Extra völlurinn
fimmtudagur 26. júlí 2018  kl. 19:15
Inkasso deild kvenna
Dómari: Eiður Ottó Bjarnason
Maður leiksins: Sveindís Jane (Keflavík)
Fjölnir 1 - 2 Keflavík
0-1 Sophie Groff ('27)
0-2 Íris Ósk Valmundsdóttir ('58, sjálfsmark)
1-2 Nadía Atladóttir ('63)
Byrjunarlið:
30. Margrét Ingþórsdóttir (m)
0. Harpa Lind Guðnadóttir ('46)
6. Rósa Pálsdóttir
9. Íris Ósk Valmundsdóttir (f)
14. Elvý Rut Búadóttir
17. Rúna Sif Stefánsdóttir ('67)
20. Kristjana Ýr Þráinsdóttir
22. Aníta Björk Bóasdóttir ('80)
23. Eva Karen Sigurdórsdóttir
24. Nadía Atladóttir
31. Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir ('84)

Varamenn:
1. Hrafnhildur Hjaltalín (m)
3. Ásta Sigrún Friðriksdóttir ('80)
4. Bertha María Óladóttir ('46)
10. Mist Þormóðsdóttir Grönvold ('67)
18. Hlín Heiðarsdóttir
19. Hjördís Erla Björnsdóttir
24. Aníta Björg Sölvadóttir ('84)

Liðstjórn:
Þórir Karlsson
Oddný Karen Arnardóttir
Katerina Baumruk
Páll Árnason (Þ)
Axel Örn Sæmundsson

Gul spjöld:
Aníta Björk Bóasdóttir ('40)

Rauð spjöld:
@baddi11 Baldvin Már Borgarsson
91. mín Leik lokið!
Já Eiður bara bætir eiginlega engu við þennan leik sem er pínu furðulegt en jæja, þetta var sanngjarn sigur Keflavíkur!

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
Eyða Breyta
90. mín
Fjölnir fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað!

Íris stillir boltanum upp, beint fyrir framan teigslínuna.

Rétt yfir! - Þarna hefði Íris samt átt að gera betur, allavega hitta á markið...
Eyða Breyta
85. mín
Já heyrðu Aníta Lind tók bara skot úr aukaspyrnu frá miðju og Magga þurfti að hafa sig alla við að blaka þessu yfir slánna! Þvílík löpp á Anítu...
Eyða Breyta
84. mín Aníta Björg Sölvadóttir (Fjölnir) Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir (Fjölnir)

Eyða Breyta
81. mín
DAUÐAFÆRI!

Ásta Sigrún tapar boltanum á slæmum stað og Keflavík kemst upp að endalínu, fyrirgjöfin á fjær þar sem Mairead er alein en skýtur yfir!
Eyða Breyta
80. mín Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík) Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
80. mín Ásta Sigrún Friðriksdóttir (Fjölnir) Aníta Björk Bóasdóttir (Fjölnir)

Eyða Breyta
76. mín
DAUÐAFÆRI!

Elvý missir boltann framhjá sér og Sveindís leggur af stað, stingur Elvý af en hægir á sér, sólar hana og er ein gegn Möggu en neglir boltanum með vinstri í slánna...

Þarna átti Sveindís að skora!
Eyða Breyta
73. mín
Aníta brýtur á Nadíu rétt fyrir utan teig, Eiður talar við hana enda er hún á gulu, Aníta komin á síðasta séns.

Kristjana kemur með fyrirgjöfina og hann svífur rétt framhjá pakkanum!
Eyða Breyta
67. mín Mist Þormóðsdóttir Grönvold (Fjölnir) Rúna Sif Stefánsdóttir (Fjölnir)

Eyða Breyta
63. mín MARK! Nadía Atladóttir (Fjölnir)
Nadía neglir boltanum fram og eltir boltann sjálf, varnarmaður Keflavíkur hreinsar boltann í Nadíu og Nadía nær boltanum og skorar!
Eyða Breyta
58. mín SJÁLFSMARK! Íris Ósk Valmundsdóttir (Fjölnir), Stoðsending: Anita Lind Daníelsdóttir
Aníta tekur hornspyrnuna og Íris fer upp í skallaboltann við Natöshu og setur hann í eigið mark.
Eyða Breyta
58. mín
Katla María klobbar Ragnheiði hérna úti hægra megin og kemur með fyrirgjöf sem endar með horni.
Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Aníta straujaði Nadíu aftanfrá þegar hún var komin framhjá henni.
Eyða Breyta
54. mín
Sveindís hleypur inn á teiginn og leggur hann svo fyrir Natöshu sem neglir yfir..

Keflavík þarf að nýta þessu færi betur, gætu auðveldlega verið að vinna miklu stærra!
Eyða Breyta
52. mín
Allskonar þreyfingar en lítið að frétta þessar fyrstu mínútur.
Eyða Breyta
46. mín Bertha María Óladóttir (Fjölnir) Harpa Lind Guðnadóttir (Fjölnir)
Hálfleiksskipting hjá Palla Árna!
Eyða Breyta
46. mín
Þetta er farið af stað aftur, Keflavík byrjar með boltann.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur, Keflavík verðskuldað yfir!
Eyða Breyta
43. mín
Nadía með flottan sprett upp hægri kantinn og sendir boltann fyrir á Rósu sem nær ekki almennilegu skoti á markið, þetta var hættulegt!
Eyða Breyta
42. mín Eva Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Þóra Kristín Klemenzdóttir (Keflavík)
Þóra greinilega eitthvað meidd...
Eyða Breyta
40. mín Gult spjald: Aníta Björk Bóasdóttir (Fjölnir)
Keflavík nær geggjaðri skyndisókn eftir hornspyrnu Fjölnis, Sveindís keyrir upp hægri kantinn svona 70 metra, sendir boltann svo á fjær þar sem Sophie er alein, tekur boltann niður og bíður eiginlega eftir varnarmanni bara svona til að fara framhjá einhverri og skýtur svo framhjá úr góðu færi!

Aníta fær svo spjald fyrir að reyna að brjóta á Sveindísi þegar hún hljóp upp völlinn.
Eyða Breyta
32. mín
Keflavík fær hér horn og Natasha vinnur fyrsta boltann, flikkar honum á Mairead sem skýtur yfir!

Færi eftir færi hérna hjá Keflavík...
Eyða Breyta
31. mín
Keflavík hamrar boltanum upp í hægra hornið þar sem Sveindís vinnur kapphlaupið og Elvý brýtur á henni rétt fyrir utan teig!

Aníta tekur spyrnuna og neglir honum á markið þar sem Magga ver, Keflavík nær tveim skotum af markteig en Fjölnisstelpur bjarga í bæði skiptin á línu!

Keflavík vill fá hendi og víti á seinna skiptið en ekkert dæmt.
Eyða Breyta
27. mín MARK! Sophie Groff (Keflavík)
Mark!

Þetta var rosalega klaufalegt hjá Fjölnisstelpum...

Keflavík á horn, uppúr því er boltanum bombað í magann á Rúnu sem liggur eftir og Fjölnisstelpa ákveður að ætla að fara að sóla sig útúr teignum í staðinn fyrir að koma boltanum úr leik þar sem samherji lá eftir, Keflavík vinnur boltann og honum er komið á fjær þar sem Sophie er alein og klárar í autt markið!
Eyða Breyta
25. mín
Eva Karen tekur smá sprett og leikur listir sínar, svo snýr hún yfir á vinstri löppina og ætlar að skipta boltanum út á vinstri kantinn en það vill ekki betur en svo að hún smettar Natöshu!
Eyða Breyta
21. mín
JÁ!

Mairead tekur boltann á kassann inní teig, hamrar boltanum bókstaflega í sammann, fær hann aftur skoppandi og neglir framhjá í fyrsta...

Fyrra skotið hefði verið gullmark og seinna skotið er bara klaufalegt hjá henni að setja hann ekki bara innanfótar á markið þar sem Magga var liggjandi eftir skutlu í fyrra skotinu.
Eyða Breyta
17. mín
Aftur langt innkast frá Keflavík og þær ná skalla að markinu en rétt framhjá.
Eyða Breyta
15. mín
Magga tekur markspyrnu sem Natasha étur á miðjunni, Sveindís nær boltanum og tekur geggjaða fyntu og sendir Marín í gegn en frábær varnarleikur Írisar bjargar Fjölnisstelpum þarna!
Eyða Breyta
13. mín
Það er skallatennis inní teig Fjölnis eftir langt innkast frá Keflavík, endar með því að Natasha er dæmd rangstæð.
Eyða Breyta
11. mín
Nadía fær flottan bolta upp í hornið frá Anítu og fer framhjá einni, tekur fyrirgjöfina en Katla kemur boltanum í horn.

Kristjana tekur hornið, beint í hendurnar á Lauren.
Eyða Breyta
6. mín
Nú tekur Sveindís röltið framhjá Kristjönu, sendir boltann fyrir þar sem Natasha mætir og hamrar yfir!
Eyða Breyta
3. mín
Sveindís Jane röltir hérna framhjá Írisi og setur boltann rétt framhjá!
Eyða Breyta
2. mín
Fyrsta færið er Keflvíkinga, Mairead nær skoti sem Fjölnisstelpur henda sér fyrir, kemur annað skot sem Magga ver yfir.

Aníta tekur spyrnuna á kollinn á Natöshu sem skallar yfir!
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað, Eva Karen sendir á Anítu sem lúðrar boltanum upp í hornið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
10 mín í leik og liðin eru að klára upphitun, það eru flottar aðstæður hérna í Grafarvoginum, fínt hitastig og blankalogn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Síðasti leikur liðanna fór 2-1 fyrir Keflavík á Nettóvellinum í Keflavík, þar var um hörku leik að ræða þar sem Fjölnisstelpur gáfu ekkert eftir og voru í raun óheppnar að tapa þeim leik.

Vonandu fáum við annan alvöru leik frá þessum liðum hér í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið koma full sjálfstrausts í leikinn en Fjölnir er búið að vinna tvo í röð eftir brösuga byrjun, Keflavík hinsvegar er taplaust í deildinni, búnar að vinna alla leikina sína fyrir utan eitt jafntefli við Þrótt.

Fjölnir vann einmitt Þrótt hér á Extravellinum í síðustu umferð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og Keflavíkur í Inkasso deild kvenna!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Lauren Watson (m)
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir ('42)
3. Natasha Moraa Anasi (f)
5. Sophie Groff
7. Mairead Clare Fulton
8. Sveindís Jane Jónsdóttir
9. Marín Rún Guðmundsdóttir ('80)
11. Kristrún Ýr Holm
17. Katla María Þórðardóttir
21. Íris Una Þórðardóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
4. Eva Lind Daníelsdóttir ('42)
6. Ástrós Lind Þórðardóttir
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('80)
16. Viktoría Sól Sævarsdóttir
20. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
23. Sigurbjörg Eiríksdóttir

Liðstjórn:
Benedikta S Benediktsdóttir
Ljiridona Osmani
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Haukur Benediktsson
Þorgerður Jóhannsdóttir
Berta Svansdóttir

Gul spjöld:
Anita Lind Daníelsdóttir ('56)

Rauð spjöld: