Alvogenvöllurinn
sunnudagur 12. ágúst 2018  kl. 18:00
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Skýjað og léttur vindur
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 669
Maður leiksins: Hans Viktor Guðmundsson
KR 0 - 0 Fjölnir
Byrjunarlið:
30. Beitir Ólafsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('61)
10. Pálmi Rafn Pálmason
11. Kennie Chopart
15. André Bjerregaard ('61)
18. Aron Bjarki Jósepsson (f)
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson ('84)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Hjalti Sigurðsson
2. Morten Beck
4. Albert Watson
9. Björgvin Stefánsson ('61)
16. Pablo Punyed ('61)
23. Atli Sigurjónsson ('84)

Liðstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Jóhannes Kristinn Bjarnason
Jón Hafsteinn Hannesson
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson

Gul spjöld:
Kristinn Jónsson ('77)

Rauð spjöld:


@EgillSi Egill Sigfússon
95. mín Leik lokið!
Steindautt 0-0 jafntefli staðreynd.
Viðtöl og skýrsla kemur innan skamms.
Eyða Breyta
92. mín
Fjölnismenn með hornspyrnu, fá síðan aðra hornspyrnu uppúr henni, kemur sigurmark?
Eyða Breyta
89. mín
Þórir Guðjóns reynir hér bakfallsspyrnu en hún er afleit.
Eyða Breyta
86. mín
Kiddi með enn eina fyrirgjöfina en Hansi skallar í horn, fer ekkert í gegnum hann í kvöld.
Eyða Breyta
84. mín Atli Sigurjónsson (KR) Óskar Örn Hauksson (KR)
Óskar Örn ekki verið sérstakur í kvöld og fer hér útaf fyrir Atla.
Eyða Breyta
79. mín
Almarr í skot á lofti fyrir utan en það fer vel yfir.
Eyða Breyta
77. mín Gult spjald: Kristinn Jónsson (KR)
Kiddi Jóns með frábæran sprett og hendir sér svo í tæklingu þegar hann missir boltann frá sér en mér fannst hann fara í boltann en Hansi fékk aukaspyrnu og gult á Kidda þarna. Ekki rétt fannst mér.
Eyða Breyta
77. mín
Pálmi er í góðu lagi núna, kominn inná aftur.
Eyða Breyta
75. mín
Pálmi Rafn liggur eftir einvígi við Þóri og heldur um höfuðið á sér, lýtur ekki vel út en vonum að hann sé í lagi.
Eyða Breyta
72. mín Gult spjald: Anton Freyr Ársælsson (Fjölnir)

Eyða Breyta
71. mín
Ægir Jarl með skot fyrir utan sem sleikir slánna, Fjölnismenn eru nálægt því að komast yfir hérna.
Eyða Breyta
68. mín
Flott fyrirgjöf frá Begga en Þórir nær ekki að stýra skalla sínum á markið.
Eyða Breyta
66. mín
Hvernig fór þessi ekki inn, frábær sókn Fjölnismanna sem endar með dauðafæri hjá Almarri eftir frábæran undirbúning Binna, skot Almarrs fer í varnarmann og í stöngina og út!
Eyða Breyta
66. mín Þórir Guðjónsson (Fjölnir) Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Framherji inná hjá Fjölni, þeir sætta sig ekki við stigið!
Eyða Breyta
64. mín Gult spjald: Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Almarr setur höndina fyrir Chopart og stöðvar hlaupið hans, hindrun og gult. Aukaspyrna á góðum stað fyrir Óskar líka.
Eyða Breyta
61. mín Björgvin Stefánsson (KR) André Bjerregaard (KR)
Tvöföld skipting hjá KR-ingum. Pablo og Bjöggi inná fyrir Bjerregaard og Finn Orra. Vonandi blása þeir lífi í þennan leik.
Eyða Breyta
61. mín Pablo Punyed (KR) Finnur Orri Margeirsson (KR)

Eyða Breyta
60. mín
Binni bolti í færi en skot hans er varið af Beiti sem grípur knöttinn.
Eyða Breyta
58. mín
Kiddi með flotta fyrirgjöf en Doddi nær að komast í hann fyrstur.
Eyða Breyta
57. mín
Vá þarna skall hurð nærri hælum, frábær sending inná teig sem Pálmi hendir sér á en boltinn hársbreidd yfir markið.
Eyða Breyta
56. mín
Góð sending í gegn hjá Almarri og Ægir Jarl er að detta í gegn en Beitir mætir á straujinu og kemst í boltann á undan honum, rétt svo!
Eyða Breyta
55. mín
Almarr leggur boltann út á Gumma Kalla sem fer í skotið en hann rennur í skotinu og boltinn yfir markið.
Eyða Breyta
54. mín
Seinni hálfleikur fer eins af stað og sá fyrri, mjög rólega því miður.
Eyða Breyta
48. mín
Óskar með góða aukaspyrnu inná teig beint á Arnór sem skallar framhjá markinu.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Færðist líf í þetta síðasta korterið en markalaust er það í hálfleik. Vonandi fáum við mörk í þann seinni.
Eyða Breyta
45. mín
Ein mínúta í uppbót.
Eyða Breyta
43. mín
Kennie með fína takta og fer í skotið sem Doddi nær að slá til hliðar og nær síðan að klófesta boltann.
Eyða Breyta
43. mín
Kominn miklu meiri hraði í leikinn seinni hlutann hérna en lítið um færi síðan Almarr klúðraði dauðafæri áðan.
Eyða Breyta
36. mín
Almarr fer illa með Aron Bjarka hérna og kemst í dauðafæri einn á móti Beiti en setur hann beint á hann, lang besta færi leiksins og hann á að skora þarna!
Eyða Breyta
33. mín
Óskar kominn í gegn einn á einn en er flaggaður rangstæður, búnar að vera líflegar síðustu mínútur.
Eyða Breyta
29. mín
Binni Bolti með hörku takta og gott skot sem Beitir ver í horn.
Eyða Breyta
25. mín
Þá kom það, KR-ingar með tvær hættulegar fyrirgjafir í röð og Bjerregaard fær mjög gott færi en skallar boltann framhjá markinu.
Eyða Breyta
25. mín
KR-ingar hafa varla snert boltann síðustu 5-10 mínútur en Fjölnir hafa þó ekki náð að skapa nein færi í þessum sóknum.
Eyða Breyta
19. mín
Fjölnismenn búnir að sækja síðustu 2 mínútur án þess að fá eitthvað færi en fá hér hornspyrnu.
Eyða Breyta
15. mín
Ægir Jarl flikkar honum innfyrir hérna og Almarr er hársbreidd frá því að ná boltanum en Beitir kemst í hann sekúndubroti á undan honum.
Eyða Breyta
12. mín
Kiddi með góðan sprett upp vinstri kantinn og kemur með fyrirgjöf sem Chopart skallar í varnarmann og í hornspyrnu.
Eyða Breyta
10. mín
Birnir kemur sér í fína skotstöðu fyrir utan teig en hittir alls ekki boltann, setur hann svona 25 metra yfir.
Eyða Breyta
9. mín
Fyrsta horn leiksins kemur hér, Gummi Kalli með fyrirgjöf sem KR-ingar skalla aftur fyrir. Ekkert kemur uppúr horninu.
Eyða Breyta
7. mín
Það er ótrúlega fámennt í stúkunni, þessi mæting er hreinlega til skammar!
Eyða Breyta
7. mín
Leikurinn fer vægast sagt rólega af stað, hvorugt liðið komist inn í teig andstæðingina.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
KR-ingar byrja leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fjölnir er ekki með neinn framherja inná í dag en þeir eru búnir að setja liðið sitt á twitter og Ægir Jarl er frammi í kvöld. Uppstilling þeirra er Doddi í markinu, Mario og Beggi í bakvörðunum, Hansi og Torfi í hafsentunum, Igor og Anton fyrir aftan Almarr á miðjunni, Gummi Kalli og Binni Bolti á köntunum og Ægir uppá topp. Fróðlegt að sjá þessa nýju uppstillingu þeirra.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Kiddi Jóns er kominn aftur eftir meiðsli og byrjar í stað Dr. Watson.
Hjá Fjölni fara sóknarmennirnir Þórir Guðjóns og Valmir Berisha á bekkinn og inn koma miðjumennirnir Almarr og Ægir Jarl sem eru búnir að taka út leikbann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
KR voru búnir að vinna 3 leiki í röð áður en þeir töpuðu fyrir Blikum á Kópavogsvelli og eru í fínni stöðu. Þeir halda 4.sætinu með sigri í kvöld.
Fjölnir eru hins vegar í fallsæti með 14 stig og hafa ekki unnið leik síðan þeir unnu Fylki 1.júlí. Þeir verða að fara vinna leiki ætli þeir sér að spila í efstu deild að ári.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og Fjölnis í 16. umferð Pepsí-deildar karla á Alvogen vellinum.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
5. Bergsveinn Ólafsson (f)
7. Birnir Snær Ingason
8. Igor Jugovic
10. Ægir Jarl Jónasson
11. Almarr Ormarsson
11. Guðmundur Karl Guðmundsson ('66)
13. Anton Freyr Ársælsson
24. Torfi Tímoteus Gunnarsson
28. Hans Viktor Guðmundsson

Varamenn:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
9. Þórir Guðjónsson ('66)
19. Viktor Andri Hafþórsson
20. Valmir Berisha
23. Valgeir Lunddal Friðriksson
23. Hallvarður Óskar Sigurðarson
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Liðstjórn:
Gunnar Valur Gunnarsson
Kári Arnórsson
Gunnar Sigurðsson
Ólafur Páll Snorrason (Þ)
Úlfur Arnar Jökulsson
Andri Roland Ford
Gunnar Már Guðmundsson

Gul spjöld:
Almarr Ormarsson ('64)
Anton Freyr Ársælsson ('72)

Rauð spjöld: