Extra völlurinn
miðvikudagur 08. ágúst 2018  kl. 19:15
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Geggjaðar. Sól, 14 stiga hiti og alvöru graslykt í lofti.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 627
Maður leiksins: Sindri Kristinn Ólafsson
Fjölnir 0 - 0 Keflavík
Myndir: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
5. Bergsveinn Ólafsson (f) ('83)
7. Birnir Snær Ingason
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson
13. Anton Freyr Ársælsson
20. Valmir Berisha ('70)
24. Torfi Tímoteus Gunnarsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
6. Atli Fannar Hauksson
10. Viktor Andri Hafþórsson
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson ('70)
23. Valgeir Lunddal Friðriksson ('83)
31. Jóhann Árni Gunnarsson
32. Kristófer Óskar Óskarsson

Liðstjórn:
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Gunnar Sigurðsson
Ólafur Páll Snorrason (Þ)
Úlfur Arnar Jökulsson
Andri Roland Ford
Gunnar Már Guðmundsson

Gul spjöld:
Hans Viktor Guðmundsson ('90)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
90. mín Leik lokið!
0-0 í kvöld.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
Eyða Breyta
90. mín
+7

Horn hjá Fjölni og búið...Sindri greip það örugglega, allt Fjölnisliðið inni í teig, Rise rauk upp völlinn en Sindri fattaði það of seint...flautið gall þegar hann sá sénsinn og sparkaði fram.
Eyða Breyta
90. mín
+5

Afskaplega lítið í gangi.
Eyða Breyta
90. mín
+4

Þórir hleypur Ísak niður inn í teignum. Slapp við spjald hér.
Eyða Breyta
90. mín
+3

Aukaspyrna Rise beint á Þórð.
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
+2

Uppsafnað. Skotfæri...
Eyða Breyta
90. mín
7 mínútur í uppbót hér í kvöld!
Eyða Breyta
89. mín
Dauðafæri!

Helgi Þór aleinn á fjær en Þórður ver þetta vel. Hér gátu gestirnir stolið sigri!!!
Eyða Breyta
89. mín
Nær einhver að finna sigurmark hér í kvöld!?
Eyða Breyta
87. mín
Jugovic með skot sem Sindri ver og Keflavík hreinsa frá.
Eyða Breyta
83. mín
Darraðadans í teig Fjölnis eftir langt innkast Antons...sem er svo hreinsað í nýtt innkast sem Fjölnir hreinsa að lokum frá.
Eyða Breyta
83. mín Valgeir Lunddal Friðriksson (Fjölnir) Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Hrein skipting.
Eyða Breyta
81. mín
Vel gert Aron Kári!

Kemst fyrir skot Birnis og beinir því í horn...sem ekkert verður svo úr.
Eyða Breyta
79. mín
Aukaspyrna Bergsveins fer vel yfir markið.
Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Aron Kári Aðalsteinsson (Keflavík)
Brýtur á Birni rétt utan teigs.

Hörkutækling og rétt ákvörðun...Aron hefur séð litinn áður í sumar...
Eyða Breyta
76. mín Ivan Aleksic (Keflavík) Leonard Sigurðsson (Keflavík)

Eyða Breyta
74. mín
Birnir neglir þessari aukaspyrnu inn í markteiginn og eftir darraðadans fer boltinn af Fjölnismann og markspyrna dæmd.
Eyða Breyta
72. mín
Brot á Hallvarði á vítateigslínunni...aukaspyrna varð málið.

Stórhætta.
Eyða Breyta
70. mín Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir) Valmir Berisha (Fjölnir)
Skiljanleg skipting. Berisha átt erfitt.
Eyða Breyta
66. mín Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Ágúst Leó Björnsson (Keflavík)
Nýliðarnir skipta um stöðu.

Ágúst lenti í samstuði áðan og er borinn útaf.
Eyða Breyta
60. mín
Þvílík varsla!!!

Enn Þórir í færi og skallafæri í þokkabót. Aleinn í markteignum og á fínan skalla en Sindri nær á örskoti að koma á móti og loka á hann, tekur krossfiskinn og ver. Keflavík nær svo að hreinsa...vel gert.
Eyða Breyta
58. mín
Dauðafæri!

Bergsveinn með flotta sendingu inn í markteiginn en Þórir skallar langt framhjá...þarna átti hann að gera miklu betur.
Eyða Breyta
54. mín
Keflavík taka sér tíma í allt hér í kvöld...þolinmæði heimamanna þarf að vera nokkur.
Eyða Breyta
52. mín
Berisha í skotfæri sem fer hátt yfir...átti að gera betur.
Eyða Breyta
50. mín
Aftur skallar Þórir yfir, nú eftir fyrirgjöf Bergsveins, þetta var erfitt færi.

Eyða Breyta
47. mín
Frans rétt sloppinn í gegn en Torfi nær að komast fyrir hann, eins gott því hann missti boltann klaufalega.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Keflavík undan vindi núna, sjáum hverju það breytir.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Tíðindalítið og tölurnar lýsa leiknum.

Fjölnir mun meira með boltann...en afskaplega fá færi, skalli Þóris í slánna langbest.
Eyða Breyta
44. mín
Hólmar aftur með skot, þetta var mun nærra en Þórður var með þetta coverað - rétt framhjá.
Eyða Breyta
43. mín
Hólmar á skot utan teigs en langt yfir.
Eyða Breyta
42. mín
Leikurinn á skrýtnum stað núna...beinlínis EKKERT að gerast.
Eyða Breyta
37. mín
Hólmar er heilinn við allt sem Keflavík er að reyna að skapa, óð upp völlinn og átti flotta sendingu í teig og síðan flotta sendingu úr horninu sem Fjölnir ná að skalla frá.
Eyða Breyta
35. mín
ÞVERSLÁ!

Laus sending á vítapunktinn en Þórir gerir virkilega vel að ná krafti í skallann sem smellur í slánni, Sindri átti ekki séns í þennan.
Eyða Breyta
33. mín
Berisha með enn eitt skotið en þetta var laust og vel yfir.
Eyða Breyta
30. mín
Lofandi sókn hjá Keflavík, Hólmar með góða sendingu en Tadejevic náði að stanga boltann af fótum Ágústs.
Eyða Breyta
28. mín
Darraðadans í teig Keflavíkur en að lokum tekst Sindra að handsama knöttinn.
Eyða Breyta
24. mín Gult spjald: Leonard Sigurðsson (Keflavík)
Tók ansi stóra tæklingu, Jóhann gaf hagnað en spjaldið svo við stoppið.

Hárrétt.
Eyða Breyta
23. mín
Hér vilja Fjölnismenn fá víti og það var alveg lykt...klaufaleg tækling en hefði verið strangur dómur.
Eyða Breyta
21. mín
Berisha í færi utarlega í teignum en vippar hátt yfir.
Eyða Breyta
20. mín
Held svei mér að vinudurinn hafi áhrif hérna, Keflavík er að reyna að lyfta boltanum ofar á völlinn en háu boltarnir einfaldlega stöðvast þar.
Eyða Breyta
17. mín
Hryllileg spyrna frá Rise sem þó ratar í teignum og eftir klafs fær bara Ísak Óli hörkugott færi sem Þórður ver virkilega vel!
Eyða Breyta
17. mín
Fyrsta sókn Keflvíkinga gefur aukaspyrnu í skotfæri fyrir Gumma Steinars...
Eyða Breyta
13. mín
Þórir fær gott skallafæri úr horninu en skallar yfir.
Eyða Breyta
12. mín
Fjölnismenn þrýsta á Keflavík en eru ekki að ná að búa til opin færi.

Enn eitt skotið utan teigs, nú frá Jugovic en Sindri ver vel í horn.
Eyða Breyta
9. mín
Keflavík eru með sama grunn í taktík en eru meira að spila 4411.

Sindri

Sindri - Aron - Ísak - Anton

Ágúst - Hólmar - Frans - Leonard

Dagur

Riise
Eyða Breyta
7. mín
Enn skot utan teigs, nú Birnir.

Og aftur yfir. Þeir eru að fá mikið svæði framan við hafsentana.
Eyða Breyta
6. mín
Þórir með fínt skot utan teigs en það fer þónokkuð yfir.

Fjölnismenn byrja mun sterkar hér.
Eyða Breyta
4. mín
Boltinn í marki Keflavíkur en Þórir var vel rangstæður þarna, sennilega átti Birnir bara að skjóta af vítateignum.
Eyða Breyta
3. mín
Fjölnir stilla upp í 4231 í kvöld.

Þórður

Bergsveinn - Hans - Torfi - Tadejevic

Jugovic - Anton

Berisha - Guðmundur - Birnir

Þórir.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Komið í gang.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fjölnir unnu uppkastið, sækja í átt að æfingasvæðunum, undan eilítilli golu...Keflavík hlaupa í átt að Mosó.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin labba inn á völlinn og Jónsi syngur "Áfram Fjölnir".

Þetta er rétt að detta í gang!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þjálfararnir eru hoknir af reynslu...árið 1997 léku Keflavík til úrslita um bikarinn við ÍBV.

Í liði Keflavíkur (sem vann) voru þar fremstir í flokki þeir Eysteinn Hauksson og Gunnar Oddsson, í marki ÍBV stóð Gunnar Sigurðsson.

Leiknir voru 2 leikir og endaði sá síðar í vítaspyrnukeppni þar sem Malar-Kiddi Guðbrands skoraði sigurmarkið.

Ekki það að sá leikur hafi þýðingu í kvöld þá voru þetta minnistæðir leikir...og vert að rifja upp.

Vítakeppnina má finna á YouTube hér:

https://www.youtube.com/watch?v=c_VSIAvG_Ew
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari kvöldsins þekkir það að labba ekki einn, enda er Jóhann Ingi ekki einn að stjórna hlutum í kvöld.

Honum til aðstoðar eru Oddur Helgi Guðmundsson og Gylfi Tryggvason, varadómarinn er Arnar Þór Stefánsson og Þórður Ingi Guðjónsson mun vera vökull í eftirlitinu enda dómgæsla klárlega íslensk fræði sem eru hans sérgrein!
Eyða Breyta
Fyrir leikEyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð. Ægir Jarl Jónasson fékk rautt gegn FH í síðasta leik og tekur út leikbann hjá Fjölnismönnum í kvöld. Almarr Ormarsson er einnig í banni, vegna uppsafnaðra áminninga.

Anton Freyr Ársælsson, sem var í láni hjá Leikni en kallaður til baka í síðustu viku, kemur inn í byrjunarlið Grafarvogsliðsins. Þá koma Igor Jugovic og Valmir Berisha einnig inn.

Hjá Keflavík er varnarmaðurinn Marc McAusland í banni og Hólmar Örn Rúnarsson með fyrirliðabandið í hans stað.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þrír leikmenn skiptu í gestina á lokadegi félagaskiptagluggans og gætu því leikið sínar fyrstu mínútur fyrir Keflavík í dag.

Aron Kári (Breiðablik) og Ágúst Leó (ÍBV) komu á tímabundnum félagaskiptum út leiktíðina og Helgi Þór Jónsson skipti yfir úr nágrönnum þeirra í Njarðvík.

Á sama hátt kipptu Fjölnismenn Antoni Frey Ársælssyni heim úr láni frá Leiknismönnum á lokadeginum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leik liðanna í 4.umferð lauk með 1-2 sigri Fjölnismanna.

Birnir Snær Ingason skoraði fyrst fyrir Fjölni, Hólmar Örn Rúnarsson jafnaði leikinn fyrir Keflavík en Almarr Ormarsson skoraði svo sigurmarkið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík á enn eftir að vinna leik í sumar, hafa gert þrjú jafntefli, síðast 4.júní í Kaplakrika. Öll jafnteflin hafa komið á útivöllum.

Þeir hafa tapað síðustu 7 leikjum sínum og í þeim sjö leikjum einungis náð að gera eitt mark...sitja 12 stigum frá öruggu sæti.

Vissulega litlar líkur gestunum í hag en sigur í dag væri þó til að eygja einhverja von!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fjölnismenn hafa fengið 1 stig af síðustu 12 mögulegum og unnu síðast leik 1.júlí.

Með sigri í dag myndu þeir þó lyfta sér upp úr fallsætinu með 16 stig og setja Fylkismenn niður fyrir sig.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn í dag er einn af lykilleikjum í fallbaráttu deildarinnar enda um að ræða þau tvö lið sem sitja í fallsætunum þegar leikurinn hefst.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og Keflavíkur í 15.umferð PEPSI-deildar karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
0. Frans Elvarsson
2. Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
4. Ísak Óli Ólafsson (f)
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f)
9. Aron Kári Aðalsteinsson
14. Ágúst Leó Björnsson ('66)
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Leonard Sigurðsson ('76)
23. Dagur Dan Þórhallsson
99. Lasse Rise

Varamenn:
12. Jonathan Faerber (m)
5. Ivan Aleksic ('76)
10. Helgi Þór Jónsson ('66)
15. Atli Geir Gunnarsson
18. Cezary Wiktorowicz
24. Rúnar Þór Sigurgeirsson
28. Ingimundur Aron Guðnason

Liðstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Þórólfur Þorsteinsson
Jón Örvar Arason
Gunnar Oddsson
Jónas Guðni Sævarsson
Ómar Jóhannsson
Gunnar Örn Ástráðsson

Gul spjöld:
Leonard Sigurðsson ('24)
Aron Kári Aðalsteinsson ('78)

Rauð spjöld: