðureignum.
Fer Ísland í umspil ef Króatar vinna í Úkraínu.
Fer Ísland í umspil ef Úkraína vinnur með meira en einu marki og nær betri markatölu. Ísland fer einnig í umspilið ef Úkraína verður með jafna markatölu en fleiri skoruð mörk en Ísland.

Ef Ísland tapar
Fer Ísland beint á HM ef Úkraína og Króatía gera jafntefli.
Fer Ísland í umspil ef annað hvort Úkraína eða Króatía vinnur.
Fyrir leik
Komiði sæl og margblessuð!

Við heilsum úr Laugardalnum á mögulega besta mánudegi ársins. Það er komið að þessu, þetta er dagurinn sem Ísland getur tryggt sig á HM sem fram fer í Rússlandi næsta sumar!

Þetta lið hefur spilað svo marga "mikilvægustu leiki sögunnar", og þessi leikur er klárlega einn af þeim, ef ekki sá mikilvægasti!
Byrjunarlið:
1. Samir Ujkani (m)
4. Alban Pnishi ('54)
7. Milot Rashica
8. Besar Halimi ('78)
9. Bersant Celina
13. Amir Rrahmani
14. Valon Berisha
15. Mergim Vojvoda
19. Leart Paqarada
22. Bajram Jashanica

Varamenn:
12. Visar Bekaj (m)
16. Bledar Hajdini (m)
2. Lirim Kastrati ('78)
3. Besar Musolli
5. Fidan Aliti
10. Flamur Kastrati
18. Vedat Muriqi ('54)
20. Ardin Dallku
23. Bernard Berisha ('54)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Samir Ujkani ('37)
Alban Pnishi ('45)
Bernard Berisha ('61)

Rauð spjöld: