Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
ÍR
0
4
Haukar
0-1 Haukur Ásberg Hilmarsson '15
0-2 Elton Renato Livramento Barros '18 , víti
0-3 Arnar Aðalgeirsson '64
0-4 Alexander Helgason '74
29.06.2018  -  19:15
Hertz völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Skýjað og logn. Skítsæmilegt
Dómari: Bjarni Hrannar Héðinsson
Áhorfendur: 167
Maður leiksins: Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
Byrjunarlið:
Helgi Freyr Þorsteinsson
6. Gísli Martin Sigurðsson
7. Jón Gísli Ström
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson
13. Andri Jónasson
14. Óskar Jónsson
16. Axel Sigurðarson
17. Máni Austmann Hilmarsson ('46)
22. Axel Kári Vignisson
23. Nile Walwyn ('46)
29. Stefán Þór Pálsson ('59)

Varamenn:
12. Adam Thorstensen (m)
2. Andri Þór Magnússon
5. Gylfi Örn Á Öfjörð ('46)
7. Jónatan Hróbjartsson
9. Björgvin Stefán Pétursson
10. Jóhann Arnar Sigurþórsson ('46)
19. Brynjar Óli Bjarnason ('59)

Liðsstjórn:
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Brynjar Þór Gestsson (Þ)
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Stefán Þór Pálsson ('45)
Guðfinnur Þórir Ómarsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Frábær heimsókn Hauka í Breiðholtið og verðskuldaður sigur.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
93. mín
Jón Gísli í dauðafæri einn á móti markmanni en Jökkul ver frábærlega, ef menn ætla ekki að nýta svona færi þá verða mörkin ekki mörg.
90. mín Gult spjald: Guðfinnur Þórir Ómarsson (ÍR)
90. mín
ÍR að missa hausinn og fara í glórulausar tæklingar út um alla völl.
88. mín
Alexander með góðan sprett upp miðjuna leggur hann til hliðar á Davíð Ingvars en Helgi lokar vel á hann.
86. mín
Það kemur sending hjá ÍR inní teig en það er enginn nálægt Jökkli sem missir boltann undir sig og týnir honum í smástund. Skondið atvik.
82. mín
Guffi með tilraun yfir markið, fær prik fyrir að reyna.
80. mín
Bæði lið og undirritaður eru að bíða eftir að þessi niðulæging verði flautuð af.
79. mín Gult spjald: Indriði Áki Þorláksson (Haukar)
78. mín
Smá líf í ÍR hérna Gísli með frábæra skiptingu yfir á Jón Gísla sem á ágætis tilraun yfir.
77. mín
Ísak með skemmtilega tilraun langt fyrir utan teig en boltinn skoppar rétt framhjá.
74. mín MARK!
Alexander Helgason (Haukar)
Alexander kexar hann í varnarmann og boltinn lekur framhjá Helga í markinu. ÍR eru löngu búnir að gefast upp.
73. mín
Inn:Birgir Þór Þorsteinsson (Haukar) Út:Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
Haukur búinn að vera frábær í dag.
69. mín
Inn:Ísak Jónsson (Haukar) Út:Haukur Björnsson (Haukar)
66. mín
167 hræður í stúkunni í dag.
64. mín MARK!
Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Stoðsending: Davíð Ingvarsson
Davíð með frábæra fyrirgjöf beint á skallann á Arnar "Mennskan" að klár þennan leik. Game Over!
59. mín
Inn:Brynjar Óli Bjarnason (ÍR) Út:Stefán Þór Pálsson (ÍR)
Síðasta skipting ÍR. Stefán búinn að meiðast 17x í leiknum án gríns.
59. mín
Inn:Alexander Helgason (Haukar) Út:Elton Renato Livramento Barros (Haukar)
Fufura greinilega ekki í leikformi, alveg sprunginn.
58. mín
Mjög lítið að frétta hérna fyrir utan lélegar aukaspyrnur og tæklingar.
54. mín
Enn ein hættulega aukaspyrnan sem ÍR fá, nú reynir Stefán við hana en aftur beint í vegginn.
50. mín
Jón Gísli með lélega aukaspyrnu beint í veggin. Fær hann síðan aftu og hamrar honum yfir.
49. mín
ÍR fá aukaspyrnu og Guffi tekur hana. Hann lyftir boltanum fyrir og ÍR fá horn.
46. mín
Inn:Gylfi Örn Á Öfjörð (ÍR) Út:Nile Walwyn (ÍR)
46. mín
Inn:Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR) Út:Máni Austmann Hilmarsson (ÍR)
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur hafinn og ÍR gera tvær skiptingar.
45. mín
Hálfleikur
Bjarni flautar til hálfleiks, kaflaskiptum fyrri hálfleik lokið og Haukar leiða 2-0.
45. mín Gult spjald: Stefán Þór Pálsson (ÍR)
41. mín
Andri Jónasar gerir vel með boltann og cuttar inn á miðjan völlinn en á lélegasta skot sem ég hef séð lengst yfir. Vinstri löppin að svíkja.
38. mín Gult spjald: Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
37. mín
Máni með gott hlaup upp hægri kantinn og ákveður að láta vaða úr erfiðu færi en töluvert langt framhjá. ÍR eru aðeins að lifna við.
35. mín
Axel kemur með skemmtilega chippu innfyrir á Jón Gísla sem er við það að sleppa en Gunnar tekur hann niður og ÍR fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.

Stefán Pálsson tekur spyrnuna en hún er sklök og beint á Jökul.
29. mín
Hvernig fór þessi ekki inn?? Guffi tekur hann skemmtilega niður og vinnur sér stöðu fyrir innan varnarmanninn kemur svo með skot/fyrirgjöf á markið og Jón Gísli rekur tánna í boltann og hann rúllar í innanverða stöngina.
27. mín
Haukur Ásberg er að valda miklum usla í sókn Hauka. Hann neglir boltanum fyrir eftir jörðinni og Helgi missir hann í markinu en ÍR ná að hreinsa. Þarna munaði ekki miklu.
25. mín
Guffi tekur aukaspyrnu og lyftir honum inná teiginn og boltinn skoppar nokkrum sinnum í teignum áður en Jökull handsamar hann. ÍR ekki nógu graðir þarna.
23. mín
Það kemur há sendin rétt fyrir utan teig Hauka og Jökull kemur út í glórulaust skógarhlaup. Guffi er í baráttunni en Haukarnir ná að bjarga.
21. mín
Stefán Pálsson liggur eftir og þarf líklega að fara útaf, hann á sér langa meiðslasögu og þetta eru ekki góðar fréttir fyrir ÍR.
18. mín Mark úr víti!
Elton Renato Livramento Barros (Haukar)
Stoðsending: Arnar Steinn Hansson
Nile fer klaufalega aftan í Arnar. Fufura tekur spyrnuna og skorar af miklu öryggi. ÍR eru alveg týyndir hérna.
17. mín
Strax eftir markið geysast Haukar í sókn og Þórhallur skýtur í stöngina. Haukar eru glaðvakandi!!
15. mín MARK!
Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
Stoðsending: Þórhallur Kári Knútsson
Þórahallur með góða skiptingu yfir og Axel Kári missir boltann klaufalega undir sig. Haukur tekur hann og skýtur í Nile og inn.
14. mín
Haukamenn hafa verið töluvert sprækari í byrjun á meðan ÍR virðast ætla að sitja til baka og beita skyndisóknum.
9. mín
Haukar fá aukaspyrnu sem Gunnar tekur en hún fer í vegginn og skýst framhjá.
5. mín
Misheppnuð hreinsun hjá ÍR og Haukur Ásberg kemur á ferðinni og tekur hann á lofti en töluvert framhjá. Hugsunin góð. Haukur er samt duglegur að borða eggjahvíturnar sínar gef honum það.
3. mín
ÍR fá fyrsta horn leiksins.

Axel tekur það en það fer beint í hendurnar á Jökli.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og Haukar byrja með boltann, þeir leika í átt að ÍR heimilinu
Fyrir leik
Það er kátt á hjalla í Breiðholtinu. Það er verið að grilla borgara í stúkunni og hoppukastalar fyrir börnin. Vel gjört!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús.

Binni Gests gerir tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum á Fram, Máni Austmann er búinn að jafna sig á veikindum og kemur inn fyrir Halldór Jón og Már Viðars er að taka út leikbann vegna uppsafnaðra gula spjalda. Inn fyrir hann kemur Stefán Þór Pálsson, Nile Walwyn er eini hreinræktaði miðvörðurinn í liði ÍR í dag, það verður fróðlegt að sjá hvernig Binni leysir það.

Kómar gerir þrjár breytingar frá stórtapinu gegn Þrótti, Ísak Atli, Aran Nganpanya og Alexander "Kexi" detta allir út fyrir þá Hauk Björns, Hauk Ásberg og Elton "Fufura" Barros. Þetta er einungis fjórði leikur Fufura í sumar og það vita allir sem fylgjast eitthvað með deildinni hvað hann getur þegar hann er heill. Því miður er það ekkert rosalega oft.
Þeir sem vilja taka þátt í umræðu um leikinn á Twitter geta notað kassamerkið #fotboltinet, vel valdar færslur munu síðan birtast í lýsingunni. Bjöggi Stef ég er að tala við þig.
Fyrir leik
Gaman að segja frá því að Kristján Ómar Björnsson þjálfari Hauka hjálpaði ÍR að vinna 2. deildina sumarið 2016 sem leikmaður. Kómar eins og hann er oft kallaður kallar ekki allt ömmu sína og ég væri mun frekar til í að sjá hann inn á vellinum frekar en í boðvangnum. Iðnaðarleikmaður þar á ferð.
Fyrir leik
Haukarnir hafa fengið á sig flest mörk allra liða í deildinni það sem af er tímabili. Á móti hafa ÍR skorað næst fæst þrátt fyrir að vera að spila hörku bolta og koma sér í góð færi. Ég spái að stíflan bresti loksins hjá ÍR og Haukar haldi áfram að skora og fá á sig helling af mörkum og við fáum markaveislu hér í dag.
Fyrir leik
Málfríður Erna Sigurðardóttir fyrirliði Vals í Pepsi deild kvenna spáði í umferðina og hafði hún þetta að segja um leikinn:

Málfríður Erna spáir í níundu umferð Inkasso-deildarinnar

ÍR 0 - 2 Haukar (klukkan 19:15 á föstudag)
Kristján Ómar líklega búinn að vinna vel í varnarleiknum eftir skellinn gegn Þrótti í síðasta leik og Haukarnir halda hreinu í Breiðholtinu. Indriði Áki og Gunni Gunni setja sitt hvort markið.

Fyrir leik
Heimamenn í ÍR sitja í 11 sæti deildarinnar með aðeins 6 stig. Þeir gerðu góða ferð á Laugardalsvöll í síðustu umferð þar sem þeir báru sigurorð af Frömurum 2-1 og bundu á 5 leikja taphrinu.

Haukaliðið er í 7 sæti með 9 stig en hafa verið í smá brasi undanfarið og fengið á sig 8 mörk í síðustu 2 leikjum. Þeir töpuðu 5-2 gegn Þrótti á heimavelli í síðustu umferð og við vonum fyrir þeirra hönd að búið sé að vinna í vörninni á síðustu æfingum.
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og verið velkominn í beina textalýsingu frá Hertz vellinum í Breiðholtinu. Í dag eigast við lið ÍR og Hauka í 9. umferð Inkasso deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Jökull Blængsson (m)
Indriði Áki Þorláksson
5. Arnar Steinn Hansson
6. Gunnar Gunnarsson (f)
7. Haukur Ásberg Hilmarsson ('73)
8. Þórhallur Kári Knútsson
9. Elton Renato Livramento Barros ('59)
11. Arnar Aðalgeirsson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
22. Davíð Ingvarsson
28. Haukur Björnsson ('69)

Varamenn:
12. Óskar Sigþórsson (m)
6. Þórður Jón Jóhannesson
8. Ísak Jónsson ('69)
14. Birgir Þór Þorsteinsson ('73)
16. Birgir Magnús Birgisson
21. Alexander Helgason ('59)
26. Álfgrímur Gunnar Guðmundsson

Liðsstjórn:
Kristján Ómar Björnsson (Þ)
Hilmar Rafn Emilsson
Hilmar Trausti Arnarsson
Þórður Magnússon
Valdemar Geir Gunnarsson
Ríkarður Halldórsson
Sigurður Stefán Haraldsson

Gul spjöld:
Haukur Ásberg Hilmarsson ('38)
Indriði Áki Þorláksson ('79)

Rauð spjöld: