Kaplakrikavöllur
þriðjudagur 10. júlí 2018  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Þungskýjað og nokkrir m/s
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Melkorka Katrín Flygenring Pétursdóttir
FH 1 - 0 Grindavík
1-0 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('2)
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
0. Halla Marinósdóttir ('71)
3. Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
8. Jasmín Erla Ingadóttir
10. Erna Guðrún Magnúsdóttir (f)
20. Eva Núra Abrahamsdóttir ('83)
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir
21. Arna Dís Arnþórsdóttir
27. Marjani Hing-Glover ('63)

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
2. Hugrún Elvarsdóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir ('71)
13. Snædís Logadóttir
15. Birta Stefánsdóttir
18. Birta Georgsdóttir ('63)
23. Hanna Marie Barker ('83)

Liðstjórn:
Hákon Atli Hallfreðsson
Halldór Fannar Júlíusson
Orri Þórðarson (Þ)
Maria Selma Haseta
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('36)
Eva Núra Abrahamsdóttir ('36)

Rauð spjöld:
@Petur_Hrafn Pétur Hrafn Friðriksson
103. mín Leik lokið!
Þá flautar Bríet Bragadóttir til loka þessa leiks, FH tekur loksins sigur!
Viðtöl og skýrsla væntanleg!
Takk fyrir mig!
Eyða Breyta
102. mín
VIVIANE með hörku markvörslu, grípur boltann í góðri skutlu.
Eyða Breyta
102. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað sem FH á og auðvitað gerir Guðný sig tilbúna að taka hana.
Eyða Breyta
101. mín
Rio Hardy allt í einu ein og óvölduð í teignum en Aníta var mjög nálægt henni og hirti boltann af henni!
Eyða Breyta
99. mín Elena Brynjarsdóttir (Grindavík) Dröfn Einarsdóttir (Grindavík)
Mjög síðbúin skipting.
Eyða Breyta
96. mín
Leikurinn er ennþá í gangi, lítið markvert gerst.
Eyða Breyta
93. mín
Hanna Barker með skot rétt framhjá!
Eyða Breyta
90. mín
Enginn uppbótartími verið gefinn upp en líklega 6-7 mínútur eftir.
Eyða Breyta
90. mín
Stórhætta við mark FH!
Fyrirgjöf frá hægri, Erna reynir að skalla í burtu en skallar í leikmann Grindavíkur og Aníta er vel á verði og skutlar sér og slær boltann aftur fyrir. Vel varið þarna hjá Anítu!
Eyða Breyta
89. mín Telma Lind Bjarkadóttir (Grindavík) Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Grindavík)

Eyða Breyta
86. mín Gult spjald: Margrét Hulda Þorsteinsdóttir (Grindavík)
Margrét Hulda hleypur hér á Þórey eftir að Þórey renndi boltanum framhjá henni. Verðskuldað.
Eyða Breyta
83. mín Hanna Marie Barker (FH) Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
Þriðja og síðasta breyting FH í kvöld.
Eyða Breyta
82. mín
María Sól með skot í þverslá og Grindavík uppsker horn.
Eyða Breyta
78. mín
Leikurinn aftur stöðvaður vegna meiðsla Marjani, nú er verið að koma henni inn í sjúkrabílinn.
Eyða Breyta
75. mín
Guðný með langan bolta inn fyrir sem Þórey eltir og Linda Eshun þarf að setja boltann afturfyrir.
Eyða Breyta
74. mín
María Sól er komin aftur inná
Eyða Breyta
74. mín
Skot af löngu færi frá Úlfu en skoppar þægilega fyrir framan Viviane sem grípur boltann.
Eyða Breyta
73. mín
María Sól liggur eftir á vellinum við vítateig FH og þarfnast aðhlynningar.
Eyða Breyta
72. mín
Darraðadans inni á teignum en Aníta kemur út og hirðir boltann.
Eyða Breyta
71. mín Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH) Halla Marinósdóttir (FH)

Eyða Breyta
67. mín Berglind Ósk Kristjánsdóttir (Grindavík) Elísabet Ósk Gunnþórsdóttir (Grindavík)
Fyrsta breyting Grindavíkur.
Eyða Breyta
63. mín Birta Georgsdóttir (FH) Marjani Hing-Glover (FH)
Birta kemur inn fyrir Marjani sem þurfti að fara útaf á börum, vonandi nær Marjani sér fljótt!
Eyða Breyta
63. mín
Leikur hafinn að nýju, FH með aukaspyrnu úti hægra megin.
Eyða Breyta
58. mín
Bára Kristbjörg þjálfari hjá FH sér um það að hringja á sjúkrabíl.
Eyða Breyta
57. mín
Marjani liggur hér óvíg eftir baráttu við varnarmann. Lítur alls ekki vel út, ég heyri öskrin hingað upp.
Eyða Breyta
51. mín
Guðný með frábæran bolta inn fyrir sem Marjani eltir og tekur skotið en skotið rétt framhjá.
Eyða Breyta
49. mín
Eva Núra brýtur hér á Helgu Guðrúnu sem liggur eftir, Eva Núra þarf að passa sig.
Eyða Breyta
48. mín
Horn sem FH tekur og boltinn er skallaður út fyrir teig og þar er Eva Núra mætt en mokar boltanum yfir markið.
Eyða Breyta
47. mín
Eva Núra keyrir inn á völlinn af vinstri kantinum og á gott skot sem Viviane þarf að verja í horn.
Eyða Breyta
46. mín
FH fær strax aukaspyrnu og auðvitað tekur Guðný skotið en það er yfir markið.
Eyða Breyta
46. mín
Leikur hafinn að nýju, engar sjáanlegar breytingar á liðunum.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Eftir að boltanum var hreinsað flautar Bríet til hálfleiks, FH hafa haft yfirhöndina hér fyrstu 45 mínúturnar.
Eyða Breyta
45. mín
Þórey með fyrirgjöf sem endar í höndinni á leikmanni Grindavíkur en Bríet dæmir ekkert
Eyða Breyta
44. mín
Ísabel Jasmín fer auðveldlega fram hjá Höllu upp við endalínu hægra megin og rennir boltanum fyrir markið en Guðný kemur boltanum frá.
Eyða Breyta
42. mín
Þriðja brot Mellý á Rio Hardy!
Eyða Breyta
40. mín
Guðný býr sig undir að taka aukaspyrnu af 40 metrum en sendir boltann beint í fangið á Viviane.
Eyða Breyta
37. mín
Darraðadans inni á teignum eftir aukaspyrnu frá Grindavík en Guðný Árna kemur boltanum í burtu.
Eyða Breyta
36. mín Gult spjald: Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
Bríet er í spjaldastuði og fleygir hér einu á Evu Núru líka.
Eyða Breyta
36. mín Gult spjald: Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (FH)
Úlfa með tæklingu við miðju og uppsker gult spjald.
Eyða Breyta
35. mín
Halla liggur eftir á vellinum og fær aðhlynningu en er komin aftur inn á núna.
Eyða Breyta
31. mín
Boltinn dettur fyrir Þórey inn á teignum en hún er fljótt pressuð og nær ekki skoti.
Eyða Breyta
29. mín
Guðný með aukaspyrnu utan af velli og Viviane hleypur langt út til að kýla í burtu.
Eyða Breyta
27. mín
Hár bolti inn á teiginn úr aukaspyrnunni en Marjani skallar í burtu.
Eyða Breyta
26. mín
Mellý brýtur aftur á Rio Hardy, ekkert að koma á óvart þar.
Eyða Breyta
23. mín
Rilany fer óáreitt upp hægri kantinn og með ágætis fyrirgjöf á Rio Hardy sem reynir að taka við boltanum en fær hann í hendina.
Eyða Breyta
21. mín
Laglegt spil hjá FH upp völlinn í tvígang en ekkert gerist á síðasta þriðjungi.
Eyða Breyta
18. mín
Jasmín fær boltann rétt fyrir utan teig leggur hann upp í horn á Marjani sem reynir að finna Jasmín aftur sem gengur ekki.
Eyða Breyta
16. mín
Fyrirgjöf sem Aníta grípur auðveldlega, lítið annað sem er að gerast þessa stundina.
Eyða Breyta
13. mín
Sending inn fyrir hjá Grindavík en Aníta fjlót út úr markinu og rennir sér á boltann.
Eyða Breyta
11. mín
Mellý eitthvað að atast í Rio Hardy inni á teignum sem lætur sig falla um leið og fyrirgjöfin kemur en ekkert dæmt.
Eyða Breyta
10. mín
Marjani með stórhættulegan bolta fyrir og Guðný mætt fram en nær ekki til boltans og Viviane kýlir hann í burtu.
Eyða Breyta
9. mín
Hár bolti inn fyrir á Jasmín sem eltir en er brotleg.
Eyða Breyta
6. mín
Melkorka brýtur á Rio Hardy við miðlínu. Þetta verður ekki síðast brot Mellý í kvöld
Eyða Breyta
5. mín
Mikill kraftur í FH til að byrja með hér fyrstu fimm mínúturnar.
Eyða Breyta
2. mín MARK! Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (FH), Stoðsending: Þórey Björk Eyþórsdóttir
MAAAAARK!
Marjani geysist upp vinstri kantinn, kemur með háan bolta fyrir sem endar á fjærstönginni hjá Þórey sem leggur á út á Úlfu sem á gott skot í fjærhornið vinstra megin! 1-0!
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn!

Eyða Breyta
Fyrir leik
Smá rigning sem dynur hér yfir fyrir leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Maria Selma og Birta Stefáns hafa séð um að halda uppi stemningu á vellinum með óaðfinnanlegu lagavali í vallarhátölurunum. 20 mínútur í leik og fólk er farið að tínast í stúkuna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Grindavík gerir þrjár breytingar á sínu liði. Út fara Steffi Hardy og Elena og inn koma Guðný Eva og Margrét Hulda.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimaliðið gerir fjórar breytingar á sínu liði frá 6-2 skellinum gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Aníta Dögg kemur inn í markið fyrir Tatiönu Saunders sem fékk heilahristing í síðasta leik. Hugrún og Birta fá sér sæti á bekknum og Helena Ósk er meidd á hné og er því ekki með. Inn koma Erna, Eva Núra og Melkorka Katrín sem spilar sinn fyrsta leik í sumar eftir höfuðmeiðsli.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH hefur ekki gengið sem skildi það sem af er tímabili, aðeins með einn sigur eftir 8 leiki og sitja á botninum með -16 í markatölu. Grindavík hefur hins vegar gengið ágætlega í stigasöfnun að undanförnu og hafa ekki tapað leik í síðustu fimm umferðunum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð kæru lesendur. Hér á Kaplakrikavelli fer fram leikur milli FH og Grindavíkur kl. 19:15.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Viviane Holzel Domingues (m)
3. Linda Eshun
8. Guðný Eva Birgisdóttir
9. Rio Hardy
11. Dröfn Einarsdóttir ('99)
13. Rilany Aguiar Da Silva
15. Elísabet Ósk Gunnþórsdóttir ('67)
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f) ('89)
17. María Sól Jakobsdóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir
25. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir

Varamenn:
12. Dagbjört Ína Guðjónsdóttir (m)
6. Steffi Hardy
7. Elena Brynjarsdóttir ('99)
10. Una Rós Unnarsdóttir
13. Katrín Lilja Ármannsdóttir
14. Margrét Fríða Hjálmarsdóttir
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
21. Telma Lind Bjarkadóttir ('89)
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir ('67)

Liðstjórn:
Þorsteinn Magnússon
Nihad Hasecic
Kristín Anítudóttir Mcmillan
Sreten Karimanovic
Ray Anthony Jónsson (Þ)

Gul spjöld:
Margrét Hulda Þorsteinsdóttir ('86)

Rauð spjöld: