Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Aðstæður: Grenjandi rigning í upphafi leiks. Völlurinn rennblautur. 5 gráðu hiti.
Dómari: Harald Lechner (Aust)
Maður leiksins: Gylfi Sigurðsson
ÍSLAND VERÐUR Á HM Í RÚSSLANDI 2018 (STAÐFEST)
Takk fyrir mig í kvöld, skemmtum okkur vel það sem eftir lifir þessarar kvöldstundar! Við höldum áfram að dæla inn efni.
Koma svo strákar, halda þetta út.
Iceland off to Russia, is it? pic.twitter.com/A1fwhhj29z
— Mundial Magazine (@MundialMag) October 9, 2017
Allir standa upp og klappa, hann á það skilið!
Emil með skot núna sem Ujkani ver.
Jæja @sagnaritari! Afgreiða Fálkaorðu á landsliðið strax! Bæta stærstu íþróttaafrek Íslands aftur og aftur. Sameiningartákn #fotboltinet
— Magnús Már Einarsson (@maggimar) October 9, 2017
Leikmenn Kósóvó koma boltanum burt í þeirri síðari.
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
VIÐ ERUM AÐ FARA Á HM ÞAÐ ER SVOLEIÐIS!
ÞVÍLÍKIR GÆÆÆÆÆÆJAR!
Frábært spil hjá Íslendingum og enn og aftur er það Gylfi THE SIG sem er heilinn í þessu! Fær boltann inní vítateig Kósóvó, keyrir út að endalínu og kemur með fasta sendingu meðfram jörðinni, þar er Jói Berg mættur og setur boltann í netið!
ÞETTA ER STAÐAN!
KLÁRA ÞETTA!
Gylfi rann en skoraði samt! pic.twitter.com/ldiJDDB6vj
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) October 9, 2017
Jón Daði fær gott klapp frá stúkunni, eðlilega.
Gylfi kemur með boltann hratt upp, finnur Jóa sem skilar honum aftur á Gylfa sem sér Jón Daða koma í hlaupinu, stingur honum inn fyrir á Jón sem sendir boltann innfyrir en þar er enginn! Mjög góð sókn.
Spyrnan er léleg og Birkir Már hreinsar boltann burt.
Viðbrögð Heimis við marki Gylfa. Fullkomið zen. pic.twitter.com/nyxSKFWuAv
— Atli Fannar (@atlifannar) October 9, 2017
Fín tilraun frá Jóhanni. Reynir skotið hér fyrir utan teig. Rétt yfir mark gestanna.
Rasicha verið sprækur í dag.
Stendur loksins upp, vonum að hann haldi áfram.
Bæði lið eru óbreytt.
Koma svo, erum 45 frá þessu!
Það hvernig okkur gengur að halda uppi spjöldum og mynda mynstur kemur upp um hvað það er stutt síðan fólk fór að mæta á landsleiki. pic.twitter.com/JNGtPl7TrW
— Sóli Hólm (@SoliHolm) October 9, 2017
Erfiðum fyrri hálfleik lokið, sjáumst í síðari.
GYLFI SCORES, ICELAND 1-0
— Stan Collymore (@StanCollymore) October 9, 2017
GYYYYYYLFI SIGURÐSSON!
Frábær pressa Jóns Daða skilar sér í því að varnarmaður Kósóvó á lélega sendingu inní vítateig Kósóvó, þar er Gylfi mættur, hirðir boltann, fer framhjá einum varnarmanni gestanna og setur boltann í netið!
VIÐ ERUM KOMIN YFIR!
Milot Rashica sprækasti maður Kósóvó í dag tekur skotið rétt fyrir utan vítateig Íslands og það fer RÉTT framhjá! Heppnir þarna.
Hörður Björgvin brýtur á leikmanni Kósóvó og aukapsyrna réttilega dæmt. Kemur þá Ujkani rjúkandi útur markinu og segir einhver vel valin orð við dómarann og uppsker gult spjald.
Kjánalegt.
Flott fótboltalið og verið mikill stígandi hjá þeim undanfarna mánuði.
Fín tilraun en 30 mín án skots á mark. Inná með Alfreð. Hefur skorað meira en allir inná vellinum í alvöru fótbolta.
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) October 9, 2017
Góðar stundir.
Frábær bolti frá hægri hjá Jóa Berg, inná teig, Jón Daði eins og svo oft áður vinnur skallaeinvígið en skallinn laus og Ujkani hirðir boltann.
Flott sókn.
Boltinn lendir hjá Birki Bjarna sem er fyrir utan teig, reynir skotið en fer í varnarmann Kósóvo og þaðan framar á völlinn. Birkir Már hinsvegar vel á verði og sparkar boltanum burt áður en sóknarmenn Kósóvó komast í hann.
Skotið hinsvegar ekki gott, lítiill kraftur í því og boltinn rúllar framhjá marki Kósóvó.
Liðin skiptast á að vera með boltann en engin hættuleg færi í þessu enn sem komið er.
Rashica, hægri vængmaður þeirra hinsvegar réttilega dæmdur rangstæður. Aldrei hætta þarna.
Jói Berg með fína fyrirgjöf frá hægri inní teig, Jón Daði sentímetrum frá því að komast í boltann.
Áfram svona!
Hörður Björgvin færi boltann úti á vinstri kanti, kemur með fyrirgjöf sem Jón Daði nær að komast í en skallinn frá Jóni rétt framhjá markinu.
Spyrnan ekki góð og Jóhann Berg kemur boltanum burt.
Eru meira með boltann og leyfa Íslendingum ekkert að komast í hann. Ekki það að okkur líði eitthvað illa í þeirri stöðu, síður en svo.
Grasið rennblautt.
Markmaður Kósóvo, Samir Ujkani þarf að spyrna boltanum í innkast eftir góða pressu frá Gylfa!
Langt innkast, koma svo.
Góða skemmtun kæru Íslendingar og megi þetta vera besti mánudagur allra tíma!
Stemningin í dalnum góða er í RUGLINU góð! Þetta verður gott kvöld, það er svoleiðis.
Íslendingar í sínum geggjuðu bláu treyjum. Leiknenn Kósóvo í hvítum treyjum í kvöld.
Hjálp! pic.twitter.com/lYXH0VQSuN
— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) October 9, 2017
Það er KORTER í þetta! Eru allir með á nótunum?
Á meðan þjálfarteymi beggja liða eru í einhvejrum svakalegustu dúnúlpum sem ég hef séð þá stendur Dúllan (Siggi Dúlla) á stuttermabolnum GRJÓTHARÐUR á miðjunni.
Við erum að tala um grenjandi rigningu.
Helgi útskýrir byrjunarliðið: Gylfi færist ofar. Viljum meiri stöðugleika á miðjunni. Kósóvar eru með sína hættulegustu menn þar. #hmrúv pic.twitter.com/o5nChs9KHo
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 9, 2017
Upphitun í fullum gangi #fotboltinet pic.twitter.com/zQdjyZbLVQ
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) October 9, 2017
Bæði lið eru núna á fullu í sinni upphitun. Það er gerir hellirigningu eins og staðan er akkúrat núna.
Tólan er mætt! Það er allt að gerast.
Byrjunarliðfréttir úr Laugardalnum! @EmmiHall kemur inn í liðið https://t.co/ns9Pjdj52u #fotboltinet pic.twitter.com/6UROpVy91E
— Magnús Már Einarsson (@maggimar) October 9, 2017
Þetta staðfesti Ásgeir Þór Ingólfsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Þar sagði að lögreglan hefði enga heimild til þess að veita stöðunum leyfi til þess að hafa opið lengur.
Þeir eru MÆTTIR! "Ég sá Gylfa!" öskraði einn ungur strákur þegar liðið mætti á Laugardalsvöll rétt í þessu. #fotboltinet pic.twitter.com/tLZiqpGlW4
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) October 9, 2017
Trinidad & Tobago eiga metið núna en þeir komust á HM árið 2006 en þar í landi búa 1,3 milljón manns.
Gylfi um Kosóvó leikinn. Tekið eftir sigurinn í Tyrklandi. #fotboltinet pic.twitter.com/su3xoQYHE4
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) October 9, 2017
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Kosóvó https://t.co/NjIjYWRApv #fotbolti
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) October 8, 2017
Egyptaland
Nígería
Íran
Japan
Sádi-Arabía
Suður-Kórea
Belgía
England
Pólland
Rússland (Gestgjafar)
Spánn
Þýskaland
Kosta Ríka
Mexíkó
Brasilía
Kl: 10:48 og ég er byrjaður að ofanda. #Road2Russia pic.twitter.com/IcHcmnyEun
— Teitur Örlygsson (@teitur11) October 9, 2017
Er ekki einhver leikur í kvöld?
— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) October 9, 2017
Þessi leikur er sá þriðji sem hann dæmir í undankeppni HM en áður hefur hann dæmt leik Dana og Armena og viðureign Svíþjóðar gegn Hvíta Rússlandi.
Harald dæmdi leik Inter Milan og Stjörnunnar í Evrópudeildinni árið 2014. Leiknum lauk með 6-0 sigri Inter Milan í Mílanóborg.
Ef Ísland vinnur
Fer Ísland beint á HM í fyrsta skipti. Önnur úrslit skipta þá engu máli.
Ef Ísland gerir jafntefli
Fer Ísland beint á HM ef Úkraína og Króatía gera jafntefli.
Fer Ísland beint á HM ef Úkraína vinnur Króatíu og endar með nákvæmlega sömu markatölu, til dæmis 14-7 eða 15-8. Ísland fer þá áfram á innbyrðis viðureignum.
Fer Ísland í umspil ef Króatar vinna í Úkraínu.
Fer Ísland í umspil ef Úkraína vinnur með meira en einu marki og nær betri markatölu. Ísland fer einnig í umspilið ef Úkraína verður með jafna markatölu en fleiri skoruð mörk en Ísland.
Ef Ísland tapar
Fer Ísland beint á HM ef Úkraína og Króatía gera jafntefli.
Fer Ísland í umspil ef annað hvort Úkraína eða Króatía vinnur.
Við heilsum úr Laugardalnum á mögulega besta mánudegi ársins. Það er komið að þessu, þetta er dagurinn sem Ísland getur tryggt sig á HM sem fram fer í Rússlandi næsta sumar!
Þetta lið hefur spilað svo marga "mikilvægustu leiki sögunnar", og þessi leikur er klárlega einn af þeim, ef ekki sá mikilvægasti!